Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Page 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 2. maí 2011 Mánudagur Dortmund þýskur meistari n Borussia Dortmund varð um helgina þýskur meistari í knattspyrnu í sjöunda sinn þegar liðið bara sigur- orð af Nurnberg, 2-0. Á sama tíma lagði Köln Bayer Leverkusen en það dugði Dortmund til að vinna titilinn í fyrsta skipti frá árinu 2002. Meðal- aldur liðsins er einhver sá lægsti sem sést hefur á meistaraliði, rétt yfir tvítugt, en Dortmund hefur þurft að byggja upp á heimamönnum og ungum strákum eftir að liðið varð nánast gjaldþrota eftir að hafa keypt sér titilinn fyrir níu árum. Gylfi í byrjunarliði n Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði þýska úrvalsdeildarliðsins Hoffenheim sem tapaði 2-1 fyrir Stuttgart á heimavelli sín- um. Hoffenheim siglir lygnan sjó um miðja deild en árangurinn eftir áramót hefur valdið nokkrum vonbrigðum. Þá vann FC Bayern gríðarlega mikil- vægan sigur á Schalke sem lyfti því upp í Meistaradeildarsæti er tvær umferðir eru eftir. Hannover fór illa að ráði sínu og tapaði gegn botnliði Münchengladbach. Góður sigur Liverpool n Liverpool er heldur betur á flugi í ensku úrvalsdeildinni en liðið fór létt með Newcastle á heimavelli sínu, 3-0, á sunnudaginn. Maxi Rodriguez, Dirk Kuyt og Luis Suarez skoruðu mörk heima- manna. Sigurinn fleytti Liverpool upp í fimmta sætið en það gefur keppnisrétt í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Skaust Liverpool þar upp fyrir Tottenham sem tapaði gegn Chelsea á laugardaginn. Tottenham er þó aðeins undir á markatölu og á leik til góða á Liverpool þannig að fimmta sætið getur enn hæglega orðið þeirra. Heiðar í úrvalsdeildina n QPR er komið aftur upp í úrvals- deildina eftir sextán ára fjarveru. QPR vann Watford 2-0 í ensku Championship- deildinni um helgina og tryggði sér þar endanlega sæti á meðal þeirra bestu en liðið hefur verið á toppi deildar- innar nánast allt tímabilið. Heiðar Helguson lék allan tímann fyrir QPR og er hann nú kominn aftur upp í úrvalsdeildina þar sem hann hefur áður spilað með Fulham og Bolton. Heiðar er án samnings eftir tímabilið og er því spurning hvort hann verði í herbúðum QPR áfram. Aron upp um deild n Íslenski U21 árs landsliðs- maðurinn Aron Jóhannsson spilaði síðustu mínúturnar fyrir danska liðið AGF þegar það lagði Skive 1-0 á heimavelli sínum í Árósum á sunnudaginn. Sigurinn tryggði AGF sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að fimm umferðir séu enn eftir af deildinni. Aron hefur leikið vel með AGF að undanförnu og var í byrjunarliðinu í tveimur síðustu leikjum og skoraði þar sitt fyrsta mark. Molar Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefst loks í dag, mánudag, eftir lengsta undirbúningstímabil Evrópu. Deild- in átti þó að hefjast í gær en þar sem veðurguðirnir ætla að stríða okkur Íslendingum aðeins meira þurfti að fresta opnunarleik Breiðabliks og KR sem átti að fara fram í gær. Kópa- vogsvöllur var snævi þakinn og var ekki tekið í mál að moka hann svo ekki kæmu í völlinn sár. Nokkrir leikir eru í hættu fyrir kvöldið, þó sérstaklega nýliðaslagur Víkings og Þórs, en Víkingsvöllur er óleikfær. Einn leikur fer þó fram, hinn sögu- legi leikur Fylkis og Grindavíkur en hann fer fram í Kórnum. Verður það í fyrsta skiptið sem leikur í efstu deild á Íslandi fer fram inni í knatt- spyrnuhöll. DV hitar upp fyrir kvöldið og sumarið með því að leggja nokkrar spurningar fyrir fimm valda spek- inga. Þeir eru Hörður Magnús- son, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, Magnús Már Einarsson, ritstjóri fot- bolti.net, Hjörvar Hafliðason, knatt- spyrnuspekingur Stöðvar 2 Sports, Ásmundur Arnarson, þjálfari Fjöln- is, og Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Selfoss. Allir sammála um Íslands- meistarana Ein spurningin sem lögð var fyr- ir spekingina var hvaða lið yrði Ís- landsmeistari. Það voru allir fimm sammála um, FH. Hafnfirðingum hefur verið spáð titlinum í hverri einustu spá sem birst hefur fyrir mótið og er það engin furða. Liðið hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum á síðustu sjö árum, er með langstærsta og besta leikmanna- hópinn og gekk mjög vel á undir- búningstímabilinu. Spá því marg- ir að sumarið verði auðvelt fyrir þá hvítklæddu. Að sama skapi eru allir spek- ingarnir sammála um að nýliðar Víkings og Þórs verði í basli í sum- ar ásamt Grindavík og Stjörnunni. Hafa menn þó töluvert meiri trú á Þór en Víkingum. Hörður Magnús- son og Hjörvar Hafliðason draga Keflvíkinga einnig inn í basl-pakk- ann og telja þá gætu sogast niður í fallbaráttuna. Bjarni og Andri í heitum sætum Ein spurningin sem lögð var fyrir spekingana var hvaða þjálfari sæti í heitasta sætinu og væri þannig í hættu á að vera rekinn fyrstur. Tvö nöfn voru þar nefnd til sögunnar, Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörn- unnar, og Andri Marteinsson, þjálf- ari nýliða Víkings. Bjarni hefur stýrt Stjörnunni undanfarin þrjú ár en Andri tók við Víkingum aðeins í mars eftir að Leifur Garðarsson var rekinn. Aðspurðir hvaða leikmenn gætu komið skemmtilega á óvart komu fram nöfn eins og Arnar Sveinn Geirsson úr Val, björn Daníel Sverr- isson hjá FH, Þórsararnir Gísli Páll Helgason og Atli Sigurjónsson ásamt Húsvíkingnum Aroni Bjarka Jósepssyni sem leikur með KR. Guðjón og Atli Viðar berjast um gullskóinn Það er ljóst að menn hafa mikla trú á Guðjóni Baldvinssyni úr KR og Atla Viðari Björnssyni hjá FH þegar kemur að því að skora mörk. Þetta voru þau tvö nöfn sem nefnd voru í tengslum við gullskó sumarsins auk Bjarni og andri í heitum sætum n Pepsi-deildin hefst í dag eftir að opnunarleik Blika og KR var frestað n Spekingar DV spá allir FH Íslandsmeistaratitlinum n Þjálfari Stjörnunnar og Víkings í heitustu sætunum fyrir mótið n Ágætis trú á nýliðum Þórs Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is „Atli Viðar hefur verið iðinn við kolann undanfarin ár en Guðjón fór hreinlega á kostum með KR í fyrra. Basl og mörk KR-ingar gætu átt markakónginn en Keflvíkingar sogast niður í fallbarátt- una, samkvæmt spekingum DV. Sjötti titillinn? FH-ingar verða meistarar, segja allir spekingar DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.