Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Síða 22
22 | Fókus 23. maí 2011 Mánudagur
Vill heiðursstyttu
af Alistair MacLean
n Hið íslenska glæpafélag og DV í samstarf n Gaddakylfan haldin í áttunda sinn n Jóhann Páll
Valdimarsson útgefandi þreyttur á óhróðrinum um glæpasögur n Vill reisa styttu af Alistair MacLean
G
addakylfan er nú haldin í átt-
unda sinn. Glæpafélagið hélt
keppnina fyrst í samvinnu
við Grand Rokk árið 2004, þá
í samstarfi við útgáfufélagið
Birtíng. Nú hættir DV sér í þessa víga-
legu keppni og gengur formlega til
samstarfs við Glæpafélagið. Foringi
Hins íslenska glæpasagnafélags er Ei-
ríkur Brynjólfsson kennari. „Höfundar
hafa að mestu frjálsar hendur svo lengi
sem þeir fást við glæpi af einhverju tagi
í smásögunum,“ segir Eiríkur sem út-
skýrir fyrirkomulag keppninnar:
„Tekið er á móti sögum á netfang-
inu gaddakylfan@dv.is en dómnefnd
skipuð fulltrúum DV og Hins íslenska
glæpafélags tekur síðan við þeim og
velur þær bestu úr. Verðlaun verða
veitt fyrir þrjár bestu sögurnar. Höf-
undur bestu sögunnar fær auk þess
Gaddakylfuna, sem listakonan Kogga
hannar. Þá verða verðlaunasögurnar
þrjár birtar í sérútgáfu með DV. Sigur-
vegari Gaddakylfunnar í fyrra var Hall-
dór E. Högurður fyrir sögu sína Innan
fjölskyldunnar. Valur Grettisson varð í
öðru sæti með söguna Æskuástina og
í þriðja sæti Steingrímur Teague fyrir
Fjórða nóttin og Halldór E. Högurður
fyrir Einkastæði.“
Talað niður til glæpasögunnar
„Gott plott, lifandi persónur, gjarnan
íslenskur veruleiki,“ segir Jóhann P.
Valdimarsson bókaútgefandi vera það
sem einkennir góða glæpasögu í stuttu
máli. Jóhanni er annt um glæpasög-
una og finnst þreytandi þegar talað er
niður til hennar.
„Það er stundum talað niður til
íslensku glæpasögunnar sem mér
finnst út í hött. Við eigum feykilega
góða höfunda á þessu sviði. Þetta er
síst ómerkilegri grein heldur en aðr-
ar bókmenntagreinar. Auðvitað eru
bækurnar misjafnar eins og í öllum
greinum bókmennta. Mér finnst það
mjög þreytandi þegar það er verið
að hamast á glæpasögunni og fjalla
um hana sem óæðri bókmenntir.
Það minnir mig á í gamla daga þeg-
ar Alistair MacLean var vinsælasti og
mest seldi höfundur á Íslandi. Hann
var alltaf söluhæstur fyrir hver ein-
ustu jól og þá var ég útgefandi hans.
Þá var ævinlega djöflast mikið í því
að þetta væri svo ómerkilegt og svo
framvegis. Ég er enn að skamma fólk
fyrir að djöflast svona á glæpasög-
unni mér fyzndist mikið nær að rit-
höfundasambandið reisti styttu af
Alistair MacLean í höfuðstöðvum
sínum. Vegna þess að tekjur af sölu
bóka hans gerði mér kleift að gefa út
mikið af íslenskum bókum. Heiður-
stytta af honum væri mjög viðeig-
andi.“
Krimmar kljást við samtímann
Jóhanni finnst einna skemmtilegast
hvað íslenskir glæpasagnahöfundar
eru duglegir að fjalla um íslenskan
samtíma. „Mér hefur stundum fund-
ist að íslenskir samtímahöfundar
mættu takast meira á við íslenskan
samtíma. Krimmahöfundarnir okk-
ar hika hins vegar ekki við að hjóla
beint í samtímann. Gott dæmi um
svona höfund, er Árni Þórarinson
og mér finnst líka merkilegt hvað at-
burðir hjá honum hafa beinlínis for-
spárgildi. Hlutir sem hann er að fjalla
um í glæpasögum sem síðan mánuð-
um síðar renna upp. Ég get nefnt sem
dæmi Lúkasarmálið, þetta er svolít-
ið merkilegt, þetta hefur gerst mjög
mikið með bækur Árna.“
Jóhann segist fá til sín þónokkuð af
handritum sem eru ekki gefin út. Ekki
geti allir skrifað góðan krimma. „Ef þú
hefur ekki skáldaneistann þá getur þú
ekki skrifað almennilegan krimma frek-
ar en þú getur ekki skrifað almennilega
skáldsögu. Það þarf bara almennilegan
höfund til að skrifa eitthvað almenni-
legt. Það er ekkert flóknara.“
1 Hvað einkennir góða glæpasögu? „Það sama og allar
góðar bækur – þær hreyfa við manni.“
2 Hvernig finnst þér best að skrifa? „Ég hef enga ákveðna
formúlu. Hver bók kallar á nýja hegðun.
Stundum er gott að skrifa heima,
stundum á kaffihúsi, stundum einn,
stundum í margmenni.“
3 Áttu góð ráð til nýliða? „Haltu áfram, áfram, áfram.“
4 Ræktarðu djöfulinn innra með þér til að skrifa betri krimma?
„Nei, mestu friðarsinnarnir skrifa bestu
krimmana.“
5 Hvað tekur langan tíma að skrifa glæpasögu? „Allt frá vikum
upp í mánuði til nokkurra ára. Fer allt
eftir metnaði og gæðum.“
Glæpasagnahöfundar gefa góð ráð
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
„Mér fyndist mikið
nær að rithöfunda-
sambandið reisti styttu
af Alistair MacLean í
höfuðstöðvum sínum.
Hjóla í samtímann Íslenskir
glæpasagnahöfundar hjóla í
íslenskan samtíma frekar en
aðrir höfundar.
MynD siGTRyGGuR ARi
1 Hvað einkennir góða glæpasögu? „Myrkur og frumleiki.“
2 Hvernig finnst þér best að skrifa? „Nývaknaður bara.“
3 Áttu góð ráð til nýliða? „Hætta þessu og fá sér vinnu.“
4 Ræktarðu djöfulinn innra með þér til að skrifa betri krimma?
„Ég held það já.“
5 Hvað tekur langan tíma að skrifa glæpasögu? „13 mánuði.
Góð tala, nokkuð sönn í mínu tilviki.“
stefán Máni hefur notið mikillar velgengni
sem glæpasagnahöfundur hér á landi sem
erlendis. Þessa dagana er unnið að kvikmynd
eftir skáldsögu hans, Svartur á leik.
1 Hvað einkennir góða glæpasögu? „Fyrst og fremst gott
plott og trúverðugar persónur.“
2 Hvernig finnst þér best að skrifa? „Mér finnst best að skrifa
á sólarströnd, en það er ekki alltaf í
boði.“
3 Áttu góð ráð til nýliða? „Já, að lesa mikið af glæpasögum og kynnast
forminu og læra að meta það.“
4 Ræktarðu djöfulinn innra með þér til að skrifa betri krimma?
„Nei, það geri ég svo sannarlega ekki.
Ég nota bara ímyndunaraflið.“
5 Hvað tekur langan tíma að skrifa glæpasögu? Það getur
tekið eitt ár með öllu því sem fylgir,
hugmyndavinnunni, prófarkalestri og
fleiru.
yrsa sigurðardóttir er í hópi fremstu
glæpasagnahöfunda Norðurlanda. Eftir
bókum hennar eru gerðir sjónvarpsþættir og
til stendur að vinna kvikmynd eftir einni.
Óttar M. norðfjörð vakti mikla athygli
fyrir glæpasögur sínar Hnífur Abrahams og
Áttblaðarósin.
„Hið íslenska glæpafélag var
stofnað árið 1999 af Kristni Krist-
jánssyni heitnum. Hann stofnaði
samtökin í þeim tilgangi að geta
tekið þátt í Glerlyklinum þar sem
valin er glæpasaga ársins á Norð-
urlöndunum öllum. Hann Krist-
inn er nú látinn en hann verður
ávallt heiðursforingi samtak-
anna,“ segir Eiríkur Brynjólfsson
sem nú er foringi félagsins. Þegar
félagið var stofnað var Eiríkur
gjaldkeri þess. „Þetta eru nú allt
siðprúðir menn að ég held í þessu
félagi, en það er nú saga að segja
frá því að þegar ég fór í bankann
til að stofna reikning fyrir félagið
var horft ansi mikið á mig. Þegar
ég kom heim fékk ég svo símtal
frá deildarstjóranum sem vildi nú
vita aðeins meira um félagið áður
en reikningurinn var stofnaður.
Hann fékk að vita til hvers félagið
var stofnað og þá var reikningur-
inn opnaður. Þetta er auðvitað
merkilegt því á meðan var bank-
inn í eigu óreiðumanna,“ segir Ei-
ríkur og hlær.
Alþýðleg keppni
Hið íslenska glæpafélag útnefnir
höfund glæpasögu ársins sem fær
afhentan Blóðdropann. Sá hinn
sami keppir svo í Glerlyklinum.
Í Gaddakylfunni keppa svo höf-
undar um glæpasmásögu ársins.
Eiríkur segir þýðingu keppninnar
vera mikla. „Nú er verið að gefa
út 25 íslenskar glæpasmásög-
ur í Þýskalandi, 15 þeirra eru úr
Gaddakylfunni. Keppnin er alþýð-
leg og margir sem taka þátt í þess-
arri keppni eru að skrifa opinber-
lega í fyrsta skipti. Þetta er því stórt
skref fyrir höfunda sem ætla sér
stærri hluti. Það skiptir máli fyrir
höfunda að koma frá sér efninu og
Gaddakylfan er rétti vettvangurinn
til þess.“
Foringi Hins íslenska glæpafélags:
Fékk ekki að opna
bankareikning
Bankinn í eigu glæpamanna
Deildarstjórinn vildi fá að vita meira um
hagi Hins íslenska glæpafélags þegar
Eiríkur Brynjólfsson þáverandi gjaldkeri
stofnaði félagið. MynD siGTRyGGuR ARi