Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 45
Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is Tækni | 45Helgarblað 20.–22. maí 2011
N
etrisinn Google hefur sann-
arlega slegið í gegn undan-
farin misseri með Android-
stýrikerfi sínu. Það er þó ekki
Google einu að þakka því stýrikerfið,
sem er svokallaður opinn eða frjáls
hugbúnaður (open source), er í raun
afsprengi OHA-bandalagsins (Open
Handset Alliance) en að því standa
í dag um áttatíu stórfyrirtæki, m.a.
í vél- og hugbúnaðargerð, þar með
talin Google, HTC, Sony, Dell, Intel,
Motorola, Samsung, LG og Nvidia.
OHA og Android
OHA-bandalagið var í upphafi
myndað af 34 fyrirtækjum og var
formlega stofnað á seinni hluta árs
2007 að frumkvæði Google sem
hefur síðan verið í forsvari og leitt
bandalagið. Markmiðið var og er enn
að byggja upp frjálsa staðla, leyfi og
hugbúnað fyrir snjallsíma og mynda
í sameiningu einhvers konar sam-
keppnisgrundvöll gagnvart öðrum
snjallsímakerfum.
Android er í raun fyrsta afurð
þessa samstarfs en um sama leyti og
bandalagið var stofnað var fyrsti þró-
unarpakkinn (developer kit) gefinn
út. Android, sem byggt er á Linux-
kjarna, var komið vel á veg og innan
árs leit fyrsti Android-síminn ljós;
HTC Dream, og forritaverslun fyrir
Android (Android Market) var sett
á laggirnar í október 2008 en þar var
einnig hægt að sækja frí forrit. Google
setti síðan á markað Nexus One-
snjallsímann í janúar 2010 og síðan
þá hafa önnur fyrirtæki keppst við
að koma snjallsímum með Andro-
id-kerfinu á markað en Samsung og
Motorola hafa notið þar mestrar vel-
gengni undanfarna mánuði.
Í fyrsta sæti
Uppgangur Android var með ólík-
indum á síðasta ári en þá skaust
stýrikerfið fram úr Symbian frá
Nokia sem um langt skeið hafði ver-
ið ókrýndur konungur markaðar-
ins. Sölutölur snjallsíma á heims-
vísu – fyrsta ársfjórðungs 2011, sem
gefnar voru út nýverið af greiningar-
fyrirtækinu Gartner, sýna síðan 10%
aukningu til viðbótar og er Android
í dag með um 36% hlutdeild á snjall-
símamarkaðinum og ótvíræða for-
ystu.
Í kjölfar iPad
Á síðasta ári var Android fyrir
spjaldtölvur fyrst kynnt en það var
ekki fyrr en með Honeycomb-út-
gáfunni (Android 3.0) fyrr á þessu
ári sem fullmótað Android-kerfi
fyrir spjaldtölvur varð að veruleika.
Motorola Xoom er fyrsta spjaldtölv-
an sem keyrir á Honeycomb og þótti
verðugur keppinautur iPad þegar
hún fór kom á markað á dögunum,
en salan hefur hingað til ekki stað-
ið undir væntingum, að flestra mati
er þar um að kenna háu verði. En
árið sem nú er að líða hefur ekki að
ástæðulausu verið kallað ár spjald-
tölvunnar, spjaldtölvur í öllum verð-
flokkum, gæðum og stærðum munu
birtast í hillum versluna næstu vik-
ur og mánuði, með Android-kerfið
innanborðs.
Android inn á heimilið
Á þróunarráðstefnu Google sem
haldin var fyrr í mánuðinum fengu
ráðstefnugestir að kynnast að-
eins framtíðarsýn Google varðandi
Android. Verkefnið Android@Home
vakti verulega athygli en í því felst
að í framtíðinni verði hægt með auð-
veldum hætti að stjórna hefðbundn-
um heimilistækjum, hita, ljósum og
loftræstingu með Android-símum
eða spjaldtölvum. Hugmyndin um
að stjórna innviðum bygginga með
einhvers konar þráðlausri tækni er
alls ekki ný af nálinni og er í raun
þegar til staðar en Google segist hafa
mótað tæknilegan grunn til að gera
þessa hugmynd aðgengilegri og fjár-
hagslega raunhæfari fyrir heimili og
fyrirtæki. Google vinnur að því þessa
daga ásamt fyrirtækinu Lighting
Science að þróa þráðlausan opinn
staðal fyrir verkefnið en á ráðstefn-
unni sýndi Lighting Science gestum
hvernig hægt er að stjórna ljósmagni
ljósaperu með þessum hætti og not-
aði við tækifærið hina nýju Motorola
Xoom-spjaldtölvu.
Android-stýrikerfið hefur
átt mun meiri velgengni
að fagna en margan
grunar og hefur frá síðari
hluta ársins 2010 verið
í forystu á snjallsíma-
markaði.
Android frá upphafi
n 2003 Fyrirtækið Android Inc. stofnað í Kaliforníu af Andy
Rubin, Rich Miner, Nick Sears og Chris White. Markmið
fyrirtækisins var að þróa farsíma og tæki sem hefðu
einhvers konar innbyggða staðsetningartækni ásamt
öðrum nýjum eiginleikum og forritum, svokallaða
snjallsíma. Starfsemi fyrirtækisins fór leynt og aðeins
var vitað að verið væri að þróa einhvers konar hug-
búnað fyrir farsíma.
n 2005 Google kaupir Android Inc. og lykilstarfsmenn ásamt
þremur af stofnendum þess fylgdu með við kaupin. Vangaveltur
fréttamiðla um hvort Google ætli sér inn á farsímamarkaðinn.
n 2006 Ein af þróunardeildum Android með Andy Rubin við stjórnvölinn mótar snjall-
símakerfi sem keyrir á Linux-kjarna. Google kynnir kerfið meðal farsímaframleiðenda og
fjarskiptafyrirtækja, Android er sett fram sem sveigjanlegt opið stýrikerfi sem auðvelt sé
að uppfæra. Google leitar eftir samstarfi við fjarskiptafyrirtæki.
n 2007 Google skráir ýmis einkaleyfi sem lúta að farsímum. OHA-bandalagið (Open
Handset Alliance) með Google í forsvari stofnað um þróun opinna staðla fyrir farsíma.
OHA kynnir Android, fyrstu afurð hins nýja bandalags.
n 2008 Fjórtán ný fyrirtæki ganga til liðs við OHA, þar á meðal Sony Ericsson, Asustek,
Garmin, Toshiba og Vodafone. HTC Dream, fyrsti Android-síminn kemur á markað.
Android Market, forritaverslun sett á laggirnar í október.
n 2009 Android með 2,8% hlutdeild á snjallsímamarkaði.
n 2010 Google kynnir Nexus One-snjallsímann. Android fyrir spjaldtölvur kynnt.
Android í forystu á snjallsímamarkaði og fer fram úr Nokia Symbian í lok ársins með 33%
hlutdeild seldra snjallsíma.
n 2011 Gingerbread (Android 3.0) lítur dagsins ljós sem fullbúið stýrikerfi fyrir
spjaldtölvur. Android með 10% aukningu á einu ári á snjallsímamarkaði við lok fyrsta
ársfjórðungs. Android@Home kynnt.
Þróunarráðstefna
Google Táknmynd
Android, græna vélmennið,
prýðir sýningarsvæði ráð-
stefnunnar.
Android
og oHA