Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Qupperneq 26
26 | Fólk 23. maí 2011 Mánudagur
Starfsmenn auglýsingastofunnar Fíton héldu líflegt partí:
Hildur Líf mætti í skinku- og hnakkapartí
Starfsmenn auglýsingastofunnar Fí-
ton blésu til mikillar gleði í Kaaber-
húsinu síðastliðið föstudagskvöld og
héldu skinku- og hnakkapartí. Í part-
íið mætti glamúrdrottningin Hild-
ur Líf og kom með nokkra fáklædda
gesti með sér sem vöktu umtal. Und-
irbúningur vegna gleðinnar var tölu-
verður meðal starfsmanna, margir
þeirra höfðu farið í brúnkusprautun
og einhverjir gengu svo langt að aflita
á sér hárið. Einn starfsmanna, Bobby
Breiðholt, segir starfsmenn iðulega
ganga alla leið og jafnvel enn lengra
þegar kemur að þematengdum upp-
ákomum hjá fyrirtækinu. Sjálfur fór
hann uppáklæddur sem fasteigna-
sali. „Við erum hérna nokkrir félag-
arnir sem vinnum saman í herbergi
búnir að stofna litla fasteignasölu.
Hún heitir fasteignasalan Austurland
og slagorðið er: Gefðu okkur lykl-
ana að húsinu þínu! Fasteignasalar
eru svona hnakkar í sparifötum með
mjög þung gervirólex-úr og brúnku-
krem sem er búið að smitast aðeins í
kragann á skyrtunni, slímugir og með
alla lyklana í vasanum. Þeir eru síðan
allir með fleiri járn í eldinum. Með
heildsölur fyrir rúlluskauta, eru líka
bílasalar um helgar og húsbílasalar
jafnvel. Þeir selja hús, bíla og svo hús-
bíla,“ segir hann og skellir upp úr.
„Við erum einmitt að fara að flytja í
Kaaberhúsið,“ segir Bobby. „Við erum
að hita upp húsið með því að dreifa
brúnkuklútasvita á gólfið og upp um
alla veggi.“
Auglýsingastofan Fíton er ekki
eina fyrirtækið sem flytur í Kaaber-
húsið á næstunni því þangað hefur
Fréttatíminn fært höfuðstöðvar sínar.
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir
undirbýr nú búferlaflutninga í sjötta skipti
á nokkrum árum. Ásdís og eiginmaður
hennar, knattspyrnumaðurinn Garðar
Gunnlaugsson, hafa verið búsett í Þýska-
landi undanfarið ár en þar sem samningur
Garðars er útrunninn tekur nú við óvissa.
Fjölskyldan flyst til Búlgaríu í sumar eða
þangað til Garðar fær annað samningsboð
í boltanum. Það er þó aldrei að vita nema
fjölskyldan setjist varanlega að í Búlgaríu
enda hefur Ásdís gert það gott sem fyrir-
sæta þar í landi.
Búlgaría
og óvissa
Vöðvafjallið Arnar Grant er ekki bara
líkamsræktargúrú, sjónvarpsstjarna og
framleiðandi eins vinsælasta próteind-
rykkjar landsins með Ívari Guðmundssyni.
Hann er líka mikill húmoristi, eins og sést
á Facebook-síðu kappans. Þar gefur hann
fólki sem vill komast í form gott ráð: „Eina
leiðin til að koma sér í gott form án þess
að æfa er að hafa samband við blikksmið
og láta hann smíða risavaxið kökuform.
Þegar fólk á svo leið fram hjá þá er bara að
stökkva um borð og hrópa: Já, maður er
bara í fínu formi!“
Arnar er raunar duglegur að kynna ágæti
heilsusamlegs lífernis fyrir fésbókarvinum
sínum en ófáar færslurnar lúta að heilsu:
„Íþróttir og vellíðan fara saman einsog sam-
farir og hlátur,“ skrifaði hann um daginn.
Í fínu
formi
„Hún var bara svakaleg og þegar þetta
var tilkynnt þá sprakk bara einhvern
veginn í mér maginn,“ segir Sigrún Eva
Ármannsdóttir, 18 ára Skagamær, um
tilfinninguna þegar hún var á föstu-
daginn valin ungfrú Ísland. „Ég var al-
veg viss um það yrðu einhverjar aðrar
því við vorum svo margar sem komum
til greina,“ hélt Sigrún áfram en það er
mat manna að keppnin hafi ekki verið
eins jöfn um langt skeið.
Sigrún man lítið eftir tilkynning-
unni um að hún væri á meðal fimm
efstu í keppninni. Algjört spennufall
fylgdi svo eftir að úrslitin lágu fyrir og
tók hún helgina í að jafna sig. „Þetta
er búið að vera svo mikið álag og stíf-
ar æfingar að maður þurfti alveg heil-
an dag í að slaka á heima. Borða smá
nammi og svona.“
Sigrún er ekki sú fyrsta í fjölskyld-
unni sem hefur gert það gott í fegurð-
arsamkeppnum því bæði móðir henn-
ar og bróðir hafa náð góðum árangri.
Hún var þó sú fyrsta til þess að landa
þeim stóra en bróðir hennar hafði
komist ansi nærri því. „Já, mamma var
ungfrú Akranes og keppti líka í Ungfrú
Ísland og bróðir minn var herra Vest-
urland og lenti í öðru sæti í Herra Ís-
land,“ en Sigrún var einnig valin á dög-
unum ungfrú Vesturland og má því
gera því skóna að þarna fari ein falleg-
asta fjölskylda landsins.
Fyrir utan að vera fegursta kona Ís-
lands er Sigrún venjuleg 18 ára stúlka.
„Ég er í skóla og er að læra á píanó. Ég
er á náttúrufræðibraut eins og er en
svo veit ég ekkert hvað tekur við. Ég
ætla bara að klára þetta og sjá svo til.“
En Sigrún er kannski ekki alveg eins
óákveðin og hún gefur í skyn. „Mig
langar í lýtalækninn, alla vega í lækn-
isnám. En við sjáum hvað gerist.“
En er fegursta kona landsins lofuð?
„Nei hún er ekki lofuð,“ segir Sigrún en
áhugi karlpeningsins er strax farinn að
sýna sig. „Já, það hefur verið ansi mikið
að gerast á Facebook eftir þetta,“ segir
hún og hlær.
Það verður mikið um að vera hjá
Sigrúnu á næstunni en fljótlega hefst
undirbúningur fyrir eina stærstu
stund lífs hennar fram til þessa, þátt-
taka í keppninni Ungfrú Heimur sem
þær Hólmfríður Karlsdóttir, Linda Pét-
ursdóttir og Unnur Birna Vilhjálms-
dóttir hafa allar sigrað í. „Ég fer í tíma
hjá Heiðari Jónssyni og hann ætlar að
kenna mér allt í sambandi við keppn-
ina og svo taka bara við stífar æfingar.“
n Móðir og bróðir einnig gert það gott í fegurðarsamkeppnum
n Einhleyp og áhuginn strax mikill á Facebook n Vill verða lýtalæknir
Fegurðin er í
fjölskyldunni
Undirfata
sýning Starfs -
mönnum var boðið
upp á undirfata-
sýningu sem var í
umsjá Hildar Lífar.
Aðalskinkan og aðalhnakkinn Hildur Líf telst líklega til helstu glamúrdrottninga
landsins. Hún mætti í sérstakt skinku- og hnakkapartí auglýsingastofunnar Fíton. Hér er hún
með Þormóði Jónssyni, stjórnarformanni Fíton.
Ásgeir Jónsson
blaðamaður skrifar asgeir@dv.is
„Maginn sprakk“ Sigrún grætur af gleði eftir að úrslitin lágu fyrir.
Falleg systkini Haukur
bróðir Sigrúnar lenti í öðru
sæti í keppninni Herra
Ísland.