Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 29
Umræða | 29Helgarblað 18.–20. mars 2011 Kemst ennþá í splitt Magnús Scheving undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV Kids en um 360 milljónir horfa á hana reglulega. Hver er maðurinn? „Íþróttaálfurinn – en ég leik stundum Magnús Scheving.“ Hver er þýðing þessa nýja samnings við Kína? „Það er skrítið að hugsa til þess að eitthvað sem ég byrjaði að búa til, einn í stofunni heima, sé nú á leiðinni inn í stofur hjá 1,6 milljörðum manna. Latibær er fyrsta frumsamda íslenska sjónvarpsserían sem tekin er til almennra sýninga í Kína og það er mikill heiður að fá að taka þátt í því ævintýri. Þetta sannar enn og aftur að allir þeir sem tóku þátt í því að skapa þetta með mér hafa verið að gera frábæra hluti og framleitt sjónvarpsefni sem getur ferðast út um allan heim – yfir múra trúarbragða og ólíkra menningarheima.“ Hefur Latibær náð heimsyfirráðum? „Það hefur nú aldrei verið markmiðið að ná heimsyfirráðum. En ég líki þessu oft við fjallaklifur. Þegar þú byrjar á fyrsta tind- inum, þá er markmiðið aldrei að klára alla tinda heimsins, en þegar þú ert búinn með einn þá sérðu alltaf glitta í nýjan tind við sjóndeildarhringinn. Sem betur fer hef ég og mitt fólk getu og orku til að halda þessu klifri áfram.“ Ertu síliðugur? „Ef þú meinar hvort ég komist í splitt – þá er svarið já. Vonandi kemst ég ennþá í splitt þegar ég verð kominn á elliheimilið – bara spurning hvort starfsfólkið nenni að toga mig aftur upp.“ Tekurðu lýsi? „Ég tek lýsi daglega en vildi að ég hefði tekið meira lýsi þegar ég var barn. Því að ég hef lært það með árunum að Omega 3 er gríðar- lega mikilvægt, sérstaklega fyrir þroska ungra barna. Lýsi hefur komið Íslendingum í gegnum súrt og sætt í gegnum aldirnar og ætti að vera okkar helsta útflutningsvara.“ Hvað færðu þér þegar þú færð þér sælgæti? „Heilsa snýst alltaf um „jafnvægi“ – og að sjálfsögðu fæ ég mér mola af og til. Þá er fátt betra en gúmmelaðið frá Helga í Góu. En alvöru sælgæti er auðvitað Íþrótta- nammi – grænmeti og ávextir – og það fæ ég mér daglega. Það besta við það er að þú mátt borða eins mikið af því og þú vilt – eins oft og þú vilt!“ „Ég myndi vilja eiga indverskan rafmagnsbíl.“ Gísli Þór Gunnarsson 52 ára atvinnulaus „Kannski.“ Bertel Andrésson 38 ára álitsgjafi „Já.“ Leó Einarsson 27 ára vélstjóri „Já, ég væri til í það.“ Kolfinna Elíasdóttir 18 ára nemi „Já, já.“ Jóhanna Birna Hrólfsdóttir 18 ára nemi Maður dagsins Gætir þú hugsað þér að eiga metanbíl? Áhafnarskipti Það voru fagnaðarfundir á kajanum þegar áhafnarskipti fóru fram á danska varðskipinu Vædderen á fimmtudagseftirmiðdag. Skipið hefur legið við bryggju í Reykjavík undanfarna daga. Sjötíu sjóliðar komu með flugi frá Danmörku að morgni og sjötíu fóru heim með sömu vél, væntalega fríinu fegnir. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Myndin Dómstóll götunnar O ft þegar mannskepnan er að bjástra við sín smávægilegu viðfangsefni, eins og til að mynda þessa árans fjármálakreppu sem heimurinn hefur í allsherjar leið- indum verið að eiga við undangengin ár, minnir náttúran á ægivald sitt og sýnir okkur fram á hversu viðurhluta- lítið vafstur okkar raunverulega er. Svona þegar öllu er á botninn hvolft. Í samanburði við hörmungarnar í Jap- an verður kreppufjandinn hér heima eins og hver önnur kvefpest. Fyrst reið einn stærsti skjálfti sögunnar yfir, svo skall flóðbylgjan á fólki og bar heilu bæina með sér á haf út og upp til fjalla áður en að í ljós kom að kjarnorku- verin höfðu líka farið úr skorðum. Geislavirk efni úr Fukushima-kjarn- orkuverinu flæða nú um í gereyðandi vatnsflauminum sem fáu eirir og ótt- ast er að loftið á stóru svæði spillist og ógni heilsu manna með hroðalegum hætti. Eitruð blanda Náttúruhamfarir og sýsl mannskepn- unnar við kjarnorku eru augljóslega eitruð blanda. Að vísu eru hörmung- arnar nú ekki í neinni nálægð við kjarnorkuárás Bandaríkjanna á jap- önsku borgirnar Nagasaki og Hiros- hima undir lok síðari heimstyrjald- ar en leita þarf til Chernobyl -slysins í Úkraínu í apríl árið 1986 til að finna nothæfan samanburð við það sem nú á sér stað austur í Asíu. Þá varð sprenging í kjölfar tilraunar sem gerð var í verinu. Chernobyl-slysið þótti eitt það svakalegasta í heimssögunni og nú er annað eins að gerast í Japan. Að þessu sinni hinum megin á hnett- inum. En við slíka atburði er erfitt að æsa upp í sér heilaga reiði yfir Icesave, kvótakerfinu eða öðrum fjármálaleið- indum sem fimbulfambað er með í þjóðmálaumræðunni þessi dægrin. Chernobyl-skelfingin Chernobyl-slysið hafði gríðar- leg áhrif á heilsufar og lífsviður- væri fólks. Stórir hlutar Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu voru rýmdir og vel á fjórða hundrað þús- und manns þurftu að flytjast á brott fyrir fullt og allt. Borgin Pripyat í nágrenni kjarnorkuversins er enn í dag mannlaus draugaborg og efna- hagslíf á stóru svæði lamaðist. Slys- inu fylgdu skelfileg heilsufarsleg áhrif á fjölda fólks en vísindamenn greinir á um fjölda dauðsfalla sem rekja má til þess. Tölurnar hlaupa frá fjórum þúsundum upp í eina milljón manna. Við vitum ekki enn hvaða áhrif hörmungarnar í Japan munu hafa en af fréttum að dæma virðist ástandið versna dag frá degi. Hnattræn efnahagsáhrif Þótt það sé eiginlega ekki við- eigandi, vegna hinna hræðilegu áhrifa á líf og limi fólks, eru menn nú samt sem áður þegar farnir að meta efnahagsleg áhrif hörmung- anna. Það fyrsta sem við Íslending- ar urðum varir við var að eldsneyti lækkaði um nokkrar krónur á dæl- unum hér heima vegna minni eftir- spurnar í Japan. Hlutabréf í kaup- höllinni í Tokyo féllu og japanska jenið fór í keng áður en það rétti úr sér á ný. Enginn veit hver lang- tíma efnahagsáhrif verða en öllum má ljóst vera að kostnaðurinn við enduruppbygginguna verður gíf- urlegur. Skjálftinn stóri í Tókíó árið 1923 sendi Japan í djúpa efnahags- lægð en hafði lítil efnahagsleg áhrif á umheiminn. En nú gæti því allt eins verið öfugt farið eins og Peter Hadfield greindi frá í pistli í Guardi- an í vikunni. Hið hnattræna fjármálakerfið er skrítin skepna sem við Íslending- ar höfum heldur betur fengið að kynnast undanfarið. Skýringin gæti í fyrstu virst svolítið öfugsnúin. En hún er sú, að jafnvel þó svo að jap- anskt efnhagslíf hafi undanfarna tvo áratugi verið í lægð, svo jaðrar við dvala, eiga Japanir gríðarlega fjár- muni erlendis sem gjarnan hafa verið festir í skuldabréfum á Vest- urlöndum – til að mynda eru him- inháar upphæðir í bandarískum rík- isskuldabréfum. Undangengna tvo áratugi hefur þetta fé velkst utan japanska efnahagskerfisins og vaxið í ógnar hæðir. Hadfield spáir því að Japanir muni nú neyðast til að leysa féð til sín og nýta í enduruppbygg- inguna heima fyrir. Sem yrði býsna þungt högg á laskað efnahagskerfi Vesturlanda sem enn hefur ekki náð sér af skæðri fjármálaflensunni. Hið innleysta fé muni svo liðast um jap- anskt efnhagslíf og leysa úr læðingi nýja uppsveiflu. Áhrif á heimilisbókhaldið Völundarhús heimsfjármála er ekki aðeins víðfemt heldur hlykkjótt með sérkennilegum afbrigðum. Því er á þessari stundu ómögulegt að segja til um hvort spá Hadfield reynist rétt en hér heima mættum við gera okk- ur grein fyrir því að náttúruhamfarir í fjarlægum heimsálfum koma okk- ur ekki aðeins við vegna hins mann- lega þáttar heldur hafa þær um leið bein áhrif á heimilisbókhaldið okk- ar hér á landinu kalda. Kreppufjandi og hörmungar Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.