Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 23
Fréttir | 23Helgarblað 20.–22. maí 2011
gefið út þegar íslenska efnahags-
hrunið var að skella á, þann 29.
september 2008, sama dag og ís-
lenska ríkið yfirtók meirihluta í
Glitni banka. DV hafði samband
við Byggðastofnun en fékk engar
upplýsingar hjá stofnunni um af
hverju stofnunin veitti fyrirtæki
Jóns umrætt lán á þessum tíma.
Blaðið fékk þær upplýsingar að ekki
væri hægt að veita upplýsingar um
einstök lán.
Næst þar á eftir í veðhafaröð-
inni er Sveitarfélagið Ölfus með
100 milljóna króna veð. Fjórða
veðrétt á svo bandaríska drykkjar-
vörufyrirtækið Anheuser-Busch In-
corporated en á Hlíðarendajörð-
inni hvílir tryggingabréf upp nærri
24 milljónir dollara, um 2,7 millj-
arða króna, sem gefið var út sum-
arið 2007. Sumarið 2007 gerðu An-
heuser-Busch og Icelandic Water
Holdings samning um að banda-
ríska fyrirtækið myndi sjá um dreif-
ingu á íslenska vatninu í Bandaríkj-
unum. Anheuser-Busch eignaðist
einnig á þessum tíma 20 prósenta
hlut í vatnsfyrirtæki Jóns. Ætla má
að tryggingabréfið frá bandaríska
vatnsfyrirtækinu sem hvílir á jörð-
inni sé tilkomið vegna þessara við-
skipta.
Milljarðalán út á ógreidda jörð
Jón Ólafsson og stjórnendur Ice-
landic Water Holdings hafa því
verið duglegir við að taka lán út og
veðsetja jörðina í Ölfusi þrátt fyrir að
hafa ekkert greitt fyrir hana ennþá
og þrátt fyrir að það komi fram í
kaupsamningi félagsins á milli fyrir-
tækisins og sveitarfélagsins að Ölfus
skuli eiga 1. veðrétt í eigninni. Þrátt
fyrir að það komi ekki skýrt fram í
kaupsamningnum virðist sveitar-
félagið hafa ætlast til þess að Jón
veðsetti eignina ekki frekar og hefur
Jón þurft að fá leyfi sveitarfélagsins,
afsalshafa jarðarinnar, áður en hann
veðsetti eignina frekar. „Afsal fyrir
hinu selda skal gefið út, þegar kaup-
andi hefur að fullu greitt í reiðufé
umsamið kaupverð kr. 100.000.000 -
ásamt áföllnum verðbótum.“
Sveitarfélagið hefur því veitt fyrir-
tæki Jóns leyfi til að veðsetja Hlíðar-
endajörðina þrátt fyrir að afleiðingin
Organic Goodies
lífræn snyrtivara
n Basilika er grísk jurt og er jafnan kölluð „konungur
jurtanna“. Sótthreinsandi virkni (anti-septic).
n Steinselja hefur verið notuð til lyfjagerðar í aldaraðir og
er þekkt fyrir öflug áhrif á bólgur og kláða.
n Kamomilla hefur verið notuð til lyfjagerðar í aldaraðir og
er þekkt fyrir góð áhrif á róandi og sótthreinsandi áhrif.
n Mjög hátt hlutfall af lífrænum jurtum 94,4%
af innihaldi.
Fæst í Fjarðarkaupum, Hagkaup Smáralind, Hagkaup
Kringlunni, Hagkaup Garðabæ, Hagkaup Skeifunni, Heilsuver,
Lyfjaval Álftamýri, Lyfjaval Mjódd og Lyfjaval Hæðarsmára
Lífrænar vörur sem eru unnar úr
Basiliku, Steinselju og Kamomillu.
Inniheldur:
n Enga Parabena
n Engin tilbúin
efnasambönd
n Enga hormóna
Fr
u
m
Fæst í Lyfju og flestum apótekum, Heilsuhúsinu, femin.is,
Maður Lifandi og Fjarðarkaup
Umboð á Íslandi • icecare@icecare.is Þú finnur okkur á facebook
Hay Max gegn frjóko naofnæmi
Ertu þreytt/ur á að þjást af frjókornaofnæmi allt sumarið?
Prófaðu þá nýja lausn
er lífrænn salvi sem hindrar frjókornin í að berast inn
í öndunarveginn.
er borið á húð í kringum nasir, aðeins inn í nefið og í
kringum augu.
klístrast ekki og sést ekki á húð.
læknar ekki ofnæmi, heldur kemur aðeins í veg fyrir
að frjókornin berist inn í öndunarveginn.
Rannsókn sýnir að getur fyrirbyggt frjókornaofnæmi.
fin ur okkur á Facebook
dv
e
h
f.
/
da
ví
ð
þó
r
Vatnsfyrirtæki
Jóns yfirVeðsett
af þessu væri sú að sveitar félagið
færðist neðar í veðhafaröðinni.
Ólafur Áki staðfestir þetta: „Já, þetta
var gert í samráði við okkar lög-
mann vegna þess að Íslandsbanki er í
ábyrgð fyrir þessari greiðslu til Ölfuss.
Þessi veðsetning skiptir því litlu máli
varðandi viðskipti okkar við hann.
Við vorum með aðra tryggingu.“
Samkvæmt Ólafi skipti veiting Ölf-
uss á veðleyfunum til fyrirtækis Jóns
því ekki máli þar sem bankaábyrgðin
var fyrir hendi – sveitarfélagið var því
öruggt með að fá sína kröfu greidda.
Viðræður um að breyta
skuldum í hlutafé
DV hefur ekki heimildir fyrir því
hvers eðlis samningurinn á milli
vatnsfyrir tækis Jóns og Glitnis var.
Alveg ljóst er hins vegar að Íslands-
banki þarf að greiða Ölfusi fyrir
landið ef Jón getur ekki greitt fyrir
það. Einnig er ljóst að þeir fjár munir
sem notaðir verða til að greiða upp
lánið vegna landakaupanna munu
varla koma beint frá vatnsfyrirtæk-
inu.
Vatnsfyrirtæki Jóns tapaði 12,5
milljónum dollara árið 2009, eða
nærri 1.440 milljónum íslenskra
króna samkvæmt ársreikningi
2009. Eignir félagsins eru bókfærð-
ar á rúmlega 135,6 milljónir doll-
ara, rúma sautján milljarða króna,
en stærsti hluti þessara eigna er
bókfært verð á vatnsréttindum á
Hlíðarendajörðinni og dreifingar-
samningurinn við Anheuser-Busch
í Bandaríkjunum. Samtals er þetta
tvennt metið á rúmlega 120 millj-
ónir dollara. Á móti þessum eignum
eru skuldir upp á nærri 67 milljónir
dollara, nærri 80 milljarða króna.
Stærsti hluti þessara skulda eru
langtímalán upp á 23 milljónir doll-
ara, rúmlega 2,6 milljarða króna,
þar á meðal þær skuldir sem Hlíðar-
endajörðin hefur verið veðsett fyrir,
og skuldaviðurkenning (convertible
promissory note) upp á rúmlega
20 milljónir dollara sem eigandi
skuldaviðurkenningarinnar getur
breytt í hlutafé árið 2012. Skuldavið-
urkenningin var gefin út árið 2008.
Í ársreikningi félagsins kem-
ur fram að viðræður hafi staðið
yfir við lánardrottna félagsins um
að fresta afborgunum af skuldum
félagsins og eða breyta hluta þeirra
í hlutafé. Meðal annars er um að
ræða skuldir við þau fjármálafyrir-
tæki sem eiga veð í Hlíðarendajörð-
inni. „Lán í Bandaríkjadollurum
eru frá þremur íslenskum stofnun-
um (fimm milljónir dollara) og ein-
um erlendum banka (12 milljónir
dollara). Greiða á lánið frá erlenda
bankanum í ágúst 2011. Samkvæmt
gildandi lánasamningum eru af-
borganir af lánunum frá íslensku
stofnununum gjaldfallnar. Stjórn-
endur fyrir tækisins hafa hins vegar
fengið framlengingu á lánaskilmál-
unum.“ Samkvæmt ársreikningnum
virðist vatnsfyrirtækið hafa feng-
ið framlengingu vegna afborgana
af nánast öllum lánum sínum. Auk
þess kemur fram í ársreikningnum
að fyrirtæki Jóns hafi boðið tveimur
lánardrottnum félagsins að breyta
lánum í hlutafé í Icelandic Water
Holdings. Talsverðum hluta skulda
vatnsfyrirtækisins gæti því verið
breytt í hlutafé á næstu árum sam-
kvæmt ársreikningi félagsins.
Jón sagði stutt í hagnað
Samkvæmt viðtali við DV í fyrra
sagði Jón hins vegar að bráðum stytt-
ist í hagnað hjá fyrirtækinu. „Þannig
að við erum alveg á fínni siglingu.
En eitt sem fólk áttar sig ekki alveg
á er hvað þetta kostar. Til dagsins í
dag er búið að fjárfesta í þessu fyrir-
tæki fyrir meira en 80 milljónir doll-
ara, meira en tíu milljarða íslenskra
króna,“ sagði Jón í viðtali við DV í
fyrra um stöðuna á vatnsfyrirtæk-
inu. Jón sagði að að öllu óbreyttu
muni vatnsfyrirtækið byrja að skila
hagnaði eftir eitt ár. „Við erum farnir
að sjá í gegnum rörið.“
Jón sagði auk þess í viðtal-
inu að tilkoma nýrra fjárfesta inn í
fyrirtækið kynni hugsanlega að flýta
því að hagnaður yrði af fyrirtækinu.
Hann sagði að hlutafjárútboð væri í
gangi hjá fyrirtækinu og að viðræður
væru í gangi við ýmsa fjárfesta. „Ég
er búinn að vera að leita að fjárfest-
um til að koma inn í þetta með okk-
ur síðast liðin fjögur ár.“ Jón sagði að
sögusagnir um að fyrirtækið stæði
ekki vel væru ekki á rökum reistar.
„Það er ekkert að. Við erum bara að
byggja upp fyrirtæki sem er á góðri
leið með að klára sig. Það eru hræ-
gammar þarna úti sem eru að tala illa
um okkur. Öfundin hefur aldrei setið
á sér hér á Íslandi.“
Samkvæmt veðbandayfirlitinu
og ársreikningi vatnsfyrirtækisins
er staða félagsins hins vegar ekki al-
veg eins góð og Jón vildi vera láta í
fyrra. Jón virðist auk þess hafa keypt
landið sem verksmiðjan stendur á
án þess að þurfa að greiða neitt fyrir
hana hingað til auk þess sem hann
hefur að nokkru leyti fjármagnað
uppbyggingu og rekstur vatnsfyrir-
tækisins með því að veðsetja jörðina
með leyfi frá sveitarfélaginu Ölfusi.
Jón hefur ekki viljað ræða við
blaðamann DV.
„Við erum með
bankaábyrgð frá
Íslandsbanka.
Stendur í ströngu Honum hefur verið stefnt vegna 420 milljóna króna sjálfskuldar-
ábyrgðar auk þess sem fyrirtæki hans á að greiða 100 milljónir á þessu ári. Mynd Sigtryggur Ari