Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Síða 10
10 | Fréttir 2. maí 2011 Mánudagur St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Segir Vincent Tchenguiz ljúga: „Ekki fór ég á strippstaði“ „Miðað við myndir sem til eru af honum get ég ekki séð að það sé honum til bóta að bæta við konum í umræðuna um hann,“ segir Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi banka­ stjóri Kaupþings í Lundúnum, um Vincent Tchengu­ iz. Norska blaðið Dagens Nær­ ingsliv birti um helgina viðtal við Tchenguiz en þar fullyrðir hann að Kaupþingsmenn hafi stundað vafasama viðskiptahætti í Lundúnum, meðal annars með því að bjóða mögulegum viðskiptavinum sínum á nektardansstaðinn String­ fellows. Sagði Tchenguiz að String­ fellows væri þekktur nektardansstað­ ur í Lundúnum meðal bankamanna. Sagði Tchenguiz að Kaupþingsmenn hefðu stundað að bjóða viðskipta­ vinum sínum á dýra veitingastaði og farið síðan með allt föruneytið á Stringfellows. DV hafði samband við Ármann sem sagði að málið væri uppspuni frá a til ö. „Ég bara get ekki skilið hvað honum gengur til með þessu,“ segir Ármann. „Ekki fór ég á stripp­ staði. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig en hvað mig varðar þá kannast ég ekkert við svona við­ skiptahætti. Þá stundaði ég aldrei og ekki undirmenn mínir heldur, að mér vitandi að minnsta kosti.“ Ármann sagði að mögulegt væri að Tchenguiz væri að ráðast að Kaupþingi vegna málaferla sem hann og bróðir hans eigi í við þrotabú Kaupþings. Þar krefjast þeir bræður milljarða úr þrotabúinu, þrátt fyrir að hafa skuldað bankan­ um milljónir punda þegar hann féll. bjorn@dv.is „Fyrirspurnir eru farnar að berast ís­ lenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu frá útlöndum vegna yfirvofandi alls­ herjarverkfalls síðar í mánuðinum,“ segir Þórir Garðarsson hjá Iceland Excursions ­ Allrahanda, en hann situr í stjórn Samtaka ferðaþjónust­ unnar. „Hér stefnir í stórfellt tjón því fyrirspurnirnar merkja að erlendar ferðaskrifstofur og erlendir ferða­ menn íhuga nú þegar aðra kosti ef til verkfalla kemur hér. Samkeppn­ in er mikil og valkostir ferðamanna margir. Óvissa vegna yfirvofandi verkfalla getur því snarlega leitt til af­ bókana. Harkan á vinnumarkaðnum er því mjög bagaleg því við höfum getað kynnt Ísland sem hagkvæman og áhugaverðan kost fyrir erlendum ferðamönnum.“ Þórir segir að fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu haldi að sér höndum við að ráða sumarstarfsmenn vegna yfirvofandi verkfalla. Þannig hafi spennan á vinnumarkaðnum haft mjög áþreifanlegar afleiðingar nú þegar. Hörð viðbrögð komu á óvart Margrét Kristmannsdóttir, formað­ ur Samtaka verslunar og þjónustu, undrast hörð viðbrögð forystu­ manna samtaka launafólks við yfir­ lýsingu Samtaka atvinnulífsins fyrir helgina. Samtök launamanna telja að upp sé komin ný staða og samn­ ingsdrög, sem voru á borðinu fyrir 15. apríl, séu ekki lengur samnings­ grundvöllur. „ASÍ hafði fengið öll sín mál í höfn föstudaginn 15. apríl en Sam­ tök atvinnulífsins ekki. Við fengum svo sambærileg svör frá ríkisstjórn­ inni síðastliðið fimmtudagskvöld og lýstum því daginn eftir að við vild­ um á þeim grundvelli setjast aftur að samningaborðinu með það fyrir augum að semja til þriggja ára,“ segir Margrét. „Viðbrögð ASÍ og forystumanna samtaka launafólks komu okkur því verulega á óvart, en þau segja að allt sé nú breytt. Það hefur að vísu verið samið um kaup og kjör í Járnblendi­ verksmiðjunni í millitíðinni. Við sitjum hér tilbúin með pennann og teljum ekkert í vegi fyrir því að ljúka samningum. Mér finnst þetta bera keim af einhverjum innri vanda­ málum og spennu innan samtaka launafólks. Það stendur ekkert upp á okkur enda hefur ekkert annað gerst en það að atvinnurekendur hafa nú sambærileg loforð frá ríkisstjórninni og launamenn höfðu fengið fyrir sitt leyti. Það er óábyrgt að stefna í verk­ föll þegar atvinnurekendur eru til­ búnir að skrifa undir samninga. Við berum mikla ábyrgð og viðbrögðin eru furðuleg. Við eigum að setjast niður og ljúka þessu,“ segir Margrét. Neita þrýstingi frá LÍÚ Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, þvertóku fyrir það á blaðamannafundi fyrir helgi að LÍÚ hefði haft atvinnurekendur og samningamálin í gíslingu vegna pólitískrar óvissu um rekstrarskil­ yrði í sjávarútvegi. „Þetta er alrangt... Við erum ekki á móti breytingum í sjávarútvegskerfinu. Við höfum lagt til ákveðnar breytingar á því. Og þar hefur LÍÚ staðið fyllilega að baki okk­ ur. Þetta hefur alltaf verið lagt út á þann veg að við séum að berjast fyr­ ir óbreyttu kerfi. Það er síður en svo. Það sem við viljum númer eitt, tvö og þrjú er að þessi grein fái að starfa eins og aðrar greinar í landinu með góð rekstrarskilyrði.“ Undir þetta tók Helgi. „Þetta er ein stærsta atvinnu­ og útflutnings­ grein landsins og hún verður að hafa viðunandi starfsskilyrði alveg sama hvaða skoðanir menn hafa á sjávar­ útvegi eða þessari atvinnugrein. En við höfum ekki verið beitt neinum þrýstingi og það er hreinn og klár áróður leyfi ég mér að segja.“ Ljóst er þó að hagsmunir mis­ munandi atvinnugreina eru ólík­ ir. Sérstaklega er bent á viðkvæma stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu og verslun. Brigslyrðin hafa gengið á víxl í kjölfar yfirlýsingar framkvæmda­ stjórnar SA fyrir helgi og harðra við­ bragða forystumanna launafólks við þeirri yfirlýsingu. Ný staða Rafiðnaðarsamband Íslands lauk þingi sínu á laugardag. Innan þess er litið svo á að upp sé komin algjörlega ný staða í kjarasamningum. Þau lýsa því meðal annars hvernig SA hafi fyrir miðjan nýliðinn mánuð stað­ ið upp frá samningaborðinu en gert samning engu að síður við Elkem án fyrirvara um sjávarútvegsmálin. Sá samningur kveður á um 8,5 pró­ senta hækkun launa á þessu ári, 3,3 prósenta á því næsta og 3 prósenta hækkun árið 2013, eða samtals 15,7 prósenta launahækkun á samnings­ tímanum. „Samtök launamanna á almenn­ um vinnumarkaði hafa sýnt mikil heilindi og mikla þolinmæði gagn­ vart vandræðagangi SA og LÍÚ. Þess vegna hafa samtök launamanna sett fram kröfu um eins árs samn­ ing með sömu afturvirkni og var í Elkem­samningnum og 4,5 pró­ senta launahækkun. SA og LÍÚ geti þá athugasemdalaust af hálfu launa­ manna haft svigrúm til þess að ljúka sínum málum og síðan megi í haust hefja vinnu við gerð 3 ára samnings sem taki við í janúar á næsta ári. Ef SA fellst ekki á þessa leið hefst alls­ herjarverkfall 25. maí næstkomandi,“ segir á vef Rafiðnaðarsambandsins. Fara þau sömu leið og Elkem? Haldi fjandskapur áfram næstu daga milli forystu atvinnurekenda og launafólks er búist við því að ein­ stök fyrirtæki segi skilið við megin­ stefnu SA og semji upp á eigin spýt­ ur við starfsmenn sína. Þetta gæti átt við um fyrirtæki eins og Landsvirkj­ un, Rarik, Landsnet, Ísal og Fjarðaál, Isavia og fleiri fyrirtæki. Þar með yrði að minnsta kosti komist hjá verk­ föllum í áliðnaði, við virkjunarfram­ kvæmdir og í fleiri greinum. Augljós­ lega eru Samtök ferðaþjónustunnar einnig undir miklum þrýstingi þar sem nú fer í hönd hábjargræðis­ tími fyrirtækja innan samtakanna. Jafnframt er ljóst að fari fyrirtæki og heilar starfsgreinar þessa leið á næstu tveimur vikum yrðu fyrirvarar SA um sjávarútveginn látnir lönd og leið líkt og gert var í kjarasamningn­ um við Elkem á Grundartanga. Hefur neikvæð áHrif nú þegar n Fyrirtæki í ferðaþjónustu halda að sér höndum við að ráða fólk í sumar n Fyrirspurnir berast að utan vegna hættu á verkföllum n Verkföll einnig yfirvofandi í álverum og við virkjunarframkvæmdir Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „Haldi fjandskapur áfram næstu daga milli forystu atvinnurek- enda og launafólks er búist við því að einstök fyrirtæki segi skilið við meginstefnu SA og semji upp á eigin spýtur við starfsmenn sína. Aukin spenna Margrét Kristmannsdóttir undrast hörð viðbrögð verkalýðsfélaganna við útspili SA fyrir helgi. Vilmundur Jósefsson neitar því að LÍÚ haldi SA í herkví hagsmuna sinna. Nær einnig til stóriðju og virkjunar- framkvæmda Rafiðnaðarmenn í stóriðju og hjá orkufyrirtækjunum boða einnig verkfall, segir Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi formaður sambandsins. MyNd RóbERT REyNiSSoN Viðkvæmt fyrir ferðaþjónustuna Fyrirspurnir vegna yfirvofandi verkfalla berast fyrirtækjum í ferðaþjónustu og þau halda að sér höndum við að ráða sumar- starfsfólk, segir Þórir Garðarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.