Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Síða 6
6 | Fréttir 18. apríl 2011 Mánudagur Velferðarráðuneytið hefur bréf­ lega hafnað beiðni Þorsteins Schev­ ing Thorsteinssonar um aðgang að samningi við lyfjarisann GlaxoSmith­ Kline vegna kaupa og innflutnings á bóluefni við svínaflensu. Þorsteinn hefur kært synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsinga­ mál. Hún bauð Þorsteini að skila inn viðbótargögnum skömmu fyrir árs­ lok í fyrra sem hann og gerði bréf­ lega, en nefndin hefur ekki enn fellt úrskurð sinn. Þorsteinn óskaði efir því seint í nóvember á síðastliðnu ári að fá að­ gang að samningi ráðuneytisins og GlaxoSmithKline ehf. um kaup á bóluefni við svínaflensu. Beiðni hans var synjað með bréfi sem dagsett er 10. desember síðastliðinn og vísað til þess að samningurinn innihéldi upplýsingar um mikilvæga fjárhags­ og viðskiptahagsmuni viðsemjanda. „Þar sem á markaði bóluefna ríkir töluverð samkeppni er að mati ráðu­ neytisins ekki hægt að útiloka að viðsemjandi, GlaxoSmithKline ehf., verði fyrir tjóni ef aðgangur er veittur að samningnum.“ Skjól að upplýsingalögum? Fram kemur í bréfinu að Gestur Jónsson, lögfræðingur GlaxoSmith­ Kline ehf. (GKS), hafi mælt gegn því að veittur yrði almennur aðgang­ ur að umbeðnum upplýsingum þar sem um væri að ræða mikilvæga fjárhagslega og viðskiptalega hags­ muni í samningnum. Vísað er til 5. greinar upplýsingalaga en þar seg­ ir orðrétt: „Óheimilt er að veita al­ menningi aðgang að gögnum um einka­ eða fjárhagsmálefni einstak­ linga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikil­ væga fjárhags­ eða viðskiptahags­ muni fyrirtækja og annarra lög­ aðila.“ Að mati sérfræðinga ráðu­ neytisins er ekki að finna upplýs­ ingar í samningnum sem hægt er að takmarka aðgang að með vís­ an til almannahagsmuna enda hafi samningurinn um innflutninginn á bóluefninu að fullu komið til fram­ kvæmda. Þorsteinn hafði sjálfur bent á það í kæru sinni að enginn trúnaðar­ samningur hefði verið gerður milli stjórnvalda og GKS. Bóluefni fyrir nærri 400 milljónir Í þeim gögnum sem Þorsteinn lagði fyrir úrskurðarnefndina fyrir jól tel­ ur hann greinilegt að hagsmunir samningsaðila ráðuneytisins eigi að ganga fyrir öllu. Ómögulegt hafi verið að fá nöfn þeirra manna sem völdu bóluefnið. Fram er tekið í bréfi Þorsteins að sóttvarnalæknir hafi ekkert samband eða samstarf við Lyfjastofnun um val á bóluefnum. Í raun bendir Þorsteinn á að talsvert af upplýsingum liggi nú þegar fyrir og kveðst því ekki skilja hvaða hags­ muni sé verið að vernda. Lyfjarisinn GlaxoSmithKlein hafi fyrir löngu gefið upp hver hagnaður hans var af svínaflensunni. Vísar hann til þess að 300 þúsund skammtar af bólu­ efni gegn svínaflensu hafi kostað um 380 milljónir króna samkvæmt heimildum fjölmiðla hér á landi. Grunsemdir um leynisamninga og mútur Þorsteinn hefur meðal annars áhuga á öryggi bóluefnisins og aukaverk­ unum þess, en grunsemdir og at­ hugasemdir hafa komið fram víða um lönd þar sem öryggi bóluefnis­ ins er dregið í efa. Vísar hann í þessu sambandi til fjölda heimilda á net­ inu og tiltekur að sums staðar hafi heimild til að nota bóluefnið aðeins verið veitt þar sem hætta var á far­ sótt. Hann spyrst fyrir um ábyrgð og hverjir gætu verið skaðabótaskyldir ef sannaðist að bóluefnið hefði vald­ ið skaða. „Það er spurning út af fyrir sig hvort hér á landi sé ekki einnig um að ræða spillingu og mútur. Hver segir að bóluefnafyrirtækin greiði ekki hér á landi fyrir bólusetningu þegar það þekkist víða erlendis.“ Grunsemdir Þorsteins eru studd­ ar rökum frá öðrum löndum þar sem fullyrt er að lyfjarisar hafi liðk­ að fyrir stórfelldri sölu á bóluefn­ um með leynisamningum og mútu­ greiðslum. Vill hann því fá aðgang að öllum skjölum sem málið varða og kunna að vera á valdi ráðuneyt­ isins að birta. n Umboðsfyrirtæki lyfjarisans GlaxoSmithKlein neitar að upplýsa um innflutning á bóluefni gegn svínaflensu n Hefur verið kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál n Grunur um að lyfjarisar geri leynisamninga um stórfellda sölu á bóluefnum Neitar að upplýsa um sölu á bóluefni „Það er spurning út af fyrir sig hvort hér á landi sé ekki einnig um að ræða spillingu og mútur. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Bíður niðurstöðu úrskurðarnefndar Þorsteinn Sch. Thorsteinsson vill vita allt um innflutning bóluefnis gegn svínaflensu og kærði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Lyfjarisinn GlaxoSmithKline er með stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Bóluefni gegn svínaflensu er framleitt hjá GSK. 30+ B e t r i a p o t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s OXYTARM Sól og heilsa ehf = Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Nóróveira fyrir norðan Lyflækningadeild Fjórðungssjúkra­ hússins á Akureyri var lokað á föstudaginn vegna nóróveirusýk­ ingar sem upp kom á spítalanum. Norðlenski fréttamiðillinn Viku­ dagur greindi frá þessu. Haft er eftir Sigurði Sigurðssyni, staðgengli framkvæmdastjóra lækninga, að sex sjúklingar og þrír til fjórir starfs­ menn hafi veikst. Fyrstu tilfellin hafi komið upp hjá sjúklingi í byrjun síð­ ustu viku en sýkingin hafi svo bloss­ að upp á miðsvikudagsmorgun. „Þá strax lokuðum við lyflækninga­ deildinni fyrir nýjum innlögnum og reyndum að senda alla sjúklinga, sem hægt var, sem fyrst heim,“ sagði hann en bætti við að hinir sjúku hefðu þurft að vera áfram á þeirri deild sem þeir voru. Segir Jóhönnu ekki vilja tala Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda­ stjóri LÍÚ, segir að hægt sé að leysa deiluna um fiskveiðistjórnunarkerfið á hálftíma ef menn setjist niður. Hann telur að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vilji hins vegar ekki tala við útvegsmenn og reyni þess í stað að herða á deilunni. Þetta kom fram í viðtali við hann í hádegisfrétt­ um RÚV á sunnudag. Á meðan sé at­ vinnulífið skilið eftir í sárum. Þar af leiðandi sé ekki hægt að ljúka við gerð kjarasamninga, því fyrst þurfi að nást sátt um fiskveiðistjórnunarkerf­ ið. „Ég held að hún sé lent í einhverju starfi kannski sem að hún ræður ekki almennilega við,“ sagði Friðrik um núverandi forsætisráðherra. Óttast að bólusetningin hafi valdið drómasýki: Þurfti sífellt að leggja sig Fjallað var um mál Berglindar Dúnu Sig- urðardóttur í kvöldfréttum RÚV í janúar síðastliðnum. Þar kom fram að hún óttaðist að svínaflensubólusetning hafi valdið því að hún fékk drómasýki. Fimm ný tilfelli af drómasýki hafa greinst í börnum og unglingum á Íslandi síðan í sumar og er það töluvert hátt hlutfall miðað við að yfirleitt líða nokkur ár á milli slíkra tilfella. Fjölgun hefur verið á tilfellum drómasýki bæði í Finnlandi og Svíþjóð og þar eru uppi ýmsar getgátur um að það tengist bólusetningu við svínaflensu. Berglind Dúna, sem er á öðru ári í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, byrjaði að taka eftir breytingum á sjálfri sér í fyrrasumar. Hún þurfti sífellt að leggja sig á daginn og svo átti hún það líka til að fá skyndilömunarköst þar sem hún datt niður án nokkurs fyrirvara. Hún var greind með drómasýki og fær nú lyf sem halda henni vakandi þó hún komist ekki í gegnum daginn án þess að leggja sig. Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog. Þegar sjúklingar með drómasýki fá slík flog hellist skyndilega yfir þá óstjórnleg syfja sem veldur því fólk sofnar yfirleitt í 2 til 5 mínútur og vaknar svo endurnært. Algengast er að sjúklingar fái slík svefnflog í ein- sleitum og leiðinlegum aðstæðum en það er ekki algilt. Annað einkenni drómasýki eru slekjuköst. Þá detta sjúklingar skyndilega niður og geta sig hvergi hreyft en eru samt sem áður með fulla meðvitund. jonbjarki@dv.is MyNd SKjáSKot rúv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.