Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 27. apríl 2011 FÉKK AFSLÁTT ÚT Á AFSKRIFTIR SKÚLA Skuldir við ríkisbanka DV sendi spurningar um afskriftir Landsbankans á skuldum Skúla Mogensen til Ragn- hildar Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Ragnhildar svaraði ekki beint þeirri spurningu DV hvort afskriftir á skuldum Skúla Mogensen hafi meðal annars leitt til þess að Samson fékk afslátt á Landsbankanum. Ragnhildur undirstrikar að um hafi verið að ræða skuldir sem stofnað var til við Landsbankann á meðan hann var ríkisbanki og vísar að öðru leyti til umfjöllunarinnar um málið á btb.is. Í umfjöllun fjöl- miðla um afsláttinn á sínum tíma kom hins vegar fram að meðal annars hefði verið um að ræða afskriftir á skuldum OZ, auk annarra fyrirtækja. SPURNINGAR DV 1. Getur þú sagt mér hvaða skuldir það voru sem afskrifaðar voru í Landsbank- anum árið 2003 sem leiddu til þess að Samson fékk 700 milljóna afslátt af Lands- bankanum? 2. Voru skuldir Skúla Mogensen þar á meðal? Svör Ragnhildar: ,,Eins og margoft hefur komið fram var ágreiningur um framlög á afskriftareikning Lands- bankans, sem kaupendur bankans töldu ekki hafa verið nægjanleg. Einkavæðingarnefnd staðfesti þann skilning í raun með samkomulag þvi sem náðist um afslátt á kaupverðinu. Málið snerist um skuldir sem stofnað hafði verið til á meðan bankinn var ríkisbanki. Nánari upplýsingar um þetta er að finna á vefnum btb.is, á slóðinni http://www.btb.is/einkavaed- ing-bankanna/kaupsamningur/agreiningur-um-framlog-a-afskriftareikning-li/". Líkur á viðræðum n Jóhanna Sigurðardóttir bauð samstarf í viðtali við DV um páskana n Hreyfingin tekur tilboðinu um samstarf vel en spyr um útfærslu og áherslur n Hluti Framsóknarflokksins líklegur til samvinnu Þingmenn Hreyfingarinnar eru ekki fráhverfir samvinnu eða samstarfi við núverandi ríkisstjórn, jafnvel stjórnar­ þátttöku um tiltekin mál. Forystu­ menn stjórnarflokkanna hafa hins vegar ekki óskað formlega eftir viðræð­ um við þingmennina þrjá, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð þeim og þingflokki Framsóknarflokks­ ins upp á samstarf um tiltekin mál í viðtali sem birt var í DV um páskana. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins eru ekki fráhverfir stjórnarsamstarfi. Formaðurinn er í fríi í Kanada. Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, hefur einnig ljáð máls á samstarfi í samtali við DV en segir að slíkt samstarf yrði ekki á grundvelli núverandi stjórnar­ sáttmála. Tilboðið Efnislega snérist tilboð forsætisráð­ herra um samvinnu um atvinnumál og auknar fjárfestingar, meðal annars til að draga úr atvinnuleysi. Í öðru lagi að koma á kerfisbreytingu í fiskveiði­ stjórnarmálum sem fæli í sér jafnræði og réttlæti við úthlutun aflahlutdeild­ ar og að arðurinn rynni í meira mæli til þjóðarinnar. Jafnframt yrði sam­ eign þjóðarinnar á auðlindum bund­ in í stjórnarskrá. Í þriðja lagi bauð Jó­ hanna upp á samstarf um að leggja tillögur stjórnlagaráðs sem og tillögur um fiskveiðistjórnarkerfið og aðildar­ samning að ESB, undir atkvæði þjóð­ arinnar. Í fjórða lagi talaði Jóhanna um samvinnu um jafnari tekjuskiptingu til hagsbóta fyrir fólk með lágar og milli­ tekjur. „Ég er tilbúin til viðræðna ef nauðsynlegt er að styrkja ríkisstjórnina til þessara verka, við alla þá aðila, ein­ staklinga eða flokka, sem reiðubúnir eru að leggja þessum málum lið,“ sagði Jóhanna og bætti síðar við: „Þar horfi ég að sjálfsögðu mest til Fram­ sóknarflokksins og Hreyfingarinnar... Vandinn er sá að formaður Framsókn­ arflokksins hefur sagt að hann vilji mynda þjóðstjórn og fara í kosning­ ar í haust. Sú leið er ávísun á pólitíska upplausn og efnahagslegan óstöðug­ leika næstu mánuði.“ Atriði sem skipta máli Þór Saari svarar tilboði Jóhönnu í um­ boði þriggja þingmanna Hreyfingar­ innar. Hann segir að þeir séu tilbúnir til að taka samstarf til nánari athug­ unar. „Við höfum alltaf viljað taka ósk­ ir um samstarf alvarlega og munum að sjálfsögðu gera það áfram. Atrið­ in sem Jóhanna telur upp eru þannig að það þarf að fara betur yfir útfærsl­ una á þeim. En þetta eru allt atriði sem skipta mjög miklu máli og við erum meira en tilbúin til að taka þátt í að út­ færa þau ef þess er óskað.“ Þór segir stuðning Hreyfingarinnar við vantrauststillögu Sjálfstæðisflokks­ ins um daginn snúa fyrst og fremst að forystumönnum stjórnarflokkanna. „Við fögnuðum öll þrjú úrslitum þing­ kosninganna 2009 og vissum að komið var að því að mynda hér vinstristjórn. Við settum lýðræðisumbæturnar í for­ gang en þau hafa í rauninni ekki sýnt þeim þann áhuga sem við vildum.“ „Þarna er viðræðugrundvöllur“ „Við þurfum að ræða atvinnuuppbygg­ inguna og þarna er umræðugrund­ völlur,“ segir Þór. „Ef takast á að borga skuldir okkar verðum við bæði að efla hagvöxt og skrifa niður skuldir heimil­ anna, ekki þó með þeim hætti sem gert er núna. En þetta er hægt að ræða. Útleggingar Jóhönnu um kvóta­ málin falla að miklu leyti vel að okkar stefnuskrá. Við fylgjum þeirri stefnu að allar náttúruauðlindir eigi að vera í þjóðareigu og það mál, eins og mörg önnur þjóðþrifamál, eiga að okkar viti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sem við hræðumst hins vegar er að þau leggi til einhverjar smávægi­ legar breytingar og vilji láta kjósa um þann kost á móti óbreyttu kerfi. Slíkt tökum við ekki í mál. Það þarf að kjósa á milli tveggja mismunandi kosta þar sem hvorugur felur í sér óbreytt ástand. Eitt af því sem varð til þess að þjóð­ félagið fór út af sporinu var skortur á tækjum til þess að veita stjórnvöldum aðhald frá almenningi. Aðhaldið get­ ur komið frá stjórnarandstöðu og á að koma frá þjóðinni sjálfri til dæmis með undirskriftasöfnunum og kröfu um að bera mál undir þjóðina. En þetta þarf að útfæra vel.“ Fátækt og gjaldmiðilsmál Aðspurður um helstu óskir Hreyf­ ingarinnar nefnir Þór leiðréttingu á skuldum heimilanna, afnám verð­ tryggingar og víðtækar lýðræðis­ umbætur. „Samhliða þarf að gera umbætur á stjórnsýslu og upplýsinga­ löggjöfinni. Frumvarp um upplýs­ ingalög, sem nú liggur fyrir þinginu, er algerlega ófullnægjandi. Til við­ bótar þessu þarf að taka á gjaldmið­ ilsmálum þjóðarinnar. Það er ófært að bíða eftir upptöku evru. Við verð­ um að taka á því af fullri alvöru hvern­ ig haga eigi gjaldmiðilsmálum þjóð­ arinnar í framtíðinni. Við þurfum að ræða hvort taka eigi einhliða upp annan gjaldmiðil sem er hægt, eða hvort við tökum upp nýja íslenska mynt og bindum gengi hennar. Það er búið að framlengja gjaldeyrishöft til margra ára og það er óviðunandi. Við viljum að tekið verði á vaxandi fátækt. Formaður Öryrkjabandalags­ ins fullyrðir að hundruð einstaklinga séu við sultarmörkin í hverjum mán­ uði og hann þekkir þetta betur en við. Loks myndum við vilja ræða nokkuð sem kalla mætti almenna framtíðar­ sýn ofan við og utan við kjördæmin og kjörtímabilin. Við viljum reyna að hugsa hærra og lengra en gert er,“ seg­ ir Þór. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Hreyfingin vill viðræður Þór Saari segir Hreyfinguna vilja ræða nánar um útfærslu mikilvægra mála. Gerði tilboð í páskablaði DV Jóhanna Sigurðardóttir gerði Hreyfing- unni og Framsóknarflokknum tilboð um stjórnarsamstarf með áherslu á fjárfest- ingar, auðlindamál og lýðræðisumbætur. „Við erum meira en tilbúin til að taka þátt í að útfæra þau ef þess er óskað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.