Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Síða 6
6 | Fréttir 2. maí 2011 Mánudagur
Hrafnhildur Einarsdóttir fer fyrir hollvinafélagi Sundhallarinnar í Hafnarfirði:
„Þessi laug hefur sérstöðu“
„Ég hef synt í þessari laug frá því ég
var fimm ára gömul. Ég er eiginlega
alin upp í lauginni,“ segir Hrafnhildur
Einarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði. Hún
er ein þeirra liðlega fimm hundruð
sem hafa látið óánægju sína í ljós á
Facebook með fyrirhugaða lokun
Sundhallarinnar í Hafnarfirði. Upp-
haflega átti að loka lauginni fyrir al-
menningi 1. maí en því var frestað til
16. júní. Núna er laugin aðeins opin
virka daga en lokuð um helgar.
Hrafnhildur, sem er á 61. ári, seg-
ist hafa notað laugina alla tíð og að
hún geti vart hugsað sér að synda í
útilaug á veturna. „Þessi laug hef-
ur sérstöðu. Þar er boðið upp á sér-
staka kvennatíma. Þeir hafa verið frá
því ég man eftir mér, á milli klukkan
8 og 10 á þriðjudags- og fimmtudags-
morgnum.“ Hún segist eiga eftir að
sakna þeirra ef af lokuninni verður.
Hrafnhildur segir að ekkert sé gert
til að efla aðsóknina í laugina, jafn-
vel þú hún sé „þrifalegasta laugin á
svæðinu“.
Undirskriftum gegn lokun laugar-
innar var safnað í vor og voru þær af-
hentar bæjarstjórn fyrir skemmstu. Í
kjölfarið var ákveðið að fresta lokun-
inni fram í miðjan júní, en skerða af-
greiðslutímann.
Viðskiptavinir laugarinnar hafa
haft frumkvæði að stofnun hollvina-
félags Sundhallarinnar. Hrafnhild-
ur er í forsvari fyrir félagið en segir
að henni hafi eiginlega verið ýtt út í
það. „Við viljum einfaldlega að laug-
in verði opnuð aftur fyrir almenning
eftir sumarfrí,“ segir hún um mark-
mið félagsins en til standi að nota
laugina aðeins undir skólasund
næsta vetur. „Ég skil ekki þá stærð-
fræði, þá fá þeir alls enga peninga
inn, ekki krónu í kassann. Við ætl-
um að láta þetta ganga,“ segir Hrafn-
hildur að lokum, spurð hvort hún sé
bjartsýn á að laugin verði opin áfram.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
Fór í mál vegna 10.000 króna:
Fékk launin
að endingu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt fyrirtækið Flutningalausnir
ehf. til að greiða manni 9.827 krónur í
vangoldin laun.
Málið á rætur sínar að rekja til 28.
maí í fyrra en þá var maðurinn boð-
aður í atvinnuviðtal hjá fyrirtækinu.
Honum var boðið að fara með starfs-
manni fyrirtækisins til vinnu og sjá
þannig með eigin augum hvernig
vinnan færi fram. Hann féllst á það og
fór hann til vinnu með starfsmanni
fyrirtæksins í sjö og hálfa klukku-
stund. Maðurinn bjóst við að fá greitt
fyrir vinnuna en svo fór að hann var
ekki ráðinn í starfið. Ekki var samið
sérstaklega um laun vegna starfans og
taldi maðurinn að þá ættu lágmarks-
laun samkvæmt kjarasamningi VR
og SA að gilda. Þrátt fyrir áskoran-
ir frá VR um að fyrirtækinu bæri að
greiða upphæðina, tæplega tíu þús-
und krónur, barst greiðslan aldrei.
Lögmaður Flutningalausna sagði fyrir
dómi að fyrirtækið hefði metið það
svo að maðurinn hefði ekki verið í
vinnu í umrætt sinn og verið sagt að
hann fengi ekki greidd laun fyrir.
Héraðsdómur Reykjavíkur komst
að þeirri niðurstöðu að maðurinn
hefði sannarlega mætt til vinnu hjá
fyrirtækinu í einn dag. Þótti því rétt að
fallast á kröfur hans um að fá greiðslu.
Auk þess að þurfa að greiða mann-
inum tæplega tíu þúsund krónur var
fyrirtækið einnig dæmt til að greiða
honum hundrað þúsund krónur í
málskostnað.
Hefur sérstöðu Hrafnhildur segir að
Sundhöllin í Hafnarfirði hafi sérstöðu og
vonast til að lauginni verði ekki lokað.
Börnin mega nú
vera lengur úti
Útivistartími barna og unglinga
tók breytingum á sunnudag, þann
1. maí. Héðan í frá mega 12 ára
börn og yngri vera úti til klukkan
22.00 á kvöldin. 13 til 16 ára ung-
lingar mega vera úti til klukkan
24.00. Börn mega ekki vera á al-
mannafæri utan fyrrgreinds tíma
nema í fylgd með fullorðnum.
Bregða má út af reglunum fyrir
síðartalda hópinn þegar unglingar
eru á heimleið frá viðurkenndri
skóla-, íþrótta- eða æskulýðssam-
komu. Aldur miðast við fæðing-
arár. Útivistarreglurnar eru sam-
kvæmt barnaverndarlögum. Þeim
er meðal annars ætlað að tryggja
nægan svefn en hann er börn-
um og unglingum nauðsynlegur.
Svefnþörfin er einstaklingsbundin
en þó má ætla að börn og ungling-
ar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma
svefn á nóttu.
„Segir ekki í kvæðinu að það sé vit-
laust gefið?“ segir Sigurður Þ. Ragn-
arsson, veðurfræðingur og jarðvís-
indamaður, um óvænta snjókomu
sem gerði á höfuðborgarsvæðinu á
laugardag. Svo mikil var ofankoman
að jörð varð alhvít og snjóaði langt
fram á aðfaranótt sunnudags þegar
loksins stytti upp. Snjókoman gerði
það meðal annars að verkum að
hætta þurfti við árlegan akstur Snigl-
anna sem jafnan er farinn á baráttu-
degi verkalýðsins, 1.maí. Þá átti Ís-
landsmótið í knattspyrnu að hefjast
á sunnudag en leik Breiðabliks og
KR var frestað vegna snjóþyngsla á
Kópavogsvelli.
Kortin til fyrirmyndar
„Í öðrum landshlutum hefur notið
mikillar blíðu, landsbyggðin fékk
betur gefið í þetta sinn,“ segir Sig-
urður en mikill munur var á veðri
milli landshluta um helgina. Þann-
ig var hitinn 1,6 stig í Reykjavík á
laugardag á sama tíma og hann fór
í átján gráður á Seyðisfirði. Sigurð-
ur blæs þó von í brjóst höfuðborg-
arbúa og segir hlýtt loft munu ylja
þeim næstu dagana. „Kortin eru al-
veg til fyrirmyndar. Við þurfum að
gefa hverri árstíð sinn sjens. Nú er
vorið búið og sumarið að brjótast
fram og góðir hlutir gerast hægt. Nú
er bara staðan þannig að við fáum yl
í hjartaræturnar eftir það sem und-
an hefur gengið því það er býsna
hlýtt loft að berast hingað. 14–15
stig á höfuðborgarsvæðinu ef við
erum heppin og það góða er að hlý-
indin haldast áfram á landsbyggð-
inni svo það verður enginn meting-
ur um þetta.“
Næstum því met
Að morgni sunnudags var rúmlega
16 sentímetra djúpur snjór í Reykja-
vík en ekki hefur mælst jafn djúpur
snjór í maímánuði frá því árið 1987.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur segir á veðurbloggi sínu, Veð-
urvaktinni, að ekki hafi verið hvít
jörð á höfuðborgarsvæðinu á 1. maí
síðan árið 1993 en þá var snjódýpt-
in ekki jafn mikil. „Þá gerði líka of-
ankomu um svipað leyti við áþekk-
ar aðstæður og nú þegar hægfara og
skörp skil lágu yfir landinu vestan-
verðu. 1. maí 1993 var snjódýptin
13 sm. Jörð hafði verið alhvít einn-
ig daginn áður,“ segir Einar og bætir
við að snjórinn í borginni árið 1987
hafi verið sautján sentímetrar. Því
hafi afar litlu munað að metið væri
jafnað.
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
„Nú er bara stað-
an þannig að við
fáum yl í hjartaræturnar
eftir það sem undan hef-
ur gengið því að það er
býsna hlýtt loft að berast
hingað.
Betra veður
í vændum
n Snjóþungt á höfuðborgarsvæðinu á baráttudegi verkalýðsins
n Siggi stormur spáir snjónum burt og yl og hlýviðri í byrjun vik-
unnar n Ekki mælst jafn djúpur snjór í Reykjavík frá því árið 1987
Hvað finnst þér um veðurfarið?
„Þetta veðurfar dregur úr von fólks í
samfélaginu. Ef það væri sól þá væri
bjartara í hjörtum fólks í dag.“
Edda Kristín Hauksdóttir
46 ára kennari
„Ég er svo sátt við að búa á norðurhveli
jarðar og þá má búast við þessu að öllu
jöfnu. Svo ég er bara ánægð með veðrið.
Esjan er líka falleg svona hvít.“
María Jónsdóttir
47 ára leikskólakennari
„Ég er ekki sáttur, en þetta er Ísland og
það er hægt að búast við öllu.“
Elías Guðmundsson
36 vinnur hjá ríkinu
„Mér finnst of mikill snjór, þetta er frekar
ömurlegt.“
Þórunn Guðnadóttir
23 ára í námi
Talsverður snjór Að morgni
sunnudagsins var rúmlega
16 sentímetra djúpur snjór í
Reykjavík. MyNd RóbERT REyNiSSoN