Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månedmaj 2011næste måned
    mationtofr
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Eksemplar
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Side 16
16 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 23. maí 2011 Mánudagur Fór út með bros á vör n Lofið að þessu sinni fær Tékkland í Holtagörðum fyrir góða þjónustu. „Ég fór með bílinn í skoðun þangað og var á hraðferð. Ég spurði því hve löng biðin væri og það kom í ljós að þrír væru á undan mér. Starfsmað- urinn sá í tölvunni að það var engin bið hjá Tékklandi í Borgartúni og ég dreif mig þangað. Ég komst strax að og fékk afar góðar móttökur. Starfsmenn- irnir voru hressir, já- kvæðir og kurteisir og ég fór þaðan með bros á vör. Ekki alltaf sem það er gaman að fara með bílinn í skoðun.“ Endurgreiða ekki vildarpunkta n Lastið fær Icelandair en afar óánægður ferðalangur sendi eftir- farandi: „Ég hafði keypt miða til New York fyrir okkur hjónin og notað vild- arpunkta en því miður fótbrotnaði frúin stuttu áður og við þurftum að hætta við. Við fengum ekki endur- greidda punktana og þeir bera fyrir sig að ekki var keypt for- fallatrygging, sem okkur var aldrei boðin. Mér finnst þetta algjörlega óskiljanlegt!“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 237,4 kr. 233,5 kr. Algengt verð 237,2 kr. 233,4 kr. Höfuðborgarsv. 237,1 kr. 233,3 kr. Algengt verð 237,4 kr. 233,5 kr. Algengt verð 238,4 kr. 233,5 kr. Melabraut 237,2 kr. 233,4 kr. Leiðrétting Í dálkinum Lof og last í miðvikudags- blaði DV í síðustu viku var sagt að lofið færi til Háskólaútgáfannar í Dunhaga. Lofið átti að fara til Háskólaprents við Fálkagötu og leiðréttist það hér með. Lofið sem Háskólaprent átti að fá er svohljóðandi: „Ég fór með ritgerðina mína þangað um daginn. Þar var fólk í öngum sínum að láta prenta ritgerðir sínar á síðustu stundu og biðröðin var út á götu. Sá sem vann þar var alveg einstakur en hann tók hvern og einn og talaði við hann. Í öllu þessu öngþveiti náði hann að róa alla og ég fór þaðan alsæl með þjónustuna.“ Hamborgari með öllu, frönskum kartöflum og kokteilsósu inniheld- ur 1.100 hitaeiningar og það tekur 70 kílóa manneskju um það bil 157 mínútna hjólatúr að brenna þess- um hitaeiningum. Sama mann- eskja er 53 mínútur að hjóla af sér soðna ýsu, kartöflur og hrásalat. Guðrún Kristín Sigurgeirsdótt- ir, matvæla- og næringarfræðing- ur hjá Næringarsetrinu, tók sam- an upplýsingar um orkuinnihald nokkurra matvæla og þann tíma sem það tekur að brenna hitaein- ingum með því að ganga, hlaupa eða hjóla. Hollt mataræði gegn sjúkdómum Flestir eru farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að borða holl- an og næringarríkan mat. Mikil- vægið liggur ekki einungis í því að vera heilbrigðari og betur var- inn gegn ýmsum kvillum og sjúk- dómum. Þetta er einnig spurning um holdarfar en mikil umfjöllun hefur verið um offitu á Íslandi og í hvað stefnir í þeim málum. Það er því mikilvægt að fólk viti hve mikla orku það setur ofan í sig og hve mikla hreyfingu þarf að stunda til að brenna þessari orku. Guðrún Krístin segir að taflan, sem sést hér á opnunni, sé ágætis leið til að sýna fólki orkuinnihald en fólk megi þó ekki festast í því að telja ofan í sig hitaeiningar. Eins sé ekki hægt að horfa á einn ein- stakan dag. „Maður þarf að skoða heila viku. Það fara allir í veislur eða sukka svolítið inn á milli. Þá vinnur maður það bara upp dag- inn eftir í formi hreyfingar. Þetta er spurning um heildarmagn af mat,“ segir hún og bætir við að hún sé á móti öllum öfgum í sambandi við mataræði. Hún hvetur ekki til þess að fólk gerist grænmetisætur og hætti að borða kjöt eða mjólkur- vörur. Hún nefnir einnig að offitan sé að sjálfsögðu slæm en það séu öfgarnar í hina áttina líka. „Ég vil að fólk borði venjulegan mat og hreyfi sig á móti. Það þarf bara að vera meðvitað um hvað það borð- ar.“ Þurfum að brenna aukahitaeiningum Að sjálfsögðu getum við ekki brennt öllum þeim hitaeiningum sem við innbyrðum því við þurf- um jú að nota þær til að líkaminn starfi. Það eru hins vegar aukahita- einingarnar sem við nýtum ekki sem við þurfum að eyða. Guð- rún Kristín segir að hægt sé hægt að líkja þessu við kvóta sem mað- ur fær úthlutað og maður eyði því sem maður á fyrir. Segja má sem dæmi, að ef þú færð 2.000 hita- einingar í kvóta en borðar sem samsvarar 2.500 hitaeiningum þá þarftu að hreyfa þig fyrir þær Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Borðum og Brennum n Mundir þú hjóla frá Reykjavík í Hveragerði eftir hamborgara og frönskum? n Það er sú hreyfing sem 70 kílóa manneskja þarf til að brenna máltíðinni„Guðrún Kristín segir að taflan sé ágætis leið til að sýna fólki orkuinnihald en fólk megi þó ekki festast í því að telja ofan í sig hitaein- ingar. Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir Segir að offita sé slæm en það séu öfgarnar í hina áttina líka. Hamborgari Grömm Hitaeiningar Hamborgari með öllu 250 600 Franskar 120 372 Kokteilsósa 20 128 Samtals 1.100 Brennslan tekur... Þyngd Hjólað Gengið Hlaupið 50 kíló 208 mín 174 mín 100 mín 70 kíló 157 mín 125 mín 72 mín 90 kíló 116 mín 97 mín 56 mín Hafragrautur Grömm Hitaeiningar Hafragrautur 250 105 Léttmjólk 100 45 Rúsínur 20 66 Samtals 216 Brennslan tekur... Þyngd Hjólað Gengið Hlaupið 50 kíló 49 mín 34 mín 20 mín 70 kíló 31 mín 25 mín 14 mín 90 kíló 23 mín 19 mín 11 mín Steiktur fiskur Grömm Hitaeiningar Steiktur fiskur 250 348 Kartöflumús 100 95 Hrásalat án sósu 80 52 Samtals 495 Brennslan tekur... Þyngd Hjólað Gengið Hlaupið 50 kíló 93 mín 79 mín 45 mín 70 kíló 71 mín 56 mín 32 mín 90 kíló 52 mín 44 mín 25 mín Pylsa með öllu Grömm Hitaeiningar Pylsa með öllu 175 425 Samtals 425 Brennslan tekur... Þyngd Hjólað Gengið Hlaupið 50 kíló 80 mín 68 mín 39 mín 70 kíló 61 mín 48 mín 28 mín 90 kíló 45 mín 38 mín 22 mín Soðin ýsa Grömm Hitaeiningar Soðin ýsa 250 243 soðnar kartöflur 100 76 Hrásalat án sósu 80 52 Samtals 371 Brennslan tekur... Þyngd Hjólað Gengið Hlaupið 50 kíló 70 mín 59 mín 34 mín 70 kíló 53 mín 42 mín 24 mín 90 kíló 39 mín 33 mín 19 mín Plokkfiskur Grömm Hitaeiningar Plokkfiskur 250 258 Hrásalat án sósu 80 52 Samtals 310 Brennslan tekur... Þyngd Hjólað Gengið Hlaupið 50 kíló 58 mín 49 mín 28 mín 70 kíló 44 mín 35 mín 20 mín 90 kíló 32 mín 27 mín 16 mín

x

Dagblaðið Vísir - DV

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
41
Assigiiaat ilaat:
15794
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
2
Saqqummersinneqarpoq:
1981-2021
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
15.05.2021
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Sponsori:
Tidligere udgivet som:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 59. tölublað (23.05.2011)
https://timarit.is/issue/383041

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

59. tölublað (23.05.2011)

Handlinger: