Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 27. apríl 2011 Miðvikudagur Björgólfur Thor Björgólfsson og aðrir hluthafar eignarhaldsfélagsins Sam- sonar, sem keypti Landsbankann af íslenska ríkinu í lok árs 2002, fengu 700 milljóna króna afslátt af bankan- um vegna þess að afskrifa þurfti meiri skuldir en talið hafði verið hjá við- skiptavinum bankans, meðal annars hjá Skúla Mogensen. Björgólfur Thor fékk því afslátt af bankanum vegna þess að eignir Landsbankans, sem hafði verið í eigu íslenska ríkisins að mestu fram að því, voru ofmetnar í kaupsamningi ríkisins og Samsonar. Um þennan afslátt var þó ekki endanlega samið fyrr en síðla árs 2003, eftir að Björgólfur Thor og Sam- son höfðu tekið við bankanum og eft- ir að búið var að afskrifa í kringum 400 milljónir af skuldum Skúla við Landsbankann. Tekið skal fram að Björgólfur Thor og Skúli eru vinir frá fornu fari og hafa brallað ýmislegt í gegnum tíðina. Þeir ráku meðal ann- ars Hótel Borg saman. Skúli, sem varð stærsti hluthafinn í nýjum endurreistum MP Banka fyr- ir skömmu, var á þessum tíma, árið 2002, annar aðaleigandi tæknifyrir- tækisins Oz sem stofnað var um ára- tug áður. Miklar vonir voru bundnar við Oz á árunum fyrir síðustu alda- mót og keyptu margir hlutabréf í fyr- irtækinu. Hlutabréfaverð í Oz hrundi svo þegar dot.com-bólan svokallaða sprakk árið 2001. Eftir það var nokk- uð ljóst hver framtíð Oz yrði, starf- semi félagsins dróst mjög saman og það endaði með því að Landsbank- inn tók fyrirtækið yfir vegna skulda. Eignaðist félagið aftur Líkt og fram kom í pistli Sigrúnar Davíðsdóttur í útvarpsþættinum Speglinum á Rás 1 í síðustu viku fékk Skúli umræddar afskriftir í Lands- bankanum um mitt ár 2003. Sigrún hafði undir höndum „afskriftaryfir- lit“ Landsbankans frá því „30. júní 2003“ en í því komu fram umræddar afskriftir Skúla. Í Speglinum var sömuleiðis greint frá því að skuldir Skúla við Landsbankann hefðu numið um milljarði króna þegar mest lét og að veðið fyrir þessum skuldum hefði að hluta verið í hlutabréfum hans í Oz. Á þessum tíma var Oz óskráð félag. Í árslok 2001 leysti Lands- bankinn til sín um helminginn af bréfum Skúla Mogen sen í Oz vegna þessara skulda. Um einu og hálfu ári síðar voru svo afskrifaðar fjög- ur hundruð milljónir af þessum skuldum Skúla. Athygli vekur að Skúli eignaðist Oz svo aftur, ásamt nokkrum öðr- um af lykilstjórnendum Oz, eftir einkavæðingu Landsbankans. Skúli flutti Oz til Kanada í kjölfar eigenda- skiptanna, byggði félagið áfram upp og seldi það svo til finnska farsíma- risans Nokia árið 2008, samkvæmt fréttum sem sagðar hafa verið. Sölu- verðið á Oz hefur ekki verið gefið upp en ætla má að það hafi hlaupið að minnsta kosti á nokkrum milljörðum króna. Endurkomu Skúla í íslenskt við- skiptalíf hefur verið stillt þannig upp að hann sé að nota þessa fjármuni sem hann fékk frá Nokia fyrir Oz til að fjárfesta hér á landi. Björgólfur taldi eignirnar ofmetnar Á heimasíðu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, btb.is, er fjallað um þann ágreining sem var á milli eigenda Samsonar og einkavæðingarnefnd- ar um hversu miklar skuldir þyrfti að afskrifa hjá Landsbankanum eftir einkavæðingu. Eins og gefur að skilja vildu eigendur Samsonar að tekið væri tillit til þessarar afskriftarþarf- ar þegar samið var um kaupverðið á bankanum. Í umræðunni á heimasíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi allt frá sumrinu 2003 talið eignir Landsbankans hafa verið ofmetn- ar. KPMG vann áreiðanleikakönnun fyrir hönd Samsonar um málið og kom fram í henni að „veruleg frávik væru á bókfærðu virði eigna bankans og raunstöðu“, líkt og segir á btb.is. Þetta mat er ekki skrítið sé litið til þeirra útlána sem hér um ræð- ir, lána þar sem veðin voru í verð- litlum hlutabréfum Skúla Mogensen í Oz. Mat Samsonar-manna var það, samkvæmt heimasíðu Björgólfs, að „yfirstjórn Landsbankans, bankaráð og Ríkisendurskoðandi hefðu með skipulögðum hætti vantalið framlag á afskriftarreikning útlána í því skyni að fegra afkomu bankans.“ Miðað við eignamat frá 30. júní Áður en skrifað var undir samning um kaup Samsonar á Landsbankan- um af íslenska ríkinu þann 31. des- ember 2002 féllst einkavæðingar- nefnd á það að hún væri „tilbúin að skoða afslátt af kaupverði“, líkt og seg- ir á heimasíðu Björgólfs Thors, vegna mögulegs vanmats á afskriftaþörf bankans. Samkvæmt kaupsamn- ingnum átti að endurmeta eign- ir Landsbankans í október 2003 en því var flýtt til „30. júní 2003“, en af- skriftaryfirlitið þar sem niðurfærslan á skuldum Skúla kemur fram var ein- mitt frá þeim degi, líkt og greint er frá hér að framan. Endanlegir samningar Samson- ar og íslenska ríkisins í nóvem- ber 2003 um afsláttinn á Landsbankanum byggðu á þessu endurmati á eignum bankans frá því í lok júní sama ár. Niðurstaðan í mál- inu varð sú, út frá þeim afskriftum á skuldum sem fyr- ir lágu samkvæmt afskriftaryfirlit- inu, að Samson fékk 700 milljóna afslátt af Lands- bankanum. Kom sér hvorki illa fyrir Björgólf né Skúla Líkt og Valgerð- ur Sverrisdótt- ir viðskiptaráð- herra greindi frá í svari við fyrirspurn á Alþingi í lok nóvember 2003 var þessi afsláttur tilkominn vegna áður- nefnds endurmats á afskriftarþörf Landsbankans. Valgerður sagði: „Já, það hefur verið gengið endanlega frá söluverði bankanna. Söluverð Landsbankans vegna sölu til Sam- sonar, sem var 45,8% hlutur, var 139 millj. dollara, þ.e. um 12,3 milljarðar kr. miðað við gengi dollar ans þegar gengið var frá samkomulaginu um kaupin. Síðan hefur krónan styrkst gagnvart dollar. Það kemur hins vegar ekki að sök því að fjár- hæðin er að fullu nýtt til að greiða niður er- lend lán. Í sam- ræmi við kaup- samninginn hafa sérstak- ir trúnaðar- endurskoð- endur farið yfir ólíkt mat samningsaðila á afskriftaþörf Landsbank- ans. Niðurstað- an af því mati er að lækka skuli kaupverð bank- ans um 700 millj. kr. í samræmi við kaupsamning- inn.“ Samson greiddi því 11,6 milljarða króna fyrir bankann í stað 12,3 milljarða króna, Skúli Mo- gensen fékk að minnsta kosti 400 milljóna króna skuldaafskriftir í bankanum og var á meðal þeirra sem eignuðust Oz aftur eftir þessar afskriftir í bankanum. Afskriftirnar komu sér því hvorki illa fyrir Björg- ólf Thor né Skúla en hins vegar tap- aði íslenska ríkið fjármunum á þeim þar sem lækka þurfti söluverð Lands- bankans vegna afskrifta Skúla og ein- hverra annarra viðskiptavina Lands- bankans sem fengið höfðu lán frá ríkisbankanum með lélegum eða engum trygging- um. „ Í samræmi við kaupsamninginn hafa sérstakir trúnaðar­ endurskoðendur farið yfir ólíkt mat samnings­ aðila á afskriftaþörf Landsbankans. FÉKK AFSLÁTT ÚT Á AFSKRIFTIR SKÚLA n Skúli Mogensen fékk 400 milljónir afskrifaðar hjá Landsbankanum n Samson fékk 700 milljóna afslátt af Landsbankanum vegna skulda afskrifta n Afsláttur Samsonar byggði á eignamati þar sem afskriftir Skúla koma fram n Skúli eignaðist Oz aftur eftir afskriftirnar Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Til Íslands eftir útrás Björgólfur Thor og eignarhaldsfélagið Samson komu frá Rússlandi til Íslands og keyptu Landsbank- ann. Skúli Mogensen er orðinn stærsti hluthafi MP Banka eftir eigendaskipti. Skúli fjármagnar kaupin með fé sem hann fékk þegar hann seldi Oz í Kanada en hann eignaðist fyrirtækið eftir að hafa fengið afskrifað hjá banka Björgólfsfeðga. 700 milljóna afsláttur Samson fékk afslátt af Landsbankanum meðal annars vegna lána til Skúla Mogensen. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra talaði um afsláttinn á Alþingi í nóvember 2003.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.