Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 14
14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 27. apríl 2011 Miðvikudagur Lögreglan sektar ökumenn frá 1. maí: Burt með nagladekkin Frá og með sunnudeginum 1. maí geta ökumenn átt von á því að fá sektir vegna nagladekkja. Lögum samkvæmt er lögreglunni heimilt að sekta ökumenn fyrir að aka um á nagladekkjum frá og með 15. apríl en lögin gera ráð fyrir því að vor og sumar frjósi saman. Heimild er til þess að fresta því að sekta ökumenn ef veðurfar er með þeim hætti að von sé á hálku eða erfiðum skil- yrðum til aksturs. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu stendur ekki til að sekta ökumenn fyrir 1. maí. Þó eru ökumenn hvattir til að nota hjól- barða sem henta aðstæðum hverju sinni. Ef sumarið er í raun komið og kulda spár ekki framundan ættu flestir að geta skipt yfir á sumar- dekkin. Þetta kann þó að vera mis- jafnt eftir landshlutum. Dýrt getur verið að gleyma eða trassa að taka nagladekkin undan. Lögreglan hefur heimild til að sekta ökumann um 5.000 krónur fyrir hvert nagladekk sem er undir bif- reiðinni. Þess má geta að nagladekk spæna upp malbik margfalt hrað- ar en önnur dekk og eru áhrifamik- ill valdur að svifryki í Reykjavík. Í mars reyndust 34 prósent bifreiða vera á nagladekkjum. Svifryk fór einu sinni yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði en það hefur gerst átta sinnum á árinu. Bílastæðagjöld hækka Óánægður viðskiptavinur Icepark, fyrirtækis sem heldur utan um bíla- stæðin við Keflavíkurflugvöll, hafði samband við DV og kvartaði yfir miklum hækkunum. Viðskiptavinur- inn sem hafði farið utan í þeirri trú að dagsafnot af bílastæði kostuðu 630 krónur brá heldur betur í brún þegar í ljós kom að gjaldið hafði hækkað í 800 krónur án þess að hann væri látinn vita. Guðmundur Ásgeirsson, rekstrarstjóri Icepark segist í sam- tali við DV skilja óánægju viðskipta- vinarins, en að í skilmálum sem við- skiptavinir skrifi undir komi skýrt fram að gjaldið geti hækkað hvenær sem er. Hann viðurkennir að hækk- unin sé nokkuð drjúg en tekur fram að gjöldin hafi ekkert hækkað síðan 2006. Þá bendir hann á að bílastæðin við Keflavíkurflugvöll séu ennþá ein- hver þau ódýrustu í Evrópu. Svartsýni eykst Væntingavísitala Gallup lækkar nú þriðja mánuðinn í röð. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að vísitalan lækkaði um 2,3 stig milli mánaða og mældist gildi hennar 55,5 stig sem er svipað og það var í apríl fyrir ári. Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar, að undanskildu mati á efnahagslífinu, lækkuðu á milli mars og apríl. Þannig lækkuðu væntingar íslenskra neytenda til aðstæðna í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar eftir 6 mánuði um 2,3 stig og mælist sú vísitala nú 86 stig. E ld sn ey ti Verð á lítra 238,4 kr. Verð á lítra 242,3 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 238,1 kr. Verð á lítra 242,1 kr. Verð á lítra 239,8 kr. Verð á lítra 242,3 kr. Verð á lítra 238,0 kr. Verð á lítra 242,0 kr. Verð á lítra 238,1 kr. Verð á lítra 242,1 kr. Verð á lítra 238,1 kr. Verð á lítra 242,3 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Höfuðb. svæðið Melabraut Algengt verð Besta kaffið n Nemi í Háskólanum í Reykjavík vildi lofa starfsmenn Tes og kaffis, sem staðsett er í Sólinni í skólan- um. „Það ríkir almennt góður andi á þessum stað. Starfsmennirnir taka manni ávallt með bros á vör. Viðmót og þjónusta ávallt til fyrirmyndar og kaffið auðvitað það besta í bænum,“ sagði hann ánægður með kaffihúsið. Stuttu síðar barst annar póstur frá nem- anum þar sem fram kom að hann hefði varla verið búinn að senda fyrri póstinn þeg- ar þjónninn gaf honum kaffibolla, upp úr þurru. Yfirleitt skítugt n Kaffiterían í Þjóðarbókhlöðunni fær lastið að þessu sinni. Viðskipta- vinur hafði samband við DV og sagði að þar væri sjaldnast hægt að setjast niður við hreint borð, þau væru yfir- leitt skítug. Enn fremur sagði hann að veitingarnar væru bæði dýrar og óspennandi í samanburði við veit- ingar á öðrum kaffiteríum. „Kaffið er líklega það versta sem ég hef smakkað,“ sagði viðskiptavinurinn en bætti við að næðið væri það sem Þjóðarbók- hlaðan hefði fram yfir aðra staði. Það væri hentugt í próflestri. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Undan fyrir 1. maí 34 prósent ökutækja voru á nagladekkjum í mars. Nú þegar sumarleyfin eru á næsta leiti er mikilvægt að hafa í huga þær hættur sem fyrir hendi eru þeg- ar verslað er á netinu. Íslendingar kaupa utanlandsferðir og hótelgist- ingu erlendis í þúsundatali og því miður er raunin sú að alltaf verða einhverjir fyrir barðinu á þjófum. Á vefsíðunni kreditkort.is er farið yfir ýmsar varúðarráðstafanir sem vert er að hafa í huga áður en fólk verslar á netinu. Ekki gefa upp PIN-númer Á vefsíðunni er fólk hvatt til þess að skipta einungis við þá aðila sem það treystir. En hvernig veit maður hverj- um maður á að treysta í netheimum? Gakktu úr skugga um að vefversl- unin sé á öruggu svæði. Hefjist slóð hennar á https:// í stað http:// ert þú í góðum málum. Á öruggri síðu sýnir vafrinn einnig yfirleitt tákn, eins og til dæmis læstan smekklás, sem gef- ur til kynna öruggt svæði. Þá geturðu notað fyrirframgreitt kreditkort til þess að koma í veg fyrir mögulegan skaða. Kosturinn við það er sá að ef einhver kemst yfir kredit- kortanúmerið þitt á netinu getur hann ekki notað það þar sem engir pening- ar eru inni á kortinu. Þú skalt aldrei gefa upp PIN-númerið á kreditkortinu þínu á netinu, PIN-númer kreditkorta á aldrei að gefa upp nema annaðhvort segulrönd eða örgjörvi séu lesin á af- greiðslustað. Varast tölvupósta Fólk er beðið um að varast það eins og heitan eldinn að senda kortanúmer í tölvupósti. Það er vegna þess að tölvu- póstur er ekki öruggur nema til sér- stakra ráðstafana sé gripið og að hann sé dulkóðaður. Annars er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að einhver geti lesið tölvupóstinn. Fólk á einnig að varast að nota tölvur sem það treyst- ir ekki fullkomlega. Þá á ekki að nota kreditkortaupplýsingar til þess að sýna fram á aldur, en engin vefsíða sem vill láta taka sig alvarlaega biður um slíkt. Önnur leið til að versla á netinu er í gegnum paypal, en þá þarf ekki að gefa upp kreditkortanúmer í hvert skipti sem eitthvað er keypt. Þá er gott að at- huga vel áður en fólk gengur frá samn- ingi hvort um alvöru netsíðu sé að ræða – að þú sért til að mynda á pay- pal.com, en ekki paypalnet.com. Vefveiðar Á vefsíðunni kemur einnig fram að „vefveiðar“ séu nokkuð áhyggjuefni. Þær ganga þannig fyrir sig að þú færð tölvupóst sem virðist vera frá fyrir- tæki sem þú ert í viðskiptum við og ert beðinn um að breyta skráningu þinni af einhverjum ástæðum, gjarn- an af tækni- eða öryggisástæðum. Smellirðu á hlekkinn í póstinum ferðu á síðu sem líkist upprunalegu síðunni en er í raun á vegum tölvu- þrjóta sem eru á höttunum eftir not- andanafni og lykilorði þínu. Einfaldasta leiðin til að var- ast svona er að fara beint inn á vef- síðuna, en smella aldrei á hlekki í slíkum pósti. Farðu gætilega með kreditkortið sjálft og gögn þar sem kortnúmer og gildistími koma fram. Það er til lítils að gera öll tölvusam- skipti örugg ef einhver kemst yfir þessar upplýsingar eftir öðrum leið- um. Þá er auðvitað mikilvægt að fylgjast með færslum á kreditkortinu upp á gamla mátann eða í heima- bankanum frá degi til dags. Láttu ekki stela af þér n Kreditkortaviðskipti á netinu eru varasöm n Verslaðu á síðum þar sem netslóðin byrjar á https en ekki http n Ekki smella á tengla sem þú færð í tölvupósti Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Aldrei gefa upp PIN-númerið á kreditkortinu þínu á netinu. Varasamur verslunarmáti Gott er að hafa allan varann á þegar maður verslar á netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.