Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 27. apríl 2011 Miðvikudagur fyrstu hæð Sími 511 2020 FLOTTIR ÍTALSKIR DÖMUSKÓR, TÖSKUR, JAKKAR OG SKÓSKRAUT - MIKIÐ ÚRVAL MESTA ÚRVAL LANDSINS AF ÍTÖLSKUM SPARISKÓM OG SPORTSKÓM BARNASKÓR FRÁ KR 2490 - FLOTTIR BARNASKÓR FYRIR SUMARDAGINN FYRSTA Erum á Einkahlutafélag sem ber nafn Hreið- ars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, var úrskurð- að gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja- víkur 13. apríl síðastliðinn. Félagið skuldaði skilanefnd Kaupþings nærri sjö milljarða króna í lok árs 2009, samkvæmt ársreikningi félags- ins. Kröfulýsingarfrestur í þrotabúið rennur hins vegar ekki út fyrr en 26. júní og skiptafundur verður haldinn 12. júlí. Því liggur ekki enn ljóst fyr- ir hversu háar endanlegar kröfur í þrotabúið verða. Eigið fé neikvætt um átta milljarða Hreiðar Már var fyrsti stjórnandinn hjá Kaupþingi sem færði hlutabréfa- eign sína yfir í einkahlutafélag. Sam- kvæmt hlutafélagaskrá var Hreiðar Már Sigurðsson ehf. stofnað þann 3. maí árið 2006. Eigið fé félagsins var neikvætt í árslok 2009 um nærri átta milljarða króna. Eina eign félagsins var sögð 260 milljónir króna í fjár- festingarsjóðnum Kaupthing Capi- tal Partners II Fund (KCPII) og var þá miðað við markaðsverðmæti í lok árs 2008. Kaupþing lánaði helstu stjórnendum bankans og völdum starfsmönnum hans alls 43 milljarða króna án veða í gegnum fjárfesting- arsjóðinn KCPII. Var nokkuð fjallað um þennan sjóð í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Með þrjá milljarða í laun 2004–2008 Óhætt er að segja að Hreiðar Már sé líklega ekki á flæðiskeri staddur þó að einkahlutafélag hans sitji uppi með nærri sjö milljarða króna skuld- ir og nánast engar eignir á móti. Líkt og sjá má í töflu með fréttinni þénaði Hreiðar Már rúmlega þrjá milljarða króna á árunum 2004 til 2008. Ef ársreikningar Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. eru skoðaðir sést að félagið fékk nærri 400 milljónir króna í arð á árunum 2006, 2007 og 2008. Þess skal þó getið að félagið greiddi sér aldrei út arð og því runnu engir fjármunir til Hreiðars Más út úr einkahlutafélagi hans sem nú er gjaldþrota. Glæsilegt hús og bílafloti í Lúx Líklega hefur enginn Íslendingur það eins gott í Lúxemborg og Hreiðar Már. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í fjögurra hæða raðhúsi við götuna Rue Des Pommiers, í hverfinu Cents, nærri miðbæ Lúxemborgar. Bílafloti fjölskyldunnar er samsettur af ný- legum Audi S8 sem er vart verðmet- inn á minna en 17 milljónir króna, BMW-jeppa sem kona Hreiðars Más ekur um á og nýlegum svörtum Land Cruiser 200-jeppa. Auk þess að búa vel í Lúxemborg eiga Hreiðar Már og kona hans nærri 300 fermetra hús að Hlyngerði 6 í Reykjavík en engar skuldir hvíla á húsinu. Hreiðar Már var sem kunnugt er handtekinn og dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald í maí í fyrra. Var ástæðan rannsókn sérstaks saksókn- ara á málefnum Kaupþings. Hreiðar Már sagði rannsóknarnefnd Alþingis að kaupréttarkerfi Kaupþings hefði verið mistök og hann myndi ekki endurtaka að koma á slíku kerfi ef hann myndi byggja upp nýjan banka. „Ef ég væri að stofna banka í dag þá mundi ég ekki byggja svona kerfi aftur, það er mitt – ég held að það hafi ekki verið gott kerfi. [...] Þetta er bara mjög sárt hvernig þetta hefur farið og hvað þetta hefur valdið fyrrum samstarfsmönnum mínum miklum vandræðum,“ sagði hann í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 21. júlí 2009. Starfsmenn Kaupþings fengu 47 milljarða að láni Lán til starfsmanna Kaupþings námu 47 milljörðum króna af eig- in fé bankans þegar hann var yfir- tekinn af Fjármálaeftirlitinu í októ- ber árið 2008. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis námu skuldir Hreiðars Más um 5,8 millj- örðum króna við fall bankans. Sam- kvæmt ársreikningi Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. var skuldin kom- in í 6.850 milljónir króna í lok árs 2009. n Hreiðar Már Sigurðsson ehf. var úr- skurðað gjaldþrota 13. apríl n Skuldar skilanefnd Kaupþings nærri sjö millj- arða króna n Var með rúmlega þrjá milljarða króna í laun 2004 til 2008 HREIÐAR MÁR LAUS VIÐ SJÖ MILLJARÐA SKULDIR Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Sleppur undan sjö milljarða skuld Talið er að Hreiðar Már Sigurðsson þurfi ekki að standa skil á nærri sjö milljarða króna skuld einkahlutafélags með hans nafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.