Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað Aðstandandi látins manns undrandi á vinnubrögðum öryggisfyrirtækis: Varar við neyðarhnöppum Maður á fertugsaldri segir í samtali við DV að neyðarhnappar sem settir voru upp í íbúð aldraðs föður hans hafi ekki virkað sem skyldi þegar mest á reyndi. Faðir mannsins lést á heimili sínu í júlí síðastliðnum en aðstandendur hans gerðu athugasemdir við frágang neyðarhnapps sem Öryggismiðstöð- in hafði sett upp heima hjá honum. Neyðarhnappurinn var tengdur við landlínu eins og vaninn er en aðstand- endur mannsins vilja meina að slakur frágangur við tengingu hafi valdið því að síðar slitnaði snúran úr sambandi, og símtenging rofnaði. Á dánarstundinni var því ekkert símasamband á heimili mannsins og neyðarhnappurinn virkaði ekki. Sonur mannsins er undrandi á vinnubrögð- unum og vill vekja athygli á málinu, öðrum til varnaðar. Hann segir fullt af fólki telja sig fullkomlega öruggt með neyðarhnappa en það gleymist að út- skýra fyrir fólki að ef símtenging rofni einhverra hluta vegna sé voðinn vís. Hann segir mikilvægt að aðstandend- ur séu meðvitaðir um kosti og galla slíkra öryggistækja, en að oft geti slík tæki veitt falskt öryggi, eins og í dæmi föður hans. Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, kannast við umkvartanirnar en að ekki sé við Ör- yggismiðstöðina að sakast. Hann seg- ir það reglu við uppsetningu neyðar- hnappa að þeir séu prófaðir og að slíkt hafi verið gert í þessu tilviki. Þá tekur hann fram að öryggishnappar fyrir- tækisins sendi frá sér merki einu sinni á sólarhring, og ef slíkt merki berist ekki sé það kannað nánar. Ómar seg- ir öryggishnappana hafa margsannað gildi sitt, enda komi á hverju ári upp fjöldi atvika þar sem hnappurinn skipti sköpum. Hann hvetur fólk þó til þess að prófa hnappinn reglulega og hafa samband við stjórnstöð. jonbjarki@dv.is 2011 Fermingarboðskor t V ið gerum boðskor tin í ferminguar veislunaVerð frá 135kr. stk. www.myndval. is Þönglabakki 4 - sími 557 4070 Ótraustvekjandi Hér sést neyðar­ hnapps tengingin sem brást. Aðstandendur vilja meina að slæmur frágangur hafi valdið því að sambandið rofnaði. Sækja til Norðurlanda: „Algjör sprenging“ Mikil eftirspurn er meðal Íslend- inga eftir upplýsingum um flutn- ing til hinna Norðurlandanna. Þrír fundir hafa verið skipulagðir á næstu vikum þar sem ítarlega verður farið í gegnum hvað þurfi að vita og hvað þurfi að gera þegar flutt sé frá Íslandi til hinna Norður- landanna. „Þetta byrjaði fyrir 5 eða 6 árum og í byrjun var þetta afskaplega rólegt og voru kannski 30 þátttakendur á þremur nám- skeiðum, en frá haustinu 2008 hefur orðið algjör sprenging í þátt- töku í þeim,“ segir Alma Sigurðar- dóttir, verkefnastjóri Halló Norður- lönd. „Haustið 2008 voru eitthvað á þriðja hundrað skráð á námskeiðin en smám saman höfum við fjölgað námskeiðunum og það hefur verið margföld þátttaka frá því sem var áður.“ Fyrirspurnum rignir líka inn til upplýsingaþjónustunnar en hún óx gríðarlega í kjölfar hrunsins og hefur haldist nokkuð stöðug síðan. Á námskeiðunum er farið vel yfir þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar flutt er frá Íslandi til hinna Norðurlandanna. „Í ár verð- ur þetta þannig að EURES, sem er evrópsk vinnumiðlun, mun kynna atvinnuleit og gefa fólki upplýsing- ar um atvinnuástandið í þessum löndum og ráð um hvernig best sé að haga atvinnuleitinni, því það eru ekki alveg sömu reglurnar sem gilda í öllum löndum. Svo mun ég, sem fulltrúi Halló Norðurlönd, fara yfir öll þessi praktísku atriði sem fylgja flutningum,“ segir Alma. Meðal atriðanna sem hún fer yfir á námskeiðunum er hvernig félags- lega kerfið virkar, hvernig atvinnu- leysisbætur virka sem og húsa- leigu- og barnabætur. „Svo í ár fáum við í fyrsta skipti fulltrúa frá ríkisskattstjóra sem ætlar að gefa ráð varðandi skatta.“ Námskeiðunum hefur verið vel tekið og hefur fólk verið ánægt með upplýsingarnar sem þar koma fram segir Alma. „Norrænir samningar gera að verkum að Norðurlöndin eru það svæði sem auðveldast er að flytja til fyrir norræna ríkisborgara.“ adalsteinn@dv.is „Það er alveg ljóst að skref yrði tekið á leiðinni til afnáms gjaldeyrishaftanna – jafnvel stórt skerf – með því að ljúka Icesave-deilunni með samningum og hafa hana þar með að baki,“ segir Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, í samtali við DV. Helgi er jafnframt stjórnarfor- maður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hann segir bagalegt fyrir svo stór- an lífeyrissjóð að þrengt sé að ávöxt- unarkostum með gjaldeyrishöftum. „Lífeyrissjóðurinn er með um 40 milljarða króna á bankabók og við mundum einnig horfa til ávöxtun- arkosta erlendis ef gjaldeyrishöftin stæðu ekki í veginum.“ Mjórra á munum Mjórra er nú á munum en áður milli JÁ- og NEI-hreyfinganna fyrir Icesave- þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl næstkomandi. Þetta má ráða af nýrri könnun sem MMR hefur gert og birt var í Viðskiptablaðinu fyrir helgina. Liðlega 52 prósent þeirra sem afstöðu tóku eru samþykk Icesave-lögunum en tæplega 48 prósent eru andvíg þeim. Jákvæð fylgni er milli afstöðu til aðildar að ESB og afstöðunnar til Icesave-laganna, en það var kann- að sérstaklega. Þeir sem andvígastir eru aðild að ESB eru jafnframt mestu andstæðingar Icesave-samningsins. Þrír af hverjum fjórum, sem segjast ætla að greiða atkvæði gegn Icesave- samningnum, eru mjög andvígir að- ild að ESB. Þrír af hverjum fjórum, sem segjast ætla að samþykkja Ice- save-samninginn, eru jafnframt mjög fylgjandi aðild að ESB. Stuðningurinn við Icesave-samn- inginn er 85 til 90 prósent meðal kjós- enda stjórnarflokkanna. Mest er and- staðan meðal framsóknarmanna; þrír af hverjum fjórum ætla að greiða at- kvæði gegn honum, samkvæmt nið- urstöðum MMR-könnunarinnar. Aðeins um 40 prósent kjósenda Sjálf- stæðisflokksins ætla að fylgja for- manni sínum, Bjarna Benediktssyni, og samþykkja Icesave-samninginn. Niðurstöðurnar benda til þess að 60 prósent kjósenda flokksins ætli að greiða atkvæði gegn samningnum. Eining var ekki heldur innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins þegar lög- in um Icesave voru afgreidd, en alls um 70 prósent kjörinna þingmanna studdu Icesave-samninginn og laga- setningu þar að lútandi. Vilja Icesave út úr myndinni Aðeins þrjár vikur eru þar til þjóðar- atkvæðagreiðslan fer fram. Ríkis- stjórnin hefur haldið sér til hlés og ólíklegt að stjórnvöld beiti sér í mál- inu með öðrum hætti en að gangast fyrir dreifingu á upplýsingarefni. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segir ljóst að Icesave-deilan geti enn tafið fjármögnun Búðarháls- virkjunar; lánin verði óhagstæðari og til skemmri tíma en ella dragist málið á langinn. Engu að síður hefur Lands- virkjun nú fengið lán með skilyrðum frá Norræna fjárfestingarbankanum. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóð- aratkvæðagreiðslu um Icesave-samn- inginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið að fullu lokið gefur tilefni til sér- stakrar aðgæslu um þessar mundir,“ sagði í greinargerð peningastefnu- nefndar Seðlabankans samhliða nýrri stýrivaxtaákvörðun í vikunni. Tvístígandi Bjarni Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðis- flokki, gerði fátæklegar fjárfestingar í atvinnulífinu að umtalsefni á Alþingi í vikunni. Hann sagði að ríkisstjórninni hefði mistekist að skapa réttu skilyrð- in og fjárfestingarstigið væri 150 millj- örðum króna lægra en að var stefnt fyrir tveimur árum. Þetta ógnaði nú kjarasamningum og friði á vinnu- markaði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra kvaðst deila áhyggjum með Bjarna; fjárfestingar væru aðeins um 13 prósent af landsframleiðslu en þyrftu að vera 18 til 20 prósent. Bjarni sagði það mikil tíðindi að forsætisráðherra viðurkenndi fjár- festingarvandann. Taldi hann að fjár- festingartregðuna mætti meðal ann- ars rekja til þess að ríkisstjórnin héldi sjávarútvegi í óvissu og áætlanir um afnám gjaldeyrishafta væru seint á ferð. Þótt Bjarni hafi lýst því að hann ætli að styðja Icesave-samninginn og að það séu falsrök að ætla að þjóð- in losni undan vandanum með því að hafna honum í þjóðaratkvæða- greiðslu, minntist hann ekkert á að Icesave-deilan kynni að hafa verið dragbítur fyrir fjárfestingarstigið eða gjaldeyrishöftin líkt og Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og fleiri telja vera. n Skref yrði stigið frá gjaldeyrishöftum með samningi um Icesave, segir formaður SI n Formaður Sjálfstæðisflokksins tvístígandi n Stjórnarliðar og ESB-sinnar ætla að samþykkja n Framsóknarmenn harðastir gegn samningum Slagurinn um Icesave harðnar „ Niðurstöðurnar benda til þess að 60 prósent kjósenda flokksins ætli að greiða at- kvæði gegn samningnum. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Icesave og höftin Helgi Magnússon segir ljóst að stórt skref yrði stigið frá gjaldeyris­ höftum með því að semja um Icesave. Formaður í klemmu Bjarni Benediktsson finnur að gjaldeyrishöftum og lítilli fjárfestingu en tengir ekki vandann við Icesave. Aðeins 4 af hverjum 10 sjálfstæðis­ mönnum ætla að samþykkja Icesave líkt og hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.