Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 52
A pple uppfærði MacBook Pro- ferðatölvur sínar í síðasta mánuði og eru þær nú bún- ar Sandy Bridge i5 eða i7- örgjörvum frá Intel í stað Nehalem eða Core 2 Duo. Fimmtán og sautj- án tomma útfærslurnar eru með fjögurra kjarna örgjörva en í þrett- án tommunni er hægt að velja um tveggja kjarna i5 eða i7-örgjörva. Fyrir þá sem áhuga hafa er einnig hægt að keyra Windows-stýrikerfi á Apple-vélum eða Linux-afbrigði. Ytra byrði Fartölvulína Apple hefur í nokkurn tíma verið byggð á svokölluðu „uni- body design“ en það þýðir að skel og grind tölvunnar, sem er úr burstuðu áli, eru steyptar í einu lagi. Þetta hef- ur þann kost að engin hætta er á að grind tölvunnar verpist eða aflagist vegna hita eða þrýstings. Á vinstri hlið hinna nýju MacBook Pro má finna tvær tengiraufar fyr- ir USB, eina fyrir FireWire 800, eina Thunderbolt-rauf, XDSD-kortalesara, inngang og útgang fyrir hljóð, Ether- net (gigabit) auk Magsafe (rafmagn). Þrumufleygur Apple hefur að undanförnu gert mikið úr Thunderbolt-tækninni en það er Intel sem hefur þróað þessa nýju tækni í samstarfi við Apple. Thunderbolt eða Þrumufleygur hefur getu til að flytja allt að 10GB gagnamagn á sekúndu milli tækja. Til viðmiðunar getur USB2 sem er hvað algengast í tölvum í dag aðeins flutt 480MB. USB3 sem farið er að líta dagsins ljós í nýjum tölvum og tækj- um er aðeins hálfdrættingur á við Þrumufleyginn og getur annað 5GB á sekúndu. Ótrúlegur hraði Með Þrumufleyg er einnig hægt að raðtengja tæki líkt og með USB. Þannig er hægt að hafa skjá (styður DVI, dual-link DVI, VGA og HDMI), utanáliggjandi disk og upptökutæki fyrir mynd og hljóð, allt á sömu teng- ingunni. Hraðinn er ótrúlegur, það tekur um 30 sekúndur að afrita Blue-Ray- disk og um mínútu að flytja 64GB af tónlist á milli tækja. Afritun á einu stærsta stafræna bókasafni heimsins, Library of Congress, sem er um 20 Terabæti, tæki aðeins 35 mínútur. Intel og Apple hafa sagt Þrumu- fleyginn vera næstu kynslóð í gagna- flutningstækni en Intel kynnti hana fyrst árið 2009. Hin nýja tækni verð- ur einnig kærkomin búbót fyrir ýmsa þunga grafíska vinnslu (rendering) og úrvinnslu gagna á fjölmörgum svið- um vísinda. Lyklaborð, skjár, minni og diskur Lyklaborð Macbook Pro-tölvanna hafa baklýsingu og fjölsnertiflöt (multitouch trackpad) eins og áður og allar tölvurnar eru búnar há- glansbreiðtjaldsskjá. Í stærri útfærsl- unum tveimur er möguleiki að fá mattan háskerpuskjá í stað háglans. Upplausn í 13 tommum er 1280x800, í 15 tommum er hún 1440x900 og í 17 tommunum er hún komin í 1920x1200. Skjákort er hið sama í öll- um útfærslum; 384MB Intel HD Grap- hics 3000 deilanlegt með aðalminni. Í 15 tommu útfærslu er síðan að auki AMD Radeon 6490M 256MB kort og í 17 tommu útfærslunni AMD Radeon 6750M 1GB. Allar þrjár útfærslur eru með 4GB DDR3 vinnsluminni sem er stækkanlegt í 8GB. Hægt er að velja ýmsar stærðir og útgáfur af hörðum diski í tölvurnar en þeir dýrustu eru SSD eða „Solid State Drive“-diskar. Rafhlaða Endingartími rafhlöðu í Macbook Pro-vélunum var í fyrstu gefinn upp sem 10 klukkutímar en Apple hefur dregið það til baka og nú er opinber endingartími sagður 7 klukkutímar, miðað við þráðlaust vefráp. 52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 18.–20. mars 2011 Helgarblað NóatúNi 17 - Sími 414 1700 GLERÁRGÖtU 30 - Sími 414 1730 miðvaNGi 2-4 - Sími 414 1735 aUStURvEGi 34 - Sími 414 1745HafNaRGÖtU 90 - Sími 414 1740 REykjavíkURvEGi 66 - Sími 414 1750 Reykjavík • akuReyRi • egilsstaðiR • keflavík • selfoss • HafnaRfjöRðuR BETRA ALLTAF VERÐ15,6” FARTÖLVA Toshiba Satellite C660-1F5 • 2.53GHz Intel Core i3-380M - Dual core • 4GB DDR3 1066MHz minni • 500GB SATA diskur • 512MB AMD Radeon HD 5470 DirectX 11 skjákort • DVD og CD-RW skrifari • 15.6" WXGA LED skjár • Windows 7 Home Premium 64-BIT • Vefmyndavél 119.990 Eve Online safnar fyrir Japan Í kjölfar hörmunganna sem hafa dunið yfir Japan undanfarið hefur íslenski leikjafram- leiðandinn CCP, sem gefur út hinn vinsæla tölvuleik Eve Online, ákveðið að gefa þátttakendum í leiknum kost á að styðja við bakið á Japönum. Þetta er gert með þeim hætti að breyta svokölluðu Plex í peninga sem renna síðan til hjálparstarfs í Japan. Plex stendur fyrir 30 daga spilatíma í leiknum og er að jafnaði keypt í gegnum vefverslun Eve Online. Leikurinn hefur einnig sinn eigin gjald- miðil en hingað til hefur verið bannað að selja ýmsa sýndarhluti í leiknum milli notenda fyrir raunverulega peninga. CCP hefur ákveðið að gera undanþágu í þessu tilviki og geta því þátttakendur í leiknum nú valið að selja hvaðeina sem þeir eiga í handraðanum sín á milli og ágóðinn mun renna til Japans. Explorer 9 loksins kominn Microsoft kynnti Internet Explorer 9-netvafrann fyrst árið 2009 en vafrinn kom loks út í vikunni í endanlegri útgáfu. Markmið Microsoft hefur frá upphafi verið að þróa hraðvirkan netvafra sem uppfyllti alla helstu vefstaðla. Í þessari nýju útgáfu hefur allt viðmót verið einfaldað og skorið niður þannig að þær síður sem skoðaðar eru í vafranum fái mesta hugsanlega pláss. Stöðu-, tækja- og valslá eða „menu“ er horfin og eftir stendur aðeins það svæði þar sem vefslóðin er slegin inn í en flipar eða „tabs“ raðast síðan upp í sömu línu hægra megin við. Ýmsar aðrar áhugaverðar nýjungar er að finna í vafranum. Notendur XP-stýrikerfisins eru þó fjarri góðu gamni því IE 9 verður aðeins hægt að keyra á Windows 7 og Vista-stýrikerfunum. MacBook Pro og Þrumufleygur n Hinar nýju MacBook Pro-ferðatölvur frá Apple eru búnar nýrri tengi- og gagnaflutningstækni frá Intel sem kallast Thunderbolt eða Þrumufleygur n Nafnið er vel til fundið því hraðinn er ótrúlegur 10 Gbps 5 Gbps 0 Gbps 480 Mbps 800 Mbps 2,5 Gbps 5 Gbps 10 Gbps USB 2 FireWire 800 Apple Expresskort USB 3 Thunderbolt Háhraðatengingar MacBook Pro-línan frá Apple Vandaðir og öflugir vinnuhestar. MYNd APPLE INc.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.