Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Qupperneq 18
18 | Umræða 2. maí 2011 Mánudagur „Hann ætti að vera formað- ur órólegu deildarinnar, sjálfkjörinn.“ n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður VG um son sinn Harald sem er að vera tveggja ára. Hún segir hann óborganlega skemmtilegan og uppátækjasaman prakkara. – DV „Ég hef ein- faldan smekk og vel aðeins það best,a eins og segir í kvæðinu.“ n Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson sem sportar 200.000 króna gleraugum og á nokkur til skiptanna.– DV „Myrkur fyllti huga minn þegar ég áttaði mig á því að kolvetnin yrðu tekin frá mér.“ n Guðrún Baldvina Sævarsdóttir matarfíkill sem náði ekki tökum á þyngdinni fyrr en hún tókst á við fíknina. Hún léttist um 61 kíló á fyrsta árinu. – DV „Þegar ég er að reyna að gera eitthvað í því þá fara þeir að rústa lífi manns.“ n Húsráðandi í íbúð sem lögreglan réðst inn í ásamt tökuliði þáttanna Löggur, sem nýlega hófu göngu sína í Mbl - Sjón- varpi. – DV „Hann er of dýr leikmaður fyrir okkur sem stendur.“ n Eigandi danska handboltaliðsins AGK, Jesper Nielsen, um landsliðsmanninn Róbert Gunnarsson. Peningar hafa ekki verið hindrun fyrir Jesper hingað til og því nokkuð ljóst að Róbert er á ágætum kjörum. - Vísir Vælandi kerlingar P áll Scheving Ingvarsson, for- maður þjóðhátíðarnefndar, sagði á borgarafundi í Vest- mannaeyjum á fimmtudag að Stígamót, sem sérhæfa sig í baráttu gegn kynferðisofbeldi og viðbrögðum við því, ýttu undir vandamál tengd kynferðisof- beldi á þjóðhátíð. „Það er þannig að þar sem þær hafa birst er eins og vandamálið hafi stækkað,“ sagði hann. Til að skilja ásökun Páls á hendur Stígamótum er nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við hugmyndaheim íslenskra stjórnenda og leiðtoga í gegn- um árin, sem hann virðist sækja viðhorf sitt til. Í honum skiptir oft meira máli hvernig hlutirnir virðast vera en hvernig hlutirnir eru raunverulega. Páll þjóðhá- tíðarstjóri virðist vera þungt haldinn af ímyndarsýki, sem brenglar gjarnan sýn ábyrgðaraðila á Íslandi. Ímyndarsýkin hefur átt sér margar birtingarmyndir á Íslandi, sérstaklega í góðærinu, en líka eftir hrun. Út frá sjón- arhóli ímyndarsjúklingsins geta Stíga- mót hreinlega verið til trafala á útihátíð. Fleiri ábendingar um vandamál eins og nauðganir fara ekki saman við að halda partíinu gangandi. Afstaða Páls er þann- ig eins og bjöguð spegilmynd af afstöðu íslenskra ráðamanna í góðærispartí- inu, þar sem það var löstur að benda á vandamál, en dyggð að breiða yfir það. Ímyndarsjúkir álíta að sá sem varpar ljósi á vandamálið sé í raun vandamálið sjálft; að sjáist vandamálið ekki, sé það ekki. Þegar Páll var spurður af sveitunga sínum á borgarafundinum hvernig koma mætti í veg fyrir það ímyndarlega vandamál að Stígamótakonur væru „allt- af vælandi, þessar kellingar“ í fréttunum yfir aðstöðuleysi á þjóðhátíð varpaði Páll fram kenningu. „Það er ljótt að segja það, en ég segi það samt, það er eins og sam- tökin nærist á því að vandamálið sé til staðar og þau reyni frekar að ýta undir það heldur en hitt.“ Með sömu rökum mætti segja að spítalar ýttu undir veik- indi, Rauði krossinn undir stríð og Am- nesty International undir pyndingar. Á sama hátt mætti segja að ef lögreglan hætti að svara í símann og taka við til- kynningum um glæpi myndi nást stór- kostlegur árangur í baráttu gegn glæp- um. Tölfræði um glæpi byggir nefnilega á því að fólk tilkynni glæpinn og það byggir aftur á því að fólk trúi því að tilkynningin skili einhverju. Nauðganir eru flóknari en aðrir glæpir, einmitt vegna þess að þær eru síður tilkynntar. Nauðganir valda niður- broti og skömm hjá þeim sem er nauðg- að, sem veldur því að viðkomandi eiga erfiðara með að tilkynna um glæpinn. Auk þess vinnur það gegn tilkynningum hversu erfitt er að fá nauðgara dæmda. Árið 2009 voru 130 nauðganir tilkynnt- ar til neyðarmóttöku, en aðeins var sak- fellt í sjö tilvikum. Barátta gegn nauðg- unum verður því að fela í sér viðleitni til að fjölga tilkynningum. Brengluð sýn Páls Scheving á nauðg- anir er ekki aðeins viðhorf heldur verkn- aður. Hann er ábyrgur fyrir stærstu útihá- tíð landsins og hefur sem slíkur náð að halda Stígamótum frá hátíðinni. „Vanda- málin eru alltaf miklu fleiri og stærri þeg- ar Stígamót eru á staðnum, þannig að við höfum sagt: Þið eruð velkomnar, þið bara borgið ykkur inn á svæðið eins og allir aðrir, og komið ykkur fyrir og verð- ið með ykkar aðstöðu og það hefur hald- ið þeim frá,“ sagði hann á borgarafund- inum. Páll sendi frá sér yfirlýsingu á sunnu- dag til að lagfæra ímyndarbrestinn. Þar fetaði hann í fótspor margra íslenskra stjórnmálamanna og tók hagsmuni sína fram yfir hagsmuni þjóðhátíðar og Vest- mannaeyja. Þrátt fyrir viðurstyggilegar ásakanir hans á hendur grasrótarhreyf- ingu gegn kynferðisofbeldi, um að hún auki bara á vandamálið, bað hann Stíga- mótakonur ekki afsökunar og tilkynnti ekki um afsögn sína. Hann sagði að starf Stígamóta væri „ekki hafið yfir gagn- rýni“ og gaf til kynna að ásakanir hans nú byggðu á því að Stígamót hefðu sjálf gagnrýnt þjóðhátíð fyrir að vera vanda- málið. Það er risaeðla í Herjólfsdal. Leiðari Myndir þú nota kommúnista í þitt knattspyrnulið? „Ég nota alla góða leikmenn. Það er sama hvaðan gott kemur,“ segir Guð- jón Þórðarson knattspyrnu- þjálfari. Guðjón lýsti því í samtali við Fréttatímann í síðustu viku hvernig honum þætti málshöfðun Alþingis gegn Geir H. Haarde, mági sínum, vera aðför kommúnista að honum. Spurningin Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar.„ Ímyndarsjúkir álíta að sá sem varpar ljósi á vandamálið sé í raun vandamálið sjálft. Axarsköft Vilhjálms n Innan ferðaþjónustunnar leikur allt á reiðiskjálfi vegna framgöngu Sam- taka atvinnulífsins í þágu sægreifa Landssam- bands íslenskra útgerðarmanna. Mörgum þykir sem Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri hafi gengið allt of langt í yfirlýs- ingum sínum um að ekki verði samið nema kvótakerfið standi sem minnst breytt. Nú þegar alvara allsherjarverkfalla blasir við beinast augu manna að Vilhjálmi sem mun hafa fengið það óþvegið hjá einhverjum ferðaþjónustumanna sem vilja að hann verði látinn fara vegna axarskafta sinna. Hannes fagnaði einn n Á laugardaginn urðu þau merku tímamót í örlagasögu Íslands að 30 ár voru liðin frá því Davíð Oddsson myndaði fyrstu ríkisstjórn sína. Fátt var um dýrðir á afmælisdaginn. Það var þó einn sem fagnaði ákaft. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og hugmyndafræðingur Davíðs, skrifaði uppskrúfaða færslu á blogg sitt. „Davíð sá hættuna fljótar og skýrar en aðrir og reyndi að vera við henni,“ orti Hannes um átrúnaðargoð sitt og einn helsta örlagavald hrunsins. Hannes áréttar síðan að hrunið hafi verið Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að mestu að kenna en nefnir ekki Björgólf Guð- mundsson eða Kjartan Gunnarsson. Hreinn, ekki Sveinn n Hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson þykir vera mistækur í störfum sínum fyrir dómstólum. Hann nýtur þó virðingar í undirheimum og eru menn á borð við Jón Trausta Lúthers- son og Jón „stóra“ Hallgríms- son í aðdáenda- klúbbi hans auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og styrkjakóngur, er hæstánægður með hann. Aðrir eru óhressir, eins og skjólstæðingur hans Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, ein- stæð móðir sem berst fyrir forræði barna sinna. Hún telur að Sveinn hafi stórskaðað mál sitt og orðið til þess að hún fékk það ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Nú er Sveinn fokinn en hún hefur fengið Hrein Loftsson til að gæta hagsmuna sinna. Aðdáun á Davíð n Davíð Oddsson ritstjóri nýtur enn hylli meðal ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í Gjallarhorni, nýjasta blaði Heimdallar, er farið yfir vetrar- starfið í félaginu og þar er greint frá því að Davíð hafi verið heiðursgestur á árshátíð félagsins „og sló hann í gegn með ræðu sinni“. Það kom á óvart að annar Davíð fékk endurbirta langa grein í blaðinu um vonleysi ríkisstjórnarinnar. Höfundurinn var enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar- flokksins, sem virðist njóta hylli í systurflokknum. Sandkorn tRyGGVAGötu 11, 101 REyKJAVíK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. í heitu pottum gumar elítan sig af dugnaði atvinnurekenda. Þeir séu eins og 1000 spena gylta sem brauðfæði alþýðuna, sjái til þess að hún lifi sómasamlegu lífi, lepji ekki dauðann úr skel, standi ekki í matar- röðum eða gangi í Rauðakrossfötum, njóti menntunar og heilsugæslu, eigi sitt hús og jeppa, fari í World Class, ferðist innan- sem utanlands, fari í bíó, leikhús, á Hörpu-tónleika, snæði á Hótel Holti, drekki eðalvín og reyki Havanavindla. Því séu kröfur ASÍ um 40 prósent af launum alþýðunnar í Danmörku eða Noregi óforskamm- aðar og sýni ekkert annað en van- þakklæti og frekju. Því án elítunnar lifði alþýðan enn í moldarkofum á súrmeti, trosi, harðfiski, hvalrekum og strandgóssi. Alþýða þessa lands skuli bara þakka fyrir að vera laus við fangafæðið og fjallagrösin. Allt þetta og aukinheldur sjálfstæði Íslendinga hvíli á visku og framsýni elítunnar. Í málgagni hennar er haft eftir ein- um talsmanni að „fyriræki myndu hrynja“ ef farið yrði í verkfall. Og ráð- herra velferðar segir að fólk þurfi að læra betur að sjúga beinmerginn og læra afneitun draumanna. Að hafa vit fyrir alþýðunni Fáfróð en kurteis alþýðan biðst af- sökunar fyrir að vera til og að vera stöðugt til ama. Segir að ef hún mætti velja vildi hún frekar kjósa kjör alþýðu frændþjóðanna. Hvort ekki væri hægt að kenna norsku og grafa göng til Noregs til að hún fengi að kjósa með fótunum milli íslenskra og norskra atvinnurekenda – og leysa í eitt skipti fyrir öll vandamálin sam- fara óbilgirninni og kröfuhörkunni. Elítan svarar að í lýðræðinu séu fulltrúar kosnir á þing til að hafa vit fyrir alþýðunni. Hún sé nefni- lega skert á viti (geti þó kosið full- trúana) og eigi ekki að trufla elítuna við að halda lífi í alþýðunni. Á svona bull sé ekki hlustandi. Aukinheldur þurfi íslensk menning á alþýðunni að halda til að byggja Hörpuna og jafnvel kaupa eina og aðra bók til að upplagið standi undir sér. Ekki má gleyma fjármálastofnunum, lífeyris- sjóðum og sparifé alþýðunnar til að fjármagna stórframkvæmdir eins og Landeyjahöfn. Og að án fátækrar al- þýðu væri ekki hægt að sýna mannúð og gefa ölmusur. Eldmóður elítunnar magnast þegar talið berst að óreiðufólkinu í lausamennsku þegar vistarböndin voru sett á. Það gangi ekki að alþýð- an hafi of mikið frelsi, hún geti lagst í óreglu, óreiðu og farið sér að voða. Og til að geta haldið uppi vinnu, frelsi og sjálfstæði alþýðunnar verði elít- an auðvitað að fá aðgang að ódýru vinnuafli. Annars sé ekkert upp úr þessu að hafa. Svo skáluðu menn og hrópuðu þrefalt húrra fyrir eigin ágæti og sungu Brennið þið vitar. Söngurinn truflaður Lítillátir og hógværir fulltrúar al- þýðunnar – sem bera sig að eins og fávitinn í sögu Dostojevskys – biðj- ast afsökunar á að malda í móinn, segja að íslensk alþýða geti varla ver- ið skertari á vitsmunum en alþýða frændþjóðanna því ættir sínar geti hún rakið þangað. Það sé óréttlátt að fá aðeins greitt 40 prósent af taxta frændans í Noregi eða Danmörku. Að það sé einfalt mál að gera samtök launafólks að deildum í samböndum frændþjóðanna og nota þeirra kjara- samninga. Það sé ekki samboðið æruverðugum og göfugum atvinnu- rekendum að halda niðri kjörum al- þýðunnar á Íslandi og lítið mál sé að skipta þeim út. Segjast miklu frekar vilja leggja sitt fé inn í norræna lífeyr- issjóði eða banka til að fá sparnaðinn óskertan til baka. Þeir beygja sig og bugta og biðjast velvirðingar á að hafa truflað söng elítunnar. Undir skínandi maísól Kjallari Sævar Tjörvason„Svo skáluðu menn og hrópuðu þrefalt húrra fyrir eigin ágæti og sungu Brennið þið vitar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.