Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 26
Ekkert í lífinu getur fært okkur meiri hamingju en hjartagæska okkar sjálfra. Það er því ekki til
neins að væla þótt Harpan verði að
stofnun utanum þarfir þeirra sem
hugsa fyrst um snobbið, þá um lang
anir almennings og síðast um sköp
unargleði listamannanna. Við verð
um nú sem fyrr að líta í eigin barm,
láta okkur líða vel og leyfa hjarta
gæsku okkar sjálfra að ljóma. Við
getum ekki gert neitt til að sporna við
ágangi afætanna sem einvörðungu
hugsa um að snobbliðið haldi aumk
unarverðri elítuhugsun á lofti.
Fróður maður sagði eitt sinn, að
hinn illi vilji myndi kenna okkur góð
vild. Það er mikill sannleikur í þess
um orðum. Allavega er því haldið
fram nú á dögum, að vitleysingjar
og þrjótar séu jafnan það fólk sem
setur þau viðmið í viðskiptalífi sem
heiðarlega fólkið þarf síðan að sætta
sig við. Það er bókstaflega þannig
að við virðumst þurfa að sætta okk
ur við það, þegjandi og hljóðalaust,
að stórriddarar stærilætis og upp
dubbuð snobbhænsn haldi eðal
teboð fyrir horngrýtis hyski og þjóð
frægar þurrkuntur. Já, kæru vinir, við
erum alltaf að díla við húmbúkkið
og hégómlegu hvatirnar. Við leyf
um fréttunum að fjalla um allt þetta
ómissandi fólk, sem er svo til hreinn
ar óþurftar þegar öllu er á botninn
hvolft.
Hamingja okkar flestra felst í því
að vera á hliðarlínunni, láta ekki að
alinn raska okkar ró. Leyfum afdönk
uðum stjórnmálaskúrkum, kúlul
ánakóngum og drottningum þeirra
að njóta lífsins lista á okkar kostn
að. Við, sem í mesta lagi getum tal
ist þjónar elítunnar, verðum að sýna
þakklæti. Harpan er risin úr hafi og
HÚRRA! fyrir því.
Ísland er eitt stórt og mikið Séð
og heyrt. Líklega eigum við ekkert
betra skilið en þingmenn sem grenja
yfir launum sínum, þingmenn sem
dæmdir eru fyrir þjófnað og ráðherra
sem grunaðir eru um stórfelld mis
ferli. Sagan kennir okkur að Útvarp
Matthildur byrjaði sem grín en end
aði sem skelfilegur harmleikur. Sag
an á líka eftir að kenna okkur að von
um farsæla lausn mála í Hörpunni er
bundin við það að einhvern veginn
í ósköpunum takist að öngla sam
an klinki til að greiða fyrir það bruðl
sem á þar eftir að eiga sér stað. Og
von okkar er svo að sjálfsögðu einn
ig bundin við það, að þeir verði ekki
margir Íslendingarnir sem kjósa að
boíkotta þetta fína hús.
Höfum hugfast, að hjartans
hörpu strengir syngja um það sem
sálin þráir.
Í faðmi lífsins finnur þú,
ef fögur leið er valin,
að hamingjan er hér og nú
í hjarta þínu falin.
26 | Umræða 20.–22. maí 2011 Helgarblað
„Við förum bara eftir því mati
og tökum enga áhættu.“
n Konráð Júlíusson er eigandi
dalmatíuhundsins sem réðst á bréfber-
ann á mánudaginn. – DV.is
„Það orkar mjög
tvímælis að
flokka khat sem
fíkniefni.“
n Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi
landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra,
um fíkniefnin sem lögreglan haldlagði á
miðvikudag. – bjarnihardar.blog.is
„Við erum ekki í vinsælda-
keppni.“
n Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari
Verkmenntaskólans á Akureyri, gefur lítið
fyrir úttekt stærðfræðings sem bendir til
þess að VMA sé verstur 32 framhalds-
skóla á Íslandi. – visir.is
„Mér finnst mjög mikil-
vægt að menn skoði
þennan reikning.“
n Hanna Birna Kristjánsdóttir,
borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar. – mbl.is
„Auðvitað á það
ekki að vera
leyndarmál
hverjum er boðið.“
n Gestalistinn á opnunarhátíð Hörpu
fæst ekki uppgefinn. Katrín Jakobs-
dóttir menntamálaráðherra er
ósammála því að leynd eigi að hvíla yfir
listanum. – pressan.is
Karlar sem hata konur
Leiðari
Bókstaflega
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar
Hugprýði og hamingja
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
„Hamingja okkar
flestra felst í því
að vera á hliðarlínunni.
Birgitta hringlar
n Á opnunarhátíð Hörpunnar vakti
ýmislegt athygli, svo sem að Björgólfi
Guðmundssyni, hinum fallna athafna
manni, skyldi
vera boðið. Aftur
á móti undraðist
enginn að
Birgittu Jónsdóttur
alþingismanni
væri boðið. Þar
var stóra fréttin
sú að hégóminn
náði yfirhöndinni
og hún mætti til að hringla skartgrip
unum sínum með hinum. Þá er óhætt
að segja að andlitið hafi dottið af ein
hverjum þegar Birna Þórðardóttir, einn
mesti róttæklingur og mótmælahetja
sögunnar, lét fallerast og mætti inn í
dýrðarljómann.
Kampavín og
snjókúlur
n Jón Ásgeir Jóhannesson, athafna
maður og lykilmaður 365, er mikið á
milli tannanna á fólki. Sú saga fór sem
eldur í sinu eftir helgina að leikkonan
Margrét Vilhjálms-
dóttir hefði ausið
hann kampavíni í
bræði sinni. Þetta
átti að hafa gerst á
veitingastaðnum
Boston en hvorki
Jón Ásgeir né
eigandi staðarins
vildu kannast við
atvikið. Jón Ásgeir hefur stundum
orðið fyrir aðkasti á almannafæri og
var grýttur með snjókúlum á sínum
tíma fyrir utan hótel sitt.
Gúmmídoktor
n Össur Skarphéðinsson utanríkisráð
herra var í stuði í umræðu um utan
ríkismál og hæddi mann og annan
úr liði ESBandstæðinga sem hann
sagði að „nenntu ekki að lesa heima“.
Pétur Blöndal
alþingismaður
hefði stagast á
því oft í þinginu
að það tæki að
minnsta kosti 35
ár að uppfylla
skilyrði ESB um
skuldir ríkissjóðs
og fyrr yrði ekki
hægt að taka upp evruna. Össur sagði
að greinilega dygði honum ekki eitt
gúmmídoktorspróf, því nú lægi fyrir
að evruna væri auðveldlega hægt að
taka upp á þremur árum ynnu menn
heimavinnuna sína í tíma. Reiknað
er með að Pétur eigi eftir að launa
Össuri doktorsnafnbótina.
Kraftaverka-
menn í þrot
n Eitt stærsta fall kraftaverkamanna
eftir hrun er gjaldþrot byggingarverk
takanna Gylfa Héðinssonar múrara
meistara og Gunnars Þorlákssonar
byggingarmeistara, sem kenndir eru
við verktakafyrirtækið BYGG. Einka
hlutafélag þeirra heitir CDG ehf.
en hét áður BYGG Invest ehf. Nafni
félagsins var breytt eftir bankahrunið
2008. Það hefur nú verið úrskurðað
gjaldþrota og milljarðar gufa upp.
Sú var tíð að Gunnar og Gylfi voru á
meðal valdamennstu viðskiptajöfra á
Íslandi en nú er sú tíð að baki.
Sandkorn
tRyGGVAGötu 11, 101 REyKjAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Með fullri virðingu, nauðgun er nauðgun,“ sagði fréttakona BBC þegar dómsmálaráð
herra Breta, Ken Clarke, sagði að sum
ar nauðganir væru alvarlegri en aðrar.
„Nei,“ sagði hann þá og talaði um klass
ískar nauðgarnir og alvarlegar nauðg
anir, sem átti við um nauðganir þar sem
nauðgarinn beitir ofbeldi og konan er
andvíg nauðguninni. Konur eru alltaf
andvígar nauðgun, jafnvel þótt kenn
ari haldi því fram að það sé „alþekkt vís
indaleg staðreynd að fjöldi kvenna læt
ur sig dreyma um nauðgun“.
Á meðan þingheimar Lundúna
loga vegna ummæla dómsmálaráð
herrans situr sá sem var talinn líkleg
asti forsetaframbjóðandi Frakka,
framkvæmdastjóri Alþjóða
gjaldeyris sjóðsins Dominique
StraussKahn, í gæsluvarð
haldi í New York vegna ákæru
um að hafa nakinn dreg
ið þernu inn í hótelher
bergi og reynt að nauðga
henni og neytt hana
til munnmaka.
Hér á Íslandi
liggur kona þungt
haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild
Landspítalans. Eiginmaður hennar
réðst á hana tveimur vikum eftir brúð
kaupið og réði henni nánast bana.
Annar banaði sambýliskonu sinni og
barnsmóður.
Síðustu fjórar vikur hefur þetta ver
ið í fréttum: Sérsveitin var kölluð til þar
sem maður var handtekinn fyrir heim
ilisofbeldi. Karlmaður um tvítugt var
handtekinn eftir að hann tók unnustu
sína hálstaki. Maður sló konu þannig
að hún fékk sár á enni og reif í hárið á
henni. Ástæður árásarinnar voru óljós
ar og talið að hann hefði farið konuvillt.
Rúmlega tvítugur mað
ur var dæmdur
fyrir líkamsárás.
Hann nefbraut stúlku en sagðist ekki
muna vel eftir atvikinu þar sem hann
væri með athyglisbrest og gleymdi auð
veldlega því sem fyrir hann bæri. Ári
seinna hrinti hann annarri svo hún
slasaðist.
Ungur maður situr í gæsluvarð
haldi vegna gruns um að hafa nauðgað
sautján ára stelpu í apríl og fjórum dög
um síðar nauðgað og barið aðra 19 ára
ásamt félaga sínum. Maður var kærður
fyrir nauðgun í heimahúsi. Annar stakk
fingri í endaþarm ungrar stúlku á Aust
urvelli og sagði að um fíflaskap hefði
verið að ræða.
Karlarnir hafa afsakanir á reiðum
höndum. Einn fór konuvillt, annar var
með athyglisbrest og sá þriðji var bara
að fíflast. Ráðherrann valdi vitlaus orð,
kennarinn var að stríða og forstjórinn
er saklaus. Kannski er hann saklaus.
Engu að síður var kvennafar hans al
þekkt í frönsku stjórnmálalífi. Önnur
kona steig fram og sakaði hann um að
hafa brotið gegn sér fyrir níu árum. Á
sínum tíma var henni sagt að þegja. Út
varpsmanni var sagt upp eftir að hann
fjallaði um þráhyggju StraussKahns
gagnvart konum. Blaðakonur þorðu
ekki einar á fund með honum. Samt
var hann álitinn líklegastur til að verða
næsti forseti Frakka. Og enginn sagði
neitt. Ábyrgð þeirra sem líta undan og
láta sem ekkert sé er mikil.
Allar þessar konur þurfa að glíma
við miklar og alvarlegar afleiðingar. Í
flestum tilfellum er bataferlið langt og
strangt. Sálin grætur þótt sárin grói. Al
þjóðleg mannréttindasamtök hafa bent
á að rætur ofbeldis liggi í sögulegum
valdamun kynjanna og langvarandi
mismunun. Því hefur jafnvel verið hald
ið fram að á meðan kynbundinn launa
munur er enn til staðar og flestar valda
stöður skipaðar karlmönnum verði
kynbundið ofbeldi ekki upprætt. Jafn
vel þótt litlu muni er samþykkt að kon
ur séu ekki metnar til jafns á við karla,
að þær séu aðeins minna virði en þeir.
Það má líka velta því fyrir sér hvaða
áhrif ofbeldið hefur á feril kvenna.
Flestar þurfa að verja mikilli orku, tíma
og peningum í að vinna úr afleiðing
unum og öðlast fullan styrk á ný. Til að
geta það þurfa þær bæði kraft og kjark,
sem þær hefðu betur getað nýtt annars
staðar hefðu þær bara fengið að lifa í
friði, án ofbeldis.
Maður á dánarbeði kveður til sín prest. Hans eini jarðneski moli er kotjörð. Með
an þjónn almættisins gengur að
hinum deyjandi stendur venslafólk
hjá andaktugt. Prestur veitir mann
inum hinstu blessun, beygir sig síð
an að vitum hans. Í sama mund gef
ur maðurinn upp öndina og glennt
augu viðstaddra fyllast tárum. Prest
ur lýkur aftur augum líksins nýbak
aða og horfir raunamæddur á fólkið.
Segir svo: „Gefur hann enn.“
Þannig lýsir sagan göfgi synd
ugra manna sem á kveðjustund gáfu
kirkjunni aleiguna.
Þessi þrá eftir eilífri himnavist
virðist seinni tíma fólki ekki eins og
töm. Trú manna á himnainnlegg
ið er blendnari sem ásamt löskuðu
trausti prestastéttarinnar dregur úr
þessari gjafmildi fólks á lokasprett
inum.
Spurningin um aðskilnað ríkis og
kirkju hefur jafnhliða ofangreindu
orðið áleitnari. Æ fleiri kjósa sér
annan lífsgrundvöll en þjóðkirkjuna
og þó saga hennar sé samofin sögu
landsins veitir það í margra hug
um engan rétt til mismununar. Enn
fremur telja menn 1.000 ára forskot
eiga að duga kirkjunni til sjálfstæðis.
Forsvarsmenn hennar eru sem fyrr
grandvarir þegar kemur að skoðana
skiptum um þjóðmál en þó má með
nokkurri vissu segja aðkilnað ekki
þeirra æðstu ósk. En verði af aðskiln
aði mun þjóðkirkjan ekki standa
uppi slypp og snauð. Jarðarsamn
ingar frá 1997 tryggja þjóðkirkjunni
kirkjujarðir frá ómunatíð sem efalít
ið truflar veraldlega ráðamenn. Gíf
urlegur auður er í þessu jarðnæði og
sóknarbörnin aldei spurð. Því má
búast við hasar nema prestastéttin
sjálf komist að þeirri niðurstöðu að
sjálfstæð þjóðkirkja eigi að byggja
framhaldslíf sitt á fagnaðarerindinu
en ekki eháeffi. Við slíku kraftaverki
er þó vart að búast.
Hverju sem fólk vill trúa hafa
lífsgildi kristninnar reynst okkur
vel. Þau hafa hjálpað okkur í plág
um og harðæri, viðhaldið ákveð
inni festu í samfélaginu og kom
ið okkur skammlaust í jörð. Við
erum laus við öfgar og óréttindi,
étum okkar svið án blóðsúthell
inga. Sameinuð á jólum, sundruð
yfirleitt annars, en samt má segja
að missir þessara gilda kom okkur
í koll í bankahruninu. Niðurstaða
mín er því sú að leiðsögn í anda
kristninnar getur aldrei nema leitt
til góðs, hins vegar er vafa undir
orpið hvort slíkt þurfi endilega að
vera í nafni ríkisrekinnar kirkju.
Best að þjóðin ákveði það.
Kjallari
Lýður
Árnason
„Gefur hann enn“