Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 54
54 | Fólk 20.–22. maí 2011 Helgarblað Jóhannes, kenndur við Bónus, hefur sigrast á veikindum sínum er og kominn með hár: „Ég er betri en Ég var áður“ „Já, já, mér líður miklu betur,“ segir Jóhannes Jónsson kaupmað- ur, kenndur við Bónus, í samtali við DV. Fram kom á vefmiðlinum menn.is um daginn að Jóhannes hefði, eftir sjö mánaða meðferð við krabbameini, sigrast á veikindum sínum. Fyrir um tveimur árum fór Jó- hannes í aðgerð til að láta fjarlægja gallsteina og kom þá í ljós hjá hon- um illkynja eitlastækkun. Í fyrstu var fylgst með veikindum hans á tveggja mánaða fresti og á endan- um talið ljóst að ströng lyfjameð- ferð væri nauðsynleg til að reyna að sporna gegn krabbameininu. Hann staðfestir við DV að hann hafi nú náð sér. „Ég er ágætlega kominn yfir þetta,“ segir Jóhannes sem var staddur í útlöndum þegar DV náði af honum tali. Honum líð- ur að sögn betur en áður en hann veiktist. „Ég er betri en ég var áður. Þetta er bara gott eins og það er,“ segir Jóhannes en krabbameins- meðferðin varð til þess að hann missti hárið. Hann er nú kominn með hárið aftur og er því orðinn eins og hann á að sér að vera. Mikið hefur gengið á í lífi Jó- hannesar undanfarið. Til viðbót- ar við veikindin missti hann glæsi- hýsið Hrafnabjörg sem hann reisti í Eyjafirði, gegnt Akureyri. Skila- nefnd Landsbankans leysti til sín húsið og seldi erlendum viðskipta- jöfri fyrir 200 milljónir króna. Þá hefur hann misst hlut sinn í Baugi sem átti verslanakeðjuna sem hann byggði upp frá grunni. baldur@dv.is Missti hárið Lyfjameðferðin varð til þess að Jóhannes missti hárið. Það hefur nú vaxið aftur. L oftleiðir, forveri Icelandair, lék hlutverk í tilhugalífi Íslandsvinanna Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Bills Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þetta speglaðist í ummælum bandaríska utan- ríkisráðherrans á fundi með Össuri Skarphéðins- syni, utanríkisráðherra Íslands, í Washington á miðvikudaginn. Í stuttu samtali við blaðamenn fyrir fundinn kom fram hjá Hillary Clinton að hún minntist Icelandair með hlýju en utanríkis- ráðherrann lýsti sérstakri ánægju með að Ice- landair hefði nú tekið upp beint flug til Washing- ton. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var einmitt með í þessu fyrsta beina flugi félagsins til Washington. „Ég komst að því í þessari ferð, að Icelandair er greinilega flugfélag ástarinnar,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra meðal annars í viðtali við DV eftir fund hans með Hillary Clin- ton á miðvikudagskvöld. Hann sagði að Hillary Clinton hefði í upphafi fundar þeirra rifjað upp að áður en þau Bill gengu í hjónaband hefðu þau ferðast saman til Evrópu, og hún minntist þess með gleði í sinni að þá hefðu þau einmitt ferðast með íslenska flugfélaginu, sem á þeim tíma hefði verið í uppáhaldi meðal bandarískra námsmanna á leið til Evrópu, af því að það hefði boðið upp á lægstu fargjöld. Össur sagði að Icelandair hefði greinilega treyst fleiri hjónabönd en þeirra Bills og Hillary. „Við móttökuathöfnina á Dulles-flugvellinum hélt stór- glæsilegur áttræður stjórnarformaður flugvall- arins, Charles Snelling, ræðu og sagði frá því að þegar hann bað konu sinnar upp úr miðbiki síð- ustu aldar hefði hann lofað henni brúðkaupsferð til Evrópu. Langódýrasti farmiðinn yfir hafið hefði verið með hinu rómaða íslenska flugfélagi, sem í dag heitir Icelandair. Glæsimennið sagðist aldrei hafa gleymt Íslandi og Icelandair síðan, og ferða- lagið hefði lagt grunn að 58 ára farsælu hjóna- bandi. Mér fannst þetta mjög krúttlegt og kyssti þann gamla að lokum að íslenskum sveitasið.“ bill og Hillary Clinton: Ástfangin á vængjum íslensks flugfélags n Hillary og Bill flugu ung og ástfangin með Loftleiðum n Hillary sagði Össuri frá reynslunni n Icelandair treysti fleiri hjónabönd Hillary og Bill Þykir vænt um Icelandair. Össur Hillary sagði honum allt af létta. baktal í boltanum „Já, klárlega. Stelpur eru sjálfum sér verstar, við erum alveg rosalegar. Ég ætla nú ekki að koma með nein dæmi en það er ótrúlegt hvernig stelpur láta stundum,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsmaður í knattspyrnu, í viðtali við Monitor, þegar hún er spurð hvort mikið sé um baktal í kvennaboltanum. Í viðtalinu lætur hún ágætlega af lífi atvinnumannsins en segist þó búa í pínulítilli íbúð. Sara, sem er á föstu, viðurkennir að hún fái nokkra athygli frá strákum en tekur fram að hún sé „vel frátekin“ þó kærastinn búi heima á Íslandi en hún í Svíþjóð. Frumflytja lag á ungfrú Ísland „Þetta er popptónlist en aðeins öðruvísi en algengt hefur verið hingað til. Við blöndum klassískum áhrifum inn í popptónlistina sem hefur ekki verið gert hér á Íslandi í langan tíma þannig að þetta eru í raun and- stæður að mætast – eins og við Védís,“ segir fegurðardísin og fiðluleikarinn Magdalena Dubik í viðtali við nýjasta tölublað Séð og heyrt. Þær Védís Vantída Guðmundsdóttir hafa tekið sig saman og myndað hljóm- sveitina Galaxis. Þær eru báðar hljóðfæra- leikarar en Védís leikur á flautu. Þær munu frumflytja nýtt lag á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland sem fer fram í dag, föstudag. Fjölskyldan í fyrirrúmi Útgefandinn Björn Ingi Hrafns- son stendur á ákveðnum kross- götum þessa dagana. Á mánudag ákvað hann að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í íþróttafélaginu ÍR. Það sem athygli vekur er að aðeins fjórum dögum áður hafði Björn Ingi gefið kost á sér til formanns. Það sem breyttist á þessum fjórum dögum var að mót- framboð barst. Hann dró því framboð sitt til baka og sendi í kjölfarið yfir- lýsingu þar sem fram kom að hann að hann hefði í raun ekki tíma til að sinna starfinu. For- mennskan hafi bitnað á vinnu hans og fjöl- skyldu sökum anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.