Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 27. apríl 2011 Vorverkin nálgast Nú þegar farið er að vora er tilvalið að fara að huga að því að laga allt sem aflaga hefur farið um veturinn. Þegar vorhret og næturfrost eru að mestu um garð gengin má til að mynda fara að huga að því að taka til í blóma- og runnabeðum. Þá þarf að yfirfara grasflötina á hverju vori. Laga ójöfnur með sandi og skera burt fífla, reyta burt sóleyjar og annað illgresi. Annars er ekkert því til fyrirstöðu að skreyta garðinn með sumarblómum eins og stjúpum og fagur- fíflum nú strax í apríl. Kvörtun send til ESA Hagsmunasamtök heimil- anna og Samtök lánþega hafa með aðstoð hæstaréttarlög- manna, sérfræðinga í Evrópurétti og löggiltra endurskoðenda, ásamt um eitt þúsund einstaklingum, undirritað og sent form- lega kvörtun til ESA vegna meintra brota íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslu á Evrópurétti. Framkvæmdastjórn ESB og forseta Evrópuþingsins hafa jafnframt verið tilkynnt um kvörtunina og aðstoðar þeirra óskað vegna málsins innan ramma aðildarvið- ræðna Íslands. Góður svefn er afar mikilvægur fyrir heilsu fólks og lífsgæði. Ýmsar rann­ sóknir hafa sýnt fram á það að sofi fólk í minna en sex til sjö tíma á sólar­ hring eigi það frekar á hættu að þróa með sér ýmsa sjúkdóma. Regluleg­ ur og góður svefn getur meðal ann­ ars komið í veg fyrir krabbamein og hjartaáföll, auk þess að bæta minnið og minnka streitu. Ef þú sefur vel get­ urðu stundað vinnuna betur og verð­ ur síður fyrir tekjumissi vegna þreytu, slappleika, gigtar eða hálseymsla. Það eru því margt sem mælir með því að fólk vandi sig þegar kemur að svefnvenjum. Svefnstellingar fólks geta valdið bakverkjum, verkjum í hálsi og jafn­ vel ótímabærum hrukkum. Á vef CNN er farið yfir hvaða stellingar séu bestar fyrir líkamann – auk þeirra stellinga sem fólk gæti viljað forðast. Sú besta: Bakstellingin Með því að sofa á bakinu er auðveld­ ara fyrir fólk að halda höfði, hálsi og hrygg í hlutlausri stellingu. Með því að halda bakinu nokkurn veg­ inn beinu er ekki verið að auka álag á það, segir Steven Diamant, hnykk­ læknir í New York. Kostirnir við stellinguna eru þeir að hún kemur í veg fyrir bakverki, minnkar bakflæði og hægir á hrukku­ myndun. Ástæða þess er sú að þá er ekkert sem þrýstist gegn andlitinu í svefni, segir Dee Anna Glaser, próf­ essor í húðsjúkdómafræði í Saint Lo­ uis­háskólanum. Ókostirnir við stell­ inguna eru þeir að hún getur valdið miklum hrotum. Besti koddinn fyrir stellinguna er vel bústinn. Með slík­ um kodda fæst góður stuðningur við höfuð og háls. Næstbesta: Hliðarstellingin Að sofa á hliðinni er almennt gott fyr­ ir heilsuna. Það kemur í veg fyrir hrot­ ur og heldur hryggnum ílöngum. Fyr­ ir fólk sem þjáist af bakflæði er þetta næstbesta svefnstellingin, á eftir bak­ stellingunni. Kostirnir við stellinguna eru þeir að hún kemur í veg fyrir bak­ verki, minnkar bakflæði og kemur í veg fyrir hrotur. Þá er stellingin sérstaklega góð fyrir óléttar konur, en í grein CNN er mælt með því að þær sofi á vinstri hliðinni þar sem það auki blóðflæði. Þá eru ókostirnir sagðir vera þeir að stellingin geti valdið hrukkum þar sem fólk snúi sér að koddanum í rík­ ara mæli en þegar það liggur á bakinu. Besti koddin fyrir stellinguna er sagð­ ur vera þykkur, svo hann geti fyllt upp í plássið fyrir ofan axlir þannig að höfuð og háls haldist í hlutlausri stellingu. Ekki góð: Fósturstellingin Ekki er mælt með því að fólk sofi í fósturstellingunni eftir að það fæðist í þennan heim, samkvæmt umfjöllun CNN. Þeir sem sofa í þessari stellingu eiga til að finna fyrir því að morgni, sérstaklega ef þeir eru gigtveikir, segir Eric Olson hjá Mayo­heilsugæslunni í Rochester, Minnesota. Þá eru miklar líkur á því að þeir sem venja sig á þessa stellingu hrjáist af bakverkjum og fái hrukkur fyrr en ella. Kostirnir eru þó þeir að hroturnar minnka og margar barnshafandi kon­ ur eiga auðveldara með svefn sofi þær í fósturstellingunni. Fólk sem sefur í þessari stellingu ætti að íhuga að reyna að rétta aðeins úr sér. Besti koddinn er vel bústinn eins og fyrir hliðarstell­ inguna – til þess að styðja við höfuð og háls. Sú versta: Magastellingin Stellingin setur pressu á liðamót og vöðva, sem getur valdið taugatitringi, sársauka, doða og kláða. Að liggja á maganum til lengri tíma getur gert það að verkum að erfitt er að halda hryggn­ um í hlutlausri stöðu. Kostir stellingar­ innar eru þó þeir að hún kemur í veg fyrir hrotur. Þannig að ef þú átt ekki við bakvandamál að stríða en vilt minnka hroturnar er þetta kannski stellingin fyrir þig. Besti koddinn er þunnur og lítill, eða ef til vill ekki neinn. Best að sofa á bakinu n Best er fyrir líkamann að sofa á bakinu n Ekki mælt með fóstur- stellingunni n Góður svefn getur komið í veg fyrir sjúkdóma „Ekki er mælt með því að fólk sofi í fósturstellingunni eftir að það fæðist í þennan heim, samkvæmt um- fjöllun CNN. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Misgóðar stellingar Það skiptir miklu máli í hvaða stellingu fólk sefur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.