Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 40
40 | Viðtal 20.–22. maí 2011 Helgarblað
É
g elska bjór,“ segir Bruce og
teygar Stellu úr hái glasi á
hótelbarnum á Hilton Gatwick
í útjaðri London. Þangað er
hann kominn til að ræða við blaða-
mann og ljósmyndara um litríkan
feril sinn sem söngvari Iron Maiden.
Blaðamaður hafði áður haft sam-
band við hann og ætlað að gera sér
leikinn léttan með því að taka við-
talið í gegnum síma. Það finnst hon-
um Bruce helber vitleysa. Hann vill
tala við blaðamann augliti til auglitis.
Því lætur Bruce sækja hann og fljúga
með hann á sinn fund á Gatwick-
flugvelli í London.
Hann er seinn vegna þess að hann
var upptekinn við kennslu í flugstöð-
inni og þegar hann gengur inn leikur
enginn vafi á að þar er rokkari á ferð.
Rokkarinn Bruce er smávaxinn, hann
er hávær og hefur svo sterka nærveru
að meira að segja háttvísir Englend-
ingar líta upp frá borðunum.
Ætlar í frí til Íslands
Bruce er að fara í stóran heimstúr
með Iron Maiden í sumar og tekur sér
frí frá fluginu á meðan. Hann ætlar þó
að gefa sér tíma til þess að heimsækja
Ísland seint í sumar því þótt hann hafi
oft komið hingað hefur hann aldrei
staldrað lengi við.
„Ég kem til Íslands í nokkrar vikur
í sumar til að skoða mig um. Ég hef
ekki fengið tækifæri til þess að skoða
þetta fallega land. Þetta er svo stuttur
tími sem við eyðum á landinu í hverju
stoppi. Við förum út að borða, förum
ef til vill í Bláa lónið og skoðum okk-
ur um í nánasta umhverfi. Ég hef til
dæmis skoðað Geysi og hverasvæðið
sem ég hreifst mjög af.“
Árekstrar við Iceland Express
Bruce landaði starfi markaðsstjóra
fyrirtækisins Astraeus fyrir nokkr-
um árum. „Astraeus er fyrirtæki sem
hefur verið til í meira en 10 ár,“ seg-
ir Bruce frá. „Það var síðan fyrir fjór-
um eða fimm árum sem Pálmi Har-
aldsson keypti fyrirtækið. Við eigum
okkur sögu saman því þegar Iceland
Express hóf göngu sína keypti það
þjónustu af Astraeus.“ Hann segir oft
verða árekstra milli félaganna eins og
títt er um ólík fyrirtæki. „Við rífumst
oft um stefnu fyrirtækjanna og stund-
um eru þau rifrildi svolítið ástríðu-
full,“ segir hann og glottir. „Iceland
Express er ungt fyrirtæki með góða
eiginleika og ferskar hugmyndir, hjá
Astraeus vinnur hins vegar mikið
af fólki með áratugareynslu úr flug-
bransanum. Það er óhjákvæmilegt að
meðan við lærum hvort af öðru verði
árekstrar. Nýtt og gamalt tekst alltaf á,
baráttan gerir það að verkum að út-
koman verður betri.“
Flaug með krikketlið upp á jökul
Bruce segist hafa upplifað uppgang-
inn á Íslandi fyrir hrun. „Ég var flug-
maður á þessum tíma. Ég á magn-
aðar sögur frá þessum góðæristíma.
Svona hlutir gerast ekki lengur. Ég
flaug einu sinni með enska krikket-
liðið til Íslands til að leika við íslenska
krikketliðið. Þeir vildu spila miðnæt-
urkrikket, á færanlegum krikketvelli
uppi á jökultoppi. Íslendingar eiga
víst ekkert landslið í krikket en þetta
var hópur bankamanna sem bauð
upp á þetta í góðu gamni og þetta var
stórkostlega skemmtilegt,“ segir hann
og skellir upp úr.
Yfirgefinn af foreldrunum
Hann ólst upp hjá afa sínum og
ömmu í Worksop í Nottinghamskíri.
Afi hans var kolanámumaður og
amma hans var húsmóðir. Foreldrar
Bruce eignuðust hann svo ung að þau
sáu sér ekki fært að annast hann eins
best væri á kosið.
„Ég bjó hjá afa og ömmu fyrstu
ár ævi minnar, foreldrar mínir voru
aðeins sextán og sautján ára þegar
þau áttu mig. Afi og amma gerði það
skynsamlega í stöðunni og önnuðust
mig fyrstu árin meðan foreldrar mín-
ir fóru út í heim og sóttu sér mennt-
un og atvinnu. Þau komu svo til baka
úr sinni för þegar ég var fimm ára og
tóku við uppeldinu. Foreldrar mín-
ir eru enn saman í dag og þau eru
hamingjusöm saman þrátt fyrir að
þau hafi farið erfiðari leiðina,“ segir
hann frá.
Dansað heima hjá afa og ömmu
Bruce segir árin hjá afa sínum og
ömmu hafa mótað sig. Þá sérstaklega
vegna vináttunnar við afa. „Afi var
frábær, á yngri árum var hann hæfi-
leikaríkur steppdansari og vann fyr-
ir sér með því að dansa fyrir framan
ölkrárnar fyrir pening. Þannig kynnt-
ist hann ömmu sem var líka dans-
ari. Hann var lítill naggur eins og
ég og af gamla skólanum. Hann var
harður nagli, ekki á þann mátann að
hann væri strangur og gæfi ekkert af
sér. Það var til dæmis mikið dansað
á heimilinu. Hann var mildur en á
sama tíma mikið karlmenni, mörkin
milli þess sem var rétt og þess sem var
rangt voru skýr í hans huga. Ef hann
vildi láta hnefaréttinn ráða, þá gerði
hann það og eftir það voru engir eftir-
málar.“
Lærði hnefaleika af afa sínum
Það er vandasamt að rata rétta veginn
og Bruce segist hafa lært af afa sínum
á eftirminnilegan máta. „Ég kom einu
sinni heim úr skólanum eftir að hafa
lent í slagsmálum. Hann sagði lítið
um málið en kenndi mér þess í stað
hnefaleika og sagði mér svo að finna
strákinn og láta hann finna fyrir því.
Ég gerði það og kom aftur heim úr
skólanum í fylgd skólastjórans sem
sagði afa að ég hefði lent í miklum
slagsmálum þennan daginn. Ég var
skömmustulegur enda hafði ég ekki
bara lamið þennan eina strák í skól-
anum. Ég var nefnilega orðinn svo
góður í hnefaleikum og allir vildu
slást við mig. Þá sortnaði yfir honum.
Ég hafði ekki gert það rétta. Hann
sagði mér til syndanna og að ég skyldi
aldrei beita ofbeldi að ástæðulausu.
Þetta var mikilvæg lexía sem er mér í
fersku minni.“
Elskaði hávaða og læti
Hann Bruce hefur alltaf verið hávær
að eigin sögn. Þegar hann var lítill
snáði var hann strax hrifinn af látum
og brambolti og vildi verða trommari.
„Ég elskaði lætin í trommunum en ég
var fljótur að komast að því að ég var
of óþreyjufullur til að vera trommari.
Vesenið við að flytja allt heila klabbið
á milli tónleikastaða óx mér í augum,“
segir hann og hlær.
Eftir því sem Bruce varð eldri óx
löngun hans til að reyna fyrir sér í
leiklist. „Mig langaði til þess að verða
leikari og ætlaði mér að eltast við þá
drauma þegar þeirri hugmynd laust
niður í huga minn að söngur væri
nokkurs konar leiklist. Upplifunin
af því að syngja og leika er mjög lík.
Þú reynir að fanga orku þeirra sem
á þig hlýða og segja þeim einhvers
konar sögu. Upplifun mín af því að
syngja var nokkuð sterk. Ég vil ekki
Bruce Dickinson er söngvari risaeðlurokksveitar
innar Iron Maiden, hann er líka flugmaður fyrir Iceland
Express, skylmingakappi og rithöfundur. Kristjana
Guðbrandsdóttir hitti rokkarann og ræddi við
hann um rokkið, skemmtileg uppátæki Íslendinga á
góðæristímanum og hvernig litlir, óðir drengir verða
aldrei fullorðnir heldur aðeins stærri og enn óðari!
„Ég flaug einu sinni
með enska krikket
liðið til Íslands til að leika
við íslenska krikketliðið.
Þeir vildu spila miðnætur
krikket, á færanlegum
krikketvelli uppi á jökul
toppi.
Var hræddur
við eigin rödd