Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 24
24 | Erlent 20.–22. maí 2011 Helgarblað
„Heimsókn drottningarinnar til Ír-
lands er hluti af nýrri almanna-
tengslaherferð konungshallarinnar
þar sem þess er freistað að skapa
nýja ásýnd fyrir Windsor-ættina.
Skilaboð drottningarinnar verða
eftir sem áður þau sömu, það skipt-
ir meira máli hverra manna þú ert
– en hvað sem þú afrekar í lífinu,“
sagði breski söngvarinn Morrissey,
heimsfrægur tónlistarmaður sem er
átrúnaðargoð allra lífshrjáðra ung-
linga.
Morrissey er óhress með opin-
bera heimsókn Elísabetar II til Ír-
lands, en foreldrar hans eru báðir
af írsku bergi brotnir og hefur hann
því alla tíð haft mikinn áhuga á mál-
efnum Írlands. Drottningin heim-
sótti Írland í tilefni af 90 ára afmæli
friðarsamnings milli Írlands og
Bretlands, en í kjölfarið fengu Írar
heimastjórn – þó fullu sjálfstæði
hafi ekki verið náð fyrr en árið 1949.
Morrissey sendi aðsenda grein um
heimsóknina í írska tímaritið Hot
Press, og hefur greinin hlotið mikla
athygli.
Ekki við hæfi
Morrissey, rétt eins og fjölmörgum
öðrum Írum, finnst það vart vera við
hæfi að Elísabet velji þennan tíma til
að koma í sína fyrstu opinberu heim-
sókn til Írlands. Það voru þrátt fyrir
allt einmitt Bretar sem vou kúgarar
hinnar írsku þjóðar. Drottningin tók
þátt í athöfn þar sem hún, ásamt for-
seta Írlands, Mary McAleese, lagði
blómsveig í Minningargarðinum í
Dyflinni, við minnismerki þeirra Íra
sem féllu í heimsstyrjöldinni fyrri,
stríði sem Írar höfðu engan áhuga
á að taka þátt í. Því næst heimsóttu
þær annað minnismerki, tileinkað
þeim Írum sem féllu í frelsisstríðinu
við Breta. Á meðan börðust á þriðja
hundrað mótmælenda við lögreglu-
menn fyrir utan garðinn.
Ekki gleyma Bobby Sands
Í ár eru liðin 30 ár frá dauða Bobby
Sands, sem er þjóðhetja á Írlandi.
Sands var handtekinn árið 1977 fyr-
ir aðild að hryðjuverkum á vegum
Írska lýðveldishersins, IRA. Hann leit
ætíð á sig sem pólitískan fanga, þar
sem hann barðist fyrir frelsi Norður-
Írlands. Sands þurfti að dúsa í „kon-
unglega“ Maze-fangelsinu á Norður-
Írlandi, rétt eins og allir fangar sem
höfðu verið vændir um pólitíska
hryðjuverka- eða andófsstarfsemi.
Í mars árið 1981 hóf Sands hungur-
verkfall, og hvatti aðra fanga til að
gera slíkt hið sama. Markmiðið var
að fá viðurkennt að þeir sem sætu í
Maze-fangelsinu væru í raun póli-
tískir fangar. Hungurverkfallið vakti
heimsathygli þó fólk hefði vissulega
skiptar skoðanir á því. Sambands-
sinnar á Írlandi líta í öllu falli á Sands
sem hetju og píslarvott, en hann lést
5. maí árið 1981 vegna vannæringar
– en 10 aðrir fangar létust af sömu
sökum á næstu vikum. Rúmlega 100
þúsund manns fylgdu Sands til graf-
ar í Belfast.
Morrissey segir að Elísabet II beri
í raun ábyrgð á dauða Sands, þar sem
hún hafi ekki nýtt sér áskilinn rétt til
að víkja Margaret Thatcher, þáver-
andi forsætisráðherra Bretlands, úr
embætti – en Thatcher vildi ekkert af
Sands vita meðan á hungurverkfall-
inu stóð. „Írska þjóðin ætti að vera
þess minnug, að það var fyrir ekki
meira en 30 árum sem drottning-
in studdi Margaret Thatcher þegar
hún lét hungurverkfallsmenn deyja
... og sagði ekki neitt. Hafi drottning-
in á annað borð einhverjar mann-
legar tilfinningar í garð fjölskyldu
Bobbys Sands, eða fjölskyldna ann-
arra hungurverkfallsmanna, þá hef-
ur hún ekki látið þær í ljós,“ skrifar
Morrissey.
Konungsveldið er ráðgáta
Morrissey ljóstrar því upp í grein
sinni, að hann skilji einfaldlega ekki
hvers vegna konungsveldi sé enn við
lýði. „Tilgangurinn með konungs-
veldinu er, rétt eins og drottningunni
sjálfri, flestu fólki hulin ráðgáta [...]
Tilvist drottningarinnar ein og sér,
ásamt hennar risavöxnu fjölskyldu –
þar sem öllum meðlimum er haldið
uppi af breskum skattgreiðendum,
hvort sem breskum skattgreiðendum
líkar betur eða verr – gengur gjör-
samlega í berhögg við lýðræðislega
hugsun, og gengur einnig í berhögg
við tjáningarfrelsi,“ segir Morrissey.
Hann minnir á konunglega brúð-
kaupið sem fór fram á dögunum,
þegar Vilhjálmur prins gekk að eiga
Kate Middleton. Var fólki sem var
statt í nágrenni Westminster Abbey
bannað að vera með nokkuð; skilti
eða plaköt, sem hefðu að geyma
gagnrýni á konungsfjölskylduna.
„Þetta þýðir að pólitísk andstaða er
þögguð niður á Englandi, til þess
eins að vernda konungsfjölskylduna
– en það eitt gengur gegn hverri ein-
ustu grunnreglu um lýðræði.“
Fasismi fullum fetum
Morrissey segir að ef einhver vilji
fá „víðan söguskilning á því hvað
drottningin sé, og hvernig hún fari
með völdin,“ þurfi sá hinn sami ein-
ungis að horfa til Hosnis Mubarak,
fyrrverandi forseta Egyptalands,
og Muammar al-Gaddafi, leiðtoga
Líbíu. „Sjáið hvort þið getið gert
greinarmun á þeim. Ykkur mun ekki
takast það.“
Morrissey vænir Elísabetu II um
fasisma og snýr sér aftur að Írlandi
og kennir drottningunni um þá stað-
reynd að írsku þjóðinni sé enn skipt
upp í tvö ríki á eyjunni grænu. „Það
er drottningin sem hefur valdið í
hendi sér, til að afhenda írsku þjóð-
inni sýslurnar sex [Norður-Írland],
og leyfa írsku þjóðinni þar með að
sameinast á ný. Sú staðreynd að hún
hefur ekki gert það, er fasismi fullum
fetum.“
Þjóðarleiðtogar ekki
í uppáhaldi
Grein Morrissey markar ekki upp-
hafið á ferli hans sem gagnrýnandi
á ensk stjórnmál, nema síður sé.
Drottningin hefur í raun verið hon-
um hugleikin, meðal annars í lög-
um og textum, allt frá árinu 1986. Þá
gaf þáverandi hljómsveit Morrissey,
The Smiths, út plötuna „The Queen
is Dead“ (Drottningin er dauð). Í
titil laginu var meðal annars setn-
ingin „Hennar lágtign með höfuðið
í ólinni, afsakið mig – en það hljóm-
ar undursamlega“ (Her very Low-
ness with a head in a sling, I'm truly
sorry – but it sounds like a wonder-
ful thing).
Á sömu plötu var einnig að
finna lagið „Panic“ þar sem Morris-
sey hvetur alla til að „brenna niður
diskótekið og hengja plötusnúðinn.“
Þó hann hafi aldrei viðurkennt það
sjálfur er talið fullvíst að í textanum
sé diskótekið sem um ræðir annað
hvort Buckingham-höll eða Breska
þinghúsið, plötusnúðurinn er Elísa-
bet II eða þá Margaret Thatcher.
Á framtíðarleiðtoga sínum hefur
Morrissey takmarkað álit, en hann
var eitt sinn spurður um það í spjall-
þætti, hvað honum fyndist um kon-
unglega parið – þau Vilhjálm og
Kate? „Æi, veistu, þau eru svo leið-
inleg að það er í raun fullkomlega
ómögulegt að ræða þau.“
Þar höfum við það.
„Tilgangur kon
ungs veldisins er,
rétt eins og drottningin
sjálf, flestu fólki hulin
ráðgáta.
Drottningin eins og
Mubarak og Gaddafi
n Breski söngvarinn Morrissey fer hörðum orðum um Elísabetu II n Drottningin var í sinni fyrstu
opinberu heimsókn á Írlandi en heimsóknin er mjög umdeild n Morrissey segir konungsveldið ráðgátu
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Orðheppinn með eindæmum
Morrissey hefur löngum þótt hnyttinn í
tilsvörum. Hann er líka mikill andstæð-
ingur konungsfjölskyldunnar í Bretlandi.
Umdeildur blómsveigur Elísabet II og Mary McAleese leggja blómsveig í Minningar-
garðinum í Dyflinni. MynD rEUtErS
the Queen is Dead Umslag plötu The
Smiths. Framan á henni er reyndar mynd af
franska leikaranum Alain Delon úr myndinni
L'insoumis.