Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 25
Erlent | 25Helgarblað 20.–22. maí 2011 LAGERSALA 40-80% afsláttur opið laugardag & sunnudag 10-16 LAGERSALAN er flutt á Laugaveg 178 LAGERSALA Lín Design Laugavegi 178 (næsta hús við verslun Lín Design) www.lindesign.is email: lindesign@lindesign.is Ath Rúmfatnaður BorðdúkarRúmteppi Púðar ásamt mörgu öðru.. Aðeins þessa einu helgi Löberar Löberar BarnavörurHandklæði „Afkomendur Íslendinga í Kanada skera sig talsvert frá öðrum afkomend- um innflytjenda og eru til að mynda frábrugðnir afkomendum annarra Norðurlanda. Það er mun meiri þjóð- ernisvitund meðal þeirra og þeir eru stoltir af því að kalla sig Íslendinga, þó þeir eigi auðvitað bara við að þeir eru komnir af Íslendingum – en eru Kan- adamenn engu að síður,“ segir Laurie K. Bertram, kanadískur sagnfræðingur sem er stödd á Íslandi til að fjalla um menningu Íslendingasamfélagsins í Kanada eins og hún birtist í nútím- anum. Laurie, sem er sjálf af íslensk- um ættum, lauk doktorsprófi í sagn- fræði frá Toronto-háskóla í nóvember síðastliðnum en í doktorsverkefni sínu fjallaði hún um menningarsögu Íslendingasamfélagsins í Kanada. Blaðamaður hitti Laurie og spurði hana um verkefnið. Elska kaffið sitt „Þrátt fyrir að nú séu liðin um 135 ár frá því að fyrstu Íslendingarnir settust að í Kanada er samfélag Íslendinga enn við lýði. Mig langaði að rannsaka hvað lægi þar að baki, hverjar væru menn- ingarlegar ástæður þess að Íslending- ar halda enn góðum tengslum, jafnvel umfram afkomendur innflytjenda frá öðrum þjóðum,“ segir Laurie og bend- ir á að íslenska samfélagið sé á margan hátt einstakt. „Samfélagið hefur samt sem áður misst mikið af því sem skil- greinir venjulega þjóðernishópa (e. ethnic groups), til að mynda tungu- málið. Íslendingarnir enskuvæddust, þeir skiptust í mismunandi hópa eftir trúarskoðunum, eftir stjórnmálaskoð- unum og þeir tóku að flytja um allt land, frá þeirri „miðju“ sem tengir oft saman hefðbundna þjóðernishópa. Þrátt fyrir þetta þá náði samfélag Ís- lendinga ætíð að viðhalda ákveðinni íslenskri sjálfsmynd. Mín kenning, sem ég lagði fram í verkefni mínu, er að ástæðurnar fyrir því liggi í raun í hversdagslegum hlutum og upplifun- um sem binda samfélagið saman. Þar má nefna mat, tísku, kaffi – alltaf þessi ofuráhersla á kaffi – og einnig sjón- rænar upplifanir, eins og skrúðgöngur eða kvikmyndir – eða jafnvel bara ís- lenskar draugasögur, sem eru enn vin- sælar meðal afkomenda Íslendinga. Þannig að ýmis smáatriði, sem gætu virst ómerkileg við fyrstu sýn, skipta í raun miklu máli þegar kemur að því að viðhalda þjóðernisvitundinni. Smáat- riðin líma okkur saman.“ Laga sig að aðstæðum En er til eitthvað sem heitir íslensk menning í Kanada? „Þetta er auðvitað mjög merkilegt því Íslendingar í Kan- ada hafa alltaf þurft að bregðast við og aðlagast því umhverfi sem þeir búa við hverju sinni. Þannig hafa þeir lagt sig fram við að halda í ýmsa siði og venj- ur frá Íslandi en á sama tíma þurft að aðlagast pólitísku og menningarlegu landslagi Norður-Ameríku. Á þriðja áratug síðustu aldar áttu nýfluttir inn- flytjendur undir högg að sækja í Norð- ur-Ameríku sem dæmi. Þá þurftu Ís- lendingar að vera fljótir að samsama sig nýrri heimaþjóð, annars yrðu þeir fyrir aðkasti. Það er til dæmis ein af ástæðum þess að Íslendingar í Kanada sögðu nokkurn veginn skilið við ís- lenska tungu, pólitískur raunveruleiki þess tíma bauð einfaldlega ekki upp á annað. En við hvers kyns samkomur og fjölskyldufundi var eftir sem áður hægt að gæða sér á íslensku bakkelsi og konur sáust með skotthúfur. Á áttunda áratugnum gerðist hið gagnstæða, en þá varð mikil þjóðernisvakning minni- hlutahópa í Ameríku, og skyndilega var orðið flott að vera stoltur af upp- runa sínum. Þetta er því tvíþætt ferli, sem er afar áhugavert.“ Vínartertan sívinsæla Laurie hefur fjallað mikið um hvers- dagslega hluti og hlutverk þeirra í íslenska samfélaginu í Kanada, þar á meðal mat. Laurie bjó hérna á Ís- landi um nokkurra mánaða skeið árið 2008 til að stunda íslenskunám og því ætti hún að hafa ágætis yfirsýn yfir hvað sé „alvöru“ íslenskt og hvað sé „ kanadískt“-íslenskt. „Munurinn er auðvitað mikill. Besta dæmið er örugg- lega eftirlæti okkar í Kanada, sem er vínarterta. Ef maður biður um vínar- tertu hérna á Íslandi eru fáir sem vita um hvað maður er að tala, en hún er í raun það sama og randalín – lagkaka úr þunnu deigi með sultu á milli laga. En meira að segja bragðið er öðruvísi hér, vegna þess að Íslendingar í Kan- ada höfðu auðvitað ekki nákvæm- lega sömu hráefnin vestanhafs þegar þeir fluttu sig um set fyrir 135 árum. En vínartertan er engu að síður mikil- væg í samfélagi Íslendinga í Kanada og er bökuð á tyllidögum þegar stórfjöl- skyldan kemur saman. Táknfræðilegt mál Kenningar um að sjálfsmyndir þjóða séu samofnar tungumálinu eiga ræt- ur að rekja til þýska heimspekings- ins Johanns Gottfried von Herder (1744–1803). Herder hélt því fram að menning samfélaga grundvallaðist af tungumálinu, þar sem tungumálið myndaðist í stöðugu samspili manns- ins við náttúruna. Þannig endurspegl- ar tungumálið hverju sinni raunveru- leika hvers samfélags – er nokkurs konar lím sem heldur samfélaginu saman. Laurie segir Íslendingasam- félagið í Kanada hafa sýnt fram á að tungumálið sé ekki nauðsynlegt til að viðhalda ákveðinni sjálfsmynd, þó hún geri auðvitað ekki lítið úr gildi tungumálsins – en íslenska tungan er einmitt á mikilli uppleið í Kanada um þessar mundir. „Við notumst meira við táknfræðilegt tungumál. Í því felst til dæmis að íslenskar þjóðsögur eru enn lesnar, en þær eru lesnar á ensku. Þær hafa þrátt fyrir það mikið af ís- lenskum eiginleikum, ef svo má að orði komast. Í raun lítum við ekki á okkur sem hluta íslensku þjóðarinn- ar, það er – við tilheyrum ekki íslenska ríkinu. En við erum íslensk í gegnum fjölskyldutengsl. Þegar við segjum í Norður-Ameríku: „Ég er Íslendingur,“ þá erum við að segja að við komum úr íslenskri fjölskyldu, frekar en frá Ís- landi ríkinu.“ Fjölskyldutengslin gera okkur einstök Það eru einmitt fjölskyldutengslin sem gera afkomendur Íslendinga frá- brugðna öðrum þjóðarbrotum að mati Laurie. „Að mínu mati eru mun sterk- ari tengsl milli afkomenda Íslendinga en nokkurra annarra þjóðfélagshópa, þó Ítalir séu reyndar líka duglegir að viðhalda tengslum. Þar held ég að fjöl- skyldutengslin vegi þungt, og einn- ig þessi mikla áhersla á ættfræði – að geta rakið ættingja þína í móður- og föðurætt um marga ættliði,“ segir Lau- rie, hæstánægð með að vera komin til Íslands á ný. Laurie mun halda fyrirlestur í Þjóð- menningarhúsi á laugardag kl. 14, en þar mun hún, ásamt Lorena Fontaine, fjalla um samband íslenskra land- nema við frumbyggja í Norður-Amer- íku. Hún mun einnig flytja fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri, mánudaginn 23. maí, og að lokum heldur hún fyr- irlestur í Þjóðminjasafninu um hvers- dagsmenningu Vestur-Íslendinga, föstudaginn 27. maí. Þeir fara allir fram á ensku. Smáatriðin líma okkur saman „Ef maður biður um vínartertu hérna á Íslandi eru fáir sem vita um hvað maður er að tala. n Laurie Bertram er kanadískur sagnfræðingur af íslenskum ættum n Gerði doktorsverkefni um menningarsögu Vestur-Íslendinga n Segir fjölskyldutengsl gera Íslendingasamfélagið í Kanada einstakt Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Laurie K. Bertram Hún mun halda þrjá fyrirlestra á næstu dögum um menningarsögu Vestur-Íslendinga. mynd SiGTryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.