Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Side 25
Erlent | 25Helgarblað 20.–22. maí 2011 LAGERSALA 40-80% afsláttur opið laugardag & sunnudag 10-16 LAGERSALAN er flutt á Laugaveg 178 LAGERSALA Lín Design Laugavegi 178 (næsta hús við verslun Lín Design) www.lindesign.is email: lindesign@lindesign.is Ath Rúmfatnaður BorðdúkarRúmteppi Púðar ásamt mörgu öðru.. Aðeins þessa einu helgi Löberar Löberar BarnavörurHandklæði „Afkomendur Íslendinga í Kanada skera sig talsvert frá öðrum afkomend- um innflytjenda og eru til að mynda frábrugðnir afkomendum annarra Norðurlanda. Það er mun meiri þjóð- ernisvitund meðal þeirra og þeir eru stoltir af því að kalla sig Íslendinga, þó þeir eigi auðvitað bara við að þeir eru komnir af Íslendingum – en eru Kan- adamenn engu að síður,“ segir Laurie K. Bertram, kanadískur sagnfræðingur sem er stödd á Íslandi til að fjalla um menningu Íslendingasamfélagsins í Kanada eins og hún birtist í nútím- anum. Laurie, sem er sjálf af íslensk- um ættum, lauk doktorsprófi í sagn- fræði frá Toronto-háskóla í nóvember síðastliðnum en í doktorsverkefni sínu fjallaði hún um menningarsögu Íslendingasamfélagsins í Kanada. Blaðamaður hitti Laurie og spurði hana um verkefnið. Elska kaffið sitt „Þrátt fyrir að nú séu liðin um 135 ár frá því að fyrstu Íslendingarnir settust að í Kanada er samfélag Íslendinga enn við lýði. Mig langaði að rannsaka hvað lægi þar að baki, hverjar væru menn- ingarlegar ástæður þess að Íslending- ar halda enn góðum tengslum, jafnvel umfram afkomendur innflytjenda frá öðrum þjóðum,“ segir Laurie og bend- ir á að íslenska samfélagið sé á margan hátt einstakt. „Samfélagið hefur samt sem áður misst mikið af því sem skil- greinir venjulega þjóðernishópa (e. ethnic groups), til að mynda tungu- málið. Íslendingarnir enskuvæddust, þeir skiptust í mismunandi hópa eftir trúarskoðunum, eftir stjórnmálaskoð- unum og þeir tóku að flytja um allt land, frá þeirri „miðju“ sem tengir oft saman hefðbundna þjóðernishópa. Þrátt fyrir þetta þá náði samfélag Ís- lendinga ætíð að viðhalda ákveðinni íslenskri sjálfsmynd. Mín kenning, sem ég lagði fram í verkefni mínu, er að ástæðurnar fyrir því liggi í raun í hversdagslegum hlutum og upplifun- um sem binda samfélagið saman. Þar má nefna mat, tísku, kaffi – alltaf þessi ofuráhersla á kaffi – og einnig sjón- rænar upplifanir, eins og skrúðgöngur eða kvikmyndir – eða jafnvel bara ís- lenskar draugasögur, sem eru enn vin- sælar meðal afkomenda Íslendinga. Þannig að ýmis smáatriði, sem gætu virst ómerkileg við fyrstu sýn, skipta í raun miklu máli þegar kemur að því að viðhalda þjóðernisvitundinni. Smáat- riðin líma okkur saman.“ Laga sig að aðstæðum En er til eitthvað sem heitir íslensk menning í Kanada? „Þetta er auðvitað mjög merkilegt því Íslendingar í Kan- ada hafa alltaf þurft að bregðast við og aðlagast því umhverfi sem þeir búa við hverju sinni. Þannig hafa þeir lagt sig fram við að halda í ýmsa siði og venj- ur frá Íslandi en á sama tíma þurft að aðlagast pólitísku og menningarlegu landslagi Norður-Ameríku. Á þriðja áratug síðustu aldar áttu nýfluttir inn- flytjendur undir högg að sækja í Norð- ur-Ameríku sem dæmi. Þá þurftu Ís- lendingar að vera fljótir að samsama sig nýrri heimaþjóð, annars yrðu þeir fyrir aðkasti. Það er til dæmis ein af ástæðum þess að Íslendingar í Kanada sögðu nokkurn veginn skilið við ís- lenska tungu, pólitískur raunveruleiki þess tíma bauð einfaldlega ekki upp á annað. En við hvers kyns samkomur og fjölskyldufundi var eftir sem áður hægt að gæða sér á íslensku bakkelsi og konur sáust með skotthúfur. Á áttunda áratugnum gerðist hið gagnstæða, en þá varð mikil þjóðernisvakning minni- hlutahópa í Ameríku, og skyndilega var orðið flott að vera stoltur af upp- runa sínum. Þetta er því tvíþætt ferli, sem er afar áhugavert.“ Vínartertan sívinsæla Laurie hefur fjallað mikið um hvers- dagslega hluti og hlutverk þeirra í íslenska samfélaginu í Kanada, þar á meðal mat. Laurie bjó hérna á Ís- landi um nokkurra mánaða skeið árið 2008 til að stunda íslenskunám og því ætti hún að hafa ágætis yfirsýn yfir hvað sé „alvöru“ íslenskt og hvað sé „ kanadískt“-íslenskt. „Munurinn er auðvitað mikill. Besta dæmið er örugg- lega eftirlæti okkar í Kanada, sem er vínarterta. Ef maður biður um vínar- tertu hérna á Íslandi eru fáir sem vita um hvað maður er að tala, en hún er í raun það sama og randalín – lagkaka úr þunnu deigi með sultu á milli laga. En meira að segja bragðið er öðruvísi hér, vegna þess að Íslendingar í Kan- ada höfðu auðvitað ekki nákvæm- lega sömu hráefnin vestanhafs þegar þeir fluttu sig um set fyrir 135 árum. En vínartertan er engu að síður mikil- væg í samfélagi Íslendinga í Kanada og er bökuð á tyllidögum þegar stórfjöl- skyldan kemur saman. Táknfræðilegt mál Kenningar um að sjálfsmyndir þjóða séu samofnar tungumálinu eiga ræt- ur að rekja til þýska heimspekings- ins Johanns Gottfried von Herder (1744–1803). Herder hélt því fram að menning samfélaga grundvallaðist af tungumálinu, þar sem tungumálið myndaðist í stöðugu samspili manns- ins við náttúruna. Þannig endurspegl- ar tungumálið hverju sinni raunveru- leika hvers samfélags – er nokkurs konar lím sem heldur samfélaginu saman. Laurie segir Íslendingasam- félagið í Kanada hafa sýnt fram á að tungumálið sé ekki nauðsynlegt til að viðhalda ákveðinni sjálfsmynd, þó hún geri auðvitað ekki lítið úr gildi tungumálsins – en íslenska tungan er einmitt á mikilli uppleið í Kanada um þessar mundir. „Við notumst meira við táknfræðilegt tungumál. Í því felst til dæmis að íslenskar þjóðsögur eru enn lesnar, en þær eru lesnar á ensku. Þær hafa þrátt fyrir það mikið af ís- lenskum eiginleikum, ef svo má að orði komast. Í raun lítum við ekki á okkur sem hluta íslensku þjóðarinn- ar, það er – við tilheyrum ekki íslenska ríkinu. En við erum íslensk í gegnum fjölskyldutengsl. Þegar við segjum í Norður-Ameríku: „Ég er Íslendingur,“ þá erum við að segja að við komum úr íslenskri fjölskyldu, frekar en frá Ís- landi ríkinu.“ Fjölskyldutengslin gera okkur einstök Það eru einmitt fjölskyldutengslin sem gera afkomendur Íslendinga frá- brugðna öðrum þjóðarbrotum að mati Laurie. „Að mínu mati eru mun sterk- ari tengsl milli afkomenda Íslendinga en nokkurra annarra þjóðfélagshópa, þó Ítalir séu reyndar líka duglegir að viðhalda tengslum. Þar held ég að fjöl- skyldutengslin vegi þungt, og einn- ig þessi mikla áhersla á ættfræði – að geta rakið ættingja þína í móður- og föðurætt um marga ættliði,“ segir Lau- rie, hæstánægð með að vera komin til Íslands á ný. Laurie mun halda fyrirlestur í Þjóð- menningarhúsi á laugardag kl. 14, en þar mun hún, ásamt Lorena Fontaine, fjalla um samband íslenskra land- nema við frumbyggja í Norður-Amer- íku. Hún mun einnig flytja fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri, mánudaginn 23. maí, og að lokum heldur hún fyr- irlestur í Þjóðminjasafninu um hvers- dagsmenningu Vestur-Íslendinga, föstudaginn 27. maí. Þeir fara allir fram á ensku. Smáatriðin líma okkur saman „Ef maður biður um vínartertu hérna á Íslandi eru fáir sem vita um hvað maður er að tala. n Laurie Bertram er kanadískur sagnfræðingur af íslenskum ættum n Gerði doktorsverkefni um menningarsögu Vestur-Íslendinga n Segir fjölskyldutengsl gera Íslendingasamfélagið í Kanada einstakt Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Laurie K. Bertram Hún mun halda þrjá fyrirlestra á næstu dögum um menningarsögu Vestur-Íslendinga. mynd SiGTryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.