Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Qupperneq 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 23. maí 2011 Mánudagur Fimmta formúlumót ársins í Barcelona: Vettel aftur fyrstur Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Þjóð- verjinn Sebastian Vettel, kom fyrst- ur í mark í Spánarkappakstrinum í Barcelona á sunnudaginn. Var þetta fjórði sigur Vettels í fyrstu fimm mót- um ársins og hefur hann góða for- ystu í stigakeppninni. Lewis Hamil- ton á McLaren barðist við Vettel um sigurinn en á endanum hafði Vettel betur á Red Bull-bílnum. Liðsfélagi Hamiltons á McLaren, Jenson But- ton, endaði í þriðja sæti. „Þetta var virkilega erfið keppni. Ég átti mjög gott start en ég skil ekki hvaðan í ósköpunum Fernando Alonso kom,“ sagði Vettel á blaða- mannafundi eftir keppnina. Ferr- ari-maðurinn Fernando Alonso átti frábært start og var kominn í foryst- una í byrjun keppninnar. „Hann var bara kominn við hlið mér þegar við vorum hálfnaðir niður beina kaflann og svo var hann kominn í forystuna,“ sagði Vettel. „En svo náðum við Alonso með góðu þjónustuhléi en eftir það var hálf keppnin eftir og við á hörðu dekkjunum. Undir lokin var mér far- ið að líða eins og í Kína því dekkin voru að eyðast hratt undan mér og Hamilton var alveg upp við mig. En það var gott að enda þetta með sigri,“ sagði Sebastian Vettel. tomas@dv.is Úrslit GRÆNN LITUR Í LÓGÓI: CMYK 100 cyan - 0 magenta - 85 yellow - 50 black PANTONE 7484 APPELSÍNUGULUR LITUR Í LÓGÓI: CMYK 0 cyan - 64 magenta - 100 yellow - 0 black PANTONE 166 Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 578 0120 www.golfskalinn.is Footjoy Street golfskórnir komnirher ra Fjórir sigrar af fimm Vettel er að rúlla yfir Formúluna. H&N-MyNd ReuTeRs „Þessi dagur var geggjaður frá upp- hafi til enda,“ segir nýkrýndur danskur meistari í handbolta, Arnór Atlason. Arnór og Snorri Steinn Guð- jónsson urðu um helgina danskir meistarar eftir sigur á Bjerringbo- Silkeborg, 30–21, fyrir framan heims- metsfjölda af áhorfendum á hand- boltaleik, 36.561. Samanlagt unnu þeir úrslitaeinvígið 2–0 eftir góð- an útisigur í Silkeborg, 29–27, í fyrri leiknum. Ótrúlega mikið hafði verið lagt í leikinn í gær en eigandi liðs- ins og þess helsta vítamínsprauta, skartgripasalinn Jesper Nielsen, sá til þess að viðburðurinn var einstak- ur í handboltasögunni. AGK átti full- komið tímabil og hirti alla titlana sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik allt tímabilið. Heiður að vera svona klúbbi „Þessi maður er bara guðsgjöf fyrir handboltann,“ segir Arnór um Kasi- Jesper eins og hann er kallaður. „Hann er búinn að gera þetta svo vel. Klúbburinn hefur stækkað og stækk- að nánast með hverjum deginum. Það er bara mikill heiður að vera í svona klúbbi og ég er þakkláttur fyrir það. Það eru í raun forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Hann gerir ekki bara vel við okkur heldur líka áhorfendur og styrktaraðila. Það eru ekki margir klúbbar í handboltaheiminum í dag sem eru stærri en við,“ segir Arnór. AGK átti aldrei í vandræðum með leikinn um helgina en liðið leiddi í hálfleik, 14–7. „Við spiluðum al- veg rosalega vel, hvort sem það var í sókn, vörn eða markvörslu. Það var vissulega pressa á okkur en í okkar liði eru leikmenn sem hafa spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Ólympíuleikanna svo fá dæmi séu tekin. Við réðum því vel við þetta. Þetta auðvitað hjálpaði okkur. Heilt yfir var samt pressa á okkur allt tímabilið, alveg frá fyrsta leik. En við stóðumst hana,“ segir Arnór. Búið að byggja góða liðsheild AGK varð fyrir tveimur skakkaföllum snemma í leiknum. Markvörðurinn Kasper Hvidt var rekinn af velli eft- ir þrjár mínútur og eftir um fimm- tán mínútna leik fór Joacim Bold- sen meiddur af velli. „Það er áfall að lenda í svona í úrslitaleik. Það sýnir líka bara hörkuna í liðinu að ná að yfirstíga þetta. Það er mikil samstaða í hópnum þrátt fyrir að það sé mik- ið af stjörnum í liðinu. Það er ekkert sjálfsagt að byggja upp svona góða liðsheild þegar það koma tólf nýir leikmenn inn í liðið,“ segir Arnór en á næsta ári er markmiðið að koma liðinu alla leið í fjögurra liða úrslit Meistaradeildarinnar. Er það hægt? „Það voru náttúrulega ágætis inn- kaup kynnt þarna í hálfleik,“ segir Arnór og vitnar til nýju mannanna sem spila með AGK á næsta tímabili. Landsliðsmannanna Guðjóns Vals Sigurðssonar og Ólafs Stefánsson- ar. „Ég er náttúrulega himinlifandi með þetta enda eru Gaui og Óli tveir af bestu handboltamönnum í heimi sem gerir þetta bara meira spenn- andi. Það er auðvitað margt sem spil- ar inn í árangur í Meistaradeildinni. Maður þarf að vera heppinn með drátt og fleira. En auðvitað setjum við okkur háleit markmið. Þetta lið er búið að fara upp um fimm deildir á fimm árum og í ár töpum við aðeins einum þýðingarlausum leik. Þá sem langar að læra eitthvað um mark- aðssetningu og markmiðasetningu í handbolta þurfa ekki að horfa lengra en til okkar,“ segir Arnór Atlason. n Arnór Atlason og snorri steinn Guðjónsson danskir meistarar með AGK n Fyrirliðinn Arnór lyfti bikarn- um fyrir framan ríflega 36 þúsund áhorfendur n Kasi-Jesper er guðsgjöf fyrir handboltann, segir Arnór „Forréttindi að fá að taka þátt í þessu“ Hampaði bikarnum Arnór er fyrirliði AGK. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is enska úrvalsdeildin Aston Villa - Liverpool 1-0 1-0 Stewart Downing (33.). Bolton - Man. City 0-2 0-1 Joleon Lescott (43.), 0-2 Edin Dzeko (61.). everton - Chelsea 1-0 1-0 Jermaine Beckford (73.). Fulham - Arsenal 2-2 1-0 Steve Sidwell (26.), 1-1 Robin van Persie (28.), 2-1 Bobby Zamora (55.), 2-2 Theo Walcott (88.). Man. united - Blackpool 4-2 1-0 Ji-Sung Park (21.), 1-1 Charlie Adam (39.), 1-2 Gary Taylor-Fletcher (57.), 2-2 Anderson (63.), 3-2 Ian Evatt (74. sm), 4-2 Michael Owen (81.). Newcastle - WBA 3-3 1-0 Steven Taylor (16.), 2-0 Peter Lovenkr- ands (39.), 3-0 Jonas Olson (46. sm), 3-1 Somen Tchoyi (62.), 3-2 Somen Tchoyi (70.), 3-3 Somen Tchoyi (90.). stoke - Wigan 0-1 0-1 Hugo Rodallega (77.). Tottenham - Birmingham 2-1 1-0 Roman Pavlyuchenko (48.), 1-1 Craig Gar- dner (79.), 2-1 Roman Pavlyuchenko (90.+3). West Ham - sunderland 0-3 0-1 Boudewijn Zenden (17.), 0-2 Stephane Sessegnon (50.), 0-3 Christan Rivers (90.+3.) Úlfarnir - Blackburn 2-3 0-1 Jason Roberts (21.), 0-2 Brett Emerton (38.), 0-3 David Hoilett (45.+1), 1-3 Jamie O'Hara (73.) 2-3 Stephen Hunt (87.). sTAðAN 1. Man. Utd 38 23 11 4 78:37 80 2. Chelsea 38 21 8 9 69:33 71 3. Man. City 38 21 8 9 60:33 71 4. Arsenal 38 19 11 8 72:43 68 5. Tottenham 38 16 14 8 55:46 62 6. Liverpool 38 17 7 14 59:44 58 7. Everton 38 13 15 10 51:45 54 8. Fulham 38 11 16 11 49:43 49 9. Aston Villa 38 12 12 14 48:59 48 10. Sunderland 38 12 11 15 45:56 47 11. WBA 38 12 11 15 56:71 47 12. Newcastle 38 11 13 14 56:57 46 13. Stoke City 38 13 7 18 46:48 46 14. Bolton 38 12 10 16 52:56 46 15. Blackburn 38 11 10 17 46:59 43 16. Wigan 38 9 15 14 40:61 42 17. Wolves 38 11 7 20 46:66 40 18. Birmingham 38 8 15 15 37:58 39 19. Blackpool 38 10 9 19 55:78 39 20. West Ham 38 7 12 19 43:70 33 FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.