Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað Einörð afstaða Samtaka iðnaðarins með aðild að Evrópusambandinu hefur dofnað. Ástæðan er andstaða fyrirtækja í mjólkur- og kjötiðnaði, en þau stofnuðu regnhlífarsamtök síðastliðið haust innan SI sem kall- ast Samtök mjólkur- og kjötvinnslu- fyrirtækja (SMK). Formaður SMK er Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, en hann er einarður and- stæðingur aðildar að ESB. Guðni sit- ur sem formaður í krafti Samtaka af- urðarstöðva í mjólkuriðnaði. „Okkur í mjólkur- og kjötiðnaði, sem veitir þúsundum manns vinnu, ofbuðu áherslur Samtaka iðnaðar- ins á aðild að ESB og upptöku evr- unnar og vissum að í mjólkur- og kjötiðnaði voru menn afar ósáttir,“ segir Guðni í samtali við DV. „Við gengum frá stofnun SMK síðastliðið haust vegna þess að við vildum að rödd okkar heyrðist skýrt innan SI. Margar framleiðslugreinar hafa þann háttinn á að stofna svona hagsmunabandalög. Nefna má bak- ara og áliðnað.“ Á allra síðustu misserum var óánægjan orðin slík, að ýmis fyrir- tæki í kjöt- og mjólkuriðnaði hótuðu að segja sig úr Samtökum iðnaðar- ins. Aðstoðarmaður Davíðs tekur við Þessi ágreiningsmál innan SI réðu einhverju um brotthvarf Jóns Stein- dórs Valdimarssonar úr stóli fram- kvæmdastjóra SI í fyrra, en líkt og Sveinn Hannesson, forveri hans, var hann einarður talsmaður að- ildar að ESB og upptöku evrunnar. Við Jóni Steindóri tók Orri Hauks- son, en hann var meðal annars að- stoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætisráðuneytinu árin 1997 til 2000. Í viðtali við Viðskiptablaðið 16. september í fyrra tók hann enga af- dráttarlausa afstöðu þegar hann var spurður um persónulega afstöðu til ESB og evrunnar. „Í Evrópumál- um og öllum öðrum alþjóðamálum er mikið rými fyrir lausnamiðun og pragmatisma á þessu landi,“ sagði hann í viðtalinu og taldi komu sína til SI ekki breyta miklu um stefnu sam- takanna. Ýmsir uggandi Þess má geta að Samtök iðnaðarins hafa í raun ekki breytt stefnu sinni til ESB og evrunnar á pappírunum, en augljós merki þykjast menn sjá um að sú stefna hafi í reynd verið tónuð mjög niður með nýjum framkvæmdastjóra. Evrópumálin voru meginefni Iðnþings árið 2008 og þar var upptaka evru hér á landi talið brýnt hagsmunamál. Helgi Magnússon, formaður Sam- taka iðnaðarins, ítrekar í samtali við DV að stefna SI í Evrópumálum hafi ekki breyst. „Við höfum ekki verið beitt þrýsting af hálfu kjöt- og mjólkurvöru- framleiðenda en við könnumst vel við áherslur þeirra.“ Á iðnþingi í mars síðastliðnum sagði Helgi meðal annars í ræðu sinni: „Ljóst er að ýmsir innan Sam- taka iðnaðarins eru uggandi. Það á ekki síst við félaga okkar í mjólkur- og kjötiðnaði. Það eiga fáir meira undir en þeir að samningar verði okkur Ís- lendingum hagfelldir. Fyrir því verður að berjast til síðustu stundar og ég hef ekki trú á því að landsmenn samþykki aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu nema samningarnir verði okkur hag- stæðir.“ Afnám iðnaðarmálagjalds breytti stöðunni En Helgi sagði jafnframt í ræðu sinni í mars síðastliðnum: „Til þess að losna við gjaldeyrishöftin að fullu munum við væntanlega þurfa annan gjald- miðil en íslenska krónu. Það undir- strikar mikilvægi þess að Íslendingar freisti þess af fullu afli að ná viðunandi samningum við ESB. Það dregur senn til tíðinda í þeim efnum. Umsóknar- ferli hefur staðið yfir frá sumrinu 2010. Fram hefur farið yfirgripsmikil, vönd- uð og fagleg vinna embættismanna og samninganefndar Íslands undir öruggri forystu Össurar Skarphéðins- sonar utanríkisráðherra.“ Fleira getur skýrt vaxandi ítök og áhrif Samtaka mjólkur- og kjöt- vinnslufyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins. Svo háttar til að á síðasta ári var svonefnt iðnaðarmálagjald fellt niður með lögum. Það hafði um langt skeið tryggt SI hundruð millj- óna króna tekjur. Árið 2009 nam álagt iðnaðarmálagjald nærri 500 milljón- um króna, en það kom ekki allt í hlut SI. Tilefni endurskoðunar laganna og afnáms iðnaðarmálagjaldsins var dómur Mannréttindadómstóls Evr- ópu í apríl í fyrra. „Í honum er komist að þeirri niðurstöðu að í framkvæmd laga um iðnaðarmálagjald felist brot á 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til að standa utan fé- laga,“ eins og sagði í frumvarpnu sem varð að lögum síðastliðið haust. Af dómnum var ekki ráðið að gjaldtak- an væri með öllu óheimil en ljóst að breyta þurfti því fyrirkomulagi sem í gildi hafði verið um ráðstöfun gjalds- ins og eftirlit með því. Úr varð að SI beindu sjálf þeim tilmælum til iðn- aðarráðherra að gjaldtökunni yrði hætt. Verða áhrifin víðtækari? Þetta gat veikt stöðu SI; gjaldið hafði verið lagt á um 10 þúsund fyrir- tæki og einstaklinga óháð aðild að samtökunum og þau nutu vitan- lega góðs af því. Samkvæmt upp- lýsingum DV stóð gjaldið undir um helmingi tekna SI undir það síðasta. Samtök iðnðarins eru hins vegar tal- in fjárhagslega sterk en það á rætur að rekja til þess að samtökin áttu hluti í gamla Iðnaðarbankanum og síðar í Íslandsbanka og Glitni. Þess- ir hlutir voru seldir löngu fyrir hrun og hafa haldið verðgildi eftir því sem næst verður komist. Engu að síð- ur blasir við nokkur óvissa um fjár- hag SI. Afnámi iðnaðarmálagjalds- ins hefur verið mætt með hækkun félagsgjalda en það skýrist á tveim- ur til þremur árum hverjar tekjurnar verða á endanum að því er ætlað er. Skúli Helgason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, ræddi áhrif afnáms iðnaðarmálagjaldsins á vefmiðli Pressunar í september í fyrra og sagði meðal annars: „Rétt er að geta þess að dómurinn og afgreiðsla Al- þingis gæti haft víðtækari afleiðing- ar með því að kalla á endurskoðun annarrar gjaldtöku á vegum ríkisins sem ráðstafað hefur verið til hags- munasamtaka. Þar kemur helst til álita búnaðarmálagjald sem runnið hefur til Bændasamtakanna og svo- kallað aflagjald sem byggir á lögum um skiptaverðmæti en það hefur runnið til hagsmunasamtaka í sjáv- arútvegi.  Nú stendur yfir athugun á vegum forsætisráðuneytis og sjávar- útvegs og landbúnaðarráðuneytis á því hvort endurskoða beri þá gjald- töku sömuleiðis í ljósi dómsins.  Sjálfsagt er að taka alla slíka gjald- töku til endurmats við þessar að- stæður.“ Þræðir liggja um Skagafjörð Ljóst má vera að Samtök iðnaðar- ins geta nú ekki fjármagnað sig í skjóli lagasetningar og innheimt ið- gjald með lögþvingunum og eru því háð félagsgjöldum þar sem mönn- um er frjálst að vera innan eða utan samtakanna. Svo háttaði til að iðn- aðarmálagjaldið var einnig lagt á fyrirtæki og einstaklinga utan sam- takanna. Augljóslega eru þeir fjár- munir nú farnir út úr bókhaldi SI. Eins og fram kemur á öðrum stað í þessari umfjöllun er matvælaiðn- aður, sem hvílir á landbúnaðinum, umfangsmikill og félögin sem und- ir Guðna Ágústsson heyra því fjár- hagslega mjög mikilvæg fyrir Sam- tök iðnaðarins. Þessi nýja staða ræður því einhverju um daufari áherslur SI varðandi aðild að ESB og upptöku evru en áður. Eins og sjá má í upptalning- unni hér á síðunni ráða stórfyrir- tæki eins og Mjólkursamsalan (MS) mjög miklu í umræddri framleiðslu- grein. Það gerir einnig Kaupfélag Skagfirðinga sem á nú Mjólku, Kjöt- vinnslu Skagfirðinga og hlut í slát- urhúsi KVH svo nokkuð sé nefnt. Kaupfélagsstjóri er Þórólfur Gísla- son, en hann er afar valdamikill inn- an Framsóknarflokksins og í innsta hring fjármálaumsvifa þeirra sem stóðu að GIFT og S-hópnum sem á sínum tíma keypti Búnaðarbank- ann. „Okkur í mjólkur- og kjötiðnaði, sem veitir þúsundum manns vinnu, ofbuðu áherslur Samtaka iðnaðarins á aðild að ESB og upptöku evrunnar. GUÐNI stýrIr aNdófI GeGN esB n Mjólkur- og kjötvöruframleiðendur beita samtakamætti gegn ESB-stefnu Samtaka iðnaðarins n Guðni Ágústsson fer fyrir þrýstihópnum n Sumir hótuðu úrsögn úr SI n Afnám iðnaðarmálagjalds styrkti stöðu andstæðinga ESB innan samtakanna n Stefnan óbreytt segir formaður SI Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Tóna niður ESB-stefnu Samtaka iðnaðarins Kjöt- og mjólkuriðnaðinum hefur undir stjórn Guðna Ágústssonar tekist að draga úr sterkum áherslum SI á ESB-aðild og upptöku evru. Enginn þrýstingur Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, reyndi að róa kjöt- og mjólkurvöruframleiðendur á Iðnþingi í mars og segist ekki beittur þrýstingi. Valdamaðurinn Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, er valdamikill meðal kjöt- og mjólkurvöruframleiðenda og innan Framsóknarflokksins. Hann gætir einnig ríkra hagsmuna í stórútgerð KS. Heimilt að njósna um Saving Iceland n Esja kjötvinnsla ehf. n Gæðafæði ehf. n Kjarnafæði hf. n Kjötvinnsla Kaupfélags Skagfirðinga n Krás ehf. n Norðlenska matborðið ehf. n SAH Afurðir ehf. (Sölufélag Austur Húnvetninga og Kjarnafæði) n Síld og Fiskur ehf. kjötvinnsla n Sláturfélag Suðurlands svf n Sláturfélag Vopnfirðinga hf. n Sláturhús KVH ehf (Að hluta í eigu KS) n Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (Guðni Ágústsson) - Mjólkursamsalan, - Mjólkursamlag KS, - Mjólka (Í eigu KS) Mjólkur- og kjöt- vinnsla innan SI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.