Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Side 19
Umræða | 19Mánudagur 2. maí 2011
Mættu í
úrslitin til
að vinna
1 Listamaður sá ljósið í gæslu-varðhaldi Snorri Ásmundsson sá
ljósið í gæsluvarðhaldi árið 1994
eftir að hann var handtekinn vegna
gruns um fíkniefnamisferli.
2 „Skemmtileg blanda“ Tobba Marinós um turtildúfurnar Kristrúnu
Ösp Barkardóttur og Svein Andra
Sveinsson.
3 Ráða aðeins kvenkyns bíl-stjóra Aðeins konur fá vinnu sem
strætóbílstjórar í argentínskum
smábæ.
4 „Ég verð að vinna áfram“ Guð-mundur Gunnarsson sest ekki í
helgan stein þó hann sé hættur sem
formaður Rafiðnarsambandsins.
5 Styrkirnir ekki gleymdir Guð-laugur Þór Þórðarson hótar að höfða
mál gegn Birni Vali Gíslasyni.
6 Fyrst á röngunni svo rakað á réttunni Best er að þrífa fínar flíkur
á röngunni. Ef peysan er farin að
hnökra er hægt að nota venjulega
rakvél sem safnar þeim saman.
7 Landið ekki að rísa þvert á áætl-anir AGS Haraldur L. Haraldsson
hagfræðingur segir að áætlanir AGS
á Íslandi hafi mistekist.
Birkir Freyr Birkisson er einn af
liðsmönnum Holtaskóla sem gerðu sér
lítið fyrir og unnu Skólahreysti í
stappfullri Laugardalshöll á dögunum.
Skólahreysti er gífurlega vinsæl í
Holtaskóla en þar er greinin valfag og
æfa krakkarnir stíft allan veturinn.
Hver er maðurinn?
„Birkir Freyr Birkisson.“
Hvar ertu uppalinn?
„Ég er uppalinn í Keflavík.“
Hvað er það fyrsta sem þú gerir á
morgnana?
„Klæði mig og tannbursta.“
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Jólamaturinn, hamborgarahryggur.“
Með hverjum heldurðu í enska bolt-
anum?
„Manchester United.“
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
„The Shawshank Redemption.“
Hvernig var að vinna Skólahreysti?
„Alveg ótrúlega gaman. Þetta var bara
mesta afrek sem ég hef unnið. Það var
svo mikil spenna þarna, við unnum þetta
náttúrlega bara með einu stigi. Púlsinn var
orðinn ansi hraður undir restina.“
Höfðuð þið trú á að þið gætuð tekið
þetta?
„Við bjuggumst nú ekki einu sinni við að
vinna undanriðilinn okkar. En svo gekk okkur
svo vel þar að við mættum í úrslitin til að
vinna þau.“
Æfið þið mikið fyrir svona keppni?
„Ég æfði mjög mikið enda var bætingin hjá
mér mikil. Við vorum líka með æfingar og
já, saman æfðum við mikið. Í íþróttahúsinu
stilltum við upp húllahringjum til að líkja
eftir dekkjum og svona. Svo erum við með
upphífingastöng og dýfingastöng sem
hjálpar okkur mikið.“
Æfirðu aðrar íþróttir?
„Ég æfi fótbolta með Keflavík og svo fer ég
alltaf á snjóbretti á veturna.“
Er mikil stemning í skólanum fyrir Skóla-
hreysti?
„Já, mjög mikil. Það er valfag sem nem-
endur í 9. og 10. bekk geta valið sér sem er
Skólahreysti. Þá er farið í íþróttahúsið alla
föstudaga klukkan tvö og tekið á þá. Ég
held við séum um tuttugu krakkar í þessu
fagi. Þetta er mjög gaman og gerir krakkana
í níunda bekk klára í átökin á næsta ári.“
„Ég myndi ekki beint segja það, nei.“
Hallgrímur Stefánsson
40 ára atvinnulaus
„Nei, ekki mjög.“
Sigurður Kristjánsson
67 ára skrifstofumaður
„Já, ég er það.“
Ólafur Kristjánsson
60 ára fyrrverandi sjómaður
„Nei, ég er ekki bjartsýn.“
Ólöf Guðmundsdóttir
54 ára vinnur á skrifstofu
„Já. Þetta er eins og annað í þjóðfélaginu,
þarf smá tíma í viðbót.“
Benedikt Guðbjartsson
69 ára eftirlaunaþegi
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Eru bjartsýn/n fyrir hönd verkalýðsins? (Spurt 1. maí)
Einmanalegt Þessi snjókarl var heldur einmana í Laugardalnum á sunnudag þegar ljósmyndari DV átti leið hjá. Það
er harla óvenjulegt að sjá snjókarla á þessum árstíma enda sumarið löngu gengið í garð. Tíðarfar hefur hins vegar verið
rysjótt og byrjun maímánaðar sönnun þess að á Íslandi er allra veðra von. Mynd RÓBERt REyniSSon
Myndin
Dómstóll götunnar
í
þjóðaratkvæðagreiðslunni um
Icesave-samninginn kaus þjóðin
eðlilega gegn því að borga skuldir
bankamanna, enda engum sem
hugnast að gera slíkt. En var það
raunverulega svo að bankarnir voru
einungis einkafyrirtæki sem komu
engum við nema eigendum þess? Ef
aðeins að það væri svo.
Málið er nefnilega að enginn
banki getur starfað nema hann fái
ríkisábyrgð á innistæður sínar ef í
harðbakkann slær, enda myndi eng-
in leggja inn pening í banka sem ekki
hefur slíka ábyrgð. Þannig eru allir
bankar á ábyrgð ríkisins þegar allt
kemur til alls.
Hagur banka og hagur almenn-
ings
Hagur bankaeigenda fer alls ekki
alltaf saman við hag ríkisins. Von um
skammtímagróða getur leitt til þess
að menn tefli á tæpasta vað, eða jafn-
vel að bankinn reynist hrein svika-
mylla eins og dæmin sýna. Hver svo
sem upphafleg ætlun var, þá hljóta
það að vera hagsmunir eigenda
banka í vanda að taka eins mikið
fé út úr honum og hægt er áður en
hann fer á hausinn, vitandi það að
ríkið mun á endanum taka yfir. Þetta
virðist einmitt vera það sem gerðist
hér, og einnig það sem breska ríkið
reyndi að forðast með hryðjuverka-
lögunum svonefndu. Sterkt fjár-
málaeftirlit á að koma í veg fyrir slíka
gjörninga. En er það nóg?
Í banka koma eðlilega miklir fjár-
munir saman, og (skammtíma)hag-
ur eigenda felst í að hafa sem frjáls-
astar hendur við meðferð þeirra. Þeir
eru oftast í aðstöðu til þess að eyða
mun meira fé í lögfræðinga en fjár-
málaeftirlitið við eftirlit sitt. Einnig
geta þeir boðið há laun, og eiga það
til að hreint og beint kaupa starfs-
kraftinn af fjármálaeftirlitinu. Því
hlýtur fjármálaeftirlitið alltaf að vera
vanbúið til þess að sinna hlutverki
sínu, jafnvel þó að það sé betur starf-
rækt en það var hér. Því hljótum við
að reyna að finna aðra lausn.
norska leiðin
Eina leiðin til þess að halda úti banka-
kerfi er að það njóti ríkisábyrgðar.
Eina leiðin til þess að sú ábyrgð sé
ekki misnotuð er að ríkið sjálft eigi
bankana, því ríkið er eini aðilinn sem
hefur ekki hag af að taka alla peninga
út um leið og illa horfir. Þetta var það
kerfi sem var við lýði á Íslandi fram
til 1999, enda voru engin sambæri-
leg bankahrun fyrir þann tíma. Í það
minnsta ætti ríkið að eiga hlut í bönk-
unum til þess að vera viss um að geta
gætt hagsmuna sinna og hafa aðgang
að öllum reikningum. Slíkt hefur ver-
ið uppi á teningnum í Noregi síðan í
bankakreppunni í upphafi 10. ára-
tugarins. Nú á ríkið um 30% hlut í öll-
um helstu bönkum, enda voru engin
bankahrun í Noregi árið 2008.
Ekki síst verður að tryggja að
venjulegir bankar, þar sem fólk geym-
ir innistæður sínar og fjárfestinga-
bankar, sem lána út peninga til alls
konar fjárfestinga, megi aldrei aftur
verða ein og sama stofnun. Fólk sem
leggur peninga sína inn á reikning
gerir það í þeirri trú að peningarnir
séu það öruggir. Fjárfestingarbankar
eiga að geta farið á hausinn án þess
að það komi almenningi við, enda
stunda þeir áhættufjárfestingar og
fjárfestar geta átt von að því að græða
eða tapa eftir því hvernig spilið geng-
ur. Það sama gildir ekki um innistæð-
ur í venjulegum bönkum. Íslensku
bankarnir voru hvort tveggja og því
fór sem fór.
Það sem lærðist af síðustu
kreppu
Eftir bankahrunið 1929 voru sett hin
svonefndu Glass-Steagall lög í Banda-
ríkjunum sem bönnuðu einmitt að
sömu stofnanir væru bæði með inn-
lánsreikninga og fjárfestingarlán. Allt
þar til lögin voru afnumin árið 1999
fór ekki einn einasti banki á hausinn
í Bandaríkjunum.
Ljóst er frá upphafi að skuldir
banka sem þeim tekst ekki sjálfum að
borga munu óhjákvæmilega lenda á
almenningi. Því ætti það að vera ský-
laus krafa almennings um að ríkið
gæti hagsmuna þeirra og sjái til þess
að bankarnir fari ekki á hausinn. Eina
leiðin til þess virðist vera að ríkið eigi
bankana að öllu leyti eða að hluta.
Á meðan slíkt er ekki er líklegt að al-
menningur eigi eftir að fá fleiri Ice-
save-reikninga í framtíðinni. Og í
framtíðinni væri betra að fá að kjósa
um slíka reikninga fyrir fram, frekar
en eftir á. Ef þetta lærist má segja að
bankahrunið 2008 hafi verið til ein-
hvers góðs, ef ekki er ekkert að gera
nema bíða þess að allt endurtaki sig
á ný.
Þjóðaratkvæði um bankana
Kjallari
Valur
Gunnarsson