Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað Tvær alvarlegar árásir gegn kon- um vöktu athygli í síðustu viku þar sem annarri konunni var ráðinn bani en tilraun var gerð til að ráða hinni konunni bana. Í skýrslu sem birt var um áramótin kemur fram að um 42 prósent íslenskra kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi einhvern tímann frá 16 ára aldri. Skýrslan var unnin fyrir velferðarráðuneyt- ið en hún gefur glögga mynd af of- beldi gagnvart konum, sem virðist þó ekki hafa aukist frá árinu 1996. Málin tvö sem vísað er til hér að ofan voru þannig að ungri stúlku var ráðinn bani af sambýlismanni sínum á fimmtudag og síðan reyndi karlmaður að bana eiginkonu sinni í heimahúsi í Grafarholti á sunnu- dag. Flestar verða fyrir ofbeldi af hendi maka Í báðum málunum þekktu gerend- urnir konurnar vel þar sem þeir voru sambýlismenn þeirra. Þar sem um tilraun til manndráps var að ræða voru konan og maðurinn nýgift þegar hann réðst á hana. Í hinu tilvikinu ætlaði konan að fara frá manninum þegar hann réð hana af dögum. Það að konurnar hafi þekkt mennina vel er í sam- ræmi við tölfræðina sem kemur fram í skýrslu velferðarráðuneytis- ins. Um 16,3 prósent þeirra kvenna sem urðu fyrir ofbeldi urðu fyrir því af hendi fyrrverandi maka og 3,9 prósent af hendi þáverandi maka. Mikill aldursmunur er á einstak- lingunum sem frömdu þá verknaði sem vöktu athygli í síðustu viku. Yngri árásarmaðurinn, sem réð lið- lega tvítugri unnustu sinni bana, er ekki nema 25 ára en maðurinn sem reyndi að myrða eiginkonu sína með því að grípa hana kverkataki er 61 árs. Óvenjulegar árásir Heimildir DV herma að í báðum málunum hafi árásar- mennirnir tekið fórnarlömb sín kverkataki og þrengt að öndunarvegi þeirra. Ekki er algengt að konur verði fyr- ir slíkri árás og sögðu um 1,9 prósent þeirra kvenna sem rætt var við í skýrslu velferðar- ráðuneytisins og höfðu orðið fyrir ofbeldi að einhver hefði tekið þær kverkataki, í tilraun til að kyrkja þær, kæfa eða brenna. Athyglisvert er að bera sam- an niðurstöður rannsóknar- innar sem var birt um áramótin en unnin var árið 2008 og niður- stöður rannsóknar sem unnin var árið 1996. Í þessum samanburði kemur fram að ekki hefur dreg- ið úr ofbeldi gegn konum, né hef- ur það aukist. Svo virðist sem það hafi staðið í stað þannig að ástand- ið hefur verið alvarlegt í mjög lang- an tíma. Mikilvægt er þó að hafa í huga að samanburðurinn er ekki nákvæmur þar sem um tvær mis- munandi kannanir er að ræða. Karlar frekar myrtir en konur Frá árinu 1981 til ársins 2009 hefur 16 konum verið ráðinn bani sam- anborið við 44 karlmenn. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem tekur saman tölur yfir dánar- orsakir fólks. Það er því mun al- gengara að karlmönnum sé ráðinn bani en konum. Ástæðurnar eru þó oft annars eðlis, líkamsárásir en ekki heimilisofbeldi. Í Tölfræðitíðindum um afbrot sem gefin voru út af ríkislögreglu- stjóra um afbrot á tímabilinu 1990 til 2010 kemur fram að karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta ger- endur í manndrápsmálum. Eru málin frá liðinni viku í samræmi við það. Konan sem lést af völdum unn- usta síns á fimmtudaginn er fyrsta og eina konan sem hefur verið myrt í ár. Konan sem reynt var að bana á sunnudagsmorgun er enn í lífshættu og þungt haldin. Henni er haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítalans. Aðeins tvisvar hefur það gerst að fleiri en tveimur konum var ráð- inn bani sama árið. Það var 1998 og 2004 en þá var þremur konum ráð- inn bani sama árið. Hengingar, kæfingar, reyringar eða beittum vopnum beitt Tölur Hagstofunnar frá tímabilinu 1996 til 2009 gefa skýrari mynd af dánarorsökum þeirra kvenna sem látist hafa í kjölfar líkamsárása. Samkvæmt þeim tölum hefur þremur konum verið ráðinn bani með hengingu, kæfingu eða reyr- ingu. Inni í þeim tölum eru þær konur sem eru kyrktar. Þremur konum hefur á sama tímabili ver- ið ráðinn bani með beittum hlut. Það eru algengustu líkamsárásirn- ar sem hafa leitt til dauða kvenna á undanförnum árum. Til samanburðar hefur aðeins einum karlmanni verið ráðinn bani með hengingu, kæfingu eða reyringu en sjö karlmönnum ver- ið ráðinn bani með beittum hlut. Í þeim líkamsárásum sem leitt hafa til dauða karlmanna hafa því henging, kæfing eða reyring verið óalgengustu aðferðirnar, en því er þveröfugt farið hvað varðar konur. Karlar sem myrða Konur 12. maí 2011 n Ungur maður ók með lík barnsmóður sinnar að Landspítalanum í Foss- vogi. Maðurinn vísaði starfsmönnum spítalans á líkið sem lá í skottinu á bílnum og var með áverka á hálsi, sam- kvæmt heimildum DV. Maðurinn er 25 ára gamall en stúlkan var 21 árs. Sam- kvæmt heimildum DV réð maðurinn konunni bana í Heiðmörk en lögreglan hefur málið enn til rannsóknar. Rann- sókn málsins stendur enn yfir. 1. nóvember 2004 n Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um manndráp í íbúð í fjölbýlishúsi í Hamraborg 38 í Kópavogi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang beið þeirra maður á stigapallinum fyrir utan umrædda íbúð. Hann var greinilega í uppnámi og sagðist hafa myrt eiginkonu sína og hún lægi á gólfinu í forstofu íbúðarinnar. Maðurinn hafði banað konunni með því að bregða þvottasnúru um háls hennar og þrengja að. Tvö börn þeirra hjóna voru í íbúðinni, fjögurra ára gömul stúlka og eins árs drengur, en þau urðu einskis vör og sváfu þegar lögregla kom á staðinn. Maðurinn var dæmdur í 11 ára fangelsi. 5. júlí 2004 n Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um hvarf 33 ára gamallar konu 5. júlí 2004. Síðast var vitað af henni í íbúð við Stórholt í Reykjavík. Eftir ítarlega vettvangsrannsókn þar var fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfaðir handtekinn. Hann játaði morðið. Maðurinn kvaðst hafa slegið konuna nokkrum sinnum með kúbeini þótt hann myndi ekki eftir því. Hann viðurkenndi að hafa brugðið belti um háls hennar og hert að. Í ljós kom við krufningu að konan lést sökum kyrkingar. Maðurinn var dæmdur í 16 ára fangelsi. Maí 2004 n Móðir varð dóttur sinni að bana og særði son sinn á heimili þeirra á Hagamel í Reykjavík. Móðirin varð ellefu ára dóttur sinni að bana á meðan dóttirin svaf. Hún særði son sinn með hnífi. Drengurinn náði að komast alvarlega slasaður undan. Móðirin var flutt á gjörgæslu og er talið að hún hafi reynt að svipta sig lífi eftir að hafa orðið dóttur sinni að bana. Móðirin var úrskurðuð ósakhæf. 27. apríl 2002 n Móðir réð níu ára dóttur sinni bana með því kyrkja hana í heimahúsi í Seljahverfi í Breiðholti þar sem mæðgurnar voru gestkomandi. Móðirin játaði skýlaust þegar hún var yfirheyrð en ekki var hægt að yfirheyra hana fyrr en nokkrum dögum eftir harmleikinn þar sem hún var ekki í andlegu ástandi til þess. Konan var strax eftir handtöku vistuð á réttargeðdeild og var niður- staða yfirlæknisins á Sogni að konan væri ósakhæf. Konan var úrskurðuð ósakhæf. 22. september 2008 n Íslensk kona fannst látin á hótelher- bergi í Dóminíska lýðveldinu. Konan, sem var 29 ára, var búsett í landinu en hún var myrt á hótelinu þar sem hún vann. Á líki konunnar fundust ýmsir áverkar, stungusár voru á líkama hennar, áverkar á munni og höfði. Hafði hún verið lamin í höfuðið með þungu barefli og er talið að höggið hafi verið banamein hennar. Maður sem talinn var kærasti hennar var handtekinn grunaður um morðið en talið var að það hefði verið ástríðuglæpur. Vegna skorts á sönnunargögnum var ekki ákært í málinu. 16 morð á 30 árum Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Þeir taka þær kverkataki, beita skotvopni, eða hóta því, eða egg- vopni. Umfjöllun DV um morð á konum n Í síðustu viku réðust tveir menn að ástkonum sínum, annar árásarmaðurinn réð barnsmóður sinni bana n Í sömu viku leituðu 13 konur til Kvennaathvarfsins n Á síðustu þrjátíu árum hafa sextán íslenskar konur verið myrtar n Flestum var ráðinn bani með eggvopni og yfirleitt af þáverandi eða fyrrverandi mökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.