Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Side 20
Á r er síðan hrunskýrzlurnar birtust almenningi og kall­ að var eftir siðbót. Þó hér grasseri enn ýmislegt sem orkar tvímælis er þjóðin meðvitaðri en áður. Hún sér brotnu pottana og veit hvað skal bæta. Hins vegar sitja ráðamenn eins og gæsir á fúleggi, birtingarmyndin kyrrstaðan sem ríkir. En á þessu ólífishreiðri situr ríkisstjórn sem lofaði nýju varpi. Og nú er langt liðið á sumar og síðustu forvöð að koma einhverju til kosta. Vonbrigði mikil Ríkisstjórnin á eins og aðrar ríkis­ stjórnir sinn tíma, sitt tækifæri til verka. Sýningin er nú hálfnuð og enn lítið að gerast nema kannski baksviðs. Leikmyndin sem snýr að fólkinu er fremur snautleg eða klén eins og sumir myndu orða það. Miklar vonir voru samt bundnar við verkið og vonbrigðin því mikil. Margir hafa streymt út og óvissa ríkir um framhaldið. Engu að síð­ ur nýtur sýningin góðs af arfaslakri frammistöðu nokkurra sýninga á undan, ekki sízt þeirri allra síðustu. Mesti hrollurinn fyrir áhorfendur er þó sú staðreynd að sömu leik­ endur bíða þess eins að setja aftur upp sömu óyndis sýninguna. Það er því skylda ríkisstjórnarinnar að klára sitt verk. Og með nokkrum vængjatökum yrði hægt að hleypa lífi í stykkið, keyra það upp og halda áhorfendunum föngnum allt til loka. Ekki spyrja Vilhjálm Samtök atvinnulífsins eru það fúl­ egg sem ríkisstjórnin situr á. Út úr því mun aldrei koma neitt líf, að­ eins strop. Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við allt fólkið sem bíður þess eins að hún hefji sig á loft og skilji sig frá þessu kaktus­ hreiðri sem sogað hefur til sín bróð­ urpart þeirrar næringar sem á þessa þjóð hefur fallið. Ríkisstjórnin á ekki að bjóða þegnum sínum upp á kvak Vilhjálms Egilssonar og félaga kvöld eftir kvöld sem málsmetandi innlegg. Við blasir að veiða meira hringinn í kringum landið, það kostar ekkert, er atvinnuskapandi og kærkomin gjaldeyrisbúbót fyrir þjóðarbúið. Og slíka aðgerð á und­ ir engum kringumstæðum að bera undir Vilhjálm Egilsson, hann var ekki kosinn til að stjórna landinu. Samhliða á ríkistjórnin að boða til þjóðaratkvæðis um fiskveiðistjórn­ unarkerfið og eyða þannig allri óvissu um framtíðarskipan þessara mála. Og aftur, án þess að spyrja Vil­ hjálm Egilsson, hann á sinn atkvæð­ isrétt eins og aðrir. Feti ríkisstjórnin þessa slóð nær hún flugi og jafnvel uppklappi þeg­ ar sýningunni lýkur. Meira af Vil­ hjálmi og félögum felur hins vegar í sér egg, tómata og örendi þessarar ríkisstjórnar. 20 | Umræða 18. apríl 2011 Mánudagur „Hér verður ekki keyrð gamla stóriðjustefnan sem átti nú sinn hlut í því hruni sem varð.“ n Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um hótanir Samtaka atvinnulífsins. Jón segir sýn forystumanna atvinnulífsins alltof einhæfa. – DV „Ég held að þessir tón- leikar eigi engan sinn líka í okkar menningarsögu.“ n Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, um tónleikana sem haldnir voru á miðvikudagskvöldið til styrktar tónlistarmanninum Ólafi Tryggva Þórðarsyni sem liggur þungt haldinn eftir fólskulega árás. – DV „Mun alltaf eiga stað í hjarta mínu.“ n Ragnhildur Magnús- dóttir Thordarson um fyrrverandi sambýlismann sinn, rithöfundinn Mikael Torfason. – DV.is „Sveinn Andri er eins og botnvarpa á Facebook. Hann setur öll net út og svo sér hann bara hvað kemur inn.“ n Björn Bragi Arnarson, ritstjóri Monitor, sem var kynnir á uppistands- kvöldi Mið-Íslands í síðustu viku í Þjóðleikhús- kjallaranum. – mbl.is Leikskólinn Ísland F yrir nokkrum árum kvörtuðu ákveðnir hópar sáran undan umfjöllun um glæpi. Þá var til­ efni kvörtunarinnar að brota­ mönnum liði svo illa yfir því að nöfn þeirra birtust í blöðum. Nú er aftur byrj­ að að kvarta, en út frá þveröfugum for­ sendum; að brotamenn vilji að nöfn sín komi í blöðin því þeim finnist það flott. Hugmyndin er að með því að birta nöfn þeirra og segja frá brotum þeirra sé ver­ ið að „upphefja“ þá. „Nú síðast var frétt í DV um fjóra glæpahópa, Hells Angels, Jón stóra og fleiri,“ sagði Annþór Karlsson, fyrrver­ andi handrukkari, í viðtali við Frétta­ tímann fyrir nokkru. „Mönnum sem eru ungir, koma kannski frá brotnum heimilum og eru rétt að byrja, finnst þetta æðislega flott.“ Annþór varð svo reiður, þegar einhver dirfðist að fjalla um hann árið 2004, að hann sat um heimili þáverandi ritstjóra DV og fjöl­ skyldu hans. Nú gefur hann til kynna að umfjöllun um brotamenn hvetji þá til að fremja fleiri glæpi en ella, að því er virðist vegna athyglinnar. „Slokknun“ er ein aðferð í barna­ uppeldi. Hún gengur út á að hunsa barn sem stundar óæskilega hegðun. Hugmyndin er að hvati slæmu hegð­ unarinnar sé löngun barnsins í athygli og að hún færist aðeins í aukana við skammir. Kenning Annþórs og félaga um nafnbirtingar glæpamanna virð­ ist af sama meiði; að ef fólk sé látið vita af brotum glæpamannanna á öðrum borgurum, muni þeir fá athyglina sem þeir þrá og espast upp. Slokknunarkenningin um glæpi gengur hins vegar illa upp. Glæpa­ mennirnir sem um ræðir beita gjarn­ an annað fólk ofbeldi. Þeir drepa það jafnvel. Ef barn lemur annað barn er hins vegar sjúkt og ábyrgðarlaust af foreldri eða leikskólakennara að beita slokknun. Með því fengi barnið stað­ festingu á því að það mætti beita aðra ofbeldi. Fylgismenn slokknunarkenning­ arinnar um glæpi og fjölmiðla svara því væntanlega til, að glæpamenn verði ekki hunsaðir þótt bannað verði að fjalla um þá, því þar til ætlað kerf­ ið taki á málum þeirra í kyrrþey. En taumhald vegna ofbeldishegðunar barns þjónar ekki bara tilgangi gagn­ vart því barni. Þegar önnur börn verða vitni að viðurlögum gagnvart tiltek­ inni hegðun læra þau að stunda ekki hegðunina. Ef þau hins vegar upplifa að engin sjáanleg viðurlög eru gagn­ vart hegðuninni læra þau að þau geti stundað hegðunina. Fyrir glæpamenn er freistandi að kenna öðrum um það sem þeir gera rangt. Þannig geta þeir komið ábyrgð­ inni af sér yfir á aðra, sem er draumur margra brotamanna (og í sumum til­ fellum fjölskyldna þeirra). Sumir kenna jafnvel fórnarlömbum sínum um og nú kenna sífellt fleiri fjölmiðlunum um, studdir af fræðimönnum sem vilja hefta frelsi fjölmiðla í uppeldislegum tilgangi. Stóri gallinn við slokknunarkenn­ inguna um glæpi er að við lifum í frjálsu samfélagi, þar sem fjölmiðlar eru ekki í því hlutverki að ala upp fólk eins og börn. Ísland er ekki leikskóli, heldur land sem er byggt af sjálfstæðum og sjálfráða einstaklingum. Frjálst fólk hefur rétt á upplýsingum um það sem fram fer í samfélaginu, óhindrað af ein­ staka sérfræðingum sem telja sig vita hvað er best fyrir aðra að vita. Þessi þöggunarkrafa vekur minni áhyggjur en ný fjölmiðlalög Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Héðan í frá mun ráðherra skipa fjöl­ miðlanefnd sem hefur vald til að refsa fjölmiðlum fyrir umfjallanir, ef nefnd­ in telur þær ekki hollar fyrir borgar­ ana. Nefndin verður leidd af fulltrúa menntamálaráðherra. Eitt sinn var ráð­ herrann Björn Bjarnason, nú Katrín og enginn veit hver kemst næst í þetta valdahlutverk eða hvaða hagsmunum hann mun þjóna. Kannski Ísland verði leikskóli eftir allt saman. Vonandi verður leikskóla­ stjórinn okkur góður. Leiðari Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar „Frjálst fólk hefur rétt á upplýsing- um um það sem fram fer í samfélaginu. Menntun formannsins n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir að Fréttatíminn lýsti því að hann væri fjórsaga um menntun sína. Þessi umræða er að mati formanns­ ins ómakleg og kemur í kjölfar þess að formaðurinn hlaut rússneska kosningu og hefur aldrei verið sterk­ ari sem leiðtogi. Undir í flokknum kraumar þó og bullar í kringum Guðmund Steingrímsson, afkomanda flokksins, og þá sem fylgja honum að málum. Vinir formannsins telja tengsl á milli umræðunnar um menntunina og ólgunnar. Sigmundur í gildru n Framsóknarmenn á þingi eru Sjálfstæðisflokknum ævareiðir og benda á að Bjarni Benediktsson hafi komið í bakið á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að kynna ekki áformin um vantraust fyrr en Sigmundur var kominn til Svalbarða. Fyrir Sigmund for­ mann er málið sérstaklega erfitt þar sem hann er nýkominn af flokksþingi þar sem hann sagði í setningarræðu sinni við mikið lófaklapp viðstaddra að undir hans stjórn yrði Framsókn­ arflokkurinn ekki lengur „pólitískt uppfyllingarefni“. Sjálfstæðismenn á þingi gantast opið með að hann hafi gengið í gildru Bjarna og sé orðinn, eins og Halldór Ásgrímsson í gamla daga, að pólitískum leir í höndum Sjálfstæðisflokksins. Fríblaðið selt n Stjórnendur Fréttatímans eru hinir grimmustu og hafa kært Fréttablaðið fyrir villandi auglýsingar. Eigendur fríblaðsins, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, auglýsa grimmt að Fréttablaðið sé mest lesna dag­ blað landsins á meðan hið rétta er að það er fyrirferðarmest fyrir hunda og manna fótum. En Fréttablaðið má eiga von á fleiri kærum vegna mark­ aðsmisnotkunar. Nærtækt er þar að benda á að blaðið er gefið á höfuð­ borgarsvæðinu en landsbyggðarfólk þarf að greiða fyrir fríblaðið. Ásmundur í klandri n Ásmundur Einar Daðason, þing­ maður VG, stendur nú í ströngu með stærstan hluta flokksmanna sinna upp á móti sér. Ásmundur greiddi atkvæði með vantrausti á eigin ríkisstjórn sem þykja vera drottinssvik. Þingmaðurinn ungi hefur verið úthrópaður fyrir vikið um allt kjördæmi sitt og ævareið flokkssystkin krefjast þess að hann mæti á fundi til að standa fyrir máli sínu. Nú reynir á kjark Ásmundar. Sandkorn TryggvagöTu 11, 101 reykJavÍk Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. kaktushreiður sam- taka atvinnulífsins Kjallari Lýður Árnason Er LÍU með löggjafarvaldið? „Svarið er auð- vitað nei en auðvitað höfum við skoðanir á hlutum sem að okkur snúa, eins og allir hafa skoð- anir á því sem að þeim snýr,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. kristinn H. gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, ritaði pistil á bloggsíðu sína þar sem hann sagði að LÍu ætluðu sér að taka sér lög- gjafarvaldið í hönd með því að koma í veg fyrir breytingar á kvótakerfinu. Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.