Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað
„Hún var góð
mamma“
„Hún var
rosalega
góð mamma og
stóð sig mjög vel
í móðurhlutverk-
inu,“ sagði ung
kona um Þóru
Elínu Þorvalds-
dóttur, tvítuga
konu sem ráðinn
var bani á fimmtudaginn í síðustu
viku. Axel Jóhannsson, kærasti henn-
ar og barnsfaðir, viðurkenndi að hafa
ráðið henni bana.
„Hún var mjög opin manneskja og
tók öllum vel. Ég kynntist henni í
gegnum mömmuhóp og frá því ég
hitti hana fyrst fannst mér eins og
ég hefði þekkt hana alla mína ævi.
Þannig var hún við okkur allar í Ung-
um mæðrum,“ sagði unga konan í
samtali við DV á mánudag.
Iðrast að hafa
svindlað á fólki
Pétur Emil
Gunnars-
son, sem haft hef-
ur háar fjárhæðir
af allnokkrum Ís-
lendingum, segist
ætla að endur-
greiða þeim
sem hann hefur
svikið. Þetta kom
fram í DV á mánudag. „Ég veit alveg
hvað ég gerði,“ sagði Pétur.
Líkt og DV hefur greint frá hefur Pét-
ur stundað það að svíkja fé út úr fólki
með því að selja miða á leiki með
Manchester United í Meistaradeild
Evrópu. Pétur hefur hins vegar ekki
staðið við að afhenda miðana. Þann-
ig hafði hann til dæmis 312 þúsund
krónur af vinahópi sem hann sagðist
ætla að afhenda miða á úrslitaleikinn
í Meistaradeild Evrópu í næstu viku.
Jón Ólafsson
dreginn fyrir dóm
Jóni Ólafs-
syni, at-
hafnamanni og
eiganda vatns-
fyrirtækisins Ice-
landic Glacial,
hefur verið stefnt
af Landsbank-
anum vegna tæp-
lega 420 milljóna
króna sjálfskuldarábyrgðar sem hann
gekkst í vegna láns til eignarhalds-
félags á Bresku Jómfrúaeyjum. SpKef-
veitti Jervistone Limited lánið árið
2006, samkvæmt stefnunni. Ástæðan
fyrir því að Landsbankinn stefnir Jóni
er sú að í mars tók Landsbankinn við
rekstri, eignum og skuldbindingum
Sparsjóðsins í Keflavík. Umrætt lán
til Jervistone Limited er því hluti af
þeim eignum Sparisjóðsins í Keflavík
sem færðist yfir til Landsbankans.
Fréttir vikunnar í DV
1 2 3
Betra loft
betri líðan
Airfree lofthreinsitækið
• Eyðir frjókornum og svifryki
• Vinnur gegn myglusveppi og ólykt
• Eyðir bakteríum og gæludýraflösu
• Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi
Hæð aðeins 27 cm
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
„Ég viðurkenni það alveg að þetta
er mikil yfirferð og ég tefli ansi
djarft,“ segir Þorsteinn Jakobsson
fjallgöngugarpur hlæjandi. Hann
hyggst þann 27. maí ganga á ellefu
fjallstinda á fimmtán klukkutímum
til styrktar Ljósinu, sem er endur-
hæfingar- og stuðningsmiðstöð fyr-
ir fólk sem hefur fengið krabbamein
eða blóðsjúkdóma og aðstandend-
ur þeirra. Hann er þó viss um að ná
takmarki sínu. Þorsteinn er búinn
að styrkja Ljósið með fjallgöngu-
uppátækjum sínum frá árinu 2009
og er þetta fjórða verkefnið sem
hann ræðst í.
Stefnir á heimsmet
Í fyrra gekk Þorsteinn á 365 tinda
og með því setti hann líklega
heimsmet, en hélt þó ekki nógu
vel utan um það til að fá það stað-
fest í Heimsmetabók Guinness. Á
þessu ári hyggst hann hins vegar
gera enn bætur og ætlar að ganga
á 400 tinda. Í þetta skiptið heldur
hann betur utan um alla skráningu
og ætlar að freista þess að fá tinda-
gönguna skráða sem heimsmet. „Ég
er samt fyrst og fremst að gera þetta
bara fyrir Ljósið og sjálfan mig, ég
þarf ekkert endilega að sanna þetta
allt fyrir umheiminum eða að vera
að ná endalausum metum. Þetta er
svona meira partur af því að minna
á hvað hægt er að gera,“ segir Þor-
steinn sem valdi að styrkja Ljósið
meðal annars því kunningjakona
hans barðist við krabbamein. „Fyrst
og fremst er ég að minna á að það
geta allir fengið betra líf og gott líf
með því að hreyfa sig. Það ekkert
sem gefur manni meira en að vera
úti í náttúrunni og vera í tengslum
við fjöllin og taka á, fara aðeins yfir
þægindaþröskuldinn.“
Stofnaði ferðafélag 8 ára
Það má segja að snemma hafi krók-
urinn beygst í tilfelli Þorsteins en
hann man varla eftir sér öðruvísi
en á fjöllum. „Áhugi minn á fjöllum
kviknaði fyrst þegar ég var átta ára.
Æskuvinur minn, sem er jarðfræð-
ingur, var að rifja það upp að við
hefðum stofnað fyrsta ferðafélag-
ið þegar við vorum átta ára gamlir.
Svo var ég í sveit sem krakki og allar
mínar minningar eru þannig að ég
sleppti ekki einu einasta fjalli.“
Gengur eitt skref í einu
„Partur af þessu er hugarfarið,“ segir
Þorsteinn aðspurður hvernig hann
undirbýr sig fyrir svona göngutörn.
„Ég geng náttúrulega bara á eitt fjall
í einu, reyndar eitt skref í einu og
svo þegar ég er búinn að taka nokk-
ur skref þá er ég kominn á toppinn
og svo tek ég bara næsta fjall.“ Hann
segist vissulega vera vel á sig kom-
inn líkamlega en jákvætt hugarfar
skipti mestu máli. „Ég veit að þetta
verður alveg ótrúlega flottur dag-
ur, eins og allir hinir dagarnir. Það
hefur aldrei verið leiðinlegt veður
þegar ég er að ganga. Ég er alveg
með samninga þarna uppi,“ segir
Þorsteinn sem hefur eitt gott ráð ef
veðurguðirnir eru honum ekki hlið-
hollir: „Þá bara klæðir maður sig!“
Opið hús hjá Ljósinu
Tindarnir sem Þorsteinn hyggst
ganga á þann 27. maí eru Helga-
fell í Mosfellsbæ, Helgafell í Kald-
árseli, Stapatindur, Hellutindar,
Miðdegis hnjúkar, Trölladyngja,
Grænadyngja og Keilir. Því næst
mun þyrla flytja hann til Vest-
mannaeyja þar sem hann mun klífa
Helgafell, Blátind og Heimaklett.
Þorsteinn leggur af stað á miðnætti
og ætti því að hafa lokið göngunni
klukkan 15.00. Hann mun ekki
ganga alveg einn því þrautþjálfað
fólk mun skiptast á að ganga með
honum. Þennan sama dag verð-
ur opið hús í Ljósinu, frá kl. 11.00
til 20.00 og þangað eru allir vel-
komnir. Þar verður útimarkaður
og skemmtilegar uppákomur fyrir
börn jafnt sem fullorðna. Þá verða
einnig seldar veitingar á staðnum.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is Hægt er að leggja styrktarframlög inn á
reikning Ljóssins:
Reikningsnúmer: 0130-26-410420
Kennitala: 590406-0740
Viltu styrkja Ljósið?
Össur Skarphéðinsson:
Hillary bað
að heilsa til
Húsavíkur
Það vakti athygli í fréttum af fundi
Össurar Skarphéðinssonar utanríkis-
ráðherra og Hillary Clinton, kollega
hans í Bandaríkjunum, að hann færði
henni sérstaka kveðju frá þremur
húsvískum feðgum, sem opna í lok
vikunnar sýningu á myndum frá
frægri heimsókn geimfarans Neils
Armstrong. Hann, ásamt öðrum
geimfaraefnum, var þá sendur til Ís-
lands til þjálfunar, en landsvæðinu í
grennd við Öskju þótti svipa mest til
landslagsins á tunglinu. Össur lýsti
aðdragandanum fyrir DV.
„Þetta var merkisheimsókn geim-
faranna, sem allir á mínum aldri
muna eftir, og gerði Ísland á sínum
tíma heimsfrægt. Ég var á leið út í
Eyjafjallajökul, en svo nefnist flug-
vélin sem fór þessa fyrstu sögulegu
ferð í nýju áætlunarflugi Icelandair
til Washington þegar brast á með
símtali frá Örlygi eldra. Hann sagði
mér af sýningunni, sem sonur hans
og nafni, Örlygur Hnefill, hefur veg og
vanda af, en jafnframt að hann sjálfur
og Gunnar yngri sonur hans væru
hjálparkokkar við að koma henni
upp. Örlygur taldi að fátt myndi gleðja
utanríkisráðherra Bandaríkjanna jafn
mikið þessa dagana og að fá kveðju
þeirra feðga með fregnum af sýning-
unni.“
Össur kvaðst hafa munað eftir
þessu í lok fundarins með Hillary
Clinton og hann hafi skotið þessu
inn, og borið henni kveðju feðganna
þriggja. „Frá því er skemmst að segja
að hún varð glöð við, spurði margs út
í málið, og bað að lokum kærlega að
heilsa þeim feðgum, sem og öllum á
Húsavík.“
Össur rifjaði upp að geimfararnir
hefðu skilið eftir nýtt heiti á lands-
lagi, sem hefði ratað inn á landakort.
„Þannig var að starfsheiti geimfara á
enskri tungu er „astronaut“ og meðan
á dvölinni stóð tóku einhverjir upp á
að kalla þá „nautin“.
Þeir æfðu sig meðal
annars í gili nokkru,
sem bar þá ekkert
sérstakt nafn, en
var jafnan upp frá
því kallað Nautagil.
Líklega vita fáir að
það er ekki dregið
af íslenskum
nautpeningi,
heldur af
astrónaut-
um.“
Klífur 11 fjöll
á 15 tímum
n Þorsteinn Jakobsson ætlar að ganga á 400 fjallstinda á árinu til styrktar Ljósinu
n Segist líklega eiga heimsmetið en vill bæta það n Byrjaði að ganga á fjöll 8 ára
„Fyrst og fremst
er ég að minna á
að það geta allir fengið
betra líf og gott líf með
því að hreyfa sig.
Stefnir á heimsmet
Þorsteinn hefur gengið á
fjöll síðan hann var 8 ára
og stefnir á að ganga á
400 fjallstinda á þessu
ári til styrktar Ljósinu.
mynd JóHann SmáRi KaRLSSOn