Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Side 14
14 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað Einörð afstaða Samtaka iðnaðarins með aðild að Evrópusambandinu hefur dofnað. Ástæðan er andstaða fyrirtækja í mjólkur- og kjötiðnaði, en þau stofnuðu regnhlífarsamtök síðastliðið haust innan SI sem kall- ast Samtök mjólkur- og kjötvinnslu- fyrirtækja (SMK). Formaður SMK er Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, en hann er einarður and- stæðingur aðildar að ESB. Guðni sit- ur sem formaður í krafti Samtaka af- urðarstöðva í mjólkuriðnaði. „Okkur í mjólkur- og kjötiðnaði, sem veitir þúsundum manns vinnu, ofbuðu áherslur Samtaka iðnaðar- ins á aðild að ESB og upptöku evr- unnar og vissum að í mjólkur- og kjötiðnaði voru menn afar ósáttir,“ segir Guðni í samtali við DV. „Við gengum frá stofnun SMK síðastliðið haust vegna þess að við vildum að rödd okkar heyrðist skýrt innan SI. Margar framleiðslugreinar hafa þann háttinn á að stofna svona hagsmunabandalög. Nefna má bak- ara og áliðnað.“ Á allra síðustu misserum var óánægjan orðin slík, að ýmis fyrir- tæki í kjöt- og mjólkuriðnaði hótuðu að segja sig úr Samtökum iðnaðar- ins. Aðstoðarmaður Davíðs tekur við Þessi ágreiningsmál innan SI réðu einhverju um brotthvarf Jóns Stein- dórs Valdimarssonar úr stóli fram- kvæmdastjóra SI í fyrra, en líkt og Sveinn Hannesson, forveri hans, var hann einarður talsmaður að- ildar að ESB og upptöku evrunnar. Við Jóni Steindóri tók Orri Hauks- son, en hann var meðal annars að- stoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætisráðuneytinu árin 1997 til 2000. Í viðtali við Viðskiptablaðið 16. september í fyrra tók hann enga af- dráttarlausa afstöðu þegar hann var spurður um persónulega afstöðu til ESB og evrunnar. „Í Evrópumál- um og öllum öðrum alþjóðamálum er mikið rými fyrir lausnamiðun og pragmatisma á þessu landi,“ sagði hann í viðtalinu og taldi komu sína til SI ekki breyta miklu um stefnu sam- takanna. Ýmsir uggandi Þess má geta að Samtök iðnaðarins hafa í raun ekki breytt stefnu sinni til ESB og evrunnar á pappírunum, en augljós merki þykjast menn sjá um að sú stefna hafi í reynd verið tónuð mjög niður með nýjum framkvæmdastjóra. Evrópumálin voru meginefni Iðnþings árið 2008 og þar var upptaka evru hér á landi talið brýnt hagsmunamál. Helgi Magnússon, formaður Sam- taka iðnaðarins, ítrekar í samtali við DV að stefna SI í Evrópumálum hafi ekki breyst. „Við höfum ekki verið beitt þrýsting af hálfu kjöt- og mjólkurvöru- framleiðenda en við könnumst vel við áherslur þeirra.“ Á iðnþingi í mars síðastliðnum sagði Helgi meðal annars í ræðu sinni: „Ljóst er að ýmsir innan Sam- taka iðnaðarins eru uggandi. Það á ekki síst við félaga okkar í mjólkur- og kjötiðnaði. Það eiga fáir meira undir en þeir að samningar verði okkur Ís- lendingum hagfelldir. Fyrir því verður að berjast til síðustu stundar og ég hef ekki trú á því að landsmenn samþykki aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu nema samningarnir verði okkur hag- stæðir.“ Afnám iðnaðarmálagjalds breytti stöðunni En Helgi sagði jafnframt í ræðu sinni í mars síðastliðnum: „Til þess að losna við gjaldeyrishöftin að fullu munum við væntanlega þurfa annan gjald- miðil en íslenska krónu. Það undir- strikar mikilvægi þess að Íslendingar freisti þess af fullu afli að ná viðunandi samningum við ESB. Það dregur senn til tíðinda í þeim efnum. Umsóknar- ferli hefur staðið yfir frá sumrinu 2010. Fram hefur farið yfirgripsmikil, vönd- uð og fagleg vinna embættismanna og samninganefndar Íslands undir öruggri forystu Össurar Skarphéðins- sonar utanríkisráðherra.“ Fleira getur skýrt vaxandi ítök og áhrif Samtaka mjólkur- og kjöt- vinnslufyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins. Svo háttar til að á síðasta ári var svonefnt iðnaðarmálagjald fellt niður með lögum. Það hafði um langt skeið tryggt SI hundruð millj- óna króna tekjur. Árið 2009 nam álagt iðnaðarmálagjald nærri 500 milljón- um króna, en það kom ekki allt í hlut SI. Tilefni endurskoðunar laganna og afnáms iðnaðarmálagjaldsins var dómur Mannréttindadómstóls Evr- ópu í apríl í fyrra. „Í honum er komist að þeirri niðurstöðu að í framkvæmd laga um iðnaðarmálagjald felist brot á 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til að standa utan fé- laga,“ eins og sagði í frumvarpnu sem varð að lögum síðastliðið haust. Af dómnum var ekki ráðið að gjaldtak- an væri með öllu óheimil en ljóst að breyta þurfti því fyrirkomulagi sem í gildi hafði verið um ráðstöfun gjalds- ins og eftirlit með því. Úr varð að SI beindu sjálf þeim tilmælum til iðn- aðarráðherra að gjaldtökunni yrði hætt. Verða áhrifin víðtækari? Þetta gat veikt stöðu SI; gjaldið hafði verið lagt á um 10 þúsund fyrir- tæki og einstaklinga óháð aðild að samtökunum og þau nutu vitan- lega góðs af því. Samkvæmt upp- lýsingum DV stóð gjaldið undir um helmingi tekna SI undir það síðasta. Samtök iðnðarins eru hins vegar tal- in fjárhagslega sterk en það á rætur að rekja til þess að samtökin áttu hluti í gamla Iðnaðarbankanum og síðar í Íslandsbanka og Glitni. Þess- ir hlutir voru seldir löngu fyrir hrun og hafa haldið verðgildi eftir því sem næst verður komist. Engu að síð- ur blasir við nokkur óvissa um fjár- hag SI. Afnámi iðnaðarmálagjalds- ins hefur verið mætt með hækkun félagsgjalda en það skýrist á tveim- ur til þremur árum hverjar tekjurnar verða á endanum að því er ætlað er. Skúli Helgason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, ræddi áhrif afnáms iðnaðarmálagjaldsins á vefmiðli Pressunar í september í fyrra og sagði meðal annars: „Rétt er að geta þess að dómurinn og afgreiðsla Al- þingis gæti haft víðtækari afleiðing- ar með því að kalla á endurskoðun annarrar gjaldtöku á vegum ríkisins sem ráðstafað hefur verið til hags- munasamtaka. Þar kemur helst til álita búnaðarmálagjald sem runnið hefur til Bændasamtakanna og svo- kallað aflagjald sem byggir á lögum um skiptaverðmæti en það hefur runnið til hagsmunasamtaka í sjáv- arútvegi.  Nú stendur yfir athugun á vegum forsætisráðuneytis og sjávar- útvegs og landbúnaðarráðuneytis á því hvort endurskoða beri þá gjald- töku sömuleiðis í ljósi dómsins.  Sjálfsagt er að taka alla slíka gjald- töku til endurmats við þessar að- stæður.“ Þræðir liggja um Skagafjörð Ljóst má vera að Samtök iðnaðar- ins geta nú ekki fjármagnað sig í skjóli lagasetningar og innheimt ið- gjald með lögþvingunum og eru því háð félagsgjöldum þar sem mönn- um er frjálst að vera innan eða utan samtakanna. Svo háttaði til að iðn- aðarmálagjaldið var einnig lagt á fyrirtæki og einstaklinga utan sam- takanna. Augljóslega eru þeir fjár- munir nú farnir út úr bókhaldi SI. Eins og fram kemur á öðrum stað í þessari umfjöllun er matvælaiðn- aður, sem hvílir á landbúnaðinum, umfangsmikill og félögin sem und- ir Guðna Ágústsson heyra því fjár- hagslega mjög mikilvæg fyrir Sam- tök iðnaðarins. Þessi nýja staða ræður því einhverju um daufari áherslur SI varðandi aðild að ESB og upptöku evru en áður. Eins og sjá má í upptalning- unni hér á síðunni ráða stórfyrir- tæki eins og Mjólkursamsalan (MS) mjög miklu í umræddri framleiðslu- grein. Það gerir einnig Kaupfélag Skagfirðinga sem á nú Mjólku, Kjöt- vinnslu Skagfirðinga og hlut í slát- urhúsi KVH svo nokkuð sé nefnt. Kaupfélagsstjóri er Þórólfur Gísla- son, en hann er afar valdamikill inn- an Framsóknarflokksins og í innsta hring fjármálaumsvifa þeirra sem stóðu að GIFT og S-hópnum sem á sínum tíma keypti Búnaðarbank- ann. „Okkur í mjólkur- og kjötiðnaði, sem veitir þúsundum manns vinnu, ofbuðu áherslur Samtaka iðnaðarins á aðild að ESB og upptöku evrunnar. GUÐNI stýrIr aNdófI GeGN esB n Mjólkur- og kjötvöruframleiðendur beita samtakamætti gegn ESB-stefnu Samtaka iðnaðarins n Guðni Ágústsson fer fyrir þrýstihópnum n Sumir hótuðu úrsögn úr SI n Afnám iðnaðarmálagjalds styrkti stöðu andstæðinga ESB innan samtakanna n Stefnan óbreytt segir formaður SI Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Tóna niður ESB-stefnu Samtaka iðnaðarins Kjöt- og mjólkuriðnaðinum hefur undir stjórn Guðna Ágústssonar tekist að draga úr sterkum áherslum SI á ESB-aðild og upptöku evru. Enginn þrýstingur Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, reyndi að róa kjöt- og mjólkurvöruframleiðendur á Iðnþingi í mars og segist ekki beittur þrýstingi. Valdamaðurinn Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, er valdamikill meðal kjöt- og mjólkurvöruframleiðenda og innan Framsóknarflokksins. Hann gætir einnig ríkra hagsmuna í stórútgerð KS. Heimilt að njósna um Saving Iceland n Esja kjötvinnsla ehf. n Gæðafæði ehf. n Kjarnafæði hf. n Kjötvinnsla Kaupfélags Skagfirðinga n Krás ehf. n Norðlenska matborðið ehf. n SAH Afurðir ehf. (Sölufélag Austur Húnvetninga og Kjarnafæði) n Síld og Fiskur ehf. kjötvinnsla n Sláturfélag Suðurlands svf n Sláturfélag Vopnfirðinga hf. n Sláturhús KVH ehf (Að hluta í eigu KS) n Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (Guðni Ágústsson) - Mjólkursamsalan, - Mjólkursamlag KS, - Mjólka (Í eigu KS) Mjólkur- og kjöt- vinnsla innan SI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.