Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 27. apríl 2011 „Þetta er áframhaldandi með­ ferð að lokinni viðamikilli með­ ferð sem er bæði á Vogi og á Stað­ arfelli. Meðferðin heldur áfram í þessu sambýli þar sem menn eru smám saman undirbúnir fyrir líf­ ið og eru að endurhæfast. Þetta er hæg og róleg endurkoma inn í þjóðfélagið. Svolítið öðruvísi en önnur sambýli,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, að­ spurður hvernig úrræði áfanga­ heimilið Vin býður upp á. Með­ ferðin tekur tólf til átján mánuði. Vin er starfrækt á samningi á milli SÁÁ, Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytisins. Heimilið var opnað árið 2008 og rennur samningurinn út í lok þessa árs. Enn er óvíst hvort hann verði end­ urnýjaður og þar sem Vin er lang­ tímaúrræði er sú óvissa sem af því skapast strax farin að hafa áhrif á þá sem þar dveljast. Koma af götunni Úrræðið er fyrst og fremst hugsað fyrir einstaklinga sem ekki hafa náð góðum árangri með venjuleg­ um meðferðarúrræðum. Stílað er inn á þá sem eru hvað allra veik­ astir af vímuefnafíkn þegar þeir koma til meðferðar hjá SÁÁ. Flest­ ir þeirra hafa verið komnir á göt­ una. Heimilið er eingöngu ætlað reykvískum karlmönnum, þó að í fyrstu hafi konur einnig verið tekn­ ar inn. „Þær voru svo fáar og ein­ angruðust svo okkur fannst ekki rétt að taka konur þarna inn að svo stöddu. Ekki það að við teljum ekki rétt að konur þurfi á svona úrræði að halda. Það er reynsla okkar að ef við tökum eina og eina konu þarna inn þá er það ekki nægilega gott.“ Góður árangur Þórarinn segir ótrúlega erfitt að meta árangur af meðferðar­ úrræðinu tölfræðilega en segir bæði sjúklingana og starfsmenn SÁÁ vera ánægða með þann ár­ angur sem náðst hefur. Margir séu að ná árangri sem þeir hafi aldrei náð áður með öðrum úrræðum. Þá sé töluverð ásókn í að komast inn á Vin hjá þeim sem þekkja til úrræðisins. Á Vin er einn fastur forstöðu­ maður en sá hópur fólks sem starfar á Vogi sinnir einnig sjúk­ lingunum sem þar dveljast. Þeir hafa aðgang að sálfræðiþjón­ ustu, læknum, félagsráðgjafa og fræðsluefni sem Vogur býður upp á. Vin býður upp á 12 til 18 mánaða langtímameðferðarúrræði: Stílað inn á þá veikustu Vin bjargaði lífi þeirra „Ég var hjá SÁÁ á öðru áfangaheim­ ili og var búinn að vera þar í ár þeg­ ar því var lokað vegna fjárskorts og ég upplifði þar allt sem því fylgir. Allt það óöryggi og ömurleika og vonleysi sem fylgir því að yfirgefa svona heimili. Ég byrjaði bara aft­ ur í óreglunni. Ég höndlaði þetta ekki,“ segir viðmælandi sem dvelur nú á Vin. Hann þekkir af eigin raun hvernig það er að vera sendur út á guð og gaddinn eftir lokun áfanga­ heimilis. Hann hefði þurft lengri tíma í meðferðinni og lokuninni fylgdi mikið óöryggi. „Allt í einu þá vissum við ekkert hvað við áttum að gera og það var enginn tími til að fá húsnæði hjá Reykjavíkurborg og maður stóð bara uppi með ekki neitt. Ég hugsa til þess með hryll­ ingi ef þessu verður lokað. Ég veit alveg hvað strákarnir eiga eftir að ganga í gegnum. Það er allt þetta óöryggi og vonleysi.“ Meðferðarúrræðið á Vin er þó mun öflugra heldur en önnur úrræði sem hann hefur áður reynt. Hann segist vera fárveikur einstaklingur sem þurfi tíma til að jafna sig. Vin er langtímaúrræði sem veitir hon­ um tækifæri til þess. Hann er búinn að dvelja á heimilinu í átta mánuði og býst við að vera þar í tíu mánuði í viðbót. Að hans sögn gengur hon­ um vel. Hann er að vinna upp hjá sér sjálfstraustið og koma sér í jafnvægi. Var í raun að deyja Hann kemur frá heimili alkóhólista og var níu ára þegar hann byrjaði að sniffa lím og bensín. Í kringum hann var þetta eðlilegt. Það var eðlilegt að að drekka, verða blindfullur og drep­ ast. Hann þekkti ekki annað. „Ég kom vel mótaður inn í þetta umhverfi og hellti mér í þetta á fullu. Ég var í raun stöðugt undir áhrifum þangað til ég varð þrítugur, þá fór ég í meðferð og náði tólf árum edrú.“ Hann var djúpt sokkinn í neysluna og að eigin sögn var hann í raun að deyja. „Ég var í áfengi, kannabis, amfetamíni og kókaíni. Ef ég var með opin augu þá var ég í neyslu. Ég vakti þangað til ég gat ekki meir og sofnaði þá. Hélt svo áfram þegar ég vaknaði.“ Edrú í 12 ár Fyrir tíu árum lenti hann svo í mótor­ hjólaslysi og var gefið morfín. Þá var hann rúmlega fertugur. Eftir það lá leiðin hratt niður á við á nýjan leik. „Ég var ekki viðbúinn og gerði ekki rétta hluti.“ Á einu ári glataði hann öllu því sem hafði tekið hann tólf ár að byggja upp. „Ég áttaði mig á því hvað ég var að missa, en mig vantaði stoppara og einhvern til að grípa inn í.“ Hann var kominn á götuna aftur, bjó í raun hvergi en fékk inni hér og þar, upp á náð og miskunn félaga og kunningja. Hann lifði á sölu fíkniefna og fjármagnaði neyslu sína þannig. Með fíkniefnin var hann líka ávallt velkominn til félaga sinna og það auðveldaði honum að fá gistingu. Langtímameðferðin nauðsynleg Hann fór í fjölmargar meðferðir en Vogur og Staðarfell voru ekki nóg. Það vantaði eftirfylgni fyrir menn eins og hann og þar kom Vin til bjargar. „Ef ég fer á Vog og Staðarfell, þá er það einn og hálfur mánuður. Ég er ennþá svo ruglaður og illa áttaður eftir það að ef ég ætti að fara út á götu þá þyrfti lítið að gerast til að ég dytti aftur í neyslu. Þá er ekkert aðhald í gangi eins og er hérna. Ég er að mæta á fundi á hverjum degi og er í hópum þar sem farið er yfir hvernig ég er að hugsa og hvað ég hugsa mér að gera.“ Vin er kraftaverkastaður Hann finnur rosalegan mun á sér á þeim átta mánuðum sem hann hef­ ur dvalið á Vin. „Ég hef náð þessari ró og þolinmæði sem ég hafði ekki. Þetta byggist svo mikið á þolinmæði. Að gefast ekki upp.“ Hann segir þetta ekki hafa verið spurningu um hvort, heldur hvenær hann tæki ákvörðun um að þetta væri komið gott. „Ég get ekki stoppað, það er málið. Ég þarf hjálp við að feta mig út í lífið aftur. Ég hef prófað það og veit alveg út á hvað þetta gengur. Ég veit alveg hvað bíður mín. Ég þarf bara að vera þol­ inmóður því ég er svo veikur í hausn­ um þótt það sjáist ekki utan á mér. Þetta á líka að ganga hægt. Maður þarf bara þennan tíma, maður þarf að aðlagast lífinu. Maður þarf að læra að lifa venjulegu lífi aftur.“ Að hans mati er Vin kraftaverka­ staður. Bara það að hann sé edrú í dag, er kraftaverk. „Svona vitleys­ ingar eins og við, það er búið að taka okkur í gegn og við erum í lagi. Lifum hér í sátt og samlyndi, kolvitlausir einstaklingar og brosum bara. Þetta er mjög vanmetið.“ solrun@dv.is Byrjaði að sniffa 9 ára n Var á áfangaheimili sem var lokað vegna fjárskorts n Var stöðugt undir áhrifum í næstum 20 ár n Var edrú í 12 ár en féll í kjölfar slyss n Kraftaverk að hann sé edrú í dag„Ég var í raun stöð- ugt undir áhrifum þangað til ég varð þrítugur. Undirbúnir fyrir lífið Þórarinn segir að Vin sé hugsað sem hæg og róleg endurkoma inn í þjóðfélagið. Var heimilislaus Maðurinn lifði á sölu fíkni- efna og bjó í raun hvergi. Hann var yfirleitt með efni á sér sem auðveldaði honum að fá gistingu. (Myndin tengist fréttinni ekki beint.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.