Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 52
A pple uppfærði MacBook Pro- ferðatölvur sínar í síðasta mánuði og eru þær nú bún- ar Sandy Bridge i5 eða i7- örgjörvum frá Intel í stað Nehalem eða Core 2 Duo. Fimmtán og sautj- án tomma útfærslurnar eru með fjögurra kjarna örgjörva en í þrett- án tommunni er hægt að velja um tveggja kjarna i5 eða i7-örgjörva. Fyrir þá sem áhuga hafa er einnig hægt að keyra Windows-stýrikerfi á Apple-vélum eða Linux-afbrigði. Ytra byrði Fartölvulína Apple hefur í nokkurn tíma verið byggð á svokölluðu „uni- body design“ en það þýðir að skel og grind tölvunnar, sem er úr burstuðu áli, eru steyptar í einu lagi. Þetta hef- ur þann kost að engin hætta er á að grind tölvunnar verpist eða aflagist vegna hita eða þrýstings. Á vinstri hlið hinna nýju MacBook Pro má finna tvær tengiraufar fyr- ir USB, eina fyrir FireWire 800, eina Thunderbolt-rauf, XDSD-kortalesara, inngang og útgang fyrir hljóð, Ether- net (gigabit) auk Magsafe (rafmagn). Þrumufleygur Apple hefur að undanförnu gert mikið úr Thunderbolt-tækninni en það er Intel sem hefur þróað þessa nýju tækni í samstarfi við Apple. Thunderbolt eða Þrumufleygur hefur getu til að flytja allt að 10GB gagnamagn á sekúndu milli tækja. Til viðmiðunar getur USB2 sem er hvað algengast í tölvum í dag aðeins flutt 480MB. USB3 sem farið er að líta dagsins ljós í nýjum tölvum og tækj- um er aðeins hálfdrættingur á við Þrumufleyginn og getur annað 5GB á sekúndu. Ótrúlegur hraði Með Þrumufleyg er einnig hægt að raðtengja tæki líkt og með USB. Þannig er hægt að hafa skjá (styður DVI, dual-link DVI, VGA og HDMI), utanáliggjandi disk og upptökutæki fyrir mynd og hljóð, allt á sömu teng- ingunni. Hraðinn er ótrúlegur, það tekur um 30 sekúndur að afrita Blue-Ray- disk og um mínútu að flytja 64GB af tónlist á milli tækja. Afritun á einu stærsta stafræna bókasafni heimsins, Library of Congress, sem er um 20 Terabæti, tæki aðeins 35 mínútur. Intel og Apple hafa sagt Þrumu- fleyginn vera næstu kynslóð í gagna- flutningstækni en Intel kynnti hana fyrst árið 2009. Hin nýja tækni verð- ur einnig kærkomin búbót fyrir ýmsa þunga grafíska vinnslu (rendering) og úrvinnslu gagna á fjölmörgum svið- um vísinda. Lyklaborð, skjár, minni og diskur Lyklaborð Macbook Pro-tölvanna hafa baklýsingu og fjölsnertiflöt (multitouch trackpad) eins og áður og allar tölvurnar eru búnar há- glansbreiðtjaldsskjá. Í stærri útfærsl- unum tveimur er möguleiki að fá mattan háskerpuskjá í stað háglans. Upplausn í 13 tommum er 1280x800, í 15 tommum er hún 1440x900 og í 17 tommunum er hún komin í 1920x1200. Skjákort er hið sama í öll- um útfærslum; 384MB Intel HD Grap- hics 3000 deilanlegt með aðalminni. Í 15 tommu útfærslu er síðan að auki AMD Radeon 6490M 256MB kort og í 17 tommu útfærslunni AMD Radeon 6750M 1GB. Allar þrjár útfærslur eru með 4GB DDR3 vinnsluminni sem er stækkanlegt í 8GB. Hægt er að velja ýmsar stærðir og útgáfur af hörðum diski í tölvurnar en þeir dýrustu eru SSD eða „Solid State Drive“-diskar. Rafhlaða Endingartími rafhlöðu í Macbook Pro-vélunum var í fyrstu gefinn upp sem 10 klukkutímar en Apple hefur dregið það til baka og nú er opinber endingartími sagður 7 klukkutímar, miðað við þráðlaust vefráp. 52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 18.–20. mars 2011 Helgarblað NóatúNi 17 - Sími 414 1700 GLERÁRGÖtU 30 - Sími 414 1730 miðvaNGi 2-4 - Sími 414 1735 aUStURvEGi 34 - Sími 414 1745HafNaRGÖtU 90 - Sími 414 1740 REykjavíkURvEGi 66 - Sími 414 1750 Reykjavík • akuReyRi • egilsstaðiR • keflavík • selfoss • HafnaRfjöRðuR BETRA ALLTAF VERÐ15,6” FARTÖLVA Toshiba Satellite C660-1F5 • 2.53GHz Intel Core i3-380M - Dual core • 4GB DDR3 1066MHz minni • 500GB SATA diskur • 512MB AMD Radeon HD 5470 DirectX 11 skjákort • DVD og CD-RW skrifari • 15.6" WXGA LED skjár • Windows 7 Home Premium 64-BIT • Vefmyndavél 119.990 Eve Online safnar fyrir Japan Í kjölfar hörmunganna sem hafa dunið yfir Japan undanfarið hefur íslenski leikjafram- leiðandinn CCP, sem gefur út hinn vinsæla tölvuleik Eve Online, ákveðið að gefa þátttakendum í leiknum kost á að styðja við bakið á Japönum. Þetta er gert með þeim hætti að breyta svokölluðu Plex í peninga sem renna síðan til hjálparstarfs í Japan. Plex stendur fyrir 30 daga spilatíma í leiknum og er að jafnaði keypt í gegnum vefverslun Eve Online. Leikurinn hefur einnig sinn eigin gjald- miðil en hingað til hefur verið bannað að selja ýmsa sýndarhluti í leiknum milli notenda fyrir raunverulega peninga. CCP hefur ákveðið að gera undanþágu í þessu tilviki og geta því þátttakendur í leiknum nú valið að selja hvaðeina sem þeir eiga í handraðanum sín á milli og ágóðinn mun renna til Japans. Explorer 9 loksins kominn Microsoft kynnti Internet Explorer 9-netvafrann fyrst árið 2009 en vafrinn kom loks út í vikunni í endanlegri útgáfu. Markmið Microsoft hefur frá upphafi verið að þróa hraðvirkan netvafra sem uppfyllti alla helstu vefstaðla. Í þessari nýju útgáfu hefur allt viðmót verið einfaldað og skorið niður þannig að þær síður sem skoðaðar eru í vafranum fái mesta hugsanlega pláss. Stöðu-, tækja- og valslá eða „menu“ er horfin og eftir stendur aðeins það svæði þar sem vefslóðin er slegin inn í en flipar eða „tabs“ raðast síðan upp í sömu línu hægra megin við. Ýmsar aðrar áhugaverðar nýjungar er að finna í vafranum. Notendur XP-stýrikerfisins eru þó fjarri góðu gamni því IE 9 verður aðeins hægt að keyra á Windows 7 og Vista-stýrikerfunum. MacBook Pro og Þrumufleygur n Hinar nýju MacBook Pro-ferðatölvur frá Apple eru búnar nýrri tengi- og gagnaflutningstækni frá Intel sem kallast Thunderbolt eða Þrumufleygur n Nafnið er vel til fundið því hraðinn er ótrúlegur 10 Gbps 5 Gbps 0 Gbps 480 Mbps 800 Mbps 2,5 Gbps 5 Gbps 10 Gbps USB 2 FireWire 800 Apple Expresskort USB 3 Thunderbolt Háhraðatengingar MacBook Pro-línan frá Apple Vandaðir og öflugir vinnuhestar. MYNd APPLE INc.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.