Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 27. apríl 2011 Miðvikudagur Glerperlur fyrir grínsvín Í þessari endurgerð á Arthur, mynd Steves Gordon, fylgjumst við með ofdekruðu kavíarafkvæmi sem baðar sig í auðæfum fjölskyldu sinn­ ar. Dagarnir líða í sömu rútínu stans­ lausra partía, nýrra rekkjunauta, stíf­ drykkju og halda frumleika sínum eingöngu í krafti glænýrra, rándýrra fylgihluta. Arthur (Russell Brand) kaupir alls konar rándýrt kjaftæði fyrir digra vasapeninga fjölskyldunn­ ar og helst í hálfgerðum barndómi í meðvirku uppeldi Hobson (Helen Mirren). Móðir hans skiptir sér sama sem ekkert af honum nema þegar það hefur áhrif á fjárhag Bach­veldis­ ins. Sem einkaerfingi veldisins verður að koma Arthur í þá stöðu að hann geti ekki rústað trausti vörumerkis­ ins. Skyndilega stendur til að gifta Arthur og Susan (Jennifer Garner), metnaðarfulla viðskiptakonu innan fyrirtækisins sem myndi hafa hemil á honum. Rosalega vond hugmynd að mati Arthurs sem hann verður al­ veg afhuga síðan þegar hann fellur fyrir leiðsögustelpunni Naomi (Greta Gerwig) sem mígur nú ekki beint fjár­ magni. Það líður að giftingunni og þrýstingurinn magnast á hann. Ef hann klikkar á giftingunni niðurlægir hann og særir fólkið í kringum sig en aðallega hefur hann þó áhyggjur af því að verða gerður arflaus. Frumgerðin af Arthur er af mörg­ um talin mun betri. Þessi skartar sömu sniðugu sögunni og leikararn­ ir eru ekki af verri endanum. Nick Nolte skilar til dæmis sínu sem ljón­ harði verktakinn og verðandi tengda­ pabbi Arthurs. Helen leikur Hobson vel, fóstru Arthurs sem er í raun hans eiginlega móðir. Russell Brand fer með hlutverk sem felur í sér þvílíka möguleika, snillingurinn sem hann auk þess er. En af hverju er það greini­ legt frá fyrstu mínútu að allur texti er skrifaður í öndunarvél? Það eru fáir feitir bitar skrifaðir upp í leikarana, myndin er lítið fyndin og það er veru­ leg sóun á góðu hráefni. Það er helst þegar menn fara aðeins í grófara grín­ ið á einstaka stað sem maður kím­ ir út í annað. Flæðið er síðan eins og eitthvert hallæris farsadæmi, áhuga­ mannaleikhús, gamalt áramóta­ skaup, rennslið er óraunverulegt og tilgerðarlegt. Það er slæmt að gera grínmynd sem er ekki nógu fyndin þótt það séu alveg augnablik þarna. Til dæmis er það tilkomumikið að sjá stefnumót Arthurs og Naomi á Grand Central­stöðinni í New York með loft­ fimleikum, rósablöðum og Pez í aðal­ rétt. Arthur er ekkert hundleiðinleg og getur alveg sloppið fyrir einhvern. Hins vegar veldur hún vonbrigðum vegna einhvers sem virkar eins og fljótfærni. Það er pirrandi. Glerperlur fyrir grínsvín. Arthur IMDb 5,1 RottenTomatoes 27% Metacritic 36 Leikstjóri: Jason Winer. Handrit: Peter Baynham, Steve Gordon. Leikarar: Russell Brand, Helen Mirren, Jennifer Garner. 110 mínútur Bíómynd Erpur Eyvindarson Ofdekrað kavíarafkvæmi Arthur baðar sig í auðæfum fjölskyldu sinnar. H úsmóðirin, nýtt verk eftir Vesturport, verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhúss­ ins á miðvikudagskvöld­ ið. Höfundar og leikarar verksins eru þau Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippus dóttir, Jóhannes Níels Sig­ urðsson og Víkingur Kristjánsson. Nokkrar forsýningar hafa verið á verkinu síðustu vikur þar sem atriði verksins hafa verið slípuð til eftir við­ tökum gesta sýningarinnar og nú er komið að því að sýna afraksturinn. 15 ára samvinna Það vekur athygli að enginn úr hópn­ um er titlaður leikstjóri sýningarinn­ ar og allir þeir sem koma að sýning­ unni eru höfundar hennar. Víkingur Kristjánsson segir samstarf þeirra í Vesturporti hafa þróast með þess­ um hætti. „Við erum búin að vera að vinna að þessari sýningu í samein­ ingu í nokkurn tíma og gengur það vel. Við erum búin að vinna saman í 15 ár og erum orðin eins og systkini. Eins og í góðum systkinahóp verða auðvitað árekstrar en okkur gengur vel að vinna saman því við kunnum vel inn á hvert annað, einhver okk­ ar eru frek og einhverjir eiga það til að fara í fýluköst. Við vitum þá ná­ kvæmlega hvernig við eigum að róa viðkomandi,“ segir Víkingur og hlær og vill lítið gefa upp um hverjir það eru sem helst taka fýluköst. Leikur feðgin Víkingur fer með hlutverk feðgina í verkinu. „Ég leik Klemens sem er svona svolítið sérstakur fjölskyldu­ maður og ég leik líka dóttur hans sem er á fermingaraldri. Ég er bú­ inn að koma mér upp ágætis gelgju­ töktum.“ Víkingur á reyndar dóttur sem er fer að nálgast táningsaldur, skyldu taktarnir endurspegla það við hverju hann býst næstu árin? „Dóttir mín er 11 ára og táningsárin fara nú að skella á af fullum þunga. Ég er nú í góðum undirbúningi og get líklega bara speglað taktana þegar fer að bera á þeim,“ segir hann og hlær. Víkingur segir verkið hafa fengið góðar viðtökur gesta á forsýning­ um. „Það er mikið hlegið úti í sal. Verkið fjallar um húsmóður og fjöl­ skyldutengsl á gamansaman máta. Við flökkum á milli tímabila, frá 1950 til hippatímans og svo til nútímans. Fyrst og fremst er verkið saga um fjölskyldu en auðvitað skín í gegn á gamansaman máta hver staða kon­ unnar og húsmóðurinnar er á hverj­ um þessara tíma.“ kristjana@dv.is Eru eins og systkini Vesturport frumsýnir nýtt verk, Húsmóðurina, í kvöld, miðvikudag. Víkingur Kristjánsson fer með hlutverk feðgina í sýningunni sem er gamansamt verk um afdrif fjölskyldu á mismunandi tímum. Hann segir samstarf þeirra í Vesturporti vera náið enda spanni það 15 ár og kunni þau vel inn á skapsveiflur hvers annars. Tekur gelgjutakta Víkingur fer með hlutverk föður og dóttur á unglingsaldri í sýningunni. Beggi Smári & mood á Sódómu Beggi Smári & Mood halda tón­ leika á Sódómu, fimmtudaginn 28. apríl klukkan 21.00. Hljóm­ sveitin spilar kraftmikið gítar­ rokk með sterkar rætur í blús. Fyrsta sólóplata Begga Smára, sem heitir einmitt Mood, kemur út á næstu vikum en smáskífan Warm & Strong hefur verið vin­ sæl að undanförnu og klifið hátt á vinsældalistum. Leikin verða lög af plötunni sem spannar allt frá rólegheitum í anda Ray La­ Montagne til gítaræfinga undir áhrifum Jimis Hendrix. Ferðalag í HaFnar- HúSinu Hönnuðirnir Boaz Cohen og Sa­ yaka Yamamoto frá BCXSY verða með fyrirlestur í Hafnarhúsinu á fimmtudaginn. Þar munu þeir fjalla um hönnunarferðalög sín en á undanförnum árum hafa þau tengt saman hönnunar­ verkefni og ferðalög á áhrifa­ ríkan hátt. Meðal annars munu þau fjalla um nýjasta verkefni sitt Origin part II: Balance sem frumsýnt var í Mílanó fyrr í mán­ uðinum. Cohen og Yamamoto eru hér á landi í boði hönnun­ ar­ og arkitektúrdeildar Listahá­ skóla Íslands en fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunar­ miðstöðvar Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Ís­ lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.