Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Page 25
Rodgers elskar að vinna með Gylfa n Landsliðsmaðurinn mærður fyrir mörkin tvö Í slenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var ekki á þeim buxunum að láta sína menn í Swansea tapa þriðja leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Wigan á DW-völlinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Gylfi skoraði bæði mörkin í 2–0 sigri Swansea, það fyrra með glæsilegu skoti úr opnum leik og það síðara beint úr aukaspyrnu í markmanns- hornið. Gylfi var valinn maður leiksins á Sky Sports og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína. Í fótboltaþætt- inum Match of the Day á laugar- dagskvöldið sagði svo Alan Shearer, markahæsti leikmaður úrvalsdeild- arinnar frá upphafi, að Gylfi væri ekki Sigurðsson lengur heldur „So good son“. Í viðtali við Sky Sports eftir leik- inn játti hann því að hann nyti lífs- ins í Swansea. „Það er langt síðan ég hef spilað reglulega þannig að þetta er gott. Við erum gott lið sem spilum góðan fótbolta þannig að, já, þetta eru góðir tímar,“ sagði Gylfi sem var spurður út í langskotin sín. „Maður skorar ekki án þess að skjóta. Ef ég sé markið, þá skýt ég,“ sagði hann. Swansea missti mann af velli í seinni hálfleik en varðist eftir það fimlega. „Um síðustu helgi voru við teknir illa í föstum leikatriðum þannig að við unnum í því í vikunni. Við löguðum það og vörðumst alveg frábærlega,“ sagði Gylfi Þór Sigurðs- son sem er búinn að skora þrjú og gefa tvær stoðsendingar síðan hann kom til Swansea. Knattspyrnustjóri Swansea, Brendan Rodgers, mærði Gylfa að- spurður á Sky Sports um frammi- stöðu Hafnfirðingsins í leiknum. „Hann er frábær strákur og mjög gáfaður fótboltamaður sem ég elska að vinna með. Hann er alltaf að æfa sig og reyna að bæta sig. Líf hans snýst um fótbolta. Mér fannst eft- ir þessa fyrstu sex mánuði í úrvals- deildinni að okkur vantaði sókn- djarfan miðjumann, sem Gylfi er. Ég veit samt að hann viðurkennir það sjálfur að hann er að koma inn í mjög gott lið,“ sagði Brendan Rod- gers í viðtali við Sky Sports. Sport 25Mánudagur 5. mars 2012 Þ að varð endanlega ljóst eft- ir sigur Manchester United á Tottenham, 1–3, að það verða Manchester-liðin tvö sem berjast um enska meist- aratitilinn. Manchester City er efst í deildinni eftir leiki helgarinnar með 66 stig en United gefur ekkert eftir í baráttunni og er með 64 stig. Með tapinu gegn Arsenal um síðustu helgi og nú gegn Manchester Uni- ted á sunnudaginn geta drengirnir hans Harry Redknapp gleymt topp- baráttunni enda nú ellefu stigum á eftir United í þriðja sætinu. Þeir ell- efu leikir sem eftir eru verða tveggja hesta kappreiðar að Englandsmeist- aratitlinum. Spiluðu betur en skoruðu ekki Tottenham verður seint sakað um að hafa spilað vondan fótbolta gegn United. Þvert á móti yfirspilaði liðið gestina frá Manchester en tókst ekki að skora fyrr en allt of seint. Wayne Rooney skoraði í uppbótartíma í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu og Ashley Young bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Jermain Defoe klór- aði í bakkann fyrir heimamenn á 86. mínútu. Of lítið, of seint. „Það er alltaf erfitt að koma hingað. Það var mikilvægt að skora í fyrri hálfleik og það gerðum við,“ sagði markaskorarinn Ashley Yo- ung við Sky Sports eftir leikinn. Hann hefur verið að koma sterk- ur inn eftir meiðsli og lagði með- al annars upp sigurmarkið gegn Norwich um síðustu helgi. Þá átti hann hornspyrnuna gegn Totten- ham sem Rooney skoraði úr. „Ann- að markið var skemmtilegra fyrir mig en mikilvægast var að ná í stig- in þrjú og halda baráttunni áfram,“ sagði hann. Arsenal nálgast Manchester United er á miklu skriði í úrvalsdeildinni eftir tapið slæma gegn Newcastle á heimavelli, 0–3, á fjórða degi janúarmánaðar. Síð- an þá hefur United unnið sex af síð- ustu sjö leikjum og gert eitt jafntefli gegn Chelsea. United er nú búið að spila tvívegis gegn öllum liðunum í kringum sig, að City undanskildu, en Manchester-slagurinn verður ekki fyrr en 30. apríl. Aftur á móti á City eftir að spila gegn Chelsea og Arse- nal. Leikurinn á sunnudaginn var allra síðasta von Tottenham um að ná í það minnsta öðru sæti og jafn- vel titlinum. Liðið hefur þó verið á niðurleið í síðustu leikjum. Það gerði jafntefli gegn Stevenage í bik- arnum, tapaði illa gegn Arsenal um síðustu helgi og nú aftur gegn Uni- ted á heimavelli. Í stað þess að horfa fram á við verður Tottenham nú að verja þriðja sætið því Arsenal nálgast og er nú aðeins fjórum stigum á eft- ir nágrönnum sínum. Þriðja sætið er mjög mikilvægt því það hleypir lið- unum beint í riðlakeppni Meistara- deildarinnar. Fjórða sætið gefur að- eins sæti í umspilsleikjum sem geta alltaf verið hættulegir. Gengur vel í Lundúnum Gengi Tottenham gegn stóru liðun- um hefur verið afleitt í ár og hefur það aðeins unnið Arsenal einu sinni. Það er búið að tapa tvívegis gegn Manchester United, tvisvar á móti City, gera eitt jafntefli gegn Chelsea og tapa svo hressilega gegn Arsenal. United hefur ekki tapað gegn Tot- tenham núna í ellefu ár. Það sem meira er, Sir Alex Ferguson og strák- arnir hans áttu miklu láni að fagna í Lundúnum á þessu tímabili. Lið- ið hefur spilað við öll Lundúnalið- in fimm, vinna fjóra leiki gegn QPR, Fulham, Tottenham og Arsenal og gera eitt jafntefli gegn Chelsea. Þrett- án stig af fimmtán mögulegum í hús í Lundúnum. n Manchester United vann Tottenham 3–1 n Einvígi United og City Manchester- liðin stinga af Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Baráttan heldur áfram Manchester-liðin keppa um titilinn. Mynd ReuteRS Á skotskónum Gylfi var magnaður gegn Wigan. Mynd ReuteRS Úrslit Enska úrvalsdeildin Liverpool - Arsenal 1-2 1-0 Laurent Koscielny (22.), 1-1 Robin van Persie (31.), 1-2 Robin van Persie (90.+2). Man. City - Bolton 2-0 1-0 Grétar Rafn Steinsson (22. sm), 2-0 Mario Balotelli (68.). Wigan - Swansea 0-2 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (45.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (53.). n Nathan Dyer, Swansea (53.). WBA - Chelsea 1-0 1-0 Gareth McAuley (81.). QPR - Everton 1-1 0-1 Royston Drenthe (30.), 1-1 Bobby Zamora (35.). Blackburn - Aston Villa 1-1 0-1 Charles N’Zogbia (23.), 1-1 David Dunn (84.). Stoke - Norwich 1-0 1-0 Matthew Ethrington (71.). Newcastle - Sunderland 1-1 0-1 Nicklas Bendtner (23. víti), 1-1 Shola Ameobi (90.+1). n Stephan Sessegnon, Sunderland (58.). Lee Cattermole, Sunderland (90.+6). Fulham - Úlfarnir 5-0 1-0 Pavel Pogrebnyak (35.), 2-0 Pavel Pogrebnyak (44.), 3-0 Clint Dempsey (56.), 4-0 Pavel Pogrebnyak (61.), 5-0 Clint Dempsey (83.). Tottenham - Man. United 1-3 0-1 Wayne Rooney (45.), 0-2 Ashley Young (59.), 0-3 Ashley Young (69.), 1-3 Jermain Defoe (86.). Staðan 1 Man. City 27 21 3 3 69:19 66 2 Man. Utd 27 20 4 3 66:27 64 3 Tottenham 27 16 5 6 52:33 53 4 Arsenal 27 15 4 8 55:38 49 5 Chelsea 27 13 7 7 47:32 46 6 Newcastle 27 12 8 7 39:39 44 7 Liverpool 26 10 9 7 30:25 39 8 Fulham 27 9 9 9 37:36 36 9 Stoke 27 10 6 11 27:38 36 10 WBA 27 10 5 12 34:35 35 11 Norwich 27 9 8 10 38:44 35 12 Sunderland 27 9 7 11 35:31 34 13 Everton 26 9 7 10 27:28 34 14 Swansea 27 8 9 10 30:34 33 15 Aston Villa 27 6 12 9 30:35 30 16 QPR 27 5 7 15 28:46 22 17 Blackburn 27 5 7 15 38:60 22 18 Wolves 27 5 7 15 30:56 22 19 Bolton 27 6 2 19 29:56 20 20 Wigan 27 4 8 15 23:52 20 Championship-deildin Barnsley - Nott. Forest 1-1 Birmingham - Derby 2-2 Crystal Palace - Peterborough 1-0 Doncaster - Brighton 1-1 Ipswich - Bristol City 3-0 Leicester - Coventry 2-0 Millwall - Reading 1-2 Portsmouth - Middlesbrough 1-3 Watford - Burnley 3-2 Leeds - Southampton 0-1 Cardiff - West Ham 0-2 n Aron einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff. Staðan 1 Southampton 34 19 8 7 62:32 65 2 West Ham 33 19 7 7 53:32 64 3 Reading 33 18 6 9 43:28 60 4 Blackpool 34 15 11 8 57:44 56 5 Middlesbrough 33 15 11 7 41:35 56 6 Birmingham 33 15 10 8 53:32 55 7 Brighton 34 15 9 10 40:34 54 8 Cardiff 33 14 11 8 50:41 53 9 Hull 32 15 7 10 32:26 52 10 Leeds 34 14 7 13 52:49 49 11 Leicester 33 13 9 11 45:37 48 12 Burnley 34 14 5 15 47:43 47 13 Cr.Palace 33 12 11 10 34:30 47 14 Ipswich 33 13 4 16 53:60 43 15 Barnsley 34 12 7 15 46:53 43 16 Derby 33 12 7 14 35:44 43 17 Watford 34 11 10 13 39:52 43 18 Peterborough 33 10 8 15 51:53 38 19 Millwall 34 8 10 16 35:47 34 20 Nottingham F. 33 9 5 19 29:51 32 21 Bristol City 34 8 7 19 28:55 31 22 Coventry 34 7 7 20 29:48 28 23 Portsmouth 33 9 9 15 34:37 26 24 Doncaster 32 6 8 18 28:53 26 www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.