Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Qupperneq 22
Leikhúsgestir í hjálparstarf n Sérstök góðgerðasýning á Eldhafi til styrktar UN Women Þ ann 8. mars verður al- þjóðlegur baráttu- dagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim eins og gert hefur verið í yfir 100 ár. Af því tilefni efnir Borgarleikhúsið til sérstakr- ar styrktarsýningar á Eldhafi þann 7. mars næstkomandi þar sem allur ágóði rennur til samtaka UN Women á Ís- landi. Leikhúsgestir geta því blandað sér í hjálparstarf auk þess að fræðast um starf- semi UN Women sem vinnur þýðingarmikið starf. Sam- tökin starfa á vegum Samein- uðu þjóðanna í þágu kvenna og jafnréttis og veita fjár- hagslega og faglega aðstoð til að bæta stöðu kvenna í fátækustu löndum heims og stríðsátakasvæðum og leggja áherslu á samstöðu með konum þvert á landamæri og menningarheima. Leikritið Eldhaf eftir líb- anska höfundinn Wajdi Mo- uawad hefur farið sigurför um heiminn, verið þýtt á tutt- ugu tungumál og sýnt í yfir 100 uppsetningum. Eldhaf rekur sögu móður í stríðs- hrjáðu landi, er harmleik- ur um fortíðina sem skapar nútímann og höfðar beint til hjartans. Verkið var frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins 26. janúar og hefur hlotið afar góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Leikstjórn er í höndum Jóns Páls Eyjólfs- sonar og í burðarhlutverkum eru þau Unnur Ösp Stefáns- dóttir, Birgitta Birgisdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Sýningin hefst klukkan 19 og að henni lokinni gefst áhorfendum færi á að taka þátt í umræðum með að- standendum verksins og fulltrúum UN Women. 22 Menning 5. mars 2012 Mánudagur Um stríðshrjáða móður Leikritið Eldhaf fjallar um stríðshrjáða móður. Unnur Ösp Stefánsdóttir fer með hlutverk hennar. Menningar- verðlaun DV Menningarverðlaun DV verða afhent í 33. skipti í Iðnó, miðvikudaginn 7. mars. Verðlaunin eru veitt í níu flokkum. Flokkarnir eru bókmenntir, fræði, bygg- ingarlist, danslist, hönnun, kvikmyndir, leiklist, myndlist og tónlist. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári. Einnig eru veitt verð- launin í flokknum Val les- enda þar sem valið er úr til- nefningunum 45 á DV.is. Þá mun forseti Íslands afhenda árleg heiðursverðlaun. K vikmyndin Svartur á leik markar ákveðin tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. Hér er um að ræða fyrstu sannfærandi kvikmyndina um undirheima Íslands. Hand- rit myndarinnar er unnið upp úr bók Stefáns Mána, Svartur á leik. Rithöfundurinn kynnti sér undirheimana við skrif bókarinnar. Fékk sorann og stemninguna í æð. Það gerðu leikarar myndarinnar einnig fyrir tökur. Öll þessi aukavinna og metnaður skilar sér í grjót- harðri og sannfærandi kvik- mynd sem mætti segja að gefi raunsæja mynd af undirheim- um Íslands árið 1999 og ís- lenskir bíógestir fá það sama. Sorann beint í æð. Eins og naut á sterum Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með aðalhlutverkið, leikur ungan Ólafsvíking, Stebba sækó, sem á erfitt með að fóta sig í borginni og ratar auð- veldlega á refilstigu. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur gamlan æskufélaga hans, Tóta, úr Ólafsvík sem hefur náð völdum í undirheimunum með því að byggja upp skipulagðan innflutning á fíkniefnum. Það er ljóst að Tóti á sér íslenska fyrirmynd. Fleiri í sögu Stefáns Mána eiga sér fyrirmyndir í ís- lenskum veruleika. Jóhannes Haukur er svo magnaður í hlut- verki sínu að áhorfendur taka andköf. Aldrei áður hefur hann sést sýna svo magnaðan leik. Hann er eins og naut á sterum. Martraðarkennd hópkynlífssena Þorvaldur Davíð sýnir fágaðan og fallegan leik og það er ljóst að hann er efni í leikara sem getur gert það gott á heims- vísu. Hann er sannfærandi sem umkomulaus ræfill sem flækist inn í undirheimana og sogast inn í þá af fullum krafti. Hann sýnir vel óttann og sorgina sem fylgir því að týna sjálfum sér og ráða ekki við atburðarás eigin lífs. Eitt áhrifamesta atriði myndarinnar er einmitt það atriði sem viðkomandi hafði búið sig undir að yrði klisju- kennt. Umtalað hópkynlífsat- riði með Maríu Birtu. Þorvald- ur Davíð og María Birta eiga þar ógleymanlegan samleik sem afhjúpar á einu augnabliki þann martraðarkennda heim sem fíkillinn kýs að búa í. Heim án ástar. Heim miskunnarlauss ofbeldis og hnignunar. Náttúrutalent María Birta Bjarnadóttir er náttúrutalent. Leikur hennar er áreynslulaus. Hún er kyn- þokkafullt partíljón á einni stundu, umkomulaus fíkill á annarri stundu. Öllum stund- um er hún kona sem hefur gefist upp og fer einbeitt inn í undirheimana. Líklega til að deyja. María Birta er verulega efnileg leikkona sem vert er að fylgjast með. Vignir Þór Valþórsson leikur langt leiddan fíkil og gerir það vel. Öllum er það ljóst að hann stefnir í opinn dauðann. En það er Damon Younger sem stendur upp úr hvað varð- ar frammistöðu leikara mynd- arinnar. Hann leikur illmennið Brúnó sem er siðlaust og til alls líklegt. Illskan sem Damon veitir farveg í Brúnó nær til áhorfenda svo þeir fá tak fyrir hjartað. Hann er illskan holdi klædd. Minnir á Trainspotting Klipping og taka myndarinn- ar minnir oft á Trainspott- ing. Leikstjórinn sjálfur hefur gengist við því að vera undir áhrifum þeirrar myndar. Á köflum er þetta groddaralegt en þjónar vel hraðri atburða- rás myndarinnar. Nokkur at- riði eru einstaklega falleg þótt sú fegurð sé í hrópandi and- stæðu við umfjöllunarefnið. Atriði í Hvalfirði þar sem sett eru á svið tryggingarsvik er sérlega fallega unnið. Þá má nefna að búningar og gervi eru framúrskarandi vel unnin. Træbaltattú, hermannabuxur, aflitað hár og sólbrúnka vekja kátínu en gefa myndinni sann- færandi svip. Vel valin tónlist Frank Hall sér um tónlist myndarinnar og það er til- efni til þess að fjalla sérstak- lega um hana. Nokkur atriði myndarinnar öðlast meiri kraft en ella vegna vals á tónlist. Val á dægurlagaperl- unni Þú og ég við martraðar- kennda hópkynlífssenu færir atriðinu dýpt. Þá er vel til fundið að hafa tónlistina trúa tímabilinu og að miklu leyti íslenska. Ensími og Múm minna á gamla tíma. Tón- listin fléttast vel við þennan myrka heim. Nýir tímar Undir lok myndarinnar sést glitta í nýja tíma. Stebbi sækó er á flugvellinum á leiðinni heim og þá má sjá tollverði glíma við meðlimi Hells Angels. Það er vitað mál að glæpasamtök hafa hert tök sín á íslensku samfélagi í dag. Undirheimar Íslands í dag var barnaleikur árið 1999 miðað við árið 2012 og það verður forvitnilegt að sjá hvort ein- hver treysti sér í að vinna mynd eins og þessa um okkar eigin samtíma. Það verður að minnsta kosti djöflaleg- ur sori og ljóst að Óskari Þór Axelssyni er vel treystandi til verksins. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bíómynd Svartur á leik Leikstjóri: Óskar Þór Axelsson Handrit: Óskar Þór Axelsson Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjáns- son, María Birta Bjarnadóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Damon Younger Sorinn beint í æð Frábær og sannfærandi Svartur á leik er fyrsta sannfærandi kvikmyndin um undirheima Íslands. Stjarnan Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur aðalhlutverkið. Egill „Gillz“ Einarsson Leikur kókaínfíkil í Svartur á leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.