Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 27
Umræða | 27Helgarblað 20.–22. maí 2011 „Sýnir samhug Íslendinga“ Á aðalfundi UNICEF í Bern fékk Ísland viðurkenningu fyrir mestu aukningu framlaga árið 2010. Hvergi í heiminum eru fleiri styrktaraðilar miðað við höfðatölu. Stefán Ingi Stefáns- son er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hver er maðurinn? „Stefán Ingi Stefánsson heiti ég.“ Hvaðan ertu? „Ég er fæddur í Bergen en uppalinn í Hlíðunum.“ Hver eru áhugamálin þín? „Ég hef til dæmis gaman af hlaupum og auðvitað vinnunni minni!“ Hefurðu áður unnið að góðum mál- efnum? „Ekki sams konar málefnum. Fyrir þetta vann ég sem sjúkraþjálfari á Grensásdeild.“ Hvernig myndirðu lýsa starfi UNICEF á Íslandi í stuttu máli? „UNICEF snýst um að tryggja réttindi barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að bjóða fólki að taka þátt í verkefnum sem miða að því að tryggja rétt barna sem búa við hvað sárasta neyð í fátækustu ríkjum heims. Við kynnum verkefnin og söfnum framlögum fyrir þau. Hjálpin fer síðan meðal annars í að bólusetja börn við lífshættulegum sjúkdóm- um, tryggja þeim aðgang að heilsugæslu, menntun og hreinu vatni.“ Eru Íslendingar almennt vel að sér um störf UNICEF? „Já, alltaf betur og betur. Ég held að fólk sé almennt mjög áhugasamt um þessi mál og viðurkenningin sýnir að fólk hefur mikinn áhuga á að koma til aðstoðar. Viðurkenningin sem við fengum er auðvitað fyrst og fremst viðurkenning til heimsfor- eldra okkar.“ Er fjölgun heimsforeldra á Íslandi hröð? „Þetta hefur vaxið jafnt og þétt. Í fyrra bættust til dæmis við um 2.000 manns og núna eru þeir hátt í 17.000 talsins. Við erum mjög þakklát fyrir þetta – og að þeir sem byrjuðu að styrkja okkur fyrir hrun hafa haldið því áfram. Þetta er okkur mikils virði.“ Hvað er fram undan? „Aðalfundur UNICEF verður haldinn á fimmtudaginn í næstu viku, í Þjóðminjasafninu. Hann hefst klukkan fimm og þangað eru allir velkomnir. Þar verður ársskýrslan kynnt og viðamikil skýrsla um stöðu barna á Íslandi.“ „Já, já.“ Haukur Emilsson „Nei, það er nú ekki einu sinni komið, sumarið.“ Kolbrún Halldórsdóttir 21 árs afgreiðslumaður „Nei, það er ekki svo. Eigi getur haustað á vori.“ Styrmir Örn Hansson 30 ára verslunarrekandi og flugfreyr „Já, klárlega.“ Dögg Guðmundsdóttir 22 ára, afgreiðsludama og lífskúnstner „Já, það virðist taka sinn tíma til þess að koma hingað.“ Ólafur Björn Tómasson 20 ára glaumgosi Maður dagsins Haustar snemma á þessu vori? Svanur í Hörpu Lúðrasveitin Svanur hélt vortónleika sína í Eldborg, aðalsal Hörpu, síðastliðið mánudagskvöld. Efnisskráin var mjög fjölbreytt og einleikari í einu verkanna var saxófónleikarinn Sigurður Flosason en hann lék með sveitinni á sínum yngri árum. myND DavÍð þÓr Myndin Dómstóll götunnar Í pistli fyrir tveimur vikum ræddi ég mikilvægi þess að endurreisa Al-þingi sem meginafl í stjórnmálalífi þjóðarinnar og frelsa þingið undan oki ríkisstjórnarinnar. Í stjórnlaga- ráði höfum við í B-nefndinni, sem fjallar um valdþætti stjórnskipun- arinnar, náð saman um 25 leiðir til þess að styrkja löggjafann gagnvart framkvæmdavaldinu. Við höfum nú þegar útfært ríflega helming leið- anna í afmarkaðar tillögur að ákvæð- um í stjórnarskrá en aðrar eru enn til umfjöllunar, bæði í nefndinni og hjá ráðinu í heild. Flestar tillagnanna eru í eðli sínu óháðar því hvort rík- isstjórn sitji áfram í skjóli þings eða verði kjörin beinni kosningu. Það stóra mál er enn óútkljáð. þvingað samráð Í núverandi stjórnarskrá segir að Al- þingi og forseti fari saman með lög- gjafarvaldið. Við byrjum hins vegar á því að segja að Alþingi sæki vald sitt til þjóðarinnar og fari með löggjafarvald og fjárstjórnar- vald og hafi eftirlit með fram- kvæmdavaldinu. Til að styrkja þingið í því hlut- verki leggjum við til að ráðherrar víki af þingi – séu þeir á ann- að borð valdir úr hópi þingmanna. Varamenn komi þá í staðinn. Einn- ig af þeim sökum er brýnt að styrkja minnihluta þings- ins til mótvægis. Flestar tillagn- anna lúta einmitt að því . Sú mikil- væg- asta er kannski sú að það verði í höndum forsvarsmanna þingnefnda að mæla fyrir stjórnarfrumvörpum í stað ráðherra eins og nú er. Því viljum við styrkja stefnumótunarstarf þing- nefnda í undirbúningi lagagerða án þess þó að tvöfalda sveit sérfræðinga sem kemur að undirbúningi mála hjá stjórnsýslu og þingi. Með því móti yrði kerfisbundið og virkt samráð á milli stjórnarráðsins og viðkomandi þingnefnda hreinlega þvingað fram í stað þess að þinginu sé aðeins ætl- að að stimpla verk ríkisstjórnarinn- ar eins og nú viðgengst. Ráðherrar koma þá aðeins til þings sérstak- lega kvaddir til þess að svara fyrirspurnum og taka þátt í mjög afmörkuðum umræðum. aukið eftirlit Tillögur okkar miða að því að styrkja eftirlitshlutverk Alþingis verulega. Kveðið er á um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi um mál sem undir þá heyra um leið og fjár- laganefnd Alþingis fær heimild til að krefja stofnanir ríkisins, ríkisfyr- irtæki og aðra þá sem fá framlög úr ríkissjóði um upplýsingar sem fram- laginu tengjast. Til að hnykkja á eftirlitshlutverki þingsins viljum við aukinheldur stjórnarskrárbinda meginstofnan- ir þess, svo sem Ríkisendurskoðun og Umboðsmann Alþingis – sem mætti raunar heita Umboðsmað- ur almennings. Gagnrýnt hefur ver- ið að stjórnvöld víli ekki fyrir sér að hunsa álit umboðsmanns og því höf- um við áhuga á að styrkja stöðu hans gagnvart framkvæmdavaldinu. Við leggjum enn fremur til að stjórnar- skrárbinda nýja eftirlits- og stjórn- skipunarnefnd þingsins sem hafi það hlutverk að kanna athafnir og ákvarðanir ráðherra. Enn fremur er ætlunin að heimila þing- nefndum að rannsaka mikilvæg mál er almenn- ing varða. þingið sjálft Í viðleitni til að lyfta yfirstjórn þings- ins svolitla ögn yfir versta argaþras dægurstjórnmálanna leggjum við til að Alþingi kjósi sér forseta með auknum meirihluta atkvæða, en það þvingar stjórnarliðið til samráðs við stjórnarandstöðuna um þingforyst- una. Um leið leggjum við til að þing- forsetinn greiði ekki atkæði og víki í reynd frá almennum þingstörfum. Við viljum einnig styrkja málefn- arekstur einstakra þingmanna með því að þingmál falli aðeins niður við lok kjörtímabils í stað hvers þing- misseris eins og nú er. Svo viljum við færa þingrofsréttinn frá forsætis- ráðherra til þingsins sjálfs, það er að segja meirihluta þings. Óútkljáð er hvort rétt sé að tak- marka setutíma ráðherra og hvernig koma megi böndum á reglugerða- vald þeirra. Við erum hins vegar sammála um að leggja þá skyldu á ráðherra og önnur stjórnvöld að líta einungis til hæfni og málefnalegra sjónarmiða við skipun manna í emb- ætti. Í stað þess að banna erlendum ríkisborgurum að gegna embættum á Íslandi eins og nú er leggjum við til að í lögum megi kveða á um að í til- tekin embætti megi einungis skipa íslenska ríkisborgara. Öll eru þessi mál enn í gerjun og ekkert hefur enn verið endan- lega afgreitt í okkar hópi. Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið geta komið tillögum á framfæri í gegn- um vefinn okkar stjornlagarad.is. Öllum góðum ábendingum er ákaft fagnað. Áfram alþingi Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann „Gagnrýnt hefur verið að stjórnvöld víli ekki fyrir sér að hunsa álit umboðsmanns og því höfum við áhuga á að styrkja stöðu hans gagn- vart framkvæmdavaldinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.