Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Síða 12
12 Fréttir 5. mars 2012 Mánudagur Ljósmyndari DV verðlaunaður n Blaðamanna- og ljósmyndaraverðlaun veitt um helgina H in árlegu blaðamannaverðlun Blaðamannafélags Íslands og verðlaun Blaðaljósmyndara- félags Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni á laug- ardag. Eyþór Árnason, ljósmyndari á DV, var verðlaunaður fyrir myndir sín- ar í flokkunum Umhverfismyndir og Daglegt líf, en verðlaunamyndir hans voru af heldur drungalegu landslagi eftir eldgosið í Grímsvötnum í fyrra og ungum dreng með spökum hrafni. Blaðamenn DV voru einnig til- nefndir til blaðamannaverðlaunanna. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem hlaut verðlaun í fyrra, var tilnefnd í flokknum Blaðamannaverðlaun árs- ins og Ingi Freyr Vilhjálmsson, frétta- stjóri DV, var tilnefndur í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins 2011. Ingi Freyr var einnig tilnefndur árið 2009. Blaðamannaverðlaun ársins 2011 hlaut stríðsfréttaritarinn Jón Björg- vinsson hjá Ríkisútvarpinu fyrir það sem dómnefndin taldi vera einstakan fréttaflutning af vettvangi „arabíska vorsins“, uppreisnum gegn einræðis- stjórnum í Norður-Afríku. Verðlaun fyrir umfjöllun ársins 2011 hlaut Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun um endurupp- töku Geirfinnsmálsins meðal ann- ars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Verðlaun fyrir rannsóknarblaða- mennsku ársins 2011 hlaut Svavar Há- varðsson, Fréttablaðinu, fyrir frétta- flutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutulsfirði, á Kirkju- bæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. R eykjavíkurborg hefur sent öllum þjónustukjörnum fyr- ir aldraða bréf þess efnis að ekki þurfi lengur að borga 150 krónur fyrir mjólkurglas með hádegisverði. Þetta gerist í kjölfar fréttar DV um að aðstandanda aldr- aðrar konu blöskraði verðið sem kon- an þurfti að borga fyrir mjólkurglasið í mötuneyti þar sem hún býr í þjón- ustuíbúð á vegum borgarinnar. Misræmi í gjaldtöku Bjarni Brynjólfsson, upplýsinga- fulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að misræmis hafi gætt milli þjónustu- kjarna varðandi gjaldtöku fyrir mjólkina. „Þetta eru margar starfs- stöðvar og sums staðar hefur þetta verið þannig að fólk hefur bara get- að fengið sér mjólk með matnum og ekki verið neitt mál. Svo kem- ur upp þetta mál þar sem konan kvartar yfir þessu og þá er bara farið og skoðað innan borgarinnar hvort eigi ekki að samræma þetta. Því var send út tilkynning að mjólk með hádegisverði ætti að verða gjaldfrí á öllum stöðum.“ Aðeins hluti hefur það skítt Bjarni segir að sér finnist þó ósanngjarnt að talað sé um okur Reykjavíkurborgar á öldruðum. „Það er alltaf spurning um hvað er okur og hvað er ekki okur. Þarna ertu með þjónustu, starfsfólk, að- stöðu og annað. Auðvitað má kannski segja að verðið á mjólk- urglasinu sé nokkuð hátt en til dæmis ef fólk kemur í kaffi og vill fá mjólk, kaffi eða te og kökusneið með, þá kostar það 350 krónur. Það myndi ekki teljast hátt verð ef þú berð það saman við almennan markað.“ Aðspurður hvort eðlilegt sé að bera saman verð í mötuneyti í þjón- ustukjarna fyrir aldraða við almenn- an markað segir Bjarni að það finnist sér. „Í rauninni er það ekki undarlegt, vegna þess að það er ekki nema hluti aldraðra, jafnt við aðra þjóðfélags- hópa, sem hefur það reglulega skítt. Það er fullt af fólki sem hefur góðan líf- eyri.“ Ódýrari þjónusta en hjá nágrannasveitarfélögum Bjarni bendir á að Reykjavíkurborg greiði niður þessa þjónustu við aldr- aða um 115 milljónir á ári. „Gjaldskrár borgarinnar í þessari þjónustu jafnt sem annarri eru með þeim lægstu á landinu. Ég held að málið beri að skoðast í því ljósi og í samræmi við gjaldskrár annarra sveitarfélaga. Það er nokkuð svekkjandi að Reykjavík- urborg skuli vera tekin út fyrir sviga í þessu samhengi þegar hún stendur sig best allra sveitarfélaga hvað þetta snertir. Ef einungis matarþjónusta við aldraða er skoðuð er hún umtals- vert lægri í Reykjavík en hjá nágranna- sveitarfélögunum.“ Ekki veitingahúsaþjónusta „Mér finnst þetta óeðlilegt verð, ég get ekki sagt annað,“ segir Þuríður Hjart- ardóttir, framkvæmdarstjóri Neyt- endasamtakanna. „Ég held að þetta sé langt fyrir ofan raunkostnað og það er kannski ekki þannig sem á að koma fram við aldraða. Auðvitað er frjálst verðlag og það er Reykjavíkur- borg sem tekur ákvörðun um þessa verðskrá, en mín skoðun er sú að þetta sé langt fyrir ofan raunkostnað og það eigi ekki að reka þetta eins og veit- ingahús. Það er svo sem ekkert sem bannar Reykjavíkurborg að setja upp sína verðskrá, en ég er alveg sammála þessu, þetta er mjög dýrt mjólkurglas.“ Varðandi það að bera saman gjald- skrá Reykjavíkurborgar við verð á al- mennum markaði segir Þuríður: „Þetta er ekki veitingahúsaþjónusta. Það þarf að vera einhvers konar raun- kostnaður í gangi á þjónustu við aldr- aða þar sem þeir búa, og fá sinn eina mat, en ekki veitingahúsaálag.“ Hætta að okra á eldri borgurum n Upplýsingafulltrúi segir misræmi hafa verið í gjaldskrá „Það þarf að vera einhvers konar raunkostnaður í gangi á þjónustu við aldraðra þar sem þeir búa, og fá sinn eina mat, en ekki veit- ingahúsaálag. Frestað vegna veikinda n Þrotabú vill fá til sín heimili Stefáns og Rikku Munnlegum málflutningi í máli þrotabús Stefáns H. Hilmarssonar, fjármála­stjóra 365 og fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, gegn félaginu Vegvísi ehf. var frestað fyrir Héraðs­ dómi Reykjavíkur á mánudag vegna veikinda lögmanns þrotabúsins. Þrotabúið krefst þess að fá til sín fasteignina Laufásveg 68, en um er að ræða heimili Stefáns og konu hans, sjónvarpskokksins Friðriku Hjördísar Geirsdóttur, eða Rikku eins og hún er jafnan kölluð. Stefán seldi Vegvísi Laufásveg 68 þann 18. september árið 2008 og var kaupverðið 150 milljónir króna. Fé­ lagið átti að taka við greiðslu áhvíl­ andi veðskulda upp á tæplega 85 milljónir króna og greiða Stefáni lokagreiðslu upp á rúmlega 65 millj­ ónir króna þann 18. september árið 2009, að því er kemur fram í stefn­ unni sem birtist í Lögbirtingablaðinu síðastliðið haust. Þann 22. mars 2011 lýsti stjórn­ armaður Vegvísis því hins vegar yfir að lokagreiðslan hefði verið innt af hendi með gerð lánssamnings 2. febrúar árið 2009. Samningurinn lýtur að því að Vegvísir greiði Stefáni 60 milljónir króna í einni greiðslu eft­ ir 25 ár og er því um svokallað kúlu­ lán að ræða. Í stefnunni er fullyrt að láns­ samningurinn sé til málamynda á milli nátengdra aðila, en Stefán var framkvæmdastjóri Vegvísis og móðir hans var, á þeim tíma sem kaupsamningurinn var gerður, bæði stjórnarmaður félagsins og eigandi þess, og er enn. Þrotabúið fer fram á að kaup­ samningnum verði rift, sem og láns­ samningnum fyrir eftirstöðum kaup­ verðsins. „Markmið dómsmálsins er að endurheimta fasteignina þannig að hún standi til fullnustu fyrir kröfu­ hafa þrotabúsins,“ segir í stefnunni. solrun@dv.is A ldraðir sem búa í þjón­ ustuíbúðum á vegum Reykjavíkurborgar borga 260 krónum meira fyrir há­ degismat, en starfsmenn Reykjavíkurborgar. Starfsmenn Reykjavíkurborgar sem borða í mötuneyti Ráðhússins borga 400 krónur fyrir máltíðina, en innifalið í henni er súpa, heit máltíð og kaffi. Hins vegar þarf heimilisfólk sem býr í þjónustuíbúðum aldraðra að borga 660 krónur fyrir hverja máltíð ef hún er keypt í lausasölu, en ef einstak­ lingur er í föstu fæði eða borgar með matarmiðum kostar máltíðin 610 krónur. Vilji fólk fá mjólkurglas með máltíðinni kostar það 150 krónur aukalega fyrir hvert glas. Þess má geta að einn lítri af léttmjólk kostar 109 krónur samkvæmt upplýsingum frá Bónus. Kaffibolli og te kostar 150 krónur fyrir gamla fólkið, en er eins og áður segir frítt ef þú vinnur hjá borginni. „Ótrúlegt okur“ Aðstandandi aldraðrar konu sem flutti nýlega inn í þjónustuíbúð á vegum Reykjavíkurborgar segir að gömlu konunni hafa blöskrað þeg­ ar hún var rukkuð um 150 krón­ ur þegar hún bað um mjólkurglas með hádegismatnum. „Hún er ný­ lega flutt þangað og er í hádegis­ mat á hverjum degi. Hún borgar eitthvað á milli sex og sjö hundruð krónur fyrir máltíðina og getur sjálf­ sagt fengið vatn með máltíðinni, en gamalt fólk er nú margt vant því að drekka mjólk með matnum.“ Aðstandandinn segir konuna hugsa um hverja krónu og finn­ ist miður að þurfa að borga þessa upphæð fyrir mjólkina. „Það er lítil búð þarna og hún getur keypt heil­ an lítra fyrir 130 krónur sem henni finnst líka dýrt því hún veit alveg hvað mjólkin kostar í Bónus. En það er vissulega þægilegt að hafa aðgang að lítilli búð þarna og geta keypt sér mjólk og allt í lagi kannski að borga 130 krónur fyrir mjólkina þar, en 150 krónur fyrir mjólkurglas er náttúrulega alveg ótrúlegt okur.“ Spurning hvað sé dýrt Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsinga­ fulltrúi Velferðarsviðs hjá Reykja­ víkurborg, segir að rukkað sé eftir gjaldskrá eftir settum reglum. „Það er farið eftir reglum og gjaldskrám sem settar eru. Hjá flestum mötu­ neytum er svo boðið upp á vatn með mat og kaffibolla. Ef annað er valið greiðir maður sérstaklega fyrir það.“ Samkvæmt upplýsingum frá félagsbústöðum kostar um 60 þús­ und krónur að leigja 35 fermetra einstaklingsþjónustuíbúð hjá Reykjavíkurborg, en það er þó eitt­ hvað misjafnt eftir þjónustukjörn­ um. Tveggja herbergja íbúð kostar um 90 þúsund. Ofan á það bætast þjónustugjald, hússjóður, rafmagn og hiti. Sem dæmi má taka er þjón­ ustugjaldið á Dalbraut 19.800 fyrir einstaklingsíbúð en inni í því gjaldi felst sólarhringsvakt starfsmanns, stjórnunar­ og skrifstofuhald, ræst­ ingar á sameign og aðstaða í setu­ stofu. Á Dalbraut er einnig lækna­ samningur inni í þjónustugjaldinu og það því aðeins hærra en í öðrum þjónustukjörnum. Grunnlífeyrir aldraðra er um 150 þúsund krón­ ur og munar því um hvert mjólkur­ glas. Mjólkurglas kostar aldraða 150 krónurn Okrað á öldruðum n Borga meira fyrir matinn en borgarstarfsmenn„Hún borgar eitt- hvað á milli sex og sjö hundruð krónur fyrir máltíðina og getur sjálf- sagt fengið vatn með mál- tíðinni, en gamalt fólk er nú margt vant því að drekka mjólk með matnum. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Dýr sopinn Það getur verið dýrt fyrir aldraða sem búa í þjón- ustuíbúðum ef þeir vilja helst drekka mjólk með matnum. Riftun Þrotabúið fer fram á að kaupsamningnum sem og lánasamningnum verði rift. Ósáttur sjóðsfélagi: „Harmið þið heimsku ykkar í fjárfestingum“ „Þar harmið þið heimsku ykkar í fjárfestingum og lofið bót og betr­ un,“ skrifar Ísfirðingurinn Henry Bæringsson í svarbréfi til stjórnar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga sem hafði sent sjóðsfélögum bréf þar sem stjórnin sagðist harma að hafa tap­ að 10,4 milljörðum króna.  Í svarbréfi Henrys til stjórnar­ innar bendir hann á að þessi upp­ hæð dygði nærri því fyrir jarðgöng­ um frá Dýrafirði yfir í Arnarfjörð sem og uppbyggðum vegi um Dynjandisheiði. Svarbréfið birtist á ísfirska vef­ fréttamiðlinum Skutli en þar segir Henry meðal annars: „Teljið þið að það sé nóg að senda okkur bréf og lofa bót og betrun? Á ykkar vakt tapaðist það fé sem verkafólk trúði ykkur fyrir, og þó arfa heimskulegt kerfi leyfi atvinnurekendum að koma að ráðstöfun eigna lífeyris­ sjóðsins, er þyngra en tárum taki að sjá þar efstan á blaði stjórnarfor­ mann í fyrirtæki sem fengið hefur milljarða afskriftir. Sú ráðstöfun að inni í stjórnum sjóðanna skuli vera fulltrúar atvinnurekenda heyrir vonandi brátt sögunni til. Því þetta hrun lífeyrissjóðakerfisins hefur sýnt okkur að í gegnum stjórnirnar hafa atvinnurekendur gengið frek­ lega á okkar eign, sjálfum sér til ágóða. Keypt í bönkum sem svo lánuðu til fyrirtækja, sem svo fengu þessa sömu peninga afskrifaða. Hafa nýtt sér ítök sín í sjóðunum til að færa sjálfum sér peningana aftur í gegnum bankana. Eða haldið þið að það sé hafið yfir vafa að á ár­ unum fyrir hrun hafi kaup lífeyris­ sjóðs á hlutafé í banka ekki liðkað fyrir lánafyrirgreiðslu til fyrirtækis í eigu stjórnarmanns í lífeyrissjóði? Verkalýðurinn tapaði sínum lífeyri, en gróðapungarnir fengu afskrift­ ir,“ skrifar Henry sem segir sjóðinn sem betur fer ekki vera sinn aðal­ sjóð. „En ef svo væri færi ég í kross­ ferð til þess að þeir stjórnarmenn sem sátu í gömlu stjórninni víki sæti strax og við tæki stjórn undir forsæti fulltrúa verkafólks sem berðist fyrir brottrekstri fulltrúa atvinnurekenda úr stjórninni. Að hafa atvinnurekendur þarna inni er eins og að leyfa þeim að hafa pró­ kúru á launareikninginn okkar, því lífeyrissjóðurinn er okkar framtíðar launasjóður,“ skrifar Henry í bréf­ inu lesa má í heild sinni á skutull.is. Stálu fartölvu úr leikskóla Óprúttnir aðilar brutust inn í leikskólann Krógaból við Bugðusíðu á Akureyri aðfara­ nótt þriðjudags. Þar var meðal annars stolið Dell­fartölvu, hljómborði, skanna og nokkr­ um stafrænum myndavélum af gerðinni Canon. Einnig var brotist inn í húsnæði Brim­ borgar við Tryggvabraut. Þar var stolið lítilræði af pening­ um og síðan fór þjófurinn eða þjófarnir á brott á Ford Mon­ deo­fólksbifreið árgerð 2011. Bifreiðin er brún að lit með skráningarnúmerinu OO­M86. Þeir sem kunna að hafa orðið bifreiðarinnar varir og eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Akur eyri í síma 464­7705. 8 Fréttir 29. febrúar 2012 Miðvikudagur Borgin breytir gjaldskrá Aldraðir sem búa í þjónustuíbúð- um á vegum Reykjavíkurborgar geta nú fengið mjólkurglasið frítt með hádegismatnum. Mjólkurglas Reykjavíkurborg hefur bakkað með okurgjöld á mjólk fyrir eldri borgara. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is 29. febrúar 2012 Drungalegt Eyþór Árnason ljósmyndari DV var verðlaunaður fyrir þessa landslagsmynd sem tekin var eftir eldgosið í Grímsvötnum á síðasta ári. Dagbók lögreglunnar: Vopnað rán í 10-11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast aðfaranótt laugardags. Útkallsástæður voru ansi misjafnar, allt frá allsberum manni í stigagangi í blokk í Breið- holti til vopnaðs ráns í 10-11. Hér má lesa um hvað lögreglan var að gera á laugardagskvöld. 04:31 var tilkynnt um líkams- árás við veitingastað við Bæjar- lind. Þar var maður handtekinn vegna líkamsárásar, ölvunar og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Ekki er á þessu stigi vitað um meiðsl. 05:05 var tilkynnt um að maður væri að berja bifreiðar sem óku um Lækjargötu. Þegar að var gáð var maðurinn farinn og enginn sem gaf sig fram við lögreglu. 05:08 var tilkynnt um nakinn mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Þar var maður að reyna að komast inn til sinnar fyrrver- andi en sú hafði engan áhuga. Úr varð að viðkomandi gisti í fanga- klefa, enda húsnæðislaus. 05:18 var tilkynnt um rúðu- brot í húsi við Laugaveg. Þar hafði maður brotið ytra byrði og hlaupið að því búnu niður Laugaveginn. 05:24 var maður handtekinn á Lækjartorgi fyrir að hafa ítrekað veist að fólki. Honum voru og ítrekað gefin fyrirmæli af lögreglu um að láta af þessari hegðan en án árangurs. Hann var að lokum handtekinn og gisti fangageymslu. 05:24 var tilkynnt til lögreglu að maður hefði brotið hliðarspegil á bifreið og farið af staðnum í ann- arri bifreið. Tjónþoli hyggst leggja fram kæru vegna þessa en ekki náðist í tjónvald. 05:31 var tilkynnt um vopnað rán í 10-11 verslun í Grímsbæ. Þar hafði maður vopnaður hnífi kom- ið inn í verslunina, ógnað starfs- fólki og komist á brott með ein- hverja fjármuni. 06:09 óskaði leigubifreiðar- stjóri á Laugavegi eftir aðstoð lög- reglu. Þar hafði óánægður við- skiptavinur slegið utan í bifreiðina með skóflu þegar honum var meinuð innganga í bifreiðina með skófluna. Viðkomandi var hand- tekinn og vegna ástands vistaður í fangageymslu. 10:54 var maður handtekinn á Rauðarárstíg en hann er sterk- lega grunaður um ránið í 10-11 í Grímsbæ. Hann var þar á gangi en athugull lögreglumaður sá að þar var maðurinn kominn samanber lýsingu á ræningjanum. Færður á lögreglustöð og vistaður í fanga- geymslu, var undir áhrifum vímu- efna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.