Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 6
Fjármálaráðuneytið gagnrýnir harð- lega ákvæði í frumvarpi Jóns Bjarna- sonar sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra um skiptingu veiðigjalds milli landshluta. Þetta kemur fram í umsögn ráðu- neytisins með frumvarpi ráðherrans um strandveiðar, veiðigjald og fleira, sem ætlunin er að afgreiða áður en þingfundum verður frestað snemma í næsta mánuði. Með frumvarpinu er lagt til að viðmið vegna útreiknings á veiði- gjaldi verði á næsta fiskveiðiári hækkað úr 9,5 prósentum af heildar- hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í 16,2 prósent. Áætlað er að tekjur af veiði- gjaldi verði 4,8 milljarðar króna í stað 2,8 milljarða króna eins og nú er áætlað og aukist því um 70 prósent. Alvarlegar athugasemdir Fjármálaráðuneytinu er það þyrnir í augum að ætlun Jóns Bjarnasonar er að láta hluta veiðigjaldsins renna til mismunandi landshluta og byggða eftir ákveðnum reglum í stað þess að tekjurnar af veiðigjaldinu renni óskiptar í ríkissjóð. Núgildandi lög um stjórn fiskveiða gera ráð fyrir að allar tekjur af veiðgjaldinu renni til ríkissjóðs. Með frumvarpi Jóns er gert ráð fyrir að 80 prósent tekna af veiðigjaldi renni í ríkissjóð, en 20 prósentum þess verði ráðstafað til landshluta. Í frumvarpinu segir að með því sé stefnt að meiri sátt um ráðstöfun þess. Væntanlegar reglur eru því hugsaðar sem sanngirnismál fyrir sjávarbyggðir og að þær njóti í einhverju hluta af arðinum af auð- lindinni. Helmingur þess hluta sem varið verður til sjávarbyggða skiptist jafnt milli þeirra samkvæmt frumvarpi Jóns. Hinn helmingurinn skiptist milli sjö landshluta, án höfuðborg- arsvæðisins. Þar getur hallað á ein- staka byggðir eða aðrar grætt eft- ir því hve miklum afla hefur verið landað í landshlutanum síðustu 15 árin. Landshlutar, sem gera út fjölda frystitogara, bera einnig skarðan hlut frá borði samkvæmt frumvarpinu. Fimmtíufaldur munur Í greinargerð fjármálaráðuneytis- ins stendur orðrétt: „Ljóst má vera að mörg sveitarfélög munu ekki fá neina beina hlutdeild í veiðigjald- inu en að önnur munu fá umtalsverð viðbótarframlög. Þannig má áætla að miðað við 4,8 milljarða króna heild- artekjur af veiðigjaldi og landað afla- verðmæti undanfarinna 15 ára að framlag á hvern íbúa á höfuðborgar- svæðinu gæti legið nærri 300 krón- um en á Austurlandi og Vestfjörð- um gæti það orðið nálægt 14 til 15 þúsund krónur eða um fimmtíufalt hærra. Enn þá meiri munur væri á framlagi á hvern íbúa í mismunandi sveitarfélögum miðað við sömu for- sendur, þar sem ekkert framlag færi til sveitarfélaga þar sem engum afla er landað, til dæmis í Hveragerði, Mosfellsbæ eða á Egilsstöðum, en framlagið gæti orðið í kringum 23 þúsund krónur eða nokkru hærra á hvern íbúa í sveitarfélögum þar sem sjávarútgerð er mjög öflug, til dæm- is í Vestmannaeyjum, Grindavík eða Bolungarvík. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að fiskiskip landa afla í umtalsverðum mæli ann- ars staðar en í heimahöfn.“ Heftir stjórnarskrárbundið vald Alþingis Fjármálaráðuneytið bendir jafn- framt á að til þessa hafi tekjur af veiðigjaldi runnið óskiptar í ríkissjóð og nýjar reglur Jóns kunni að brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar enda eigi gjaldið fótfestu í almennum lögum um fiskveiði- stjórn og sameiginlega auðlind. „Það kann því að orka tvímælis að almenn skattlagning á sameiginlega auðlind eigi að koma sumum landsmönn- um meira til góða en öðrum eftir því hvar á landinu þeir búa, þar með tal- ið þeim sem starfa við annað en sjáv- arútveg eins og á við um meiri hluta þeirra sem búa í sjávarbyggðum. Fram hafa komið ábendingar um að slíkt fyrirkomulag kunni að brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar en þó er engin umfjöllun eða rökstuðningur um það í greinar- gerð frumvarpsins.“ Fjármálaráðuneytið bendir enn fremur á að tekjur af veiðigjaldi geti verið sveiflukenndar og það eitt geti verið bagalegt fyrir sjávarbyggðir sem verði smám saman háðar tekj- unum. Þá er bent á að sjálfvirk ráðstöfun framlaga til ótilgreindra verkefna til- tekinna sveitarfélaga bindi hendur fjárveitingavaldsins og skerði fjár- stjórnarvald það sem Alþingi fer með samkvæmt stjórnarskrá. „Mörkun teknanna mun leiða til þess að þessi útgjöld munu breytast sjálfkrafa eftir því hvernig afkoma sjávarútvegsins verður og breyta verður fjárheimild til framlagsins eftir á í lokafjárlög- um á grundvelli endanlegs uppgjörs teknanna. Fjárlagaskrifstofa hef- ur lengi bent á að þetta fyrirkomu- lag hefur reynst vera óheppilegt og að það samrýmist illa nútímalegri rammafjárlagagerð,“ segir í umsögn- inni. 6 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað Sextán mánaða rannsókn á Kalla í Pelsinum: Sendiráðsviðskipti enn í rannsókn Engin niðurstaða er komin í rann- sókn efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra á umdeildri sölu feðganna Karls Steingrímssonar og Antons Karlssonar á húsnæðinu að Skúlagötu 51 til kínverska sendiráðsins á Íslandi undir lok ársins 2009. Efnahagsbrotadeild framkvæmdi nokkrar húsleitir, lagði hald á tæp- lega 100 milljónir á reikningi félags feðganna og yfirheyrði fjölmarga í tengslum við málið í janúar í fyrra en nú, um sextán mánuðum síðar, fást þær upplýsingar hjá ríkislögreglu- stjóra að málið sé enn til rannsóknar og ekki sé hægt að segja til um hvenær rannsókn ljúki. Málið snýst sem kunnugt er um það að þeir feðgar seldu kínverska sendiráðinu Skúlagötu 51 fyrir 870 milljónir króna á sama tíma og bönk- um, sem áttu veð í húseigninni, var kynnt 575 milljóna króna tilboð frá indversku félagi. Húseignin er yfir- veðsett Íslandsbanka, Arion banka og þrotabúi Glitnis sem kærðu gjörn- inginn í janúar í fyrra sem varð til þess að efnahagsbrotadeildin fór í málið af fullri hörku. Bankarnir litu meðal annars svo á að með viðskiptasnún- ingnum hafi átt að hlunnfara þá um 300 milljónir króna. DV.is greindi frá því á miðviku- dag að Karl stæði einnig í ströngu þessa dagana fyrir dómi en krafist hefur verið kyrrsetningar á eignum hans í tengslum við meintar van- efndir tengdum fasteignaviðskiptum frá árinu 2009. Sú deila snýst um að kveðið er á um það í kaupsamningi að félag Karls, Borgarmiðjan, eigi að af- létta veði af fasteign sem Ólafur Björn Ólafsson keypti 20. febrúar 2009. Það hafi aldrei verið gert. Einnig gaf Karl út tryggingarvíxil persónulega, upp á 27 milljónir, sem hann lagði fram sem tryggingu á fullum efndum um að þessu veði yrði aflétt. mikael@dv.is Björgólfur Thor og Róbert Wessmann: Deila um tungu- mál fyrir dómi Tekist var á um tungumál skjala í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtu- dag í máli Björgólfs Thors Björg- ólfssonar gegn Róbert Wessman en Róbert er stefnt vegna 1,2 millj- arða skuldar. Í héraðsdómi fór Hörður Helgi Helgason, lög- maður Róberts, fram á frávísun í málinu þar sem skjöl í málinu voru á ensku þegar Róbert var stefnt og honum gert að leggja fram grein- argerð í málinu í desember 2010. Um er að ræða reikninga og lána- skjöl sem Róbert Wessman sjálfur undirritaði á sínum tíma. Vífill Harðarson, lögmaður Bee- TeeBee Ltd., félags Björgólfs Thors, fór fram á að dómurinn hafnaði frá- vísunarkröfunni enda voru þýðing- ar á skjölunum lagðar fram þegar dómur kom saman við fyrirtöku á málinu í febrúar. Lögmaður Björg- ólfs taldi enn fremur ekki trúverðugt að Róbert Wessman sem er alþjóð- legur fjárfestir, fyrrverandi forstjóri alþjóðlegs lyfjafyrirtækis og reglu- legur viðmælandi erlendra fjölmiðla sem fjalla um viðskipti, ætti erfitt með að halda uppi vörnum í málinu vegna skjala á ensku. Ekki síst í ljósi þess að hann hefði sjálfur undirritað skjölin. Forsaga málsins er sú að félag Róberts Wessman, Burlington Worldwide Ltd., fékk lán upp á um milljarð króna árið 2005. Ró- bert skrifaði undir lánið fyrir hönd félagsins og síðar viðauka við lánið fyrir hönd félagsins og sín persónu- lega. Róbert er persónulega ábyrgur fyrir skuldinni. Málið tengist einnig málshöfðun Róberts gegn Novator, félagi Björgólfs Thors, vegna skuldar Novator upp á 4,6 milljarða sem er tilkomin vegna árangursþóknunar þegar Róbert starfaði hjá Actavis. Á þriðjudag var því máli vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt DV.is um málið frá því í febrúar sagði Árni Harðarsson, lög- maður Róberts, að stefnan í málinu hefði vakið undrun Róberts þar sem samkomulag um skuldajöfnun hefði verið fyrir hendi. Róbert hefði því talið málið úr sögunni. gudni@dv.is Kalli í Pelsinum Sætir rannsókn og mál- sóknum vegna viðskiptagjörninga sinna. „Það kann því að orka tvímælis að almenn skattlagning á sameiginlega auðlind eigi að koma sumum lands- mönnum meira til góða en öðrum eftir því hvar á landinu þeir búa. Brýtur stjórnarskrá með ívilnun til sjávarbyggða n Hugmyndir Jóns Bjarnasonar um skiptingu veiðigjalds hugsanlega stjórnarskrárbrot n Fjármálaráðuneytið gagnrýnir harðlega n Átökin um kvótann í höndum Alþingis Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Ívilnandi fyrir sjávarbyggðir Hver íbúi á Seyðisfirði gæti fengið 50 sinnum meira í sinn hlut af veiðigjaldinu en íbúi á höfðuborgarsvæðinu. Ekki er víst að það standist ákvæði stjórnarskrár. Hörð gagnrýni úr ráðuneyti samráðherra Fjármálaráðu- neyti Steingríms J. Sigfússonar gagnrýnir harðlega frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Laugavegi 178 - Sími 562 1000 - utivist.is Jónsmessunæturganga Útivistar á Fimmvörðuháls dv e h f. / da ví ð þó r Bókun á skrifstofu Útivistar eða á utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.