Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Page 17
Dómstóll götunnar Það er bara kjaftæði Þessi tími var hræðilegur Ég er stoltur af þeim Íris Hólm fann gamla ritgerð þar sem hún sagðist fermast vegna trúarinnar. – DVRuth Reginalds Moore var ofsótt af nágrönnum. – DVEinar Bárðarson segir stelpurnar í The Charlies sannar poppstjörnur. – DV Færeysk mál og menning „Nei, ekkert planað.“ Birgitta Ólafsdóttir, 18 ára nemi „Nei, ég hugsa ekki.“ Jana Maren Óskarsdóttir, 23 verslunarstjóri í Gyllta kettinum „Ég hef bara ekki hugsað út í það, of langt þangað til.“ Ágúst Þór Ágústsson, 24 ára nemi „Já, ég er að fara til London.“ Indíana Ásmundardóttir, 16 ára nemi „Nei, ég verð bara að læra og vinna.“ Viktor Orri Valgarðsson, 22 ára nemi Ætlar þú að ferðast um páskana? Er allt að verða vitlaust?! S varthöfði er alveg mát þessa dagana. Hann botnar hvorki upp né niður í einu sérstakasta máli sem komið hefur upp á Ís- landi í langan tíma. Hvað hefur eigin- lega gerst í Fjármálaeftirlitinu og af hverju? Sagðar eru fjölmargar fréttir af máli Gunnars Andersen og er málið allt orðið nánast farsakennt þannig að fólk er orðið alveg ruglað yfir at- burðarásinni. Svona líður þjóðinni; hún er ringluð og klórar sér í höfðinu yfir málinu. Allt í einu dregst Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður, þessi mikli dáðadrengur, inn í málið með ein- hverjum stórfurðulegum hætti. Stjórn Fjármálaeftirlitsins rekur Gunnar tafarlaust úr starfi eftir að upp kemst að Gunnari eigi að hafa átt að beita sér fyrir því að gögn um fjármál þing- mannsins hafi verið sótt inn í Lands- bankann. Guðlaugur Þór ber sig illa út af árásum Gunnars og segir óþægilegt að láta njósna um sig. Eðlilega spyr almenningur sig hvort forstjóri Fjár- málaeftirlitsins hafi orðið sér úti um gögn um fleiri þingmenn með það fyrir augum að nota það gegn þeim. Hvað er eiginlega í gangi á Íslandi? spyr fólk sig og klórar sér í hausnum. Erum við orðin alveg hoppandi galin? Fyrrverandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins er með réttar- stöðu sakborn- ings út af meintum stuldi á gögnum sem varðar þingmann á Alþingi og stjórn Fjár- málaeftirlitsins hefur orðið uppvís að lögbrotum við að koma Gunnari frá. Hvaða trúverðugleika hefur stofn- unin þar sem stjórnin hefur brotið lög og hugsanlega forstjórinn líka? Hver græðir eiginlega á slíkri stöðu? Ekki Gunnar Andersen, ekki stjórnin, ekki aumingja Guðlaugur Þór sem hefur orðið fyrir persónunjósnum. Guðlaugur Þór er nú í svipaðri stöðu og Gunnar Andersen þegar hann kvartaði undan því að gögn um starfsemi Landsbank- ans hefðu lekið í Kast- ljósið sem notað hefði gögnin til að fremja á sér mannorðs- morð. Báðir kvarta undan gagnaleka úr þessum banka sem ku hafa komið sér illa fyrir þá. Hvaða farsi er þetta? Græðir einhver á þessu rugli? Svarthöfði sér ekki í fljótu bragði að einhver geri það nema kannski bara þeir sem telja það þjóna hags- munum sínum að láta Fjármálaeftir- litið líta út eins og höfuð- og gagnslausa stofnun sem ekkert getur annað en að brjóta lög. Þórðargleði þeirra sem þannig hugsa snýst ekki bara um það að hafa lagt Gunnar And- ersen að velli. Málið er ekki svo létt- vægt að það snúist bara um eina pers- ónu. Það hlakkar í þeim vegna þess að Fjármálaeftirlitið sjálft, og þar með uppgjörið við hrunið, er rúið öllum trúverðugleika í kjölfarið. Trúverð- ugleiki stofnunarinnar er líklega minni en hann var eftir hrunið 2008. Uppbyggingarstarf Fjár- málaeftirlitsins er orðið að engu út af þessu máli Gunnars And- ersen. Þeir hafa ekki aðeins tekið niður einn mann heldur heila eftirlitsstofnun. Þeir hlæja allan tímann á leiðinni til um- bjóðenda sinna að sækja dúsuna sem þeir fá fyrir vel unnin verk. Það er allt að verða vitlaust á Íslandi gott fólk og skaðinn er skeður. Svarthöfði Þ egar ég steig ásamt félögum mín- um, tveim prófessorum, Dana og Norðmanni, inn í Lögþingið í Þórshöfn í Færeyjum á föstu- daginn var, blasti við okkur ægifagurt málverk í móttökunni. Ég sagði við þá: Þarna sjáið þið, herrar mínir, hvað Færeyingar eiga fína málara. Þegar við komum nær, sáum við, að myndin var eftir Jóhannes Kjarval, gjöf frá Alþingi til Lögþingsins. Þegar okkur var boðið inn í þingsalinn, sáum við hanga yfir ræðustólnum enn stærra málverk, glæsilega mynd eftir Ingólf af Reyni (1920–2005), einn merkasta listamann Færeyja á öldinni sem leið. Lögþingið í Færeyjum er elsta þjóð- þing heims, stofnað um 860. Færeying- ar hafa ekki hátt um þetta. Lögþingið starfaði óslitið til 1816, lá síðan niðri til 1852, þegar það var reist upp aftur sjö árum eftir endurreisn Alþingis, og hefur starfað æ síðan. Erindi okkar þremenn- inganna til Færeyja var að rökræða um fiskveiðistjórn ásamt innlendum mönnum á 500 manna fundi í Norður- landahúsinu; 22 lögþingsmenn af 33 voru í salnum, þar á meðal lögmaður- inn, forsætisráðherrann. Mismunun er mannréttindabrot, sagði ég og vitnaði í bindandi álit mannréttindanefndar SÞ 2007 um kvótakerfið. Svipmiklar myndir Frammi fyrir málverki Ingólfs af Reyni í þingsalnum rifjaðist upp fyrir mér sam- norræn yfirlitssýning í Finnlandi fyrir mörgum árum. Þá sá ég fyrst færeysk málverk, enda hafði ég þá ekki enn komið til Færeyja. Málararnir, sem áttu verk á sýningunni, virtust mér skiptast í tvo flokka: svipmikla finnska, færeyska og íslenska málara annars vegar og heldur daufgerða danska, norska og sænska málara hins vegar. Þetta er auð- vitað einföldun, fyrstu hughrif einnar sýningar. Hitt orkar þó varla tvímælis, að Færeyingar státa líkt og Íslendingar af fjölskrúðugu menningarlífi, þar sem myndlistina ber trúlega hæst í Fær- eyjum, en tónlist og bókmenntir eru einnig hafðar í hávegum. Færeyingar hafa t.a.m. rekið sinfóníuhljómsveit í aldarfjórðung. Henni stjórnar nú Bern- harður Wilkinsson, sem hefur verið og er enn umsvifamikill í íslensku tón- listarlífi. Bókmenntir blómstra. Jógvan Isaksen, lektor í Kaupmannahafnarhá- skóla, heldur áfram að gefa út skínandi góðar færeyskar glæpasögur um blaða- manninn Hannis Martinsson, nú síðast Metusalem 2008 (dönsk þýðing 2011). Bækur hans ættu heima í Hollywood. Færeyingar eru nú tæplega 50 þúsund talsins líkt og fyrir hrunið 1989–93. Tal- ið er, að 25 til 30 þúsund Færeyingar búi utan lands. Heildarfjöldi Færeyinga er því 75 til 80 þúsund. Heimsfrægð handan seilingar Færeysk myndlist og þá ekki síst verk Ingólfs af Reyni ættu frá mínum bæjar- dyrum séð að búa við heimsfrægð. Samt nær frægð þeirra varla nema til Ís- lands og Danmerkur og varla þangað. Að vísu eru til veglegar bækur með verkum Ingólfs af Reyni, þar á meðal nýleg og stórglæsileg bók, sem Lista- safn Færeyja gaf út 2009, viðhafnarút- gáfa, sem slagar hátt upp í Kjarvals- bókina, sem Nesútgáfan gaf út á 120 ára afmæli Kjarvals 2005, glæsilegustu listaverkabók, sem gefin hefur verið út á Íslandi, með miklum fjölda mynda Kjarvals auk rækilegs efnis um líf hans og störf frá ýmsum hliðum. Kjarvals- bókin sómir sér vel meðal veglegustu listaverkabóka heimsins. Samt eru verk þeirra beggja svo að segja óþekkt utan Íslands og Færeyja. Ég leyfi mér að efast um, að hátt verð fengist fyrir þau í New York, París eða Tokíó. Vandinn er ekki bundinn við Færeyjar og Ísland. Þjóð- málarar margra annarra landa eru svo að segja óþekktir utan landsteinanna. Hættuleg einangrun Markaðseinangrun býður ýmsum hættum heim. Einangraður málverka- markaður býr í haginn fyrir falsara. Ef listaverkakaupendur einblína á inn- lenda listamenn og verk þeirra, geta falsarar gengið á lagið. Falsari tekur erlenda mynd, bætir íslensku berja- lyngi í annað hornið og íslenskri undir- skrift í hitt hornið, og verðlítil mynd eftir óþekktan danskan listamann selst á uppsprengdu verði á Íslandi sem nýfundin íslensk mynd eftir gamlan meistara. Falsarinn græðir, og það gerir einnig galleríið, sem selur myndina, og stjórnendur þess, en verðið á verkum listamannsins fellur líkt og ásýnd verka hans. Skv. gögnum lögreglunnar, sem sagt var frá í Morgunblaðinu og öðrum fjölmiðlum á sínum tíma, eru um 900 fölsuð málverk í umferð á Íslandi, sum- ir segja 1.100. Aðeins þrjú þessara verka hafa komið til kasta dómstóla. Málið er alþekkt í listaheiminum, en enginn hef- ur enn þurft að sæta ábyrgð. Hér er verk að vinna að loknu uppgjöri við hrunið. Umræða 17Mánudagur 5. mars 2012 1 Lét húðflúra á sig nöfn konunnar og fimm barna hennar Kærasti Óskar Norðfjörð sýnir ást sína á henni. 2 Valgeir: „Það er mjög óhugnanlegt að upplifa þetta“ Valgeir Guðjónsson lýsir aðkomu að hrikalegu bílslysi. 3 Viltu kaupa IKEA hús?Sænska fyrirtækið færir út kvíarnar. 4 Magnús fékk 826 milljóna afskrift Rúmlega 826 milljónir króna afskrif- aðar af skuldum eignarhaldsfélags Glitnismanns. 5 Bílvelta í Hafnarfirði – Tveir á gjörgæslu Alvarlega slasaðir eftir bílveltu í Hafnarfirði um helgina. 6 Oprah Winfrey fær viðtalið sem allir vilja Spjallþáttadrottningin tekur viðtal við dóttur Whitney Houston 7 Faðir sem barði sextán ára dreng dæmdur Barsmíðarnar náðust á myndbandi sem birtist á myndbandavefnum YouTube. Mest lesið á DV.is „Færeysk myndlist og þá ekki síst verk Ingólfs af Reyni ættu frá mínum bæjardyrum séð að búa við heimsfrægð. Kjallari Þorvaldur Gylfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.