Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 18.–20. mars 2011 Helgarblað
TryllTir
í TalsTöðinniÞegar ökumenn í Formúlu 1 aka yfir sextíu hringi tuttugu sinnum á ári getur ýmislegt skondið gerst. Ekki
síst í talstöðvarsambandi liðsstjóra,
verkfræðinga og ökumanna.
Heimurinn fær alltaf að heyra allt
sem kemur fram og hér á eftir fylga
nokkur eftirminnileg augnablik þegar
menn hafa misst sig af reiði, sungið
af gleði og ælt í hjálminn sinn.
„FyrirgeFðu
vinur, ég ældi“
Mark Webber, Japanskappaksturinn 2007.
Árið 1981 þegar Nelson Piquet vann sinn fyrsta kappakstur ældi
hann í hjálminn sinn í lokakeppninni. Á þeim tímum var ekki boðið
upp á talstöðvar og þurfti því enginn að heyra hvað var í gangi
hjá Piquet. Annað var þó uppi á teningnum hjá Mark Webber sem
einmitt ældi í hjálminn sinn þegar hann ásamt hinum kepp-
endunum ók á eftir öryggisbílnum. Um leið og það gerðist mælti
hann þessi fleygu orð: „Fyrirgefðu vinur, ég ældi.“ Webber tókst að
vinna sig upp í annað sætið en var á endanum keyrður úr keppni af
engum öðrum en núverandi liðsfélaga og ríkjandi heimsmeistara,
Sebastian Vettel.
„raikkonen,
þvílíkur
helvíTis FáviTi!“
Juan Pablo Montoya, Belgíukappaksturinn 2002.
n Montoya var einn af gulldrengjunum snemma á fyrsta áratug þessarar
aldar. Hann ók þetta tímabilið fyrir Williams og var heldur betur í stuði á Spa-
brautinni. Hann var um það bil að bæta sinn best tíma á stökum hring þegar
hann kom upp að ungum ökumanni sem hann var að hringa, Kimi Raikkonen.
Raikkonen hleypti honum ekki auðveldlega framhjá sér eins og siðurinn er
og trylltist Montoya og kallaði þessi orð í talstöðina. Kaldhæðni örlaganna
er þó sú að þeir áttu eftir að verða liðsfélagar seinna meir og svo varð Kimi
Raikkonen auðvitað heimsmeistari fimm árum síðar.
„We are The
champions“
Jenson Button, Brasilíukappaksturinn 2009.
Tímabilið 2009 í Formúlu 1 var sérstakt fyrir margra
hluta sakir. Það árið mætti til leiks nýtt lið byggt á
rústum Honda, Brawn GP, og fór hreinlega á kostum.
Jenson Button vann fyrstu sex keppnir ársins og varð
á endanum krýndur meistari í Brasilíu í lokamótinu
í Brasilíu. Þegar hann kom í mark fór hann ekki að
reykspóla í hringi eins og tíðkast svo oft. Hann ákvað
frekar að syngja We are the champions með Queen
í talstöðina svo að öll heimsbyggðin heyrði. Það
eru engar ýkjur að Button hefur verið beðinn að aka
frekar en syngja.
„ekki láTa þér deTTa
í hug að reyna það“
Christian Horner, liðstjóri Red Bull, Kanadakappaksturinum 2010.
Sebastian Vettel átti hlut að máli í tveimur mjög athyglisverðum samskiptum
í þessari keppni. Fyrst var boðið upp á mjög vandræðalegt augnablik þegar
Christian Horner, liðstjóri Red Bull, tjáði honum að engin taktík væri í gangi sem
legði upp með sigur hans í keppninni. Hann þyrfti að taka fram úr bílunum vildi
hann vinna keppnina. Seinna í keppninni spurði Vettel liðstjóra sinn hver besti
tíminn í brautinni væri og ætlaði sér þá að reyna bæta hann. Vettel var ekki á
dekkjum sem réðu við það og auk þess var gírkassinn ekki alveg í lagi. Því sagði
Horner honum einfaldlega að gleyma því.
„passaðu
þig á hesTi
með horn“
Liðstjórn Williams, Austuríkis kappaksturinn 2001.
Eitt allra fyndnasta augnablik Formúlusögunnar
er án efa í Austurríki 2001 og auðvitað átti vél-
byssukjafturinn Juan Pablo Montoya þar hlut að máli.
Afskaplega sérstakur hlutur gerðist í æfingahring
fyrir kappaksturinn þegar fréttir bárust af því að
dádýr væri hlaupandi um brautina. Dádýr á ensku er
„deer“ og borið fram eins og „dear“ og benti liðstjórn
Montoya honum á að það væri dádýr á brautinni eða
„deer on the track.“ Montoya svaraði hress á móti:
„Oh, dear.“ Liðstjórn Williams vissi ekki hvort hann
væri að grínast eða ekki, þannig að til að vera alveg
viss var Montoya sagt að passa sig á „hesti með horn“
sem væri hlaupandi um brautina.
„Felipe,
vinur,
verTu
rólegur“
Rob Smedley, verkfræðingur Ferrari,
Malasíukappaksturinn 2009.
Það er líklega ekki til frægari verkfræðinur
í Formúlu 1 en Rob Smedley, sá er sér um
bíl Felipe Massa. Þeir félagarnir hafa orðið ansi vinsælir undanfarin ár
þar sem samband þeirra virðist oft og tíðum rómantískt. Ósjaldan gefur Smedley
Massa ráð um hvernig hann geti bætt við hraða og tekið fram úr bílum, eitthvað
sem liðstjórar gera oftar en ekki. Ein samskipti þeirra vöktu þó mikla athygli vegna
orðalags Smedleys. Í Malasíu 2009 var Massa orðinn frekar æstur í keppninni því
hann vildi ná betra sæti og mætti þá Smedley eitursvalur í talstöðina og sagði það
sem útleggst mun betur á ensku: „Felipe baby, be cool.“
Rob Smedley, verkfræðingur Ferrari, Þýskalandskappaksturinn 2010.
Skilaboð fyrrnefnds Smedleys á síðasta tímabili eru án efa þau umtöluðustu í sögu
Formúlunnar. Massa var langfyrstur á Hockenheim-brautinni og átti sigurinn vísan.
Fyrir aftan Massa var liðsfélagi hans, Fernando Alonso, sem átti mun meiri möguleika
á heimsmeistaratitlinum og var 41 stigi á undan Massa í stigakeppninni. Ferrari ákvað
þá að senda Alonso fram úr Massa en bein skilaboð til ökumanns um að hægja á sér eru
bönnuð. Smedley fór því mjög pent að þessu eða hitt þó heldur. „Jæja, allt í lagi. Fern-
ando er hraðari en þú. Geturðu staðfest að þú skiljir þetta?“ Massa skildi þetta, hægði
á sér og Alonso vann. Eitthvað sem hjálpaði Ferrari mikið því á endanum hefði Alonso
getað orðið heimsmeistari á lokadeginum. Allt varð vitlaust vegna þessara ummæla en
Ferrari slapp með 100.000 punda sekt. Ummælin eru orðin svo fræg að hægt er að kaupa
boli, bolla og fleira með þessum fleygu orðum.
„Fernando er
hraðari en þú“
Lewis Hamilton, Ástralíukappaksturinn 2010.
Lewis Hamilton átti fína keppni í Ástralíu 2010. Hann var í þriðja sæti, langt á
undan næsta manni og ætlaði að gera atlögu að öðru sætinu. Liðstjórar McLaren
voru þó ekki vissir um hvort dekkin myndu endast og bjuggust við því að menn
á undan honum færu inn á viðgerðarsvæðið að skipta um dekk. Ákváðu þeir því
að kalla Hamilton inn fyrstan. Það fór þó svo að engin annar skipti um dekk og á
meðan allir ökumennirnir á undan honum héldu stöðugum tíma þurfti Hamilton
að hita upp dekkin og missti því alla langt á undan sér. Hamilton varð því mjög
reiður og hreytti í talstöðina hversu glötuð hugmynd þetta hefði verið.
„Fáránlega glöTuð hugmynd!“