Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Page 24
„Gott að fá pressulaust hlaup“ n Kári Steinn Karlsson kom þriðji í mark í maraþonhlaupi á Ítalíu É g var nú eiginlega þreyttur frá byrjun og ekkert að fíla mig neitt glimrandi vel,“ segir langhlaup- arinn Kári Steinn Karlsson sem var nálægt því að bæta eigið Íslands- met í maraþonhlaupi á sunnudag- inn. Hann kom þriðji í mark í hlaupi sem fram fór í Treviso á Ítalíu á tím- anum 2:18,53 en Íslandsmetið er 2:17,21. Þetta er aðeins í annað skipt- ið sem Kári hleypur maraþon en það gerði hann fyrst í Berlín síðasta sum- ar þegar hann sló Íslandsmetið. Þar tryggði hann sér þátttökurétt á Ól- ympíuleikunum í Lundúnum í sum- ar. „Ég er bara nokkuð sáttur með þetta því ég hef verið í stífum æfing- um og það sat í mér þreyta eftir síð- ustu vikur og mánuði. Ég var strax orðinn lúinn eftir 10–15 kílómetra en það virðist vera góður styrkur í mér því ég náði að halda mér þokkalega. Það fór aðeins að hægjast á mér eft- ir 20–30 kílómetra en ekkert að ráði,“ segir Kári sem notaði hlaupið í Trev- iso til að prófa sig áfram. „Ég var aðallega að hugsa um drykkjainntöku og fá jákvæða upp- lifun og það heppnaðist. Ég vildi ekki setja neina pressu á mig. Það gerði ég í Berlín og mun gera það aftur í Lundúnum. Það var því gott að fá eitt pressulaust æfingahlaup og þetta var alveg frábært sem slíkt.“ Kári mun ekki hlaupa fleiri mara- þonhlaup áður en hann heldur á Ól- ympíuleikana í Lundúnum en mið- að við árangurinn í Treviso sér hann fram á að geta bætt Íslandsmetið aft- ur þar. „Alveg hiklaust. Það er eng- in spurning að ég stefni að því,“ seg- ir hann en hversu sterkt var að ná þriðja sætinu á Ítalíu? „Þetta hlaup hefur verið sterk- ara en samt var þetta alveg þokka- legt. Þarna voru þrír Keníamenn og tveir af þeim voru á undan mér. Svo kom ég og einhver Bandaríkjamað- ur í fjórða sæti sem var frekar langt á eftir. Eftir á að hyggja var 3. sætið bara nokkuð gott og ég er mjög sátt- ur,“ segir Kári Steinn Karlsson sem tekur því rólega næstu tvær vikurnar áður en hann fer að gíra sig upp fyrir lokaátökin. Ætlar hann meðal annars í þriggja vikna æfingabúðir til Spánar og mun hlaupa nokkur 10 kílómetra hlaup sem og hálfmaraþon í undir- búningi fyrir ÓL. 24 Sport 5. mars 2012 Mánudagur Gerpla vann Evrópumeistarar Gerplu í hópfim- leikum fá tækifæri til að verja titil sinn því stelpurnar urðu bikar- meistarar í hópfimleikum kvenna áttunda árið í röð á sunnudag. Gerpla hlaut 50,70 fyrir æfingarnar þrjár. Gerpla mætti aðeins einum andstæðingi á mótinu en það var lið Selfoss sem fékk 45,60 stig. Gerpla vann einnig í blönduðum flokki og í 1. flokki kvenna. Ármann var eina liðið í meistaraflokki karla. Villas-Boas rekinn Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea losaði sig við knattspyrnustjórann Andre Villas-Boas á sunnudaginn en tap gegn WBA á útivelli, 1–0, fyllti mælinn. Villas-Boas kostaði liðið 13 milljónir punda þegar hann var keyptur frá Porto í sumar og er talið að þetta ævintýri muni kosta Chelsea 30 milljónir punda því það þarf að greiða Portúgal- anum háar fjárhæðir til að losna við hann. Eftir frábært gengi með Porto hefur Villas-Boas aldrei náð tökum á Chelsea-liðinu og aðeins unnið 19 af 40 leikjum sínum með liðið. Roberto Di Matteo tekur við liðinu og stýrir því út tímabilið. Þrenna á 14 mínútum Zlatan Ibrahimovic snéri aft- ur með stæl í lið AC Milan um helgina þegar liðið valtaði yfir Palermo, 4–0, í ítölsku A-deild- inni. Zlatan hafði klárað að af- plána þriggja leikja bann en vegna þess missti hann meðal annars af stórleiknum gegn Juventus um síðustu helgi. Zlatan tók sig til og skoraði þrennu á aðeins fjórtán mínútum í fyrri hálfleik en það var síðan miðvörðurinn Thiago Silva sem skoraði fjórða markið í seinni hálfleik. AC Milan heldur enn toppsætinu á Ítalíu með 54 stig en erkifjendurnir í Juventus sem mis- stigu sig og gerði aðeins jafntefli gegn Chievo, 1–1, eru þremur stig- um á eftir en eiga leik til góða. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Þ etta er svona leynivopn sem maður er með. Ég nota þetta við sérstök tækifæri,“ segir landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason sem skoraði fyrsta mark Lokeren í sigri á Wes- terlo, 4–0, um helgina með skalla. Hann er ekki þekktur fyrir þrumu- skalla. „Svona að öllu gamni slepptu er þetta fyrsta skallamarkið mitt í mjög langan tíma. Það þarf að rekja söguna langt til baka til að finna það síðasta,“ segir Alfreð léttur. Alfreð hefur verið úti í kuldanum í nokkr- um tíma hjá þjálfara Lokeren eftir að hafa verið lofað stærra hlutverki. Hann svaraði kallinu eftir aðeins átján mínútur í leiknum í gær með marki og kom svo við sögu í tveimur öðrum. Hefur verið mjög þolinmóður „Ég var búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri og hef verið „mjög“ þolinmóður, svo vægt sé til orða tek- ið. Þegar tækifærið kom var maður ekkert að fara að sleppa því. Ég var búinn að undirbúa mig lengi fyrir þennan leik og gekk vel,“ segir Alfreð. „Ég var nokkuð frískur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fjaraði þetta svo- lítið út enda leikurinn búinn mjög snemma.“ Hann segir síðustu vikur hafa ver- ið erfiðar. „Þetta er búið að vera mjög kómískt. Ég spilaði síðustu fimm leiki fyrir vetrarhlé og svo í æfinga- ferðinni tók þjálfarinn mig á eintal og sagði að hann ætlaði að gera mig að lykilmanni. Svo spilaði ég ekki fyrstu sjö leikina eftir hléið þannig að ég veit ekki hvað gerðist. Ég vil bara láta verkin tala inni á vellinum en það er erfitt þegar maður fær ekki að spila. Þetta er búinn að vera mjög erfið- ur tími en maður hefur styrkst mjög mikið,“ segir Alfreð. Fleiri Íslendingar en Brassar Það þarf nánast hagfræðigráðu til að skilja deildarfyrirkomulagið í Belgíu en eftir að liðin fimmtán hafa spil- að heima og að heiman gegn hvert öðru er henni skipt upp í riðla. Efstu sex liðin bítast þá um meistaratit- ilinn en afar hæpið er að Lokeren komist þangað inn þó enn sé séns. „Við komum of seint inn í þetta. Við klúðruðum okkar málum fyrr á tíma- bilinu þannig að þetta er ólíklegt hjá okkur. Við erum komnir í bikarúr- slitaleikinn og hugur allra er þar.“ Alfreð er langt frá því eini Íslend- ingurinn sem spilar í Belgíu en hef- ur hann tekið eftir auknum áhuga um Ísland eða meiri umfjöllun með komu manna eins og Birkis Bjarna- sonar? „Já, það eru held ég fleiri Ís- lendingar hérna en Brassar eða Arg- entínumenn. Alltaf þegar það kemur einhver nýr Íslendingur er maður spurður hvort við séum ekki bara örugglega 300.000 manna þjóð. Þeim sem aftur á móti þekkja til í boltanum og hafa séð uppganginn í íslenskri knattspyrnu kemur þetta minna á óvart. En það er auðvitað frábært þegar menn eins og Birkir eru að koma hérna í stóru liðin og standa sig svona vel,“ segir Alfreð. Engin afsökun fyrir að skora ekki Síðasta vika var Alfreð nokkuð góð en hann kom einnig inn á sem vara- maður í fyrsta alvöru landsleik Lars Lagerbäck með Ísland og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum. „Það var kærkomið að spila og ekki skemmir fyrir að hafa skorað,“ segir Alfreð sem hefði getað komið Íslandi yfir, 2–1, í næstu sókn. „Það eru engar afsakn- ir fyrir því. Ég á ekki að klúðra svona færi,“ segir hann og hlær við. Hann var ánægður með leikinn en vildi vinna sigur. „Það var leiðinlegt að vinna ekki því við fengum færin. Við verðum að vera venja okkur á að vinna leiki því það léttir svo mikið á hópnum,“ seg- ir Alfreð sem er ánægður með fyrstu kynni sín af Svíanum. „Mér líst gríð- arlega vel á hann. Ég held að allir sem hafa komið nálægt honum tali vel um hann. Hann er mikill fagmað- ur og það er alltaf gaman að vinna með þannig mönnum,“ segir Alfreð Finnbogason. n Alfreð Finnbogason fékk loks tækifæri með Lokeren og átti stórleik Tók 18 mínútur að svara kallinu „Búið að vera mjög kómískt Markaskorari Alfreð skoraði bæði fyrir landsliðið og Lokeren í síðustu viku. Mynd ToMaSz KolodziEjSKi næsta stopp, lundúnir Kári hleypur ekki fleiri maraþon fyrir átökin á ÓL. Mynd HEiMaSÍða ÍR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.