Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Page 2
2 | Fréttir 2. maí 2011 Mánudagur Líklega hafa margir Íslendingar velt því fyrir sér að flytjast búferlum til Noregs vegna slæms efnahags- ástands hér á landi. Atvinnuleysi í Noregi er einn þriðji af því sem það er á Íslandi auk þess sem oft á tíðum bjóðast nærri tvöfalt hærri laun þar. Samkvæmt tölum frá Hag- stofu Íslands hafa yfir þrjú þúsund Íslendingar flutt til Noregs frá því á haustmánuðum árið 2008. Með þessari úttekt reynir DV að meta framtíðarhorfur á íslensk- um og norskum fasteignamarkaði. Líklega óttast margir sem nú eru búsettir á Íslandi að eignamyndun þeirra gæti orðið lítil á næstu árum. Ólíklegt verður að teljast að önnur eins uppsveifla og varð á fasteigna- markaði frá 2004 og fram að hruni verði aftur. Fyrir ungt fólk sem er að hugsa um hvar sé best að vera næsta ára- tuginn hlýtur Noregur að vera eitt álitlegasta landið. Eins og fram kemur í viðtali við Kyrre Aamdal í dálki með úttektinni hækkaði fast- eignaverð um átta prósent í Noregi í fyrra. Er spáð svipaðri hækkun á þessu ári, fimm prósenta 2012 og fjögurra prósenta 2013. 26 prósenta skattar fyrstu tvö árin Það hlýtur að freista margra Ís- lendinga að flytja búferlum til Nor- egs þar sem efnahagsumhverfið er mun hagstæðara um þessar mundir. Útlendingar sem flytja til Noregs borga einungis 26 prósenta skatta af tekjum sínum fyrstu tvö árin. Einnig eru skattaívilnanir og vaxtabótakerfi í Noregi mjög hag- stæð, sérstaklega fyrir fólk undir 34 ára aldri. Á Íslandi hættir fólk að fá vaxta- bætur eftir að hrein eign þeirra í fasteign fer yfir ákveðin mörk. 6,4 milljónir króna hjá einstaklingum og 10,4 milljónir hjá hjónum/sam- búðarfólki. Í Noregi fær fólk endur- greidd 28 prósent af vaxtagreiðslum af fasteignalánum óháð tekjum og eignum. Reyndar hafa norskir stjórnmála- og embættismenn haft áhyggjur af því að hið opinbera sé að stuðla að „bólumyndun“ á fast- eignamarkaði þar sem vaxtabóta- kerfið sé of hagstætt en auk þess þarf heldur ekki að borga skatt af söluhagnaði fasteigna. Vissar eignir hækkað í verði í Reykjavík DV leitaði til Ásgeirs Jónssonar, lektors í hagfræði, til að spyrja hann um fram- tíðarhorfur á íslenskum fasteigna- markaði og hvenær líklegt væri að sjá mætti fyrir endann á niðursveiflu efnahagslífsins. „Eignir miðsvæðis hafa ekki verið að lækka í verði að undanförnu,“ segir Ásgeir aðspurður um stöðu íslenska fasteignamarkað- arins. Lítið hafi verið byggt miðsvæð- is á höfuðborgarsvæðinu eftir 2006 og 2007 og því sé líklegt að vissar stærð- ir af íbúðum þar muni hækka tölu- vert í verði á næstu árum. Verðlækkun hafi að mestu átt sér stað í ytri hring Reykjavíkur. Veltur á hagvexti „Ef verð á fasteignamarkaði á hins vegar að geta hækkað eitthvað velt- ur það að stórum hluta á því hvern- ig gengur í efnahagsmálum á Íslandi. Þar hefur hagvöxtur mikil áhrif,“ seg- ir hann. Aðspurður segir hann erf- itt að spá fyrir um fasteignaverð til næstu ára. Óvissa í efnahagsmálum og þættir eins og innganga í Evrópu- sambandið geti haft mikið að segja. Ásgeir segist ekkert endilega vera viss um að fasteignaverð muni hækka meira í Noregi á næstu tíu árum en á Íslandi þar sem Ísland sé nú á botni niðursveiflunnar. Auk þess sé líklegt að íslenska krónan muni styrkjast gagnvart þeirri norsku. Fólksflótti frá Íslandi til Noregs og annarra landa gæti hins vegar haldið áfram í tvö til þrjú ár í viðbót þar til íslenska hag- kerfið fari almennilega að rétta við sér sem gæti gerst árið 2014. Aukning á leigumarkaði „Það sem er að gerast núna á Íslandi er að mikið af fólki á ekki lengur eigið fé og ungt fólk hefur ekki sömu tæki- færi til að kaupa sér sína fyrstu fast- eign og áður. Lágir raunvextir um þessar mundir gera það hins vegar að verkum að það er álitlegt fyrir fjár- festa að kaupa fasteignir og leigja út. Við gætum séð það gerast að einn og sami aðillinn gæti átt heilu íbúða- blokkirnar líkt og þekkist í ýmsum öðrum löndum,“ segir hann. Greiningardeild Arion banka fjallaði um það í síðustu viku að hækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu megi rekja til aukins áhuga fjárfesta á fasteignum vegna gjaldeyrishaftanna. Fjárfestingakost- ir séu takmarkaðir í dag og þar sem búið sé að gefa út að gjaldeyrishöft verði ekki afnumin fyrr en í fyrsta lagi árið 2015 telji margir álitlegt að fjár- festa í fasteignum. 20 prósenta raunlækkun 1988–96 Ef litið er til sögunnar hefur fast- eignaverð oft hækkað umfram verð- bólgu. Að sögn Ásgeirs gengur þetta yfirleitt á víxl. Dæmi um það er að á árunum 1988 til 1996 varð 20 pró- senta raunlækkun á fasteignaverði á Íslandi. Niðursveiflan á því tíma- bili hafi þó verið allt annars eðlis en sú sem Íslendingar glími við núna. Þar hafi verið um hægfara stöðnun að ræða en ekki snarpa niðursveiflu líkt og nú. „Almennt séð hefur raun- hækkun umfram verbólgu fasteigna- verðs á Íslandi verið í kringum eitt prósent að meðaltali á ári síðustu 50 árin. Til lengri tíma í Noregi ætti það að vera mjög svipað,“ segir Ásgeir. Greiðslubyrði mun hærri á Íslandi Munurinn á löndunum tveimur felist hins vegar í því að greiðslubyrði lána á Íslandi hafi verið miklu óhagstæðari fyrir íslenska neytendur en þá norsku. Veik mynt leiði til hærri vaxtakostn- aðar. Þannig hafi sem dæmi vaxta- kostnaður í Þýskalandi verið sá lægsti áður en Þjóðverjar tóku upp evruna þar sem þýska markið þótti einn stöð- ugasti gjaldmiðill heims. Það sé hins vegar ekki tilfellið með íslensku krón- una. Verðtrygging sé því haldreipi á íslenskum fjármálamarkaði til að við- halda stöðugleika. „Hvernig ætla menn að ná stjórn á verðbólgu án verðtryggingar? Ætl- um við að afnema hana og á sama tíma skapa kerfi sem tryggir stöð- ugt verðlag?“ spyr hann. Í því sam- hengi má benda á að langflestir taka fasteignalán með fljótandi vöxtum í Noregi sem breytast í takt við stýri- vexti norska seðlabankans. Ekki sé víst að slíkt kerfi myndi reynast vel á Íslandi. Einnig hefur verið umræða um það í Noregi að fljótandi vextir geti leitt til snöggrar lækkunar á fast- eignamarkaði og vilja sumir frekar taka upp fasta vexti á fasteignalánum í auknu máli til að minnka sveiflur í fasteignaverði. Íslenskir lífeyrissjóðir stjórna lánakjörum Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur oft bent á það í pistl- um sínum á Pressunni að 3,5 pró- senta raunávöxtunarkrafa íslensku lífeyrissjóðanna geti ekki staðist til lengdar. Lífeyrissjóðirnir séu stærstu kaupendur húsbréfa sem Íbúðalána- sjóður gefi út. Þannig geti vextir sem almenningi bjóðast hjá Íbúðalána- sjóði aldrei orðið lægri en 3,5 pró- senta ávöxtunarkrafa lífeyrissjóð- anna. Íslenskir neytendur verða því að sætta sig við mun verri lánakjör en bjóðast annars staðar í Evrópu. Ólafur telur að með 3,5 prósenta kröfunni verði hagvöxtur að vera Hagstæðara að búa í Noregi n Yfir þrjú þúsund Íslendingar hafa flutt til Noregs í kjölfar niðursveiflu í íslensku efnahagslífi n DV reynir að leggja mat á horfur á íslenska og norska fasteignamarkaðinum til næstu tíu ára n Flest bendir til þess að sá norski hafi vinninginn Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Ef verð á fasteigna markaði á hins vegar að geta hækkað eitthvað veltur það að stórum hluta á því hvernig gengur í efna- hagsmálum á Íslandi. Þar hefur hagvöxtur mikil áhrif. Efnahagsspá Fyrir Ísland og Noreg 2011–2013 Heimild: Spá Danske bank um Ísland og DnB Nor Markets um Noreg Atvinnuleysi Verðbólga Hagvöxtur 2011 2012 2013 2011 2012 2013 9% 3,2% 9,2% 3,6% 9,4% 3,6% 2011 2012 2013 2011 2012 2013 2,5% 1,6% 2% 1,2% 2% 2,1% 2011 2012 2013 2011 2012 2013 2,9% 2,5% 3,3% 3% 3,7% 3,1% n Ísland n Noregur Spáir áframhaldandi hækkun Kyrre Aamdal hagfræðingur segir að norskar fast- eignir gætu hækkað um 40 til 60 prósent á næstu tíu árum. Hæglega megi gera ráð fyrir 5–6 prósenta hækkun á ári. MYND AðSEND Bjartsýnn á íslenskan fasteigna- markað Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að alls sé óvíst að verð á norskum fasteignamarkaði hækki meira en á þeim íslenska á næstu tíu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.