Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Page 18
Víking Páskabock er bestur V íking Páskabock hefur ver- ið valinn besti bjórinn í ár- legri páskabjórsmökkun DV með einkunnina 4,25 af 5 mögulegum. Að þessu sinni voru fimm íslenskar tegund- ir af páskabjór smakkaðar. Tegund- irnar eru, auk Páskabocks: Benedikt klausturbjór nr. 9, Páskakaldi, Vík- ing Páskabjór og Páska Gull. Páska Gull varð í öðru sæti með 3,15 og Páska Kaldi varð í þriðja sæti en hann var sigurvegari síðustu tvö ár. Allar þessar tegundir fást í Vínbúð- um ÁTVR fyrir utan Páska Gull sem hægt er að kaupa á veitingahúsum og í Fríhöfninni. Sex manna dómnefnd Dómnefndina skipuðu Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ragnar Freyr Rúnarsson, læknir og formaður vefj- arins bjorbok.net, Rakel Garðars- dóttir, knattspyrnustjóri FC Ógnar og framleiðandi hjá Vesturporti, Kjart- an Ólafsson, veitingahúsarýnir hjá Gestgjafanum, Henry Birgir Gunn- arsson, íþróttafréttamaður og rithöf- undur, og Anna Brynja Baldursdóttir leikkona. DV fékk góðfúslegt leyfir til að halda könnunina á Den Danske Kro. Könnunin fór fram með þeim hætti að borinn var fram einn bjór í einu og vissi dómnefnd ekki hvaða bjór var borinn fram í hvert skipti. Hún gaf einkunnir og ræddi svo um kosti og galla hverrar tegundar fyr- ir sig. Stefnuleysi Aðspurð hvaða væntingar þau hefðu til páskabjórs sögðu þau að hann þyrfti að skera sig úr frá venjuleg- um bjór. Hann ætti að vera léttari og ferskari en jólabjórinn og þyrfti að hafa karakter. Einn dómara sagði að hann ætti að minna á vorið og ann- ar sagði að hann þyrfti að vera meira appelsín en malt. Að smökkuninni lokinni voru þau flest sammála um að þau hefðu orð- ið fyrir vonbrigðum með páskabjór- inn í ár. Þeim fannst bjórinn almennt vera of dökkur en páskabjór ætti að vera ljós og minna á páska og hækk- andi sól. „Ég varð fyrir vonbrigðum. Það vantar meiri skírskotun til vorsins. Mig langar ekki að kaupa mér neinn þessara bjóra og mundi frekar kaupa mér venjulegan bjór,“ sagði Rakel. Henry var á sama máli og sagði að þetta hefði ekki verið nein flugelda- sýning. „Það virðist ekki vera sami metnaður í þessu og jólabjórnum en það vantar kannski hefðina fyrir páskabjórnum. Það virðist ekki vera nein stefna og að menn eigi erfitt með að staðsetja sig. Menn virðast vera að þróa sig áfram en eiga svolít- ið eftir í land, en þeir eru á réttri leið,“ sagði hann. Þetta gæti skýrst af því að jólabjórinn hefði verið svo vel lukk- aður og þau hefðu búist við meiru. Þá væri einnig meiri stemning fyrir jólabjórnum. Ragnar var þó ekki sammála og sagðist vera mjög ánægður með bjór- inn á heildina litið. Hann benti einn- ig á að páskabjórinn ætti að skera sig úr frá öðrum bjór og það væri hægt að fá ljósan bjór allt árið. Gerir kröfur Það voru mjög skiptar skoðanir á Benedikt klausturbjórnum og aug- ljóst að hann er ekki allra. Sumum dómurunum fannst hann alls ekki góður og gáfu honum lága einkunn á meðan öðrum fannst hann virki- lega góður og kraftmikill. Kjartan var einn þeirra sem gáfu honum háa ein- E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 254,7 kr. 260,7 kr. 254,5 kr. 260,2 kr. Höfuðb.sv. 254,5 kr. 260,1 kr. Algengt verð 254,7 kr. 260,5 kr. Algengt verð 256,7 kr. 260,8 kr. Melabraut 254,5 kr. 260,2 kr. 18 Neytendur 5. mars 2012 Mánudagur Gafst ekki upp n Lofið að þessu sinni fær starfs- fólk N1 í Stóragerði. „Ég vil koma á framfæri lofi til bensínafgreiðslu- fólksins á bensínstöðinni í Stóra- gerði. Ég fór þangað til að taka bensín en bensínlokið var fast hjá mér. Bensínafgreiðslu- maðurinn gafst ekki upp og reyndi nokkrar aðferð- ir þangað til honum tókst að opna það. Ávallt frábær og vinalega þjónusta hjá þeim,“ segir ánægður viðskiptavinur. Loðinn tómatur n Lastið fær 10-11 og veitinga- staðurinn Ginger en viðskiptavinur sendi eftirfarandi: „Ég fór í 10-11 í Austurstræti í hádeginu um dag- inn og keypti mér baunabur- rito frá Ginger sem er selt þar. Þegar ég kom aftur í vinnu og ætlaði að gæða mér á því blasti við mér gamall og loðinn tóm- atur. Ég hafði samband við Ginger og þau báðust afsökunar á þess og buðu mér fría máltíð í staðinn. Ég er eiginlega búin að missa alla lyst á þessu og veit því ekki hvort ég nýti mér það. Annars finnst mér að starfsfólk 10- 11 eigi að fylgjast með vörum í búðinni og þessi vara hlýtur að hafa verið töluvert gömul þar sem tómat- urinn var orðinn loðinn.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last n Dómnefndin varð fyrir vonbrigðum í árlegri páskabjórsmökkun DV „Dómnefndin var þó sammála um að Páskabock væri líklegastur til að höfða til flestra og var ánægð með hann. Dómnefndin Kjartan, Henry, Anna Brynja, Ragnar Freyr, Rakel og Anna Svava. Bestur í fyrra DV hefur staðið fyrir sams konar páskabjórsmökkun síðastliðin ár en í fyrra var það Kaldi páskabjór sem fékk hæstu einkunn dómnefndar, annað árið í röð. Hann fékk 8,2 að meðaltali af 10 mögulegum en fjórum af þremur meðlimum dómnefndar þótti hann bestur. Þá voru fjórar tegundir smakkaðar en þær voru: Kaldi páskabjór, Lilja páskabjór, Víking páskabjór og Víking Páskabock. Lilja og Víking Páskabock voru saman í öðru sæti með 7,2 auk þess sem Lilja var valin sem fallegasta flaskan. Í dómnefnd þá sátu Dominique Plédel Jónsson, vínsmakkari á Gestgjafanum, Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður og rithöfundur, Kjartan Ólafsson, lausapenni og veitingahúsarýnir hjá Gestgjafanum, Alba E.H. Hough, yfirvínþjónn á Hilton Reykjavík Nordica, og Sólmundur Hólm Sólmundsson, skemmtikraftur og rit- höfundur. Þá fór könnunin fram á Rauða ljóninu á Eiðistorgi. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. Útsalan stendur aðeins frá 2.-10. mars KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUPHandlaugarWC Innréttingar Á HREINLÆTISTÆKJUM AÐ BÆJARLIND 6 Í KÓPAVOGIÚTSALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.