Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 10
10 | Nærmynd 18.–20. mars 2011 Helgarblað Björn Þorvaldsson saksóknari krefst þess að Baldur Guðlaugsson, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, verði dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyr- ir að hafa selt öll hlutabréf sín í Landsbankanum, fyrir 192 milljónir króna í september 2008, rétt fyrir hrun íslenska bankakerfisins. Honum er gefið að sök að hafa selt bréfin þrátt fyrir að hafa búið yfir innherjaupplýs- ingum um bankann sem hann fékk í starfi sínu sem ráðuneytisstjóri – upp- lýsingum sem aðrir hluthafar bank- ans höfðu ekki aðgang að. Fundaði með fjármálaráðherra Bretlands fyrir söluna Björn sagði í málflutningi sínum í gær hafið yfir allan vafa að Baldur hefði brotið af sér af ásetningi og gegn betri vitund en ákæran er í sex liðum. Helstu atriði hennar má sjá hér til hliðar en Baldur er í stuttu máli ákærður fyrir að hafa selt bréfin í Landsbankanum í ljósi innherjaupplýsinga sem hann hafi fengið á sex fundum samráðshóps forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðu- neytisins, fjármálaeftirlitsins og Seðla- banka Íslands um fjármálastöðug- leika og viðbúnað. Fundirnir voru haldnir sumarið og haustið 2008, rétt fyrir bankahrunið. Þá á hann einnig að hafa fengið innherjaupplýsingar á fundi með bankastjórum Landsbank- ans; Halldóri J. Kristjánssyni og Sigur- jóni Þ. Árnasyni, 13. ágúst og fjármála- ráðherra Bretlands 2. september þetta sama ár. Nánar má lesa um ákærulið- ina hér til hliðar. Misræmi Baldurs og Bolla Vitnaleiðslur hafa staðið yfir í mál- inu frá því í febrúar. Fjölmargir menn sem gegndu áhrifastöðum þegar fjár- málakerfið hrundi hafa borið vitni í málinu. Auk Baldurs sjálfs má þar nefna báða fyrrverandi bankastjóra Landsbankans; Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, fyrrverandi ráðu- neytisstjórana Jónínu S. Lárusdóttur og Bolla Þór Bollason. Þá hefur reglu- vörður Landsbankans borið vitni, sem og bankastjóri Seðlabankans og Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans. Í vitnaleiðslunum bar ef til vill hæst það misræmi sem fram kom í svörum Baldurs og Bolla Þórs Bolla- sonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Baldur sagði fyr- ir dómi að hann hefði greint Bolla frá því að hann væri að velta fyrir sér að selja hlutabréf sín í Landsbankanum. Hann sagði að Bolli hefði lagst gegn þeirri hugmynd. Þegar Bolli var sjálf- ur spurður um málið í vitnaleiðslum sagðist hann ekki hafa vitað af því að Baldur ætlaði að selja fyrr en hann var búinn að því. Bolli sagði raunar að hann hefði ekki talið sig geta selt sín bréf í bankanum vegna þeirra upp- lýsinga sem hann bjó yfir stöðu sinnar vegna. „Ég man þetta sérstaklega vel því ég veit að ef ég hefði fengið sím- tal fyrir söluna þá hefði ég mælt gegn henni,“ sagði Bolli og sagðist á sínum tíma hafa fengið símtal frá Baldri um að hann hefði þegar selt bréfin. Hann sagðist enn fremur sjálf- ur eiga hlutabréf í íslensku bönkun- um en sagðist hafa metið stöðu sína þannig, í ljósi aðgangs að upplýsing- um sem aðrir höfðu ekki, að hann gæti hvorki lagalega né siðferðislega selt bréfin. Læsti upplýsingarnar inni í skáp Þó fleira hafi ekki beinlínis borið í milli í framburði Baldurs og vitnanna var sumt sem hljómaði ekki eins. Sem dæmi má nefna að Baldur sagði um fundi samráðshóps um fjármála- stöðugleika að þar hefði ekki komið fram mikið af mikilvægum upplýs- ingum sem ekki voru opinberar. Jón- ína S. Lárusdóttir, sem einnig átti sæti í hópnum, sagði hins vegar að í fund- argerðunum hafi komið fram trún- aðarupplýsingar sem hún mat svo að gætu leitt til þess að áhlaup yrði gert á íslensku bankana – ef þær kæmu fyrir sjónir almennings. Því hafi hún geymt fundargerðirnar í læstum skáp í ráðu- neytinu. Jónína sagði að á fundunum hefði verið rætt almennt um fjármála- kerfið en einnig stöðu einstakra fjár- málastofnana. Fleira athyglivert kom fram í vitna- leiðslunum. Þannig bar Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, fyrir dómi að hann hefði greint Baldri frá erfiðleikum bankans töluvert áður en Baldur seldi bréfin. Baldur hefði raunar setið fund þar sem farið var yfir stöðu bankans eftir fund íslenskra ráðamanna með breskum embættis- mönnum. Þá hafi staðan legið ljós fyr- ir. Missti æru og vinnu Dómur verður kveðinn upp inn- an fjögurra vikna í málinu og því má segja að komið sé að ögurstund Bald- urs. Verði hann dæmdur sekur verður hann á meðal þeirra fyrstu sem hlýtur refsingu fyrir mál sem tengjast efna- hagshruninu. Erfitt er að leggja mat á stöðu Bald- urs nú þegar aðalmeðferð er lokið. Baldur sagði sjálfur fyrir dómi að hann hefði viljað fara mjög varlega vegna viðkvæmrar stöðu – raunar hafi hon- um liðið „extra vel“ þegar hann seldi bréfin og hann neitaði staðfastlega sök í málinu við upphaf skýrslutökunnar. Karl Axelsson, verjandi Baldurs, sagði, þegar hann flutti málið á mánudag- inn, fundargerðir samráðshópsins ekki vera nægjanlega vel unnar til að þær geti talist fullnægjandi sönnunar- gögn. Þær væru merktar sem drög og að fulltrúum í samráðshópnum bæri ekki saman um það hversu ítarlegar þær væru. Þær væru í besta falli minn- ispunktar fundarritara. Karl sagði enn fremur að Baldur hefði misst bæði æruna og vinnuna „ Í vitna leiðslun um bar ef til vill hæst það misræmi sem fram kom í svörum Baldurs og Bolla Þórs Bollasonar. Ögurstund Baldurs n Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, bíður nú dóms n Krafist er tveggja ára óskilorðsbundins fangelsis og þess að milljónirn- ar verði teknar til baka n Verjandi segir fundar- gerðir samráðs hóps ekki fullnægjandi sannanir og segir Baldur hafa misst bæði atvinnu og æru 2009 2010 2011 Sumarið og haustið 2008 n Baldur sat marga fundi með ráðamönnum á Íslandi og í Bretlandi um Icesave og stöðu bankanna. September 2009 n Baldur seldi bréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna. Nóvember 2009 n Sérstakur saksóknari krefst kyrrsetningar á eignum Baldurs. n Karl Axelsson, verjandi Baldurs, skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann spyr hvort rannsóknin sé pólitísk. Biður saksókn- ara að fella hana niður. Desember 2009 n Baldur krefst þess að rannsókn FME á sölunni verði hætt þar sem FME hefði áður tilkynnt honum að ekkert yrði aðhafst í málinu. Desember 2010 n Verjandi Baldurs krefst frávísunar málsins fyrir dómi. Febrúar og mars 2011 n Aðalmeðferð og vitna- leiðslur fara fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari krefst tveggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms. Mars eða apríl 2011 n Dæmt verður í málinu. Október 2010 n Sérstakur ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur Baldri fyrir innherjasvik. Tímalína Baldurs „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðs- verð fjármálagerninganna ef opinberar væru [...] [Upplýsingar teljast opinberar þegar útgefandi fjármálagerninga hefur birt almenningi á Evrópska efnahags- svæðinu þær. Úr 120. GreiN LaGa uM VerðBréFaViðSKipTi Svona eru lögin Ef um innherjaupplýsingar var að ræða bar að birta þær almenningi á EES-svæðinu og gæta þannig jafnræðis á markaði (annars virka ekki verðbréfamarkaðir). Innherjaupplýsingar eru þannig vaxnar að þær geta (ef þær eru birtar) haft áhrif á verð hlutabréfa/verðbréfa. Þar verða allir að sitja við sama borð. Ef þetta voru trúnaðarupplýsingar eða upplýsingar af öðrum toga þarf að sýna fram á að þær séu ekki innherjaupp- lýsingar í skilningi þess sem segir hér að ofan. Reyndur viðskiptamaður sem DV ræddi við taldi að þær upplýsingar sem Baldur bjó yfir væru upplýsingar sem glöggir menn á markaði höfðu eða gátu orðið sér úti um. Hann undraðist raunar að Baldur hefði ekki selt bréfin fyrr, eins og hann hefði raunar gert sjálfur. Á móti þessu er svo aftur hægt að segja, að um 40 þúsund íslenskir hluthafar í íslensku bönkunum töpuðu öllum eigum sínum í bönkunum þegar þeir féllu. Þeir voru í góðri trú. Því má velta fyrir sér hvað gerst hefði ef þeir hefðu allir haft sömu upplýsingar og Baldur hafði eftir fundi sína í samráðshópi stjórnvalda um fjár- málastöðugleika. Í hverju felst ágreiningurinn? Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.