Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Side 8
8 | Fréttir 18. apríl 2011 Mánudagur „Að okkar viti eru þessi lög engan veginn fullnægjandi sem rammi um starf fjölmiðla á Íslandi. Það eru von- brigði að þetta hafi verið samþykkt með þessum hætti,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamanna- félags Íslands. Á föstudaginn samþykki Alþingi ný heildarlög um fjölmiðla. Markmið laganna er að stuðla að tjáningar- frelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðla- læsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðl- um sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi, að því er segir í frum- varpinu. Með setningu laganna er ætlunin að samræma löggjöf um alla fjölmiðla á landinu, óháð því í hvaða mynd þeir starfa. Vernd heimildarmanna Hjálmar segir í samtali við DV að frum- varpið hafi sem betur fer tekið farm- förum í meðförum þingsins, til dæm- is hvað sjálfstæði ritstjórna og vernd heimildarmanna snertir, en í frum- varpinu er ákvæði um að fjölmiðli sé óheimilt að upplýsa um heimildar- mann hafi hann óskað nafnleyndar. „Starfsmönnum fjölmiðlaveitu er jafn- framt óheimilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund í slíkum tilvikum.“ Þess má geta að Horn, fjár- festingarfélag Landsbankans, hefur krafið DV um að blaðið afhendi fé- laginu fundargögn frá Horni sem DV hefur undir höndum. Með því væri DV að vísa á heimildarmann sinn. Íþyngjandi fyrir fjölmiðla Katrín Jakobsdóttir, ráðherra menntamála, sagði í umræðum um lögin að álitaefnin væru mörg en að setning laganna væri jákvætt skref fyrir starfsumhverfi fjölmiðla á Ís- landi. Hjálmar er ekki sammála því og segir að athugasemdir Blaðamanna- félags Íslands standi og að til þeirra hafi ekki verið tekið tillit nema að litlu leyti. Til dæmis sé stofnun fjöl- miðlanefndar, sem verður sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir und- ir mennta- og menningarmálaráð- herra, vonbrigði því henni sé meðal annars ætlað að standa vörð um tján- ingarfrelsið og hafa eftirlit með fjöl- miðlum. „Þetta verður mjög íþyngj- andi fyrir fjölmiðla. Það er mjög sérkennilegt að sérstök fjölmiðla- nefnd eigi að vega og meta tjáningar- frelsið. Er eðlilegt að hafa eftirlit með frelsi? Mér finnst ákveðin þversögn felast í því.“ Hjálmar vill að fjölmiðlar fari sjálfir með eftirlitið og að þeir séu ekki betur settir með stofnun nefnd- arinnar. „Eins er ég á þeirri skoðun að ákvæðin um sjálfstæði ritstjórna hefðu átt að vera miklu meira afger- andi í lögunum.“ Ekki tekið á stöðu RÚV Hjálmar bendir einnig á að lögin taki með engu á stöðu Ríkisútvarps- ins á fjölmiðlamarkaði. Stofnunin, sem fjármögnuð sé með sköttum, hafi áfram óbundnar hendur á aug- lýsingamarkaði sem sé miður. „Þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og spurning hvort þetta stangist ekki á við jafnræðisákvæði. Það er ótækt að tryggja RÚV skatttekjur en veita því jafnframt nánast óbreytt hlut- verk á auglýsingamarkaði,“ sagði Blaðamannafélagið meðal annars í umsögn um frumvarpið síðastliðið haust. Hann bendir á að Samkeppn- iseftirlitið hafi í umsögn gert alvar- legar athugasemdir við að ekki sé tekið á hlutverki RÚV. Hjálmar segir enn fremur að í frumvarpið vanti að taka á því hvern- ig tryggja megi fjárhagslegt sjálfstæði fjölmiðla en í fyrrnefndri umsögn Blaðamannafélagsins kemur fram að rekstrargrundvöllur fjölmiðla á Ís- landi sé mjög veikur og nauðsynlegt sé að styrkja hann til að efla tjáning- arfrelsið í landinu, sem sé markmið frumvarpsins. n Formaður Blaðamannafélags Íslands ósáttur við ný fjölmiðlalög n Á að efla tjáningarfrelsið með eftirliti n Ekkert tekið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði n Vernd heimildarmanna tryggð Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Lögin íþyngjandi fyrir fjölmiðlana St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Skora á forsetann að hafna lögunum „Við erum áhugafólk um frjálsa fjöl- miðlun og viljum því stöðva nýtt frumvarp um fjölmiðlalög með því að safna sem flestum undirskriftum með áskorun til forseta Íslands,“ segir á vefsíðu þar sem undirskriftum er safnað vegna áskorunar á forseta Ís- lands um að synja nýsamþykkum fjöl- miðlalögum staðfestingar. Á vefnum segir að „með sömu röksemdum og forseti hefur flutt fram í Icesave-mál- inu er einboðið að þjóðin fari áfram með hluta löggjafarvaldsins í fjöl- miðlamálum“. Er þar vísað til þess að forsetinn skrifaði ekki undir fjöl- miðlalögin sem Alþingi samþykkti árið 2006 og vísaði þeim til þjóðarinn- ar. Aldrei voru þó greidd atkvæði um lögin þar sem þáverandi ríkisstjórnar- meirihluti, sem lagði fram lagafrum- varpið, dró lögin til baka. Á þriðja þúsund manns höfðu skrifað undir áskorunina á sunnudag. Vefsíðan þar sem undirskriftalistinn er hýstur hef- ur verið auglýstur á mörgum vefmiðl- um um helgina en að átakinu standa Útvarp Saga, sjónvarpsstöðin ÍNN, fjölmiðlasamsteypan 365 miðlar sem rekur meðal annars Stöð 2, Bylgjuna, Fréttablaðið og Vísi, Vefpressan sem rekur vefmiðlana Eyjuna, Pressuna, bleikt.is og menn.is, Vefmiðlun ehf, sem rekur AMX fréttamiðstöð, sjón- varpsstöðin Omega og sjónvarpsstöð- in Stöð 1, samkvæmt heimasíðunni. Ný fjölmiðlanefnd hefur alræðisvald: Þetta má ekki birta Lögin um fjölmiðla, sem samþykkt voru á Alþingi á föstudaginn, kveða á um að stofnuð verði fjölmiðlanefnd til að annast eftirlit með heildarlögunum og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Nefndin er alráð að því leyti að ákvörð- unum hennar er ekki hægt að skjóta til annarra stjórnvalda. Í lögunum er fjöl- miðlum óheimilt að hvetja til refsiverðrar háttsemi. Þar sem þetta ákvæði er ekki skilgreint nánar má gera ráð fyrir því að fjölmiðlanefndin muni úrskurða um hvaða fréttir falli undir slíkt en nefna má að DV hefur eins og aðrir miðlar ítrekað varpað ljósi á athafnir manna sem veita undirheimaklíkum forstöðu. Þá er fjölmiðlum bannað að kynda undir hatri á grundvelli kynþáttar, kynferðis, trúar- skoðana, þjóðernis, skoðana eða menningarlegrar, efnahagslegrar, félagslegrar eða annarrar stöðu í samfélaginu. Þess má líka geta að DV fjallar reglulega á gagnrýninn hátt um fólk sem tilheyrir trúarhópum eða hefur skoðanir á kynþáttum og kynferðis- málum, svo dæmi séu tekin. Nefndin fer því með það hlutverk að dæma um hvenær mál hefur fréttagildi og hvenær kunni að vera kynnt undir hatri. Þá er fjölmiðlum óheimilt að miðla efni sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamann, andlegan eða siðferðislegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi. Vart þarf að taka fram að DV hefur eins og aðrir miðlar fjallað ítarlega um efni sem geta haft skaðleg áhrif á líkamann; fæðubótarefni og stera, svo eitthvað sé nefnt. Heildarlög sett á Alþingi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir setningu laganna jákvætt skref fyrir starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi. „Það er ótækt að tryggja RÚV skatttekjur en veita því jafnframt nánast óbreytt hlutverk á auglýsingarmarkaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.