Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Side 23
Afmæli 23Mánudagur 5. mars 2012 Búið að halda stórkostlega veislu Helena Árnadóttir læknir þrítug mánudaginn 5. mars Lúðvík Gizurarson lögmaður verður áttræður þriðjudaginn 6. mars L úðvík er fæddur í Reykjavík 6. mars 1932 sonur Dagmarar Lúðvíksdóttur húsfreyju og Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra. „Það var skrautlegt og stundum slæmt að vera sonur Hermanns en mega ekki vera það. Móðir mín sagði mér frá því að þegar hún átt- aði sig á því að hún væri með barni hefði henni verið brugðið en trú því að engin klípa væri svo slæm að ekki mætti nýta hana til góðs fann hún lausn. Hermann vildi ekki gangast við mér opinberlega því hann taldi það eyðileggja pólitíska framtíð sína að eiga barn fram hjá hjónabandi með starfskonu sinni og náfrænku konu sinnar. „Steingrímur hafði aldrei roð í mig“ Þarna um morguninn þegar hún áttaði sig á þungun sinni fann hún farsæla lausn, Gizur Bergsteins- son sem var skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu hjá Jónasi frá Hriflu hafði gefið henni auga og um hádegið dreif hún sig á hans fund og ræddi við hann um að hún vildi halda barninu, ekki fara í fóstur- eyðingu né gefa það frá sér. Hann sagði henni að ef hún væri gift gæti enginn gert neina kröfu á hana. Það þarf ekki að orðlengja það að þau höfðu gift sig hjá fógeta um kaffi- leytið þann sama dag. Ég hef það því frá móður minni að trúa á lífið og lukkuna.“ Lúðvík var sem barn daglegur gestur á heimili forsætisráðherra en oft var stirt milli hans og Steingríms og oftlega tekist á enda báðir þekktir ákafamenn. „Steingrímur hafði aldrei roð í mig þrátt fyrir að vera fjórum árum eldri, það var miklu meira af Hermanni í mér en honum. Stundum reyndi hann að láta Clau- senbræður jafna um mig en þeim gekk það ekki heldur neitt,“ segir Lúðvík og brosir við minningunni. Kennedy þekkti vel til Íslendingahópsins Eftir menntaskóla hélt Lúðvík til Bandaríkjanna í framhaldsnám í rafmagnsverkfræði. Hann komst í ruðningslið skólans og bauðst íþróttastyrkur til að vera áfram við skólann og í liðinu. En hann hafði góðan grunn á að byggja eftir þrot- lausar hnefaleika- og glímuæfingar hér heima árum saman. „Kannski er það stærsta stund lífs míns þegar ég var í þessu liði, við komum á Hilton-hótelið í Buffalo og mig langaði óskaplega mikið í bjór, ég dreif mig strax að lyftunum til að komast upp í veit- ingasalinn en við lyfturnar var röð af öryggisvörðum og þar sem ég var að fara að lyftunni potaði einn þeirra við mér. Ég var kannski full- fljótur á mér en ég losaði mig við þá alla og fór í lyftuna. Þar var þá sjálfur Kennedy ásamt Jacqueline konu sinni. Hann var þarna í forkosningum til að fá útnefningu fyrir forseta- kosningarnar, það var ekki með það að mér var boðið í morgunverð með honum morguninn eftir. Það var skemmtilegur morgunverður, kom í ljós að hann þekkti vel til í íslenska sendiráðinu og til Íslendingahóps- ins sem bjó í Boston en hann vildi nota mig til að ná góðu sambandi við þann hóp. Dagblaðið aftur baráttutæki Hann var ótrúlega kurteis og þægi- legur maður og gjörþjálfaður því á meðan við ræddum saman sagði hann ekki eitt orð sem ekki gagn- aðist honum í pólitík. Hann var heillandi persóna og gaman að sjá hann síðar verða forseta.“ Eftir nám í Bandaríkjunum fór Lúðvík í lagadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt ótrúlegum fjölda opinberra starfa auk þess að reka lögmannsstofu og fasteignasölu í áratugi. Með fram þessu hefur hann skrifað mikið í blöð og tímarit. „Mér lætur vel að skrifa og í laga- deildinni var ég ritstjóri Úlfljóts og síðar starfaði ég á Alþýðublaðinu, það var kannski magnaðasti skólinn sem ég fór í. Það var mér því mikill heiður þegar Dagblaðið var stofnað og vantaði í það efni að Haukur, vinur minn, Helgason blaðamaður skyldi hringja í mig og biðja mig um að skrifa greinar í blaðið, helst ein- hverjar sem kölluðu á viðbrögð. Það var skemmtilegt og ekki stóð á við- brögðunum, maður lifandi. Þá hafði allt aðsent efni verið rit- skoðað af blöðunum en nú var kom- inn nýr miðill sem var engum háður og fljótlega sáu menn hvað blaðið hafði gríðarleg áhrif á þjóðmálaum- ræðuna og þeir sem ekki skrifuðu í Dagblaðið voru bara ekki með í um- ræðunni. Þetta var mikið fjör og nú sýnist mér Dagblaðið vera orðið aft- ur það baráttutæki sem það var.“ Sáttur við guð og menn Mest allt sitt líf hefur Lúðvík barist fyrir því að fá faðernið viðurkennt og loks kom að því að hann hafði sigur í því máli. „Kannski var mér erfiðast á lífs- leiðinni baráttan um að fá faðern- ið viðurkennt og það var mér stór stund þegar það var loksins klárað. Kannski að maður sé andstæða eineggja tvíbura, sem eins konar tvíeggja einbirni. En ég er sáttur við guð og menn núna þegar þetta er frá. Það er áreiðanlega vont að eldast ósáttur við lifið,“ segir Lúðvík glaður á brá. 11. júní 1954 kvæntist Lúðvík konu sinni, Valgerði Guðrúnu Ei- ríksdóttur, en hún lést 18. júní 2008. Börn þeirra eru Dagmar Sigríður meinatæknir, Dóra læknir og Einar skóg- og fiskræktarmaður. Barnabörn þeirra eru Valgerður Dóra læknanemi, Dagmar Helga Verzlunarskólanemi, Valgerður Saskia grunnskólanemi og Lilja Sig- ríður leikskólanemi. Lúðvík tekur á móti gestum á af- mælisdaginn að heimili Dóru dóttur sinnar að Grenimel 32 frá klukkan 16–19. Stærsta stundin að hitta Kennedy Stórafmæli „Steingrímur hafði aldrei roð í mig þrátt fyrir að vera fjórum árum eldri É g er búin að halda stórkostlega veislu með Björk Ólafsdóttur vinkonu minni, við héldum dúndurmagnaða sextíu manna veislu til að fagna afmælum okkar. Það var óendanlegt fjör hjá okkur langt fram á nótt,“ segir Helena Árnadóttir, læknir á Landspítalan- um, sem í dag fagnar þrítugsafmæli sínu. Helena mun taka daginn eftir venju og mæta í vinnu sína og gleðj- ast þar með vinnufélögunum. „Ég mun mæta með köku í vinnuna í dag en fara svo út að borða með pabba og mömmu, systrum mínum og vinkonum í kvöld. Þetta verður örugglega fínt þrátt fyrir að manni standi ógn af þessum aldri, þetta er nærri því að vera hræðileg tilhugs- un,“ segir hún með bros á vör og hyggur á góða gleði með fjölskyld- unni sinni. Foreldrar Helenu eru Árni Árna- son vélstjóri og Dröfn Björnsdóttir ferðamálafræðingur. Systkini henn- ar eru Rebekka Árnadóttir, Birgitta Hassell og Hörður Þorgilsson. Afmælisbarnið Hönnuður óskast DV ehf. leitar að áhugasömum og metnaðargjörnum prent- og vefhönnuði. Reynsla af InDesign, Photoshop og Flash er æskileg. Einnig þekking á HTML, CSS og Javascript. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á dv.is/atvinna/honnudur Frestur er til og með 15. mars 2012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.