Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 56
Djöfullinn danskur! Ánægður með Egil n Rithöfundurinn Stefán Máni er ánægður með vöðvatröllið Egil Ein- arsson sem leikur í myndinni Svartur á leik. Myndin er byggð á samnefndri bók Stefáns en rithöfundurinn skrifaði á fésbókarsíðu starfsbróður síns: „Var að horfa á upptökur í gær. Þú negldir þetta: Respect.“ Egill leikur undirheimahrotta í myndinni en hann þurfti meðal annars að lita hár sitt svart fyrir hlutverkið. Það lagðist ekki vel í ljóskuna Egil sem lýsti sér sem „ógeðsleg- um“ í samtali við DV á sínum tíma. Einar gæti sloppið n Ef Facebook-aðdáendum útvarps- stöðvarinnar Kanans fjölgar ekki snögglega á næstu dögum gæti svo farið að Einar Bárðarson sleppi við að hjóla hringveginn. „Vinasöfn- unin“ hefur staðið í stað eftir að hafa tekið nokkurn kipp. Nú eru liðlega 12 þúsund manns „vinir“ Kanans en starfsfólk stöðvarinnar gaf það út ef þeir yrðu 20 þúsund í lok mánaðarins myndi Einar hjóla hringinn í kringum landið. Vinunum hefur lítið fjölgað síðustu daga. Þó Einar hafi lést um sjö kíló undanfarna þrjá mánuði er óhætt að fullyrða að það aðeins sé á færi hraustustu manna að hjóla 1.400 kílómetra. Vilja komast úr skammarkróknum n „Er Pétur beðinn afsökunar á þessu og vona Huginn og Muninn að þeir komist úr skammarkróki hins skelegga útvarpsstjóra, Arn- þrúðar Karlsdóttur, sem fyrst,“ segir í lítilli frétt sem Viðskiptablaðið birti á fimmtudag. Blaðið greindi frá því í síðustu viku, í dálki sem ber yfirskrift- ina Huginn og Muninn, að komið hafi til handalögmála milli Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu og Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, í þætti Péturs á stöðinni. Ekki reyndist vera fótur fyrir þessari frásögn og neituðu Pétur og Björn að atburðarásin hefði verið eins og lýst var í blaðinu. Það blæs ekki byrlega hjá danska leik- stjórann Lars von Trier þessa dagana. Hann baðst afsökunar á ummælum sínum um nasista á kvikmyndahátíð- inni í Cannes en það dugði ekki til því hann er kominn í ónáð hjá aðstand- endum hátíðarinnar. Von Trier var í Cannes til að kynna nýjustu mynd sína Melancholia en hún er framleidd í samstarfi við kvik- myndafyrirtækin Trust Nordisk og Nordisk Film. Trust Nordisk tryggði sér alþjóðlegt söluumboð á myndinni Eldfjalli, sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir, en mynd- in er íslensk/dönsk samframleiðsla Zik Zak kvikmynda og Fine & Mellow í Danmörku. Elsa María Jakobsdóttir er stödd í Cannes sem fulltrúi Zik Zak kvikmynda, þar sem Eldfjall er sýnd, en hún ræddi við Síðdegisútvarp Rásar 2 á fimmtudag þar sem hún lýsti ástand- inu í kringum kvikmynd von Triers. Aðstandendum Eldfjalls var boðið í mat fyrir frumsýningu myndar von Triers en sá kvöldverður var sleginn af eftir ummæli leikstjórans því eigendur veitingastaðarins, sem eru gyðingar, kærðu sig ekki um að fá Danann til sín. Elsa María greindi einnig frá því að Trust Nordisk hefði verið búið að skipuleggja frumsýningarstrandpartí eftir sýningu myndarinnar en eigend- ur staðarins þar sem veislan átti að fara fram, sem einnig eru gyðingar, hættu við allt saman eftir ummæli leikstjór- ans. Elsa sagði að það hefði verið þungt hljóð í mönnum við frumsýningu myndarinnar. Þegar von Trier gekk inn í kvikmyndasalinn heyrðust nokkr- ir kvikmyndagestir púa á hann. Sagði Elsa að einn meðframleiðandi Mel- ancholiu hefði sagt við sig að það væri allt í einu ömurlegt að vera Dani. Aðstandendur Eldfjalls í miðri hringiðu Melancholiu: Lars von Trier eyðilagði teitin Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Gullverðlaun Starfsmenn Holtakjúklinga mega vera stoltir, því á dögunum hlaut léttreykta kjúklingabringuáleggið frá Holtakjúklingum gullverðlaun í fagkeppni kjötiðnaðarmeistara. Þeir eru vel að þessum gullverðlaunum komnir enda er áleggið framleitt af mikilli fagmennsku úr besta hráefni sem völ er á. Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HElgarblaÐ 20.–22. MAí 2011 58. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Fúlt að vera Dani Elsa segir danska framleiðendur hafa verið miður sín eftir ummæli von Triers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.