Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Miðvikudagur 27. apríl 2011 Í höfuðið á Steinu Bjarna 1 Hreiðar Már í þrot Einkahlutafélag fyrrverandi forstjóra Kaupþings er gjaldþrota samkvæmt upplýsingum úr Lögbirtingablaðinu. 2 Tobba trylltist Metsölurithöfund-urinn Tobba Marinósdóttir trylltist í Fimbulfambi á páskunum. 3 Þeir 100 launahæstu Portúgalska vefsíðan Futebol Finance hefur birt lista yfir hundrað launahæstu knatt- spyrnumenn veraldar. 4 Einkaþota Björgólfs enn til sölu Þota Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur verið til sölu í tvö ár. Hún kostar milljarð. 5 Lærastimplar og lík í skottinu Lífsstílsfrétt þar sem fjallað er um vel heppnaðar auglýsingaherferðir. 6 „Það er ekkert sem heldur í okkur hérna“ Tölvunarfræðingur- inn Guðmundur Ásmundsson ætlar að flytja til Noregs ásamt fjölskyldu sinni og ætlar ekki aftur heim. 7 Sláttuvél knýr hjólastól Kona brá á það ráð að nota sláttuvél til að draga hjólastólinn sinn áfram. Matbúð Mömmu Steinu var opnuð á Skólavörðustíg 23 um miðjan desember síðastliðinn. Staðinn reka þau feðginin Bjarni Geir Patrik Alfreðsson, betur þekktur sem Bjarni snæðingur, og Katrín Ösp dóttir hans, kölluð Katý. Í matbúðinni er hægt að fá heitan heimilismat ásamt fjölbreyttri matvöru sem að stórum hluta er keypt beint af býlum. Hver er maðurinn? „Katrín Ösp Bjarnadóttir, rekstarstjóri mat- búðar Mömmu Steinu.“ Hvernig gengur að selja gamaldags mömmumat í 101 Reykjavík? „Heyrðu, þetta gengur bara alveg vonum framar. Það er alltaf brjálað að gera hérna og alls konar týpur sem koma á staðinn, allt frá ungum krökkum yfir í eldra fólk. Mér finnst sérstaklega gaman að sjá hvað unga fólkið kemur mikið.“ Eru margir fastakúnnar? „Já, það er mjög mikið af fastakúnnum. Sérstaklega fólk sem er að vinna hér á Skólavörðustíg og í grenndinni sem kemur í hádeginu og eftir vinnu.“ Eru þá fleiri karlar í þeim hópi? „Það kemur auðvitað fólk af báðum kynjum en jú, ætli það sé ekki hægt að segja að karl- menn séu í svolitlum meirihluta.“ Heldurðu að tímasetningin á opnun staðarins hafi verið rétt svona í miðri kreppu? „Já, ekki spurning. Við seljum matinn eftir vigt og því ræður fólk hvað það borðar og borgar mikið. Þú getur þess vegna keypt þér eina kjötbollu, svo fylgir meðlætið með en meðalverð á heitum hádegisverði er í kringum 1.000 krónur.“ Nú voruð þið feðgin að reyna að fá leyfi til að reka veitingastað hérna, hvernig gekk það? „Það gekk ekki. Í þessu tiltekna húsnæði má aðeins vera verslunarrekstur svo að við seljum mat sem fólk getur farið með.“ Hvernig kom það til að þú fórst að selja steiktar kótelettur? „Ég hef staðið í þessum veitingarekstri með pabba mínum í tuttugu ár en ég hef líka unnið í bókhaldi, tískuvöruverslun og fleira.“ Borðar þú sjálf svona gamaldags mat? „Já, ég elska kóteletturnar hérna. Þær eru uppáhaldsmaturinn minn auk plokkfisksins og dóttir mín, hún Steina sem er fimm ára, elskar að borða svið.“ Heitir staðurinn í höfuðið á henni? „Nei, hann er nefndur eftir föðurömmu minni, Steinu Bjarnadóttur söng- og leik- konu.“ „Já, ég hef verið ánægður með hans störf.“ Jón Bjarki Þorbergsson 27 ára starfsmaður á bókasafni „Já, ég er ánægður með hann, sérstaklega upp á síðkastið.“ Páll Vilhjálmsson 50 ára kennari „Nei, ég er kominn með nóg af honum og vil fá breytingar.“ Thomas Bartlet 70 ára hættur að vinna „Já.“ Agnes Sienkievicz 21 árs tilvonandi háskólanemi „Já, ég er rosalega ánægður með hann.“ Ólafur Ragnar Hilmarsson 48 ára verkstjóri Mest lesið á dv.is Maður dagsins Myndir þú kjósa Ólaf Ragnar Grímsson ef hann byði sig aftur fram til forseta? Dyttað að bátum fyrir sumarið Sjómenn sem eiga báta við höfnina við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn voru margir hverjir að dytta að bátum sínum þegar ljósmyndara DV bar að garði. Hjá mörgum er vertíðin framundan og mikilvægt að allt sé klappað og klárt þegar blíðan kemur. MYND RÓBERT REYNISSON Myndin Dómstóll götunnar Þ egar danski hagfræðingurinn Lars Christensen sagði að ís- lensku bankarnir væru reist- ir á sandi árið 2008 brugðust margir af helstu aðilum þjóðarinnar við matinu, og ásökuðu hann helst fyrir að vera afbrýðisaman í garð Ís- lendinga. Of erfitt var að horfast í augu við spegilinn, betra var að segja að myndin sem þar birtist væri fölsk. Í efnahagshruninu haustið 2008 neyddist þjóðin loks til að horfa á spegilmynd sína, enda vakti hrunið heimsathygli og hvert mannsbarn á Íslandi fann fyrir því. Ekki var lengur hægt að líta undan. Nú býður þessi sami danski hagfræðingur okkur aftur að líta í spegilinn, en sú mynd sem þar birtist er mun skárri að sjá. Í viðtali við Kastljós segir hann með- al annars: „...ríkisfjármálum er mun betur stjórnað en búist hafði verið við og þess vegna erum við frekar bjartsýnir.“ Íslendingar vekja aðdáun Christensen er ekki sá eini sem dá- ist að Íslandi þessa dagana. Nóbels- verðlaunahafinn Joseph Stiglitz hef- ur borið saman hvernig Ísland og Írland tókust á við kreppuna og hef- ur til dæmis sagt: „Ísland gerði hið rétta, á meðan Írland gerði allt rangt.“ Í grein austurríska viðskipta- blaðsins Wirtschaftsblatt var í byrj- un mars birt heilsíðugrein sem nefndist „Island: Vom Prügelknaben zum Wunderkind,“ eða „Ísland: Frá óþekkum krakka til undrabarns.“ Er þar vísað í sérfræðinga sem dást að íslensku leiðinni og segja að sú leið sem Ísland hefur valið til að komast út úr kreppunni ætti einnig að geta verið öðrum löndum fær. Segir jafnframt að enginn hefði búist við að Ísland gæti borgað af skuldum sínum, en annað hef- ur komið á daginn. Á kvarða sem mælir áhættuna af lánum, og þar sem lægsta talan er sú besta, var Ís- land með næstum 700 stig um mitt ár 2009, en er nú komið niður í 250, sem er ekki langt frá Evrópumeðal- talinu sem liggur rétt undir 200. Um mitt ár 2009 var Írland með um 150 (Evrópumeðaltalið var þá um 100), en er nú komið upp í 500. Best í heimi? Á öllum öðrum kvörðum stendur Ís- land sig vel. Tekist hefur að draga út verðbólgu sem er nú komin niður í Evrópumeðaltal, atvinnuleysi hér var jafn mikið og annars staðar í Evrópu árið 2009 en er nú minna og þjóðar- framleiðsla er jöfn meðaltalinu og er að skríða fram úr. Þó að austurrísku hagfræðingarnir séu hrifnir af ís- lensku leiðinni segja þeir þó að enn séu mörg vandamál óleyst, svo sem Icesave. Í lok greinarinnar gefa þeir eftirfarandi ráð til fjárfesta: „Bíðið, drekkið te og fylgist með.“ Hvort fjárfestunum hafi svelgst á teinu þegar þjóðin hafnaði Icesave og forsetinn réðst gegn alþjóðleg- um matsfyrirtækjum skal ósagt látið. Vissulega varð Moody‘s illa á í mess- unni í góðærinu, en þeir eru enn í dómarasætinu hvað lánshæfni Ís- lands varðar og því líklega óheppi- legt að forsetinn skuli ráðast gegn þeim á sama tíma og hann gagnrýnir íslenska viðskiptamenn fyrir að tala efnahaginn niður. Að líta í réttan spegil Ætlun mín hér er þó ekki að velta fyrir mér lánshæfismati Íslands, það verða aðrir að gera. En hitt þykir mér undarlegt að aftur virðast Íslend- ingar forðast að líta í þann spegil sem erlendir fjölmiðlar draga fram, jafnvel þó að myndin sem þar birt- ist sé mun fegurri en sú sem dreg- in var upp árið 2006. Hagstjórn Ís- lendinga, sem áður var gert grín að, hlýtur nú aðdáun víða um heim og ríki sem hafa farið óvarlega, svo sem Dúbaí, eru ekki lengur kölluð nöfn- um eins og „Ísland eyðimerkurinn- ar.“ Menn nota nú önnur dæmi sem víti til varnaðar, en fyrrverandi fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, James Baker, sagði til dæmis nýlega að það eina sem skyldi að Bandaríkin og Grikkland væri dollarinn. Sé hlustað á umræðuna innan- lands mætti halda að hér sæti fá- dæma vanhæf ríkisstjórn sem sé að setja allt á annan endann, á meðan allar tölur sýna fram á aðdáunar- verða hæfni hennar. Erum við aftur að líta í vitlausan spegil? Íslenska efnahagsundrið Kjallari Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.