Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Miðvikudagur 27. apríl 2011 „Ég hef heyrt að hann hafi verið hræðilegur nemandi, hræðilegur. Hvernig fer slæmur nemandi að því að komast inn í Columbia-háskóla og síðan inn í Harvard?“ Svo spyr bandaríski milljarðamæringurinn Donald Trump, en hann efast um að Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hafi verið sá úrvalsnemandi sem hann gefur sig út fyrir að vera. Trump hefur farið mikinn í fjöl- miðlum undanfarið, en hann hefur gefið það í skyn að hann kunni að sækjast eftir útnefningu Repúblik- anaflokksins til forseta Bandaríkj- anna. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári, en Trump segir að hann muni taka end- anlega ákvörðun um framboð sitt í júní næstkomandi. „Við vitum ekkert um þennan náunga“ Trump hefur vakið talsverða athygli fyrir að ráðast harkalega að Obama, og nú hefur hann dregið hæfileika forsetans sem námsmanns í efa. Þess má geta að Obama útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Col- umbia-háskóla í New York árið 1983 og síðan lauk hann laganámi frá Har- vard-háskóla árið 1991. Þar útskrif- aðist forsetinn núverandi með ágæt- iseinkunn. Trump efast samt sem áður. „Margir vina minna eiga syni sem fá frábærar einkunnir en þeir komast ekki einu sinni inn í Harvard. Við vit- um ekkert um þennan náunga. Þær eru fjölmargar spurningarnar um for- setann okkar sem á enn eftir að svara.“ Máli sínu til stuðnings bendir Trump á, að Obama hafi ekki skilað afriti af námsferli sínum þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2008. Talsmaður Obama, Katie Hogan, vildi ekki tjá sig um málið við fjölmiðla. Æ fleiri stuðningsmenn Þótt ótrúlegt megi virðast nýtur þessi málflutningur Trumps talsverðs stuðnings, þrátt fyrir að hann virðist síst einbeita sér að eigin stefnumál- um. Hann hefur nefnilega ekki ein- ungis dregið námsferil Obama í efa, heldur einnig ríkisborgararétt for- setans. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að fæðingarvottorð Obama hafi verið gefið út í bandaríska fylk- inu Hawaii, er Trump ekki sann- færður. Hann er viss um að Obama sé ekki bandarískur ríkisborgari, eins og reyndar margir Bandaríkjamenn sem vilja kenna sig við „birther“ hreyfinguna, sem snýst í stuttu máli um að Obama sé útlendingur – jafn- vel múslimi. Harður íhaldsmaður Síðan Trump opinberaði áhuga sinn á forsetaembættinu í Bandaríkjun- um hefur hann fundið sér stuðnings- menn á ólíklegustu stöðum – en svo virðist sem hann ætli að sækja stuðn- ing sinn til allra hörðustu íhalds- manna. Hann hefur gefið sig út fyr- ir að vera á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra, en þau mál hafa verið í brennidepli í Bandaríkjunum meðal íhaldsmanna undanfarin ár – fóstureyðingamálið í raun síðan 1973. Trump vill einnig láta takmarka eftirlit með skotvopnaeign, sem hann telur til grunréttinda banda- rískra ríkisborgara. Þá vill hann láta taka til baka umdeild lög um bætt heilbrigðiskerfi, sem hefur verið eitt helsta áherslumál Obama. „Við vitum ekkert um þennan ná- unga. Þær eru fjölmargar spurningarnar um forset- ann okkar sem á enn eftir að svara. Hægrisveifla í Evrópu TRUMP RÆÐST AÐ OBAMA Donald Trump á stuðningsmanna- fundi í Florida Í baksýn má sjá stuðningsmann halda á skilti þar sem stendur „Obama, þú ert rekinn“. n Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump ræðst harkalega að Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í nýju viðtali n Dregur námsferil forsetans í efa, sem og ríkisborgararétt hans Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Barack Obama Donald Trump efast um þjóðerni forseta síns. n Sannir Finnar unnu mikinn kosningasigur í þingkosningum og hlutu 19 prósent atkvæða n Hægri sveifla í stjórnmálum í Evrópu n Farið að bera á óánægju í Þýskalandi og Frakklandi andi Sósíalista – líklega Dominique Strauss-Kahn, formaður Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Flokksbrot í Þýskalandi Í Þýskalandi er það einnig talið áhyggjuefni að innan ríkisstjórnar- flokks Frjálsra demókrata hefur mynd- ast flokksbrot þeirra sem hafa feng- ið nóg af því að Þjóðverjar þurfi að greiða fyrir skuldir annarra þjóða. Flokksbrotið er leitt af Frank Schäff- ler, en hann á sæti á Bundestag – þýska þinginu. Málflutningur Schäfflers er þó annars eðlis en þeirra öfga hægri flokka sem þegar hefur verið minnst á. Schäffler er fyrst og fremst andsnúinn því að Þjóðverjar greiði skuldir ann- arra þjóða, því hann er sannfærður um að það standist ekki þýsk lög. „Við höf- um lofað tveimur þriðju af skatttekjum ríkisstjórnarinnar til að greiða skuldir annarra þjóða, án þess að þýska þingið hafi þurft að samþykkja tryggingar fyr- ir lánum og án þess að gert sé ráð fyrir slíkum neyðaraðgerðum í sáttmálum Evrópusambandsins.“ Evrópa á krossgötum Í öllu falli munu stuðningsmenn Evr- ópusambandsins fylgjast spennt- ir með stjórnarmyndunarviðræðum í Finnlandi. Hægri sveiflunni í evr- ópskum stjórnmálum virðist hvergi nærri lokið og tala stjórnmálaskýrend- ur um að jafnvel gæti myndast svip- uð hreyfing í Evrópu og Teboðshreyf- ingin í Bandaríkjunum. Áherslan yrði þá væntanlega á félagslega íhaldsemi, innilokunarstefnu og takmörkun á fjölda innflytjenda. Ekki eru allir á eitt sáttir um að slík þróun sé jákvæð. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.